Dagur - 26.11.1997, Síða 11

Dagur - 26.11.1997, Síða 11
 MIBVIKUDAGUR 2 6 .NÓVEMB ER 1 997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L U ElNino DAGUR ÞORLEIFS SON skrifar Breytingar á veðurfari af völdum hlýnunar í sjó á Kyrrahafi, sem nefndar eru EI Nino og verða yf- irleitt með 3-8 ára millibili, geisa enn og ætlan ýmissa veðurfræð- inga er að fyrirbæri þetta verði að þessu sinni magnaðra en nokkru sinni fyrr á öldinni. Svæsnastur hefur E1 Nino hingað til orðið 1982-83, svo vit- að sé með vissu. Þá létu um 2000 manns lífið af völdum hans og efnalega tjónið sem hann olli þau árin er metið á sem svarar um 900 milljörðum ísl. kr. En einhverjir vísindamenn eru farn- ir að kalla núverandi EI Nino „atburð aldarinnar hvað loftslagi viðvíkur" og spá því að hann muni halda áfram a.m.k. til vors 1998. „Sveinbamið“ EI Nino er spænska og þýtt „drengurinn" eða „sveinbarnið." Munu fiskimenn í Perú hafa gef- ið veðurfyrirbærinu nafn þetta, en þegar á 17. öld höfðu þeir veitt því athygli og þar með að það hófst oftast um jólin. Og sveinbarn það sem fiskimennirn- ir hér áttu við er sem sé Jesú- barnið. EI Nino kemur fram þegar austanstæðir staðvindar hægja á sér yfir Kyrrahafi vestanverðu, skipta smám saman um stefnu og reka þá með sér hlýjan sjó og regn til austurs. Þetta verður til þess að minna rignir í Ástralíu og Suðaustur-Asíu en venjulegast er. I Rómönsku Ameríku rignir þar á móti meira en venjulega og þar verður heitara en algengast er. Hlýr sjór næst yfirboröi vestan Ameríku hefur þær afleiðingar að kaldari sjór er inniheldur meiri næringu en sá hlýi kemst ekki upp á yfirborðið. Það kemur niður á fiskistofnunum og dýr- unum sem á þeim lifa, en þau eru einkum fuglar og menn. E1 Nino lætur meira eða minna á sér kræla um allan hnöttinn, einna minnst í Evr- ópu, en í norðanverðri þeirri álfu hefur þetta varla önnur áhrif en að með hlýrra móti verður í veðri, bæði vetur og sumar. Oðru máli gegnir um aðrar heimsálfur. Fyrirhyggja og fyrirhyggju- leysi Ástralía og Suðaustur-Asía urðu fyrst fyrir barðinu á EI Nino að þessu sinni sem oftar. Veður- fræðingarnir höfðu með tölvu- tækni fyrir löngu áttað sig á hverskonar veðri við var að búast og í Ástralíu bjuggu menn sig undir þurrkana eftir föngum. Bændur seldu kvikfénað og breyttu um fyrirætlanir í akur- yrkju. Þetta bar þann árangur að Ástralía hefur sloppið til þess að gera vel frá E1 Nino. Á allt ann- an veg fór það í Indónesíu. Þar héldu menn áfram að brenna skóg að vanda í ýmsum tilgangi, og vegna þurrkanna leiddi það til gífurlegra skógarelda, sem náðu hámarld í september. Nú er farið Baksvið að rigna þar svo að verulega hef- ur dregið úr eldunum og reykjar- svælunni frá þeim, en ennþá logar í lögum af mó á svæði sem Himgursneyð vofír yfír í Indónesíu og á Nýju Gíneu af völdum E1 Nino og stórtjón hefur hlotist af veð- urfyrirhæri þessu í Austur-Afríku. er um milljón hektarar að stærð. Hrísgrjónauppskeran þarlend- is brást vegna þurrkanna og svælunnar, matarskortur er þar því þegar orðinn verulegur og hefur valdið hundruðum dauðs- falla. UNESCAP, nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um efnahags- og félagsmál í Asíu, spáir að innan þriggja til fjögurra mánaða verði skollin á í Indónesíu mikil hungursneyð, er verði skæðust börnum og leiði til þess að smitandi sjúkdómar brjótist út á eyjum þeim er harð- ast verði úti. Barist við krókódila I austanverðri Afríku hefur E1 Nino um rúmlega mánaðarskeið gert vart við sig með gífurlegum rigningum sem valdið hafa flóð- um er sópað hafa burt með sér brúm, vegum og húsum, sérstak- lega f Kenýu og Sómalíu. I fyrr- nefnda landinu hafa tugir manna faríst í flóðunum og tvö fljót sunnan til í Sómalíu, Shabelle og Juba, hafa flætt yfir bakka sína með þeim afleiðing- um að fólk þar á í stríði, bókstaf- lega talað, við krókódíla og vatnahesta sem færa út kvíarnar um leið og fljótsbakkarnir færast í kaf, og slöngur, sem keppa við mennina um bletti sem standa upp úr. Eða svo segir Said Morg- an, titlaður hershöfðingi, einn margra stríðsherra þarlendis. Talið er að í Sómalíu hafi um 800.000 manns þegar misst heimili sín af völdum