Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 04.12.1997, Blaðsíða 5
X^MT' FIMMTUDAGUR i.DESEMBER 1997 - S FRETTIR R-listi lofar logni í imðborginni 600 milljóiia króna olíubryggja við Örfirisey. Meira skjól og minna brim. Dreg- ur úr særoki og seltu. „Rannsóknir í straumfræðistöð Siglingastofnunar hafa sýnt að það muni aukast mjög skjólið og kyrrðin inn við Sæbraut með til- komu nýja hafnargarðsins í Orfirisey. Þetta er ávinningur sem við áttum ekki von á þegar við fórum í þessa framkvæmd að fá meira logn í miðborg Reykja- víkur. Það er hins vegar ágætt að það gerist á þessu kjörtímabili," segir Arni Þór Sigurðsson, borg- arfulltrúi og formaður hafnar- stjórnar. Olíubryggja fyrir 600 millj- ónir Hafnarstjórn hyggst verja 600 milljónum króna í byggingu fyrstu olíuhafnarinnar sem reist Árni Þár Sigurðsson borgarfultrúi segir að framkvæmdir við olluhöfnina I Reykjavík leiði til betra veðurs i miðborginni. Hann fagnar þvíað slíkt komi til á þessu kjör- tímabili. hefur verið í borginni. I tengsl- um við það verður skjólgarður- inn í Orfirisey lengdur um eina 200 metra. Gert er ráð fyrir að nýjan bryggjan verði tilbúin sum- arið 1999 og á að geta tekið á móti allt að 40 þúsund tonna olíuskipum. Dýpið við höfnina verður um 13 metrar. Með til- komu olíubryggjunnar eykst allt öryggi við olíudælingu úr skipun- um og hætta á mengun minnkar að sama skapi. Hannes Valdimarsson hafnar- stjóri segir að þegar sé búið að vinna fyrir Ijórðung af þeim fjár- munum sem áætlaðir eru í verk- ið. Meðal annars hafa dýpkunar- framkvæmdir verið í gangi auk þess sem unnið hefur verið við lengingu skjólgarðsins. Því verki verður haldið áfram á næsta ári samhliða því sem hann verður varinn grjóti. A því ári verður stálþil keypt og rekið niður en unnið að öllum frágangi árið eft- Miima særok og selta Hafnarstjóri segir að nýi skjól- garðurinn muni veita meira skjól við innsiglinguna að gömlu höfninni og inn með Sæbraut- inni. Af þeim sökum verður allt miklu skaplegra í suðvestan og vestan átt með lægri ölduhæð. Við það mun brima minna á strandlengjunni frá Orfirisey að Snorrabraut. Það mun svo aftur draga úr því særoki og seltu sem angrað hefur þá ökumenn sem átt hafa leið um Sæbrautina í vondum veðrum. -GRH Fómarlambið greiddi 0,5% Skiptum er lokið í þrota- búi „Fórnar- lambsins hf.“, s.em fyrir nafnabreyt- ingu hét Hag- virki og var í eigu Jóhanns G. Bergþórs- sonar, bæjar- fulltrúa í Hafnarfirði. Forgangskröfur í búið voru upp á 13,5 milljónir króna og fengust 5,6 milljónir greiddar upp í þær. Ekkert fékkst hins vegar greitt upp í almennar kröf- ur upp á 1,2 milljarða króna. Greiddist þvf aðeins 0,5% af heildarkröfum. Fimm ár tók að ljúka skiptum. Þá er Iokið skiptum á þrotabúi J.L. Völundar hf., eftir rúmlega sjö ára meðferð. Ekkert fékkst upp í kröfur upp á samtals 247 milljónir króna. - FÞG Jóhann G. Berg- þórsson. Áhugi fyrir ]ri ng eyskrí sameiningu Tillaga sveitarstjóm- ar Skútustadahrepps um ad þiugeysk sveit- arfélög sameinist virdist hafa fengið iiokkiirii hljómgrunn. Sveitarstjórnirnar voru beðnar að svara því hvort vilji væri til að kanna málið frekar og hafa svör flestra verið jákvæð. Tvö sveitar- félög, Raufarhafnarhreppur og Hálshreppur, hafa þó svarað neitandi, ekki liefur borist svar frá Svalbarðsstrandarhreppi og Bárðdælahreppur hefur frestað ákvörðunartöku. Mörgum finnst að það sé of stórt skref í einu að sameina öll þessi 14 sveitarfélög undir einn hatt í einu skrefi, þ.e. þau sveitarfé- lög sem eiga aðild að Hér- aðsnefnd Þingeyinga. Þingeysk sveit- arfélög við Eyjafjörð og í Fnjóskadal eru þar ekki talin með. Eftir áramót verður fræðslufundur um sameiningu sveitarfélaga sem allar þingeysku sveitar- stjórnirnar verða boðaðar á og stefnt er að kosningu undirbún- ingsnefndar. 1 undirbúningi er fundur í þessum mánuði með 9 sveitarstjórnum hreppanna í Suður-Þingeyjarsýslu um sam- einingarmál þar sem rætt verður 7Vö sveitarfélög, Raufarhafnarhreppur og Hálshreppur, hafa svarað neitandi. m.a. hvernig sveitarstjórnar- menn geta hugsað sér að standa að sameiningarmálum. Ljóst er að ekki verður af sam- einingu þingeyskra sveitarfélaga fyrir sveitarstjórnarkosningar í maímánuði 1998 en sameining- armál verða mjög líklega verkefni næsta kjörtímabils. —GG Jóhanna Sigurð- ardóttir. ALÞINGI Fréttabréfid orðið helmingi dýrara Hækkun póst- burðargjalda í haust skilar Pósti og síma 130 milljónum króna í auknum tekjum á ári. Þetta kom fram í svari sam- gönguráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Sigurðar- dóttur, þingflokki Jafnaðar- manna. Hækkunin var á bilinu 53-143%. Jóhanna sagði þessa hækkun úr öllu hófi og gerða í skjóli einokun- ar. Hún nefndi sem dæmi um af- leiðingarnar að fyrir hækkun hefði það kostað félag eldri borg- ara tæpa milljón á ári að senda út 6 fréttabréf, en núna kostaði það um 1800 þúsund á ári. Samgönguráðherra sagði bannað að niðurgreiða rekstur sem væri í samkeppni og því hefði verið óhjákvæmilegt að hækka póstburðargjöldin. Lögum ekki hreytt Ekki stendur til að breyta lögum þannig að sjúklingar sem leitað hafa til sérfræðinga sem sagt hafa upp samningi við Trvgg- ingastofnun geti fengið kostnað- inn endurgreiddan að hluta. Þetta kom fram í svari lngibjarg- ar Pálmadóttur, heilbrigðisráð- herra, við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur. Ekki var held- ur á ráðherranum að heyra að til greina kæmi að fólk gæti dregið þennan kostnað frá skatti. Nærri 90 sérfræðingar hafa sagt upp samningum sínum við Tryggingastofnun og 57 upp- sagnir þegar tekið gildi. Samn- ingaviðræðum við sérfræðinga miðar hægt en Ingibjörg sagðist eiga von á að niðurstaða væri á næsta leiti. Rannveig gagnrýndi ráðherr- ann harðlega. Sagði marga ekki hafa lengur efni á að fara til læknis vegna þessa ástands og ráðherra væri ekkert að gera í málinu. KAFFI KVERIÐ Upplestur ’EFTIRTALDIR HÖFUNDAR LESA ÚRVERKUM SÍNUM" Einar Már Guðmundsson "Fótspor á himnum" Arnaldur Indriðason "Synir duftsins" Þorgrímur Þráinsson "Margt býr í myrkrinu" Þá mun Drífa Arnþórsdóttir lesa úr bók Kristjönu Bergsdóttir "Brynhildur ogTarsan" FÖSTUDAGUR KL. IS.00 «*r Jk 5.1 Systkinin Ingibjörg Hjartardóttir og Þórarinn IHjartarson lesa og árita bók sína "Spor eftir göngumann" Tjarnarkvartettinn tekur lagið. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL ÞETTA HLJOMAR EINS OG JOLAGJOF! 10-30% afcláttur AF RÚMLEGA 50 NÝJUM BÓKATITLUM BÓKVAL ER AÐILI AÐ BÓKABÚÐAKEÐJUNNI \Vl^/ <1 > xm» M® m BOKV HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 461 5050

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.