Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGVR 4 .DESEMBER 1997 - 3 FRÉTTIR Fasteignaveð fyrir sköttum aldraðra Mikill áhugi er meðal aidraðra fyrir þeirri hugmynd að geta kannski greitt bæði fasteigna- og eignarskatta með veði í íbúðum sínum. Þessi breyting mundi ennfremur auka ráðstöf- unartekjur aldraðra en minnka hlut erfmgja þegar veðið er gert upþ við dánarbú eða við sölu fasteignar. Borgin skoðar nýjar leiðir til greiðslu fast- eignaskatta aldraðra. Greitt með veði í íbúð. Dönsk fyrir- mynd. Hlutur erfingja minnkar. Svo kann að fara að aldraðir geti greitt bæði fasteigna- og eignar- skatta með veði í íbúðum sínum. Verið er að kanna málið innan borgarkerfisins vegna fasteigna- skattanna en fyrirmyndin er sótt til Danmerkur. Mikill áhugi er meðal Félags eldri borgara á þessum valmöguleika sem þessi nýjung inundi skapa öldruðum. Þetta mundi hinsvegar bitna á erfingjum sem fengju minna í sinn hlut en ella þegar dánarbú eru gerð upp eða við sölu við- komandi fasteignar. Fólk hefði val „Með þessu móti getur fólk auk- ið ráðstöfunartekjur sínar og not- ið góðs af eigininni," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri. Hún leggur áherslu á að fólk mundi hafa val um það hvort það greiddi t.d. fasteignaskatta í borgarsjóð með veði í sinni íbúð eða á hefðbundinn hátt. Borgarstjóri segir að í Dan- mörku byggi þessi skattanýjung á lagaheimild frá 1991. Af þeim sökum er verið að skoða hvort sveitarfélögin þurfi lagaheimild fyrir þessari framkvæmd, eða hvort þau geta gert þetta ein- hliða. Þá er einnig verið að skoða hvað þetta mundi hafa í för með sér mikla umsýslu fyrir borgina og hver reynslan sé af þessu t.d. í Kaupmannahöfn. Þá er ekki vitað hvað margir mundu hugs- anlega notfæra sér þennan möguleika. Hins vegar hefur hugur ríkisins til þessa máls ekki verið kannaður, en eignarskattar renna í ríkissjóð. Borgarstjóri bendir á að eignarskattarnir séu einatt stærra Ijárhagslegt dæmi fyrir aldraða en fasteignaskattur- inn. Ný hugsun Ragnar Jörundsson, fram- kvæmdastjóri Félags eldri borg- ara, segir að fólki lítist vel á þessa hugmynd og þennan val- möguleika sem þessi nýjung hef- ur í för með sér til að létta á skattbyrði aldraðra. Hann segir að þetta geti skipt sköpum fyrir afkomu fólks að geta greitt fast- eignaskatta og þá sérstaklega eignarskatta með veði í íbúðum sínum. Þar fyrir utari sé sú hugs- un á hverfanda hveli hjá öldruð- um að þurfa að skilja eitthvað eftir sig fyrir afkomendur sína. Aftur á móti er viðbúið að ein- hverjir erfingjar kunni að vera á andstæðri skoðun. -GRH Dagsbrúnarmenn mega funda i vinnutíma. Fimdaðí viimutíma Dagsbrúnarverkamenn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík og Eminessís hf., Axel Sigur- jónsson og Olafur Einar Olafs- son, unnu mál sem þeir höfð- uðu gegn þessum lýrirtækjum, en þau drógu laun af starfs- mönnum sínum vegna fundar- halda í kjaradeilu um ábatakerfi. Um prófmál var að ræða og ekki háar upphæðir sem Axel og Ólafur fá í hendurnar, eða 2.317 kr. hjá Axel og 1.917 kr. hjá Ólafi. Tildrög málsins eru þau að í fyrrahaust voru uppi deilur milli Dagsbrúnarmanna og þessara fyrirtækja um fyrir- komulag ábatakerfis. Þegar kom að útborgunardegi urðu menn þess hins vegar varir að búið var að draga fjóra dagvinnutíma frá laununum vegna fundarins. Málið vannst og fyrirtækjunum er gert að greiða verkamönnun- um tímana fjóra og auk þess samtals 240 þúsund krónur í málskostnað. - FÞG ' : ' Breytingar húsnæðisins við Strandgötu 5-7 hafa ekki reynst átakalausar, þar sem forráðamönnum Kaffi Akureyrar hefur verið stefnt vegna samningsrofs við arktitekt. Grétar Orvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir eru meðal eigenda. Stefna Kaffi Akureyri Fraiúkvæmdastj óri skipti um arkitekt eftir að ágreiningiir kom