Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 6
22 - FIMMTUDAGUR 20 .NÓVEMBER 1997 ro^r LÍFIÐ í LANDINU Frá vinstri: Jóna Fjalldal, Ingibjörg Siglaugsdóttir og Bergþóra Bergsdóttir i húsakynnum Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. mynd: gs. Þærhafafengið krabbamein í brjóst og lent í brjóstatöku. í dag miðla þæraf reynslu sinni og eru í stuðningshópi kvenna er veitir persónulega ráðgjöfog aðstoð eftir greiningu brjóstakrabbameins. Samtökin sem Bergþóra Bergs- dóttir, Ingibjörg Siglaugsdóttir og Jóna Fjalldal starfa fyrir heita Samhjálp kvenna. Samtökin hafa starfað hér á landi frá árinu 1979 og eru aðili að Krabba- meinsféiagi íslands og alþjóða- samtökunum Reach to Recovery. A Akureyri hafa sam- tökin starfað frá 1987 en það er einmitt þar sem Inga, Jóna og Bergþóra starfa. Ekki samasemmerki milli krabbameins og dauða Inga var aðnjótandi þjónustu Samhjálpar á sínum tíma. „Eg tel það mikilsvert. Það var einmitt Jóna sem talaði við mig. Þetta var svo gott fyrir mig, eig- inmanninn og ljölskylduna alla að sjá manneskju sem var allt í lagi með. Að það væri hægt að komast í gegnum þessi veik- indi.“ Jóna segir það sama eiga við um sig. Að það hafi verið mikill styrkur að tala við konu sem skyldi hana og gat styrkt á þann hátt. Bergþóra naut hins vegar ekki þjónustu Samhjálpar þegar hún greindist með hrjóstakrabbamein. Sú þjónusta var einfaldlega ekki fyrir hendi á þeim tíma á Akureyri. „Ég gekk í gegnum þetta ein en veit að það hefði verið mjög gott fyrir mig og manninn minn að fá slíka þjónustu. Ég var bara staðráðin í því að halda lífinu áfram og vera ekki veik. Fólk hélt ég væri mjög veik.“ Þegar Bergþóra nefnir þetta segir Inga að gjarnan komi samasemmerki á milli krabba- meins og dauða. „Það er ekki óalgengt. Þetta er ríkt í fólki og virðist koma fljótt upp í hug- _ « ann. Að missa fótfestuna Það er erfitt og mikið áfall fyrir hverja konu að greinast með krabbamein. „Hjá mér var það þannig að ég missti fótfestuna í fyrstu,“ segir Jóna. „Það fylgir þessu ótti og kvíði og maður veit aldrei hvað er framundan. Ég neita því ekki að dauðinn og hræðslan við hann hvarflaði að mér.“ Bergþóra hafði alltaf farið reglulega í krabbameinsskoðun. ,Árið sem ég greindist með krabbamein gleymdi ég mér hins vegar og fór nokkrum mánuðum seinna en venjulega. Ég tel að það hafi bjargað mér og hef þakkað guði fyrir að hafa farið of seint.“ Henni finnst eins og sér hafi verið stjórnað því hefði hún farið á réttum tíma er ekki ólíklegt að meinið hefði ekki greinst. Hjá Ingu var það þannig að hún trúði því ekki að eitthvað væri að sér. „Mér fannst að það ætti ekkert að koma fyrir mig. Eftir að ég vissi að æxlið var krabbamein þá sá ég hlutina fyr- ir mér á annan hátt en ég vissi að þeir væru. Það var eins með manninn minn (Pétur Þórarins- son prest í Laufási). Hann hafði komið að krabbameinssjúkling- um þar sem þeir voru deyjandi. Það sem hann mundi eftir voru þær konur sem höfðu dáið. Mér fannst það mjög erfitt." Ekkl lengur kona Inga var fegin að vera laus við meinið og segir að sér hafi verið hjartanlega sama þó brjóstið færi. „Eftir að kom í ljós að um illkynja æxli var að ræða þá fyrst fór ég að hugsa að þetta væri eitthvað alvarlegt. En það hvarflaði aldrei að mér að ég myndi deyja. Ég var svo ákveðin í því að það myndi ekki koma fyrir mig.