Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUVAGUR 4.DESEMBER 1997 - 13 ÍÞRÓTTIR Tveir með log- gildingu frá ITFA Ólafur Garðarsson. Eyjúlfur Bergþórsson. Því má svo bæta við að skilyrði Tveir íslendingar, þeir Ólafur Garðarsson hæstaréttarlögmað- ur og Eyjólfur Bergþórsson heildsali, eru komnir með full réttindi sem löggiltir umboðs- mcnn fyrir knattspyrnumenn. Þeir eru fyrstu íslendingarnir sem gerast svokallaðir „FIFA agents“; umboðsmenn með Iög- gildingu alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, en íslenskir leikmenn hafa til þessa þurft að snúa sér til erlendra umboðsmanna. Ólafur sagðist búast við því að Iitlar hreyfingar yrðu á knatt- spyrnumönnum til erlendra liða á næstu mánuðum, því aðalsölu- tíminn væri liðinn. Leikmenn eru varla söluvara nema þeir séu í leikæfingu, og það eru þeir kannski í einn til tvo mánuði eft- ir að tímabilinu Iýkur hér á landi,“ segir Ólafur, sem hyggst vera með 15-20 íslenska knatt- spyrnumenn á samningi þegar fram líða stundir, en hann er þegar kominn með tíu skjólstæð- inga, sem hann hefur gert samn- inga við. Ólafur er Seltirningur og segist styðja vesturbæjarliðin Gróttu og KR, sem hann lék með í yngri flokkunum. Eyjólfur Berg- þórsson rekur heildverslunina Berg, en er kannski best þekktur fyrir störf sín fyrir knattspyrnu- deild Fram, þar sem hann hefur verið stjórnar- maður mörg undanfarin ár. „Ég hef verið að íhuga þetta í tvö til þrjú ár og lét verða af þessu í síðasta mánuði. Það er nokkuð ljóst að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það starf sem ég hef verið í, en ann- ars verður framtfðin að leiða það í ljós hvað gerist." Eyjólfur sagði að fjöldi um- boðsmanna í Þýskalandi og Bret- landi væri um sextíu í báðum löndunum og að sjö umboðs- menn væru starfandi í Noregi, en för margra íslenskra knatt- spyrnumanna hefur verið heitið þangað p undanförnum mánuð- um. þau sem FIFA setur til umboðs- manna eru ströng, sérstaklega hvað varðar tryggingar. Þeir sem áhuga hafa á því að gerast um- boðsmenn þurfa að leggja fram bankaábyrgð að upphæð 200 þús. svissneskum frönkum (um 11 millj. fsl. króna) sem trygg- ingu fyrir tjóni sem þeir kunna að valda skjólstæðingum sínum, eða knattspyrnufélögum. - FE Aldrei aftur með Bulls! Scottie Pippen, stjörnuleikmað- ur Chicago Bulls, hefur tilkynnt liðinu að hann spili ekki með þeim aftur. Hann hefur heimtað að Bulls selji sig til einhvers ann- ars liðs. Pippen hefur ekkert spil- að með liði sínu f vetur vegna meiðsla en hann á að vera klár í slaginn eftir 2-3 vikur. Michael Jordan og Phil Jackson þjálfari eru allt annað en sáttir við fram- komu Pippen. „Liðið vinnur ekki titilinn án Scottie og skipið mun því sökkva hægt og rólega en ég yfirgef ekki sökkvandi skip eins og rotta,“ sagði Jordan. „Það hafði mikil áhrif á bæði það að ég ákvað að vera eitt ár í viðbót að Pippen yrði með liðinu og hans mál væru komin í lag. Þetta er Scottie Pippen. eitthvað að klikka núna og Pippen er að koma sér í slæma stöðu," sagði Phil Jackson, þjálf- ari Chicago Bulls. Það er hins vegar hægt að skilja gremju Scottie Pippen gagnvart Chicago Bulls vel. Pippen er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinn- ar í dag og í fyrra var hann valinn í hóp 50 bestu leikmanna NBA frá upphafi. Hins vegar er ekki hægt að segja að Iaun hans séu í samræmi við það. Pippen mun fá 2.7 milljónir dala fyrir þetta timabil og er í 122. sæti yfir launahæstu leikmenn deildar- innar! Orðrómur um að Pippen sé á leið til L.A. Lakers verður enn háværari en samningur Pippen rennur út í vor og þá get- ur þessi frábæri leikmaður samið við hvaða lið í deildinni sem er, eða það lið sem býður best! Snöggur eftir kjálka- brot Björgvin Björgvinsson, lands- liðsmaður í handknattleik, er byrjaður að æfa aftur með KA- liðinu eftir slæm meiðsli. Björg- vin tvíkjálkabrotnaði í leik með íslenska landsliðinu gegn Lith- áen í Kaplakrika nú fyrir stuttu. Björgvin spilar að vísu ekkert með KA-liðinu fyrr en eftir ára- mót. Hilmar Bjarnason og Leó Örn Þorleifsson hafa einnig átt við meiðsli að stríða en ekki er gert ráð fyrir þeim fyrr en á næsta ári heldur. Þessi meiðsli lykilmanna hafa að vísu ekki haft nein gríð- arleg áhrif og þeir hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni sannfærandi, gegn ÍBV og Vík- ing. Fróðir menn segja að end- urkoma hins „síunga“ Erlings Kristjánssonar hafi þessi góðu áhrif á aðra í liðinu! — JJ Aðalfundur Skúlagarðs hf. Aðalfundur í hlutafélaginu Skúlagarður hf. fyrir árið 1996 verður haldinn á 3. hæð í Hafnarstræti 20, Reykjavík, fimmtudaginn 11. desember 1997 kl. 16. 1. Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins III. kafla, grein 3.4.: a) Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. b) Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda félagsins. c) Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. d) Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins: 1. Tillaga um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 20 milljónir króna. e) Ákvörðun um þóknun til stjórnar og endurskoðenda. f) Kosning stjórnar. g) Kosning endurskoðenda. h) Önnur mál. 2. Önnur mál. Stjórnin. Bóka- og Byggðasafn N-Þingeyinga við Kópasker Staða bókavarðar við bókasafnið er laus til umsóknar frá 1. janúar 1998. Tölvukunnátta er æskileg. Upplýsingar gefur Helga, sími 465 2135 og Brynjar, sími 465 2240. Samtök sykursjúkra á Akureyri og nágrenni Jólafundur verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 6. desember nk. og hefst kl. 15.00. Veitingar í boði félagsins. Allir sykursjúkir, aðstandendur þeirra og velunnarar félagsins velkomnir. Stjórnin. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 8. desember 1997 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Ásta Sigurðardóttir og Þórarinn B. Jónsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000. Atvinna í boði Okkur vantar röskan starfskraft til starfa á Degi. Um er að ræða krefjandi starf í prófarkalestri, innslætti og frágangi efnis. Viðkomandi þarf að hafa fullkomið vald á íslenskri tungu, góða almenna tölvukunnáttu og öryggi og hraða í innslætti á tölvu. Áhugasamir vinsamlega sendið umsóknir með helstu upplýsingum um menntun og fyrri störf í afgreiðslu Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merkt Próförk fyrir 13. desember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.