Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 12

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 12
12- FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997 ÍÞRÓTTIR Dalglish vill kaupa Kenny Dalglish, framkvæmda- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, mun líklega ganga frá kaupum á Matt Janzen, nítján ára gömlum framherja hjá Carl- isle, á næstunni. Bjarni Guðjóns- son fær þá aukna samkeppni, en hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði félagsins, þrátt fyrir mildl forföll sóknarmanna. Búast má við því að Kenny Dalglish muni taka tékkheftið upp oft á næstunni, því hann hefur fengið vilyrði frá stjórn félagsins um kaup á leikmönnum fyrir tíu milljónir sterlingspunda. Cruyff á spítala Hollendingurinn Johan Cruyff, fyrrum þjálfari Ajax og Barcelona, er enn undir læknis- hendi vegna hjartaóreglu sem hann varð fyrir í síðustu viku. I fréttatilkynningu frá spítalanum í gær var sagt að hann væri á bata- vegi og þyrfti líklega ekki að gangast undir aðgerð. Cruyff er fimmtugur að aldri og var þríveg- is valinn knattspyrnumaður Evr- ópu. Juveutus skoðar Palace Italska félagið Juventus hefur hug á því að kaupa tíu prósenta hlut í Lundúnarliðinu Crystal Palace. Sendinefnd á vegum ítal- ska klúbbsins mun á næstu vik- um kynna sér alla innviði klúbbs- ins. Ef að kaupunum verður, má búast við því að ungir ítalskir Ieikmenn verði settir 'í læri hjá Lundúnarliðinu. Puhl í ónáð hjá UEFA Einn þekktasti knattspyrnudóm- ari heims, Ungverjinn Sandor Puhl, er fallinn í ónáð hjá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, eftir dómgæslu hans í leik Feyenoord og Manchester United í Meist- arakeppninni. I yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir að Puhl hafi ekki gripið til viðeigandi ráðstafana þegar Paul Bosveldt braut á Den- is Irwán, leikmanni Manchester United. Leikurinn þótti grófur, sérstaklega af hálfu hollenska liðsins. Þess má geta að Puhl dæmdi í úrslitakeppni síðustu heimsmeistara- og Evrópu- keppni. HANDBOLTI Haukar umiu FH Islandsmeistarar Hauka höfðu betur í leik sínum við nágrann- ana úr FH, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Leikið var í Kaplakrika og Haukastúlkur höfðu betur, 24:30. Þá lagði Valur Fram að velli, með eins marks mun í Fram- heimilinu, 18:19 og Grótta/KR gerði góða ferð til Eyja, þar sem Iiðið sigraði ÍBV . Staðan er nú þessi: Stjarnan 11 8 2 1 270:222 18 Haukar 11 7 2 2 288:254 16 Grótta/KR 10 6 2 2 196:190 14 FH 10 5 2 4 230:228 12 ÍBV 10 4 1 5 230:238 9 Víkingur 11 4 1 6 262:272 9 Valur 11 2 2 7 206:225 6 Fram 11 0 2 9 219:272 2 Stórsigur fyrir ís- lenskan körfubolta „íslenska liðið var miklu betra en ég bjóst við,“ sagði þjálf- ari króatíska lands- liðsins, Medvedec, „liðið lék virkilega góðan vamarleik sem setti mína menn út af laginu og leikmenn liðsins búa yfir mikl- um hraða og snerpu og þeir eiga framtíð- ina fyrir sér.