Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUDAGUR 4.DESEMBER 1997
ÞJÓÐMAL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjórar:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjaid m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Simbréf auglýsingadeildar:
Simbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
STEFÁN JÓN HAFSTEIN
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.680 KR. Á MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
460 6161
460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Lífsgædi og hamfarir
í fyrsta lagi
I umræðunni um kjör lækna í vikunni kom talsmaður ung-
lækna fram með þau rök að hin gríðarlega yfirvinna unglækna
spillti lífsgæðum þeirra. Þessari fullyrðingu fylgdu engar neð-
anmálsathugasemdir um að bæta þyrfti læknunum upp yfir-
vinnumissinn með hærra grunnkaupi. Þetta er um margt
áhugaverð yfirlýsing í kjarabaráttu, því hún ber vott um tals-
vert breyttar áherslur frá þeirri krónutöluumræðu sem við eig-
um að venjast. Hugtakið lífsgæðakapphlaup er að breytast í
huga okkar, það snýst ekki lengur bara um Qölda ísskápa,
síma, bíla eða annarra hluta á heimilinu. Það er líka farið að
snúast um inntak og gæði lífsins sem við lifum.
í öðru lagi
Umræðan um byggðamál undanfarna daga hefur einmitt ver-
ið frábrugðin fyrri umræðu um byggðamál vegna þess að hún
hefur í auknum mæli snúist um lífsgæði. Það er vel. Meðal
þeirra lífsgæða sem menn nú velta íyrir sér er ánægja eða óá-
nægja fólks með umhverfi sitt. Þar hefur komið fram að álíka
margir höfuðborgarbúar óttast hættur af völdum ofbeldis og
umferðar og Sunnlendingar og Vestfirðingar sem óttast jarð-
skjálfta og snjóflóð. Þetta er sláandi niðurstaða sem sýnir að
vandamál, sem eru tengd hraðvaxandi þéttbýli, eru ígildi yfir-
vofandi náttúruhamfara í því að spilla lífsgæðum fólks.
f þriðja lagi
Auðvitað má segja að það geti verið lausn fyrir fólk að flytja
bara burt af þessu „hættusvæði" og út á Iand þar sem lífsgæð-
in eru meiri, hvað þetta varðar. En það væri útúrsnúningur.
Höfuðborgarbúar eins og aðrir eiga rétt á aðgerðum sem
stemma stigu við „náttúruhamförum", við hættu á ofbeldi og
umferðarslysum. Aðgerðum sem draga úr hræðslu og auka
þannig lífsgæðin. Þær þurfa að auka öryggistilfinningu og geta
verið margs konar, bæði fyrirbyggjandi aðgerðir og aðgerðir
sem taka á vandamálunum þegar þau koma upp. Niðurstaðan
\ byggðakönnuninni sýnir ótvírætt að þarna þarf að taka til
hendi. Það er nóg að búa við ógn raunverulegra náttúruham-
fara. Við eigum ekki að búa þær til.
Birgir Guðmundsson.
00
v
\
„Stand by your man“
Guðný Guðbjörnsdóttir, þing-
kona Kvennalistans, lýsti því
yfir í samtalsþættinum á „Ell-
eftu stundu" í sjónvaqnnu í
fyrrakvöld að kjósendur hefðu
dæmt sérframboð kvenna úr
leik. Hún kvað semsé endan-
lega upp úr með það að líftími
Kvennalistans er liðinn.
Raunar kom þetta mönnum
ekki mikið á óvart því flestir
vissu þetta fyrir. Það vakti
hins vegar athygli
hversu hreinskilinn
þingmaðurinn var
varðandi dauðastríð
Kvennalistans, en
hún upplýsti að
klofningurinn í
flokknum hafi verið
orðinn nánst óbæri-
legur og spillt öllu
starfi þar. Eftir að
uppgjörið fór fram á dögunum
og klofningurinn gekk alla leið
með útgöngu Kristínar Ást-
geirsdóttur og hennar stall-
systra hefur hins vegar allt
breyst, flokksmönnum er létt
og starf í grasrótinni hefur nú
tekið nýjan kipp.