flóðanna, ekki er búist við að þar stytti upp í bráð og óttast er að kólera og malaría brjótist þar út, vegna skorts á hreinu drykkjarvatni. Hungursneyð er talin vofa yfir af völdum E1 Nino á Nýju Gíneu og sumir kenna honum a.m.k. að nokkru um hungursneyðina í Norður-Kóreu, sem mótsagna- kenndar fréttir berast stöðugt af en ýmsir ætla að þegar hafi orð- ið um milljón manns að bana. Veðurstofa Japans hélt því að vísu fram nýlega að E1 Nino hefði e.t.v. náð hámarki í októ- ber, en margir eru á öðru máli og í Bandaríkjunum vestanverðum búast menn við að E1 Nino fari fyrst að láta verulega á sér kræla þar í desember eða janúar og verði umsvifamestur í síðar- nefnda mánuðinum og í febrúar og mars. Muni þá rigna helmingi meira í Kaliforníu en algengast er. Það muni, líkt og í Austur- Afríku, hafa í för með sér skriðu- föll og flóð. Þar vestra búa menn sig nú sem best undir það að mæta þeim náttúruhamförum og gera sér sæmilegar vonir um að þannig megi koma í veg fyrir stóráföll af völdum þeirra. Verðhnm verðbréfa í Asíu JAPAN - Gjaldþrot japanska verðbréfafyrirtækisins Yamaichi olli í gær verðhruni á verðbréfamörkuðum um alla Asiu. Hvort sem litið var til Tókíó eða Hongkong, Singapúr eða Seúl, þá höfðu verðbréf hrapað í verði um allt að eða meira en fimm prósent. Nokkur ótti var um að verðhrunið myndi breiðast út til verðbréfamarkaða á Vesturlöndum. Jeltsín ætlar að halda í Tsjubaís RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rússlands, fullyrti í gær að hann myndi ekki víkja Anatólí Tsjúbaís úr embætti aðstoðarforsætisráð- herra, en í síðustu viku var Tsjúbaís rekinn úr embætti ijármálaráðherra vegna hneykslis- máls þar sem hann var grunaður um að hafa þegir mútur í formi hárrar greiðslu fyrir bók frá útgáfufyrirtæki. Margir töldu að Jeltsfn hefði í hyggju að láta Tsjúbaís fjúka alveg þeg- ar frá liði, en Tsjúbaís er einn aðalhugmynda- fræðingur og hvatamaður markaðsumbótanna Anatólí Tsjúbafs. sem mælst hafa mjög misjafnlega fyrir meðal almennings í Rússlandi. Gámaftutnmgaskip hrotnaði í tvennt AZOREYJAR - 290 metra langt ítalskt gámaflutningaskip, MSC Carla, brotnaði í tvennt skammt utan við Azoreyjar f óveðri sem gekk þar yfir í fyrrinótt. Áhöfn skipsins, alls 34 menn, hafði komist aftur í skut skipsins og í gær var verið að flytja þá smám saman af skipinu með þyrlu, en mikið hvassviðri var enn sem gerði þyrlunni erfitt fyrir við björgunina. Mikil hætta var á að skipið myndi sökkva. Þarf að reka á eftir trössunum BANDARÍKIN - Einungis 12 af 20 stærstu fiskveiðiþjóðum heims hafa ekki enn undirritað fiskveiðisamning Sameinuðu þjóðanna, og þar af hafa aðeins Bandaríkin, Rússland, Noregur og ísland bæði undirritað og staðfest hann. Og þótt 59 ríki alls hafi undirritað sátt- málann hafa enn ekki nema 15 þeirra staðfest hann. Alþjóða náttúru- sjóðurinn (WWF) hvatti f gær Allsherjarráð SÞ til þess að reka á eft- ir þeim ríkjum sem enn eiga eftir að undirrita eða staðfesta samning- inn. Persson fagnar rannsóMi Göran Persson. SVÍÞJÓÐ - Göran Persson segist fagna þingrannsókn á hugsanlegri misnotkun hans á flugvélum, bæði í eigu ríkisins og leiguvélum, en háværar umræður hafa verið í Svíþjóð undanfarna daga um meinta misnotkun hans á almannafé í flugferðum. Dagblaðið Expressen hef- ur skýrt frá því að hann hafi tvisvar notað leiguþotu til New York og einu sinni til Englands, f staðinn fyrir að nota flugv'él í eigu ríkisins til þeirra ferða. Þá hafi hann og fjölskylda hans ferðast með ríkisvél- um til Italíu og Spánar. Sjálfur fullyrðir Persson að ekkert hafi verið óeðlilegt við þessar ferðir. Astrid Lindgren snæðir með Jeltsín SVÍÞJÓÐ - Barnabókarithöfundurinn ástsæli, Astrid Lindgren, mun snæða hádegisverð með Boris Jeltsín Rússlandsforseta í næstu viku þegar hann verður á ferð í Svíþjóð. Lindgren er vinsæl í Rússlandi eins og víðar um heiminn, og frú Naína Jeltsín, eiginkona forsetans, hefur sagt að hún vilji endilega hitta hana. Henni var því boðið til há- degisverðar með lbrsetahjónunum ásamt Göran Persson forsætisráð- herra Svíþjóðar, og sagðist í gær hafa þegið það boð.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.