Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGU R 6 . DESEMBER 1997 rD^ftr FRÉTTIR Akureyri geiðir 13% hlut í heilsu- gæslu á Grenivík Við byggingu heilsugæslustöðvar á Grenivík er gert ráð fyrir að ríkið greiði 85% byggingakostnaðar en sveitarfélög á svæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri greiði 15%. Af hlut eyfirsku sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að 85,65% falli í hlut Akureyrarbæjar, eða kr. 855.130 af áætluðum byggingarkosfnaði. Nýtt fasteignamat Lokið er endurmati 94% fasteigna á Akureyri en nýtt fasteignamat tók gildi 1. desember sl. Heildargjaldstofn fasteigna á Akureyri nem- ur nú kr. 53.868.185 og hefur breyst um 7,11% frá fyrra ári. Akureyrarhæ hoðið að kaupa hluta Hafnarstrætis 94 Endurvinnslan hefur óskað eftir viðræðum um kaup á eignarhluta Akureyrarbæjar í fasteigninni Réttarhvammi 3 og FIosi Jónsson gull- smiður hefur boðið Akureyrarbæ til kaups hluta sinn í eignarlóðinni að Hafnarstræti 94, en síðar verði gerður við hann leigusamningur um lóðina. Bæjarstjóra var falið að ræða við Endurvinnsluna en er- indi Flosa vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. KA sækir um styrk Handknattleiksdeild Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) hefur óskað eftir fjárstuðningi frá Akureyrarbæ vegna kostnaðar við þátttöku í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. Bæjarstjóra, Jakobi Björnssyni, var falið að skoða málið frekar. — GG D-listiun skýrist í janúar Sigurður J. Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir ekkert að frétta varðandi framboðsmál D- listans á Akureyri fyrir næstu bæj- arstjórnarkosningar. Hann sagði ekki tímabært að svara þeirri spurningu hvort hann myndi áfram leiða listann eða hvort ein- hveijir af forystumönnum flokks- ins í bæjarpólitíkinni hygðust draga sig í hlé. Málin myndu fyrst skýrast í janúar eