Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 11
X^M*- FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR F/estir fyrrverandi eða jafnvel núverandi kommúnistar hafa fyrir löngu afneitad trúnni á Stalín, en samanburður við nasismann fer samt enn fyrir brjóstið á mörgum. Svarta bókin um kmuuiimi smauu Ein söluhæsta bókin í Frakklandi þessa dag- ana er 850 blaðsíðna doðrantur um glæpa- feril kommúnista- ríkja á 20. öldinni. „Dauði eins manns er harmleik- ur,“ mun Jósef Stalín hafa sagt einhvern tíma, en „dauði milljón manna er tölfræði." En nákvæmlega hvað margar milljónir? Það er sú spurning sem margir hafa lengi viljað fá svar við. I síðasta mánuði, þegar þess var minnst að áttatíu ár væru liðin frá byltingu Bolsjevíka í Rússlandi, kom út í París hin „Svarta bók kommúnismans". Ellefu sagnfræðingar unnu að gerð hókarinnar, og þar er að sögn höfunda að finna fyrsta heildaryfirlit sem skrifað hefur verið yfir „glæpi, hryðjuverk og kúgun“ sem ríkisstjórnir komm- únista um heim allan á tuttug- ustu öldinni bera ábyrgð á. Þessi bók er nú þegar orðin metsölu- bók í Frakklandi. I Svörtu bókinni er farið vítt yfir sögu kommúnismans og allt tínt til af mikilli natni. Greint er meðal annars frá skipulögðum útrýmingum á bændum í Sovét- ríkjunum, hungursneyð í Ukra- ínu, morðæðinu sem rann á Kín- verja í Menningarbyltingunni svonefndu og ógnarstjórn Pols Pots í Kamhódíu. Með útreikningum sínum telja höfundar sig geta fundið út að kommúnisminn hafi allt í allt kostað eitthvað á bilinu 85 til 100 milljónir manna lifið í fjór- um heimsálfum. Enn eru eyður Kína nýtur þess vafasama heið- urs að vera efst á listanum fyrir að hafa komið allt að 72 milljón- um manna fyrir kattarnef. I Sov- étríkjunum sálugu er talið að um 20 milljónir manna hafi látið líf- ið í hreinsunum, hungursneyð- um, nauðungarflutningum og þrælkunarbúðum. Aðalhöfundur bókarinnar, Stéphane Courtois, er sjálfur fyrrverandi maóisti og skilgreinir sig enn sem vinstrisinna. Hann segist halda að heildartala Iát- inna muni reynast „nær 100 milljónum, og kannski hærri“ þegar búið er að fylla upp í þær sagnfræðilegu eyður sem enn eru til staðar. Þessa bók var ekki hægt að setja saman fyrr en eftir fall bæði Sovétríkjanna og „alþýðulýðveld- anna“ í Austur-Evrópu, því þar með opnaðist aðgangur að skjalasöfnuin þessara landa. Heimildir um ríki á borð við Kína og Norður-Kóreu eru hins vegar enn ýmist mjög takmark- aðar eða alls ekki fyrir hendi, að því er Courtois bendir á. Með- höfundur hans, Jean-Louis Margolin, sagnfræðingur \ið há- skólann í Provence, gat ekki komist nær því að leggja mat á tölu þeirra sem Iátist hafa af völdum kommúnismans í Kína en að segja hana vera á bilinu 45 og 72 milljónir. I nýlegu blaðaviðtali segir Courtois að kommúnisminn hafi valdið „gríðarlegum harmleik, sem er að minnsta kosti jafn stór í sniðum og sá harmleikur sem nasisminn ber ábyrgð á." Hvor er verri, bnum eða rauður? Bókin sjálf og ekki síst saman- burðurinn við nasismann hefur vakið upp miklar deilur í Frakk- landi, en þar í landi nýtur kommúnisminn enn meiri virð- ingar og vinsælda en víðast hvar í Evrópu. Það á sér reyndar sögulegar ástæður sem bæði má rekja allt aftur til frönsku bylt- ingarinnar og þess hlutverks sem kommúnistar gegndu í and- spyrnuhreyfingunni á stríðsár- unum. Kommúnistaflokkurinn naut á tfmabili stuðnings hátt í þriðj- ungs þjóðarinnar og getur enn treyst á u.þ.b. 10% atkvæða í kosningum. Og þegar bókin kom til umræðu á franska þinginu í nóvember sagðist Jospin forsæt- isráðherra vera stoltur af því að Kommúnistaflokkurinn væri að- ili að ríkisstjórn sinni. Þeir sem gagnrýna saman- burðinn \ið nasismann skiptast reyndar í tvö horn. Annars vegar eru þeir sem telja að með honum sé gert lítið úr útrýmingarher- ferðinni á hendur gyðingum, sem hafi verið svo einstæður og hryllilegur atburður í mannkyns- sögunni að engin leið sé að hera það saman við neitt annað. Hins vegar eru þeir sem þykir komm- únismanum misboðið. Stór hluti Frakka virðist þeirrar skoðunar að „upphaf kommúnismans sé mannúðarstefna," eins og sagn- fræðingurinn Jean-Jacques Becker orðaði það, en „hjá nas- ismanum hafi það verið and- stæðan“. Samanburðuriim óhjá- kvæmilegur „Sú staðreynd að einn harmleik- ur hafi átt sér stað má ekki gera okkur blind gagnvart öðrum harmleikjum," segir Courtois. Auk þess geri sögulegar aðstæð- ur það að verkum að kommún- ismanum hafi tekist að „afreka“ meira en nasismanum á tuttug- ustu öldinni. „Ef \dð tökum allar tölur með í reikninginn, þá verða fórnarlömb kommúnismans auð- vitað fleiri vegna þess einfaldlega áð hann stóð lengur yfir og náði yfir mildu stærri hluta heimsins og til fleiri ríkja.