Starfað með
strákum
Guðný útskýrði að samstarf
við aðra flokka væri það eina
sem væri í spilunum og nauð-
synlegt yrði fyrir kvennalista-
konur að fara að starfa með
körlum. Því væri það næst á
dagskrá að taka þátt í samfylk-
ingunni með Á-flokkunum.
Eins og til að undirstrika trú-
verðugleika þess að þing-
flokkur Kvennalistans jafnt
sem grasrótin hygðust nú fara
að starfa með karlrmönnum
sýndi þingkonan á sér nýja
hlið. Hún stóð upp og söng
fyrir þjóðina hið gamlakunna
Country lag „Stand by your
man“ eða „Stattu við bakið á
manni þínum“. Til skamms
tíma var þetta lag sérlegt bar-
áttulag allra þeirra kvenna
sem staðið hafa í skugga
manns síns - kvennanna að
baki mönnunum. Og þó þing-
konan syngjandi hefði ein-
hverja fyrirvara á um lagaval
sitt, dylst engum hvaða skila-
boð hún var að senda út til ís-
lenskra kvenna. Allra síst er
hægt að misskilja
það í ljósi þess sem
hún var að segja
rétt áður.
Guðný og
Ámi
Söngur Guðnýjar
markar því mjög af-
gerandi pólitísk
tímamót. En hann markar
ekki síður önnur tímamót, því
í þessum umræðuþætti birtist
þingmaður sem hiklaust ógn-
ar veldi Árna Johnsen sem
hins eina sanna syngjandi
þingmanns. Ljóst er að Guðný
mun eftir þáttinn í fyrrakvöld
verða þekkt sem hin íslenska
„Tammy Waynette". Söngur
hennar hefði þó eflaust hljóm-
að enn stórkostlegar ef undir-
leikurinn hefði verið á gítar en
ekki á píanó. Því er það spurn-
ing hvort ekki finnist pólitísk-
ur flötur á samstarfi þing-
mannanna Árna Johnsen og
Guðnýjar, þar sem Guðný
syngur en Árni spilar. Þau eiga
það sameiginlegt að hvorugt
þarf á sjálfstyrkingarnám-
skeiði að halda auk þess sem
pólitísk samstaða gæti eflaust
náðst um efnisskrá, sem yrði
að sjálfsögðu lagið góða:
„Stand by your man“. Blessuð
sé minning Kvennalistans.
GARRI
JOHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Stakan og stjómmálin
í þessum pistlum og öðrum kjöll-
urum og skúmaskotum blaða og
tímarita eru stjórnmálamennirn-
ir okltar oftar en ekki sproksettir
og gjörðir þeirra vegnar og létt-
vægar fundnar. Af þessu mætti
draga þá ályktun að við íslend-
ingjar byggjum við lélegri og
ómerkilegri pólitíkusa en aðrar
þjóðir. Því er reyndar held ég
þveröfugt farið.
Stjórnmálamenn á íslandi eru
upp til hópa fjölhæfari, mann-
legri, alþýðlegri og heiðarlegri en
pólitíkusar annarra þjóða. Hvað
skyldu til að mynda márgir for-
sætisráðherrar í heiminum
senda frá sér bók fyrir þessi jól
og þá ekki bók sem fjallar um
efnahags- eða stjórnmál, heldur
bók með gamansömum mann-
lífssögum? Sjáum við Jeltsín
senda frá sér slíka bók? Eða
Clinton? Þessir menn skrifa ekki
einu sinni ræðurnar sínar sjálfir,
hvað þá bókmenntir.