“ Það var erfið fæðingin að fyrstu körfu Islendinga í landsleiknum við Króata en eftir að íslensku strákarnir komust af stað áttu þeir í fullu tré við gestina sem reyndar voru jafn hikandi og ís- lensku strákarnir í byrjun. Eftir 8 mínútna leik var staðan 10:12 fyrir Króata og íslenska Iiðinu virtist fatast flugið og Króatarnir sigu fram úr og komust í 10:17 um miðjan fyrri hálfleik. Hittni Islendinga var mjög slæm á þess- um kafla og gestirnir náðu góðu forskoti, komust í 17:30. Þá fór Helgi Jónas Guðfinnsson fyrir al- vöru í gang og lék fantagóða vörn sem setti Króatana úr jafnvægi auk þess sem Guðjón Skúlason kom inn á í lok hálfleiksins og skoraði strax 3ja stiga körfu og hélt íslendingum inn í leiknum. Jón Arnar Ingvarsson lék mjög góðan varnarleik I gærkvöld. mynd: bg Staðan í hálfleik var 29:41 fyrir íslendingar hófu seinni hálf- Króata. leikinn hörmulega og áður en áhorfendur vissu af var staðan orðin 31:52. Þá kemur Friðrik nokkur Stefánsson frá Isafirði inn á og gladdi áhorfendur með frábærri troðslu. Það virkaði vel á íslenska Iiðið sem tók heldur bet- ur við sér og skoraði 14 stig í röð, og 18:2 á 7 mínútna kafla. A skömmum tíma breyttist staðan úr 31:53 í 57:58. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur og frá- bær leikstjórn Helga Jónasar Guðfínnssonar sem lagði grunn- inn að þessum stórkostlega kafla í íslenskum körfubolta. Það voru Helgi Jónas, Jón Arn- ar, Friðrik Stefánsson, Guð- mundur Bragason og Teitur Ör- lygsson sem fóru á kostum á þessum leikkafla en þreytan sagði til sín eftir þessa gríðarlegu bar- áttu og Króatar sigu aftur fram úr og sigruðu að lokum 74:82. Helgi Jónas Guðfinnsson sagði eftir leikinn að þetta hefði verið frábær leikur af þeirra hálfu. All- ir hafí lagt sig fram 100% og rúm- lega það, auk þess sem það var mjög gaman að Ieika þennan leik. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagði að þessi leik- ur hafi verið stórsigur fyrir ís- lenskan körfubolta, það hafi ver- ið frábært að sjá Helga Jónas al- gjörlega virðingarlausan gagnvart andstæðingum sínum, stýra lið- inu að þessum hagstæðu úrslit- um. Tveir stigahæstu menn Islend- inga voru Helgi Jónas Guðfinns- son með 20 stig og Guðmundur Bragason með 14. Karim Yala reynir hér gegnumbrot I gegnum vörn Valsmanna. mynd: brink UMFA efst í j ólafríiim Afturelding stöðvaði fimm leikja sigurgöngu Stjörnunnarí 1. deild karla í handknattleik og Mos- fellsbæjarliðið trónir því á toppi deildarinnar, að minnsta kosti fram til 6. janúar, þegar keppnin hefst að nýju. Skúli Gunnsteinsson og Einar Einarsson, Ieikmenn Aftureld- ingar, fengu blómvendi fyrir að vera leikjahæstu menn Stjörnu- Iiðsins. Þeir Skúli og Einar voru ekki á þeim buxunum að þakka fyrir örlætið og gerðu heima- mönnum lífíð leitt, þrátt fyrir að leika án lykilmanna eins og Berg- sveins Bergsveinssonar og Páls Þórólfssonar. Staðan í leikhlé var 8:12 og Afturelding náði mest sjö marka mun, 14:21. Atli Hilmarsson fékk að sjá rauða spjaldið á Akureyri, þegar heimamenn máttu játa síg sigr- aðan gegn Val í hörkuleik. Vals- menn voru með undirtökin lengst af, höfðu þriggja marka forskot í leikhléi. Munurinn var orðinn sex mörk þegar skammt var til Ieiksloka. Dómarar Ieiks- ins voru arfaslakir og frumsýning þeirra í KA-heimilinu var ekki sniðug! Guðmundur var hins vegar frábær í marki Valsmanna og varði 23 skot. Einar Örn var bestur í jöfnu liði Valsmanna og skoraði 8 mörk. Víkingar koma hafnfirskum - áhorfendum á Strandgötunni í opna skjöldu með því að halda í við Hauka. Urslit leikja urðu þessi: HK-Breiðablik 33-24 KA-Valur 20-25 ÍR-ÍBV 29-28 Stjarnan-UMFA 18-23 Fram-FH 26-20 Haukar-Víkingur 28-27

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.