upp varðandi teikningar á húsnæð- inn við Strandgötn 5- 7. Hönnuður fyrri teikninga krefst greiðsln. Arkitektastofan Teikn á lofti hef- ur höfðað mál á hendur Kaupfé- lagi Verkamanna ehf. sem rekur veitingahúsið Kaffi Akureyri við Strandgötu á Akureyri. Málið snýst um teikningar sem unnar voru lýrir veitingastaðinn sam- kvæmt samningi en forráða- menn veitingastaðarins riftu honum og sneru sér annað. Sig- ríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson eru meðal eigenda að Kaffi Akureyri. Aðalmálsmeðferð fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær og kom þar fram að Einar Ólafsson hafði unnið teiltningar að breytingunum sem gerðar voru á húsnæðinu samkvæmt samningi við Magnús Sigur- björnsson, framkvæmdastjóra veitingahússins. Magnús greiddi 150.000 fýrir verkið á verktím- anum sem innborgun en að hans sögn seinkaði verkinu um of auk þess sem teikningarnar reyndust ófullnægjandi. Eftir að bygginga- nefnd Akureyrarbæjar hafði hafnað teikningum Einars, sneri Magnús sér til Þrastar Sigurðs- sonar byggingatæknifræðings sem tók að sér málið og kláraði. Einar er lærður arkitekt en hafði ekki Iokið tilskyldu verknámi til að öðlast full réttindi. Neitaði sáttuin Meðal annars var tekist á um það í gær hvort samningurinn við Einar hefði lotið að fullunn- um teikningum eða aðeins snú- ist um tillögur. Haraldur Arna- son arkitekt sem skrifaði undir tillögur Einars með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar, sagði að nauðsynlegt befði verið að gera grundvallarbreytingar á verkhönnun frá teikningum Ein- ars m.a. með tilliti til eldvarna. Dómstjóri, Freyr Ófeigsson, gerði tilraun til sátta milli deilu- aðila en lögmaður rekstraraðila Kaffi Akureyrar, hafnaði því, enda hygðist umbjóðandi hans ekki greiða neitt upp í kröfur arkitektastofunnar. —BÞ Lyfta í umhverfisráðimeytið Ný lyfta fyrir fatlaða var tekin í notkun S umhverfisráðuneytinu í gær, á al- þjóðadegi fatlaðra. Þá veittu Lands- samtökin Þroskahjálp Hrafnistu, dval- arheimili aldraðra sjómanna, viður- kenningu fyrir að veita fötluðu IVilki vinnu. Tvær þroskaheftar konur hafa unnið á Hrafnistu að undanförnu auk þess sem heyrnarlaust fólk hefur verið ráðið til starfa með góðum árangri. Fjögur önnur fyrirtæki voru tilnefnd, Isaljarðarbær, Sjúkrahúsið á Egilsstöð- um, ISPAN í Kópavogi og leikskóla- deild Alcureyrarbæjar. Friðrik Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, veitti viðurkenninguna. Guðmundur Bjamason umhverfisráð- herra ræsir lyftuna. Bensínið lækkar Esso lækkaði hjá sér bensínið í gær um eina krónu. Heimildir blaðs- ins herma að lækkun sé einnig á döfinni hjá hinum olíufélögunum en viðurkennt er að svigrúm hafi myndast tii lækkana vegna lækk- andi verðs á Rotterdamverði. Olíuhreinsistöð í Skagafirði? Á almennum fundi á Sauðárkróki í fyrrakvöld kynnti Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra hugmynd um að reisa olíuhreinsistöð í Skaga- firði. Benti ráðherrann á að SkagaQörður væri að ýmsu leyti heppi- legur staður fyrir slíka hreinsistöð. Ávinningurinn væri hálaunuð störf í héraði og mikil umsvif og umferð, en mengun yrði óveruleg. Ráðgjöf aukin til hlindra Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hyggst fara að ráðum sér- staks starfshóps um málefni blindra sem hún skipaði og efla strax á næsta ári mjög fræðslu og ráðgjöf við blinda. Þannig geta þeir sem eru að missa sjón búist við að fá ráðgjöf einhvers sem hefur gengið í gegnum slíkt áður. Ráðgjöfin yrði skipulögð af samtökum blindra og augnlæknum. I álitsgerð nefndarinnar kemur fram að hún telur brýnt að auka fé til kaupa á tölvuhjálpartækjum enda hafi slík hjálp- artæki sldpt sköpum fyrir blinda. Þá er lagt til að þjálfaðir verði upp blindrahundar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.