Og hvað skyldu margir erlendir
pólitíkusar geta sett saman boð-
íegar stökur eða limrur, á borð við
þær sem húmoristarnir og hag-
yrðingarnir Halldór Blöndal, Jón
Kristjánsson, Sighvatur Björg-
vinsson og fleiri senda frá sér í
tíma og ótíma? Og hvar í hinum
stóra
heimi
eru
fyndnir
og glað-
beittir
fýrrum
ráðherr-
ar á
borð við
Ossur
Skarp-
héðinsson, sem er einn eftirsótt-
asti ræðumaður og skemmtikraft-
ur á árshátíðum og öðrum
mannamótum?
Ef þessir húmoristar og hag-
yrðingar í þingmannahópi Is-
lendinga væru t.d. Bandaríkja-
menn, þá væru þeir ekki fátækir
stjórnmálamenn eins og þeir eru
hér heima, þeir væru löngu orðn-
ir milljónamæringar af því að
skrifa handrit og texta fyrir Sein-
feld og Bob Hope, (heitinn
Hope?, ég man það ekki).
Aiuigvar
silfur-
skeiöar
Víða er-
lendis
komast
menn ein-
göngu til
metorða í
pólitík í
skjóli
auðs, eru fæddir með silfurskeið
í munni og bornir á gullstólum
til hásætis af mönnum sem æ sjá
gjöf til gjalda. Það gerist ekki
hér. Flestir okkar stjórnmála-
manna hafa komist til valda
vegna eigin hæfileika og dugnað-
ar. Ekki er t.d. Davíð fæddur
með silfurskeið í munni. Og það
verður ekki fyrr en afkomendur
sægreifanna fara að láta að sér
kveða í pólitík, sem menn fara
hugsanlega að sjást á þingi sem
þar eru fyrst og fremst í krafti
arfs og monnípeninga.
Vísa er allt sem þarf
Við þurfum sem sé ekki, þegar á
allt er litið og samanburðarfræð-
in skoðuð, alltaf að vera að
kvarta yfir okkar fjölhæfu stjórn-
málamönnum. Vissulega er það
rétt að þeim eru oftar en ekki
mislagðar hendur við stjórn
Iandsins. En hvaða máli skiptir
það í samanburði við vel kveðna
stöku sem á hugsanlega eftir að
Iifa með þjóðinni um aldur og
æfi? Verk misviturra pólitíkusa
eiga eftir að hverfa í gljúpan
sand tímans, en góð vísa er
aldrei of oft kveðin.
Hagyrðingarnir Haiidór Blöndal, Jón Kristjánsson og
Sighvatur Björgvinsson.
Samhvæmt skýrslu
Byggðastofnunar telur
helmingur borgarbúa
sig í hættu vegna of-
beldis og umferðar. Ert
þú íþeim hópi?
Guðlaugur Þór Þórðarson
kandídatá próJJtjörslista sjalfstxdis-
inanna íReykjavík.
„Það eru ör-
ugglega allir
landsmenn í
þessari
hættu að
einhverju
marki, en
þetta er eitt-
hvað sem ég
hef ekki haft
neinar sér-
stakar áhyggjur af hvað mig varð-
ar til þessa.“
Guðmundur Malmquist
forstjóri Byggðastofnunar.
„Nei, ég er
það ekki.
Hef aldrei
lent í neinu.
En maður
veit svo sem
aldrei hvað
bíður manns
á morgun,
hér eða þar.
Annars
finnst mér þetta frekar óþægileg
spurning.“
Bragi Kristjónsson
fombókasali í Kvosinni
„Nei, það er
ég ekki. Það
er hættulegt
að vera f
umferðinni
milli kl. 8 og
9 á morgn-
ana þegar
stressað fólk
er á leið í
vinnuna, og
maður sér á svip þess að það er
að deyja úr illsku og innbyrgðri
streitu. I öllum borgum einsog
Reykjavík er ofbeldishneigt fólk -
en yfirleitt lætur það annað fólk
í friði, sé það gagnkvæmt.“
Ragna Bergmann
fonnaður Verkalivennafclagsins Fram-
sóknar.
„Nei, ég er
ekki í þeim
hópi. Svo er
Guði fyrir að
þakka að ég
hef aldrei
lent í neinu
misjöfnu í
umferðinni
eða orðið