“ Hann hefur líka sagt að þessi samanburður þýði „ekki að þessi tvö kerfi og glæpir þeirra hafi verið eins að öllu leyti. En sem vísindamaður er bæði óhjá- kvæmilegt og réttmætt að bera saman þessi tvö kerfi. Það væri óeðlilegt að gera það ekki.“ Öiiiiur óvænt tiLkynning frájeltsín SVIÞJOÐ - Boris Jeltsín, sem staddur er í opinberri heimsókn í Svíþjóð, tilkynnti í gær í ræðu sem hann hélt á sænska þinginu að Rússar væru reiðubúnir til að draga úr her- styrk sínum meðfram norðvesturlandamær- um Rússlands um 40%. Talið er að þessi yf- irlýsing miði að því að draga úr spennu milli Rússlands og Eystrasaltsríkjanna, en Rússar hafa miklar áhyggjur af ákafa þeirra til að ganga í Nató. Boris Jeltsín dregur úr herafla viö landamærin að Eystrasaltsríkjunum. 700 þúsund í verkfall ISRAEL - I gær lögðu 700 þúsund Israelsbúar niður vinnu vegna þess að samningar náðust ekki við fjármálaráðuneytið. Verkfallið gæti haft alvarleg áhrif á efnahag Iandsins, en meðal annars eru allir bankar, flugvellir, hafnir og ríkisskrifstofur lokaðar. Þá var verðbréfamarkað- urinn í Tel Aviv einnig lokaður. Samningaviðræður hafa staðið yfir frá því í sumar. Bann viö jarðsprengjum undirritaö KANADA - í gær var haldin með viðhöfn at- höfn í borginni Ottawa í Kanada þar sem full- trúar flestallra ríkja heims ýmist undirrituðu eða gáfu loforð um undirritun alþjóðlegs sátt- mála um algjört bann við framleiðslu, dreif- ingu og notkun jarðsprengna. Meira að segja þau ríki sem tregust hafa verið til að undirrita sáttmálann, þ.e. Bandaríkin, Rússland og Kína, sendu fulltrúa sína sem bendir til þess að þau muni á endanum einnig undirrita. „Það er aðeins spurning um tíma,“ sagði Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Gorbatsjov í Pizza Hut auglýsingu RÚSSLAND - „Lengi lifí Gorbatsjov, sem færði okkur Pizza Hut,“ hrópa ánægðir Rússar meðan Mikhaíl Gorbatsjov deilir út til þeirra pizzum í nýrri sjónvarpsauglýsingu sem tekin var upp í Moskvu í síð- ustu viku. Auglýsingin verður þó ekki sýnd í Rússlandi heldur á Vest- urlöndum þar sem Gorbatsjov nýtur mun meiri vinsælda þar heldur en heima fyrir. Framkvæmdi moröskipanir frá Mandela SUÐUR-AFRÍKA - Fyrnærandi aðallífvörður Winnie Mandela, Jerry Richardson, fullyrti í gær að hún hefði sjálf skipað fyrir um morð á grunuðum uppljóstrurum seinni hluta níunda áratugarins. Richard- son, sem sjálfur hefur hlotið dóm fyrir morð, sagðist hafa framkvæmt fjölmargar slíkar fyrirskipanir frá frú Mandela. Ríkið má áfram einoka áfengissölu NOREGUR - Efta-dómstóllinn komst í gær að þeirri niðurstöðu að norska ríkinu sé áfram heimilt að halda úti áfengiseinkasölu sinni, það brjóti ekki gegn ákvæðum EES-samningsins. Það var þingmaður- inn Fridtjof Frank Gundersen sem hafði höfðað mál á hendur norska ríkinu fyrir Eftadómstólnum vegna þess að hann taldi ríkiseinokun- ina stangast á við EES-samninginn. Gundersen segist halda ótrauður áfram baráttu sinni og reyna næst að fá það í gegn að léttvín megi vera til sölu f almennri verslun. Áltöfn ferjuunar ekki ábyrg SVIÞJOÐ - Samkvæmt lokaskýrslu frá alþjóðlegri nefnd, sem rann- sakað hefur slysið þegar ferjan Estonia sökk í óveðri á leiðinni milli Tallinn í Eistlandi og Stokkhólms í Svíþjóð, ber áhöfn ferjunnar ekki ábyrgð á því hvernig fór. Dæmdur fyrir líkuardráp NOREGUR - 79 ára norskur læknir, Christian Sandsdalen, var í gær dæmdur fyrir morð að yfirlögðu ráði vegna líknardráps sem hann framdi á sjúklingi sínum á síðastliðnu ári. Við réttarhöldin, sem stóðu yfir í tvær vikur, kom fram að fleiri norskir læknar hafi „hjálpað'1 sjúklingum sínum að deyja með svipuðum hætti. Sjúklingur Sandsda- len var 45 ára gömul kona með ólæknandi sjúkdóm, en hún fór fram á það við lækninn að hann leysti hana undan þjáningum sínum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.