Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 1

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 4. desember 1997 80. og 81. árgangur - 230. tölublað Nýtt met í neyð- arhjálp um jóliu Framk væmdastj óri Hj álparstofmmar Mrkjuimar segír stofmmina þurfa að leysa út lyfseðla fyrir þurfandi örykja. Neyðaraðstoð aukist um helming. Neyðaraðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar (HSK) vegna fátækra landsmanna jókst á þessu ári um 55% og ekki útlit fyrir annað en að fleiri en nokkru sinni fyrr þurfi á aðstoð HSK að halda um jólin. A starfsári HSK, sem Iauk 30. september, höfðu 1.250 manns notið neyðaraðstoðar innanlands og var þó lokað fjóra mánuði starfsársins. Á ársgrund- velli er þetta helmingsaukning milli tímabila og vekur athygli að 48% þeirra sem aðstoð fengu voru öryrkjar, en 21% voru at- vínnuíeysingj'ar og i 5% einstæö- ir foreldrar. Þörfin fyrir að- stoð fer ekkert minnkandi og nú í október og nóvember fengu 100 manns að- stoð. I ársskýrslu HSK kemur fram að á fáum árum hafi um- sóknum um fjár- hagsaðstoð fjölg- að úr 10 í nær 1.300 og aðstoð við hvern og einn um leið minnkað. Jónas Þ. Þórisson, framkvæmda- stjóri HSK, segir að átt sé við þróunina síðustu sjö til átta árin eða frá 1989-90. .Aðstaða Jónas Þ. Þórisson: Margrómað góðæri hefur sáralítið náð til öryrkja og lang- tímaatvinnulausra og ég óttast ástand- ið sem getur skapast ef ekkert verður að gert. kjör öryrkja og þeirra langtíma- atvinnulausu eru fyrir neðan allar hellur. Margrómað góð- æri hefur sáralít- ið náð til þessara hópa og ég óttast ástandið sem getur skapast ef ekkert verður að gert. Nefna má að eftir tæp tvö ár taka gildi lög sem segja að þeir sem eru enn at- vinnulausir eftir fjögur ár á skrá detti út og þá er ég hræddur um að félagsmála- apparöt fái bunka af nýjum skjól- stæðingum inn á borð til sín,“ segir Jónas. jónas segir töfuvert um að HSK taki að sér að leysa út lyf- seðla fyrir öryrkja. „I okkar svo- kallaða velferðarþjóðfélagi er stór hópur af sjúku fólki, öryrkj- um og fleira fólki sem hefur bara sínar bætur og þarf kannski að leigja á frjálsum markaði. Sjúkl- ingahlutinn í lyfjakostnaði hefur vaxið og það má ekkert út af bregða, þá er komið í alvarlegt óefni fyrir þetta fólk.“ HSK og Rauði krossinn hafa samstarf um matargjafir fyrir jól- in og hafa í ár fengið liðsinni frá Caritas á Islandi, sem er félags- skapur kaþólikka. Um síðustu jól fengu rúmlega 800 einstaklingar aðstoð þessara aðila og ekki útlit fyrir samdrátt í ár. Nánar verður fjallað um jólaaðstoðina í Degi á morgun. — FÞG Þorsteinn Pálsson. Baimað að afskrifa kvóta Oheimilt verður með öllu að af- skrifa aflaheim- ildir, samkvæmt frumvarpi sem þingflokkar stjórnarinnar hafa nú til um- fjöllunar og verður væntan- lega lagt fram á Alþingi fljótlega. Útgerðir hafa afskrifað kostnað við kaup á kvóta á 5 árum og með því sparað sér stórfúlgur sem þeir hefðu annars þurft að greiða í skatt. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, hefur marglýst yfir að hann telji óeðlilegt að hægt sé að fyrna endurnýjanlega auð- lind og var nefnd á vegum fjár- málaráðherra falið að skoða þessi mál. Hún hefur nú skilað af sér frumvarpi. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að þeir sem kaupa kvóta fyrir gildistöku laganna geti afskrifað 20% 1998, 15% 1999 og 10% árið 2000. Frostpinnar á Akureyri Talsvert frost hefur verið á Akureyri síðustu tvo daga eftir langan hlýindakafla. Frostið hefur gert bíleigendum Gunnar Ernir og Össur, sem voru að velta hvor öðrum um svellið í tunnu á tjörninni í Innbænum, kunnu vel að mynd: brink lífið leitt en þeir meta veðráttuna. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra. Fríkortin skaðleg? Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, segir fríðindakort hugsan- lega geta skaðað samkeppni, sé ekki rétt að þeim staðið. Hins vegar hafi ekki verið sýnt fram á hér á landi eða annars staðar, að afsláttarkjör, fríðinda- og vildar- kort hafi almennt haft skaðleg áhrif á samkeppni eða leitt til hærra verðs á vöru og þjónustu til neytenda. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ráðherra sagði Samkeppnis- stofnun hafa farið yfir skilmála þeirra vildar- og fríðindakorta sem gefin eru út hér á landi og gert við þau ýmsar athugasemd- ir. Fyrirtækin hafi alltaf orðið við ábendingum stofnunarinnar. Að mati Samkeppnisstofnunar verði ekki séð að í skilmálum og kjör- um fríkorta eða annarra fríkorta felist samræmd viðskiptakjör sem bönnuð eru samkvæmt lög- um. Samkeppnisstofnun mun væntanlega taka upp sams konar reglur um fríðindakort og gilda í nágrannalöndum, þar sem víðast er kveðið á um að hægt sé að breyta afsláttarpunktum í pen- inga hvenær sem er. Allt óbreytt hjá Framsókn Litlar breytingar eru fyrirsjáan- legar á framboðslista framsókn- armanna fyrir næstu bæjar- stjórnarkosningar á Akureyri. Allir núverandi bæjarfulltrúar sækjast eftir endurkjöri og eru í hópi 17 einstaklinga sem gefa kost á sér í slaginn í sérstakri skoðanakönnun Framsóknarfé- Iags Akureyrar. Könnunin er lið- ur í uppröðunarstefnu á listann. Framsóknarmenn eiga 5 bæj- arfulltrúa, Ástu Sigurðardóttur, Odd H. Halldórsson, Sigfríði Þorsteinsdóttur, Þórarin Egil Sveinsson og bæjarstjórann Jak- ob Björnsson. Skattar greiddir með veði Bls. 3 20 dagar tiljóla mTTH Neysluvatnsdælur SINDRI -sterkur í verki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.