Dagur - 26.11.1997, Side 7

Dagur - 26.11.1997, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 26 .NÓVEMBER 1997 - 7 þ j ó ó m á 1 Sóknin á suðvestur- homið eim á dagskrá Fólksflóttinn af landsbyggðinni til suðvesturhornsins er enn einu sinni kominn ofarlega á dagskrá hjá almenningi og stjórnmálamönnum. Aðalástæðan fjrir honum er framboðið af þjónustustörfum á svæðinu. Erfiðisfólkið í landinu starfar flest í landbúnaði, fisk- veiðum, iðnaði og mannvirkja- gerð. Starfsmenn í þessum fjór- um atvinnugreinum hafa í mörg ár verið um þriðjungur vinnuafls þjóðarinnar. A höfuðborgarsvæðinu hafa rúm 20% starfsfólks unnið í þessum greinum en tæp 80% í þjónustugreinum. Á landsbyggðinni skiptist starfsmannafjöldinn nokkurn veginn til helminga; þó hafa oft- ast rúm 50% verið í erfiðisgeir- anum. Þjónustustðrf eru eftirsótt- ari en erfiói Vinnuaflið sækir í þjónustu- greinarnar, ekki síst hjá hinu op- inbera, sem þykir skárri vinnu- veitandi en einkareksturinn. Þá þykja þjónustustörfin „fínni" en erfiðisvinnan, eru oft betur laun- uð, bjóða upp á reglulegri vinnu- tíma, þægilegra starfsumhverfi og meira atvinnuöryggi. Flestir taka erfiðislítil störf fram yfir erfiði, þó nokkur launa- munur sé, sérstaklega ef at- vinnuöryggi fylgír með. Flestum finnst nokkrum tekjumun fórn- andi fyrir meiri lífsgæði. Fólk flytur líka til innan lands- hlutanna. Þjónustustaðirnir vaxa, frumframleiðslu-staðirnir minnka eða standa í stað. Þorp og bæir eins og Egilsstaðir, Sel- foss, Borgarnes, Isafjörður og Akureyri hafa stækkað án nokk- urra sérstakra ráðstafana meðan þéttbýlisstaðir með einhliða framleiðslu standa í stað eða minnka, þó ráðamenn sveitist hlóði við að auka framboðið af erfiðisvinnu. Konur sækja meira en karlar í þjónustugeirann. Hvað sem sagt er um jafnan rétt og þá væntan- lega líka um jafnar skyldur kynj- anna til starfa, þá virðist það staðreynd að konur taki þjón- ustustörf fram yfir strityinnu í enn ríkari mæli en karlar. Framleiðslan er oinboga- barnið Aldrei þarf að leita til útlanda eftir fólki til starfa í bönkum, ráðuneytum, verslunum, skrif- stofum, sjúkrahúsum og skólum. Það er bara framleiðslan sem þarf að standa í slíku. Fólk í þjónustustörfum hefur oftast fastan vinnutíma, langan uppsagnarfrest, föst mánaðar- laun, er Iaust við vos, bleytu og kulda á vinnustað og er ekki sent í Iangdvalir burtu til að vinna, Súknin til höfuborgarsvæðisins er einkum sókn í þjónustustörf, segir Benedikt grein sinni. t.d. út í hafsauga svo vikum og mánuðum skiptir, með tilheyr- andi sliti á fjölskyldulífi og fé- lagstengslum. Það er fyrst og fremst fólkið í framleiðslugrein- unum sem býr við slfkt. Og fólk í þjónustustörfum er yfirleitt ekki rekið heim og sett á atvinnuleysisbætur þó verkefni. minnki tímabundið. Slíkt tíðkast bara í framleiðslunni. Ráðu- neyti, bankar, skólar og sjúkra- hús eru aldrei bundin við bryggj- ur eins og fiskiskipin, eða lokað eins og frystihúsum, og starfs- fólkinu vísað á atvinnuleysis- tryggingarnar um jól og páska. Við þetta bætist að sá sem fjár- festir í húseign í framleiðslu- byggð getur búist við að hún verði óseljanleg, ef hann skyldi þurfa að selja hana, eða aðeins seljanleg fyrir brot af sannvirði. