Dagur - 20.11.1997, Blaðsíða 10
26 - FIMMTUDAGUR 20.NÚVEMBER 1997
X^tnr
hÍFIÐ í LANDINU
BÍLAK
Vöxtur oí? vel-
gengni
Júlíus Vifill segir að sala Opei hafi ekki fariö afstað med neirtni stórkostlegri sprengju.
Olgeir Helgi
Ragnarsson
skrifar
Opel bílarvoru sjaldgæf
sjón hérlendis fyrír
nokknim árum.
Nú finnst manni á stundum að annar
hver bíll sem maður mætir sé Opel, en
markaðshlutdeild Opel hefur vaxið úr
0,1% í 7% hérlendis á þremur árum.
Hvað gerðist?
1 byrjun árs 1993 keypti Ingvar
Helgason hf. bíla- og véladeild Jötuns
en það fyrirtæki var í eigu Sambands Is-
lenskra samvinnufélaga. Við kaupin var
stofnað fyrirtækið Bílheimar um starf-
semi bíladeildarinnar,
en véladeildin samein-
aðist Ingvari Helgasyni
hf. Bifreiðaumboðin
sem fylgdu með í kaup-
unura voru hinn evr-
ópski Opel, amerískir
bílar frá GM svo sem
Chevrolet og Buick og
japanskir bílar frá
Isuzu. „Það er kannski
óhætt að segja það núna að við höfðum
horft hýru auga til bíla- og véladeildar
Jötuns í nokkurn tíma áður en skilaboð
bárust um að til stæði að selja Jötun
sem lið í því að Sambandið hætti þess-
ari starfsemi. Okkur var boðið fyritækið
til kaups af því það Iá fyrir að við höfð-
um áhuga og vildum auka vöruúrval
okkar,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson
einn framkvæmdastjóra Ingvars Helga-
sonar hf. og Bílheima.
Bræðurnir framkvæmdastjórar
Júlíus Vífill er framkvæmdastjóri fyrir-
tækjanna ásamt bræðrum sínum, Helga
og Guðmundi Agústi. „Við bræðurnir
og pabbi vinnum mikið saman og það
hefur gefist vel. Við höldum t.d. fram-
kvæmdastjórnarfundi vikulega og förum
þá yfir stöðuna. Þetta eru vinnufundir
enda reynum við að taka sameiginlegar
ákvarðanir eins mikið og við verður
komið, án þess að það hægi á starfsemi
fyrirtækjanna."
Júlíus Vífill segir það hafa verið
stefnu Ingvars Helgasonar hf. í byrjun
þessa áratugar að auka þjónustustig fyr-
irtækisins með því að hefja sölu og
þjónustu vinnuvéla og landbúnaðar-
tækja. „Með'því að bæta við okkur véla-
deild Jötuns hafa óskir okkar gengið
eftir og viðskipti okkar við bændur og
fyrirtæki hafa aukist, ekki bara með vél-
ar og landbúnaðartæki, heldur einnig
bílasala okkar til þessara aðila.“
Júlíus Vífill segir að strax hafi verið
gerð ákveðin stefnubreyting varðandi
innflutninginn. „Það var Ijóst að okkur
fannst að innflutningur amerískra bíla
myndi ekki verða uppistaðan í rekstri
fyrirtækisins einfaldlega vegna þess að
amerískir bílar eru svo lítill hluti af inn-
flutningi nýrra bíla til landsins. Þar að
auki eru flestir amerískir bílar undan-
tekningalítið búnir stórum vélum og þar
sem tollflokkun bíla miðast við vélar-
stærð lenda amerískir bílar oftast í
hærri tollflokkum en sambærilegri bílar
frá Evrópu eða Japan. Þessi staðreynd
veldur þvf að amerískir bílar eru ekki
samkeppnisfærir í verðum og það er nú
einfaldlega það fyrsta sem viðskiptavin-
urinn skoðar. Hitt er svo annað mál að
stærð vélar er hreint ekki æsldleg við-
miðun við tollfloklíun. Það var þess
vegna þegar í upphafí ákveðið að ein-
beita sér að því að vinna upp Opel
merkið á Islandi. Kannanir sýndu að
nafnið var ekki vel þekkt meðal yngra
og miðaldra fólks en að þeir sem það
þekktu vissu að bílarnir voru þýsk fram-
leiðsla og að hún væri vönduð. En þetta
krafðist þolinmæði. „Það tók nálægt því
ársfjórðung að ná öllum samningum í
höfn. Tilfellið er að þó fyrirtæki séu
seld er ekki sjálfgefið að birgjar sem
þessi fyrirtæki hafa gert umboðsamn-
inga við vilji íylgja í sölunni til nýrra
eigenda," segir Júlíus Vífíll.
Klárir í heyskapinn
„Véladeildin var tilbúin í slaginn þegar
bændur þurftu á sfnum tækjum og
þjónustu að halda sumarið 1993 en það
má segja að sala bíla hafi ekki raun-
verulega hafist fyrr en seint á árinu
1993 og kannski ekki raunverulega fyrr
en 1994.“ Júlíus Vífill segir að sala
Opel hafi ekki farið af stað með neinni
stórkostlegri sprengju. „Hægt og sígandi
hefur sala þeirra verið að aukast úr
0,1% árið 1993 upp í það að vera 7% í
ár. Það munu seljast á þessu ári á átt-
unda hundrað Opel bílar. Sameiginleg
hlutdeild okkar fyrirtækja í bílainnflun-
ingum er um 25%. Opel, Isuzu og Saab
sem eru til sölu hjá Bílheimum hafa því
verið hrein viðbót við okkar bflainn-
flutning.
Þeix sjá ekki eftir því
Ymsir af starfsmönnum Jötuns komu til
starfa hjá okkur og þekking þeirra og
viðskiptasambönd fylgdu því með hin-
um nýju vörumerkjum. Þetta var okkur
mjög mikilvægt. Síðan hafa aðrir bæst í
hópinn eins og gengur og myndað liðs-
heildina sem er lífæðin í fyrirtækjun-
um.“ Hann segir þetta hafi verið unnið
í góðu samstarfi við Opel erlendis:
„Fyrst og fremst var það þannig að það
þurfti að sannfæra þá hjá Opel úti í
Russelheim um að þetta væri spenn-
andi verkefni fyrir þá að standa með
okkur í. Við gerðum þeim grein fyrir því
að við mundum ekki ná árangri nema
þeir sjálfir mundu koma að því dæmi.
Það fór svo að þeir ákváðu að slá til og
þeir sjá ekki eftir því.“
Það er gamall og góður siður að koma
með eitthvað smálegt með sér ef manni
er boðið í heimsókn. Þetta þarf ekki að
vera neitt mjög mikið, t.d. einn kexpakki,
heimabakað brauð, nokkrir ostar eða eitt-
hvað slíkt. Þetta er sérstaklega gott að
gera ef maður kemur óvænt í heimsókn
og viðkomandi á kannski ekkert með kaff-
inu og finnst það óþægilegt. Svo líður
manni oft betur að koma með eitthvað
með sér.
HVAÐ Á ÉG AÐ GERA
Sæl Vigdís. Ég bý í Iitlu þorpi úti á landi
og mig langar til að vita hvort það er hægt
að fá fjölskylduráðgjöf einhvers staðar þó
maður húi ekki á staðnum sem ráðgjöfin
er veitt. Og líka hvar helst er að leita eftir
slíku.
Fjölskylduráðgjöf er stundum veitt á
heilsugæslustöðvum og félagsmála-
skrifstofum, fyrir utan þá sem prakt-
isera á stofum. Sjálfsagt er mest um
slíkt á stærri stöðum eins og Reykjavík
og Akureyri. Það er ekkert skilyrði að
búa á staðnum, það er hægt að hringja
í þessa staði og jafnvel fá einhverja
ráðgjöf í gegnum síma. Prófaðu bara
að hringja í einhvern þeirra félagsráð-
gjafa sem þú finnur í símaskránni og
hann mun vafalítið leiða þig áfram.
Vigdís svarar í símann!
Ertu með ráð, þarftu að spyrja,
viltu gefa eða skipta?
Vigdís svarar í símanu kl. 9-12.
Síminn er 563 1626 (beint)
eða 800 7080
Pdstfang: Þverholt 14 Rvk.
eða Strandgata 31 Ak.
Netfang: ritstjori@dagur.is
GrUlaður lax
Pciprilm, 2 rauðar, 2 grænar og 1 gul
4 laxaflök, beinlaus og roðflett, um 200 g
hvert
2 hvítlauksrif
'á rauðlaukur
150 ml balsamedik
100 ml olífuolía
salt, pipar, dill, basil og koriander.
Skerið paprikuranr í tvennt og hreinsið
fræin úr þeim. Setjið á bökunarplötu og
burstið með olíu. Bakið við 200°C þar til
þær eru gylltar. Takið úr ofninum og
geymið. Kryddið laxinn og burstið með
olíu. Látið hann í ofninn í um 5 mín.
Skerið hvítlaukinn smátt, einnig laukinn
og setjið krydd samanvið í skál ásamt
olíu, ediki, salti og pipar. Afhýðið paprik-
una og skerið í strimla. Látið í olíublönd-
una í 5 mfn. Setjið paprikuna á disk og
fiskinn ofaná. Skreytið með fersku basil
og berið fram með Chiabatta brauði.
Ráðagóða homið
Til mín hringdi lesandi sem kannaðíst vel við það vandamál að eiginmað-
urinn væri lengi í burtu vegna vinnu. Hún sagðist Ieysa málið þannig, að
þegar eiginmaðurinn kemur heim af sjónum, sem eru kannski 3 dagar í
einu og svo er hann 30-40 daga í burtu, þá lætur hún börnin taka sér frí í
skólanum, gjarnan eitt í einu, til að þau fái hvert fyrir sig heilan dag með pabba
sínum. Hún tekur sér sjáf frí frá vinnu að minnst kosti einn dag og reynir að nota
fyrsta kvöldið handa þeim tveim einum. Ein dætra þeirra var með sífelldan maga-
verk í skólanum þá daga sem pabbi hennar var heima, þar til þetta ráð var tekið
upp, en þá hvarf það vandamál.