Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 10
10- FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997 rD^tr Atvinna ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA STARFSMENN í P LASTVER KS M I Ð J U □ KKAR , N Ú ÞEGAR , Tl L FRAMLEIÐSLUSTARFA. Um er að ræoa tímabundna ráðningu. Upplýsingar hjá framleiðslustjora í SÍMA 462 22 1 1 EÐA Á STAONUM. Tryggvabraut • Akureyri HREINSIÐ LJÓSKERIN REGLULEGA yUMFERÐAR RÁÐ FRÉTTTR Lyfj avcrö aliiieniit lækkað frá í vor Meira en helmings iiiuiiur er á hæsta og lægsta verði flestra lyfja og allt npp í helmings iiiiiniir eða meira ekki ðalgengur. Mörg hundruð króna verðmunur er á milli apóteka í flestum til- fellum á algengustu lyfjum, sam- kvæmt nýrri verðkönnun Sam- keppnisstofnunar sem kannaði nýlega verð á 32 algengum lyfj- um í jafn mörgum apótekum. I Ijós kom m.a. að öll þessi lyf, utan þrjú, höfðu lækkað umtals- vert í verði frá því sams konar könnun var gerð í mars sl. Þótt lækkun hafi orðið á hámarks- verði nokkurra lyfjategunda á þessu tímabili telur stofnunin skýringuna einnig að finna í þeirri samkeppni sem ríkir nú orðið á lyfjamarkaðnum. Mimurijtm allt aö 3.000 kr. á einu lyfi Munur á hæsta og lægsta lyfja- verði, milli apóteka, er í flestum tilfellum um og yfir 50% og það- an af meiri, og allt upp í 185% á Hýdramíl töflum, sem kostuðu frá 176 til 501 kr. Mestur mun- ur í krónum talið var á Roaccut- an hylkjum, sem kostuðu frá 0 og upp í 3.000 kr. og á Nicotin- ell forðaplástri þar sem verð- munurinn var tæplega 2.400 kr. Lægsta verðið var lang oftast að finna í apótekunum í Iðufelli, á Smiðjuvegi, á Suðurströnd og í Hafnarfjarðarapóteki, sem öll selja lyf á sama verði. Breiðholts- apótek, Borgarapótek og Lyfja- búð Hagkaups voru líka í þó nokkrum tilfellum með lægsta verð. - HEI \A\ KÓPAVOGSBÆR Hamraborg 14a - kynning á viðbyggingu (Verslunin Nótatún og íslandsbanki) Stækkun grunnflatar og breytt lóðamörk. Verslunin Nóatún og íslandsbanki hafa óskað eftir heimild fyrir stækkun á húsnæði sínu í Hamraborg 14a og hefur bæjarráð Kópavogs samþykkt að eftirfarandi breytingar (viðbyggingar) verði kynntar opinberlega: a. Stækkun verslunarhúsnæðis á jarðhæð í Hamraborg 14a um 14,3 fm. og, b. að gert verði sameiginlegt anddyri, 3,75 fm., fyrir versl- unarhúsnæðið og útibú íslandsbanka í Hamraborg 14a. Uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar: Lóð fyrirtækjanna verður stækkuð sem þessu nemur. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir fyrirhugaðar breytingar. Þeir, sem hafa eitthvað við þessar breytingar að athuga, eru vinsamlega beðnir að senda skriflegar athugasemdir til Bæjarskipulags Kópavogs, Fannborg 2, 200 Kópavogi, fyrir 8. janúar 1998. Skipulagsstjóri Kópavogs. Ástkær dóttir okkar og systir, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, Oddgeirshólum, sem andaðist á Landspítalanum miðviku- daginn 26. nóv., verður jarðsungin trá Selfosskirkju laugardaginn 6. des. kl. 13.30. Margrét Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson, Harpa, Elín og Einar. Yfir hringtorgid - mynd: pjetur Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir að það hafi aldrei verið gert ráð fyrir öðru en ökumenn gætu keyrt yfir nýja hringtorgið sem er á gatnamót- um Nótatúns og Hátúns. Til að draga úr umferðarhraða á þess- um stað hafa hinsvegar verið sett upp biðskyldumerki. Kostnaður vegna hringtorgsins, sem er á mörkum þess að geta staðið und- ir nafni, var um 2 milljónir króna. Ekki er gert ráð fyrir að byggja fleiri álíka hringtorg í borginni á næstunni. — GRH GLÆSILEG MORJÆII HÖnmm Leðuriðjan Atson Laugavegi 15 Rvík. Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5 Rvík. SuNNEVA DESIGN HVANNAVÖLLUM 1R AK. Drykkja bama huliii foreldrum Foreldrax vita lítið um áfengisdrykkju bama sinna. Staðfest í köimimiiiii. Sam- starfsnefnd um af- brota- og fíkniefiia- vamir. Svo virðist sem vitneskju for- eldra um áfengisdrykkju barna sinna sé áfátt. I könnun sem gerð var sl. sumar kom fram að 43% foreldra sem áttu börn í 10. bekk töldu að barn þeirra hefði drukkið áfengi af einhveiju tagi. Það eru helmingi færri en kann- anir sýna að hafa gert það. Þetta kemur fram í yfirlits- skýrslu Vímuvarnanefndar Reykjavíkurborgar um starfsemi nefndarinnar á tímabilinu frá október 1995 til desember í ár sem lögð hefur verið fram í borg- arráði. I skýrslunni er lagt til að skipuð verði samstarfsnefnd um afbrota- og fíkniefnavarnir sem taki við verkefnum Vímuvarna- nefndar vegna þess að starfstími hennar er útrunninn. 1 umræddri könnun sem Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála gerði ásamt Gallup voru foreldrar m.a. spurðir á hvaða aldri unglingar mættu byrja að drekka áfengi. Um 6% foreldra töldu að unglingar mættu aldrei drekka áfengi, 4% að þeir mættu byrja 14-15 ára, 29% að 16-17 ára væri hæfilegur aldur, 47% töldu 17-19 ára hæfi- legan aldur og 14% sögðu að unglingarnir ættu að vera 20 ára og eldri þegar þeir byrja að neyta áfengis. I skýrslunni er vakin athygli á því að þessi viðhorf foreldra séu umhugsunarverð í Ijósi þess að í grunnskólakönnun Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og mennta- mála, RUM, frá því sl. mars hafa rúmlega 80% nemenda í 10. bekk drukkið áfengi. I annarri könnun sem RUM gerði árið 1995 kom fram að 60% nem- enda í 10. bekk höfðu orðið drukknir af völdum áfengis. - GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.