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu gengur hinsvegar næst gulltryggingu. Af aðstöðumuninum leiðir að framleiðslustörf teljast með því lægsta og lakasta í atvinnulegu og félagslegu tilliti. Það segir til sín við val á búsetu og starfs- grein. Foreldrar stýra því gjarnan börnum sínum í námsferil sem miðar að þjónustustörfum. Róm og barbaríið Landsbyggðin hefur í áratugi verið höfuðborgarsvæðinu það sem skattlöndin og nýlendurnar - barbaríið svonefnda - voru Róm hinni fornu. Þetta landshorn hefur þanist út í gegnum stjórn- mála- og embættismannavaldið og verslunina. Stjórnvöld hafa átt frumkvæð- ið að því að safna þjónustustörf- um til Reykjavíkur, undir sitjand- ann á sjálfum sér, og úthluta síð- an þjónustunni náðarsamlegast þaðan. Pólitfska valdið hefur Iagt hald á gjaldeyrinn úr landshlutunum sem framleiddu hann, og afhent hann innflutningsversluninni sem hefur síðan selt hann aftur, umbreyttan í vörur og nú um árabil í vaxandi mæli til ferða- laga. Hagnaðurinn eftir tilkostn- að hefur að mestu leyti farið í uppbyggingu á höfuðborgar- svæðinu. Stjórnniálamenn vita betur Stjórnmálamenn hafa í áratugi vitað að öruggasta leiðin til að stöðva byggðaröskunina er að auka hlutfall landsbyggðarinnar í þjónustugreinunum. Ólíkinda- svipurinn sem þeir setja upp í hvert skipti sem ný skriða rennur af stað er tómur leikaraskapur. Árið 1972 var skipuð sjö manna nefnd til að kanna stað- arval ríkisstofnana og hverjar þeirra mætti flytja út á lands- byggðina. Formaður hennar var núverandi forseti, Ólafur Ragn- ar Grímsson. Nefndin skilaði 1975 álitsgerð með ábendingum og tillögum um hvaða stofnanir mætti flytja. En árangurinn er lítill. Flutningurinn á Skógrækt ríkisins er líklega það stærsta sem upp úr stendur. Uppbyggingu framhaldsskól- anna á landsbyggðinni, stofnun Háskólans á Akureyri og að nokkru leyti uppbyggingu sjúkra- og öldrunarþjónustu verður þó að meta stjórnvöldum að ein- hverju leyti til tekna í þessu sambandi. Reykjavíkurvaldið svonefnda á ekki alla sökina á fólksflóttan- um. Skammsýni, hreppaöfund og skrítnar hundakúnstir heima í héruðunum hafa stundum valdið slysum í þessu efni. Þannig höfnuðu bæjaryfirvöld á Akur- eyri fyrir fáeinum misserum til- boði um að fá til sín stóra og vax- andi skriffinnskustofnun sem vafalítið á eftir að hlaða utan á sig tugum eða hundruðum starfa, og völdu í staðinn smá- vægilega aðstoð við að koma í gang nokkrum láglaunastörfum í erfiðisgeiranum, sem hefðu skapast hvort sem var á næstu mánuðum. Landsbyggðin hefur haldið að sér höndum og þolað allar blóð- tökur án verulegrar andstöðu. Sumir segja að nú sé svo komið að hún verði að gera uppreisn. Spurning er hvort það er ekki orðið of seint. Það er algerlega vonlaust að landsbyggðarflóttinn minnki meðan hlutfall þjónustugreina á landsbyggðinni helst jafn lágt og það er nú, og kjaramunur starfs- fólks í framleiðslu og þjónustu, annar en kaup, er jafn mikill og hann er nú. 1 i \| BENEDIKT SIGURÐS i SON KENNARiÁ AKRANESI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.