“ Jóna vill taka undir með Ingu í sambandi við brjóstamissinn. „Það eru sem betur fer ekki allar konur sem lenda í honum og konur upplifa hann líka mjög misjafnlega. Sumum þykja þær ekki vera konur Iengur. Þessu fylgir hræðsla. Sérstaklega hjá ungum konum. En það er geysilega mikill styrkur í því að vita að hægt er að byggja upp brjóst." Inga segir að sumar konur fái ekki þann stuðning heima fyrir sem sé nauðsynlegur þegar þær ganga í gegnum krabbamein og brjóstatöku. Þær konur finni meira fyrir missinum. „Það er dapurt að hugsa til þess að hjónabönd hafi slitnað vegna þessa. Og maður kemst ekki hjá því að hugsa „Farið hefur fé betra“ ef hjónabönd tolla saman á einu brjósti. Ég segi fyrir sjálfa mig að ég hugsa aldrei um það að mig langi til að láta byggja upp á mér brjóstið. Ég held ég nenni ekki að standa í því.“ Bergþóra er sammála því og seg- ir að í upphafi hafi hún átt í erf- iðleikum með á láta horfa á sig. „Ég var bara svo heppin í mín- um veikindum hvað allt gekk fljótt fyrir sig. Ég þurfti aldrei að bíða. Það hjálpaði mér mikið.“ Konum með krabbamein má liða vel Þær ræða um Samhjálp og það sjálfboðastarf sem þær sinna. Eru sammála því að mjög mikil- vægt sé fyrir konur sem greinast með brjóstakrabbamein að tala við aðrar konur sem hafa lent í því sama. „Það er líka gott að vita að oft verða breytingar í til- finningaiífinu. Konan getur orð- ið meyr, einnig er ekkert óeðli- Iegt við það að finna til,“ segir Inga. „Líka það að manni þarf ekki að líða hræðilega illa með- an á meðferðinni stendur. Mér t.d. leið vel og illa. Ég upplifði mig ekki sem sjúkling. Það voru allir svo góðir við mig. Þetta er skrítin tilfinning og hana getur maður ekki útskýrt nema fyrir þeim sem hefur lent í því sama." Það er starfsfólk á handlækn- ingadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins sem bendir þeim konum er fá brjóstakrabbamein á að Sam- hjálp sé til staðar og hvort þær vilji ekki tala við Ingu, Jónu eða Bergþóru. Hjálpin hefst því, ef óskað er, um leið og búið er að greina konuna. Eiginmanni og aðstandendum er boðið að vera með því þau þurfa ekki síður á hjálp að halda. Sjálfboðaliðar hjá Samhjálp eru bundnir þagn- arskyldu og ræða ekki sín á milli um sjúklinga. Það skal tekið fram að þetta er þjónusta við all- ar konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein og ekki ein- göngu fyrir þær sem hafa misst allt brjóstið. Öimur lífssýn Þær vilja hvetja allar konur til að fara reglulega í krabbameins- leit, skoða brjóstin og vera vak- andi yfir öllum breytingum. Finni konur einhverjar breyting- ar eigi þær að fara strax til lækn- is, ekki að láta það bíða því þá geti samviskan nagað síðar meir. Þær eru allar á því að sjálfboða- liðastarfið sé gefandi og gott sé að geta veitt aðstoð með því að miðla af reynslu sinni. Einnig hvetja þær konur til að hafa samband við sig. „Það að hafa gengið í gegnum þetta hefur gefið manni aðra lífssýn og kennt manni að hlutirnir eru ekki sjálfsagðir," segja þær að lokum. HBG Ingibjörg Siglaugsdóttir 463-3106 Jóna Fjalldal 462-1164 Bersbóra Berssdóttir 462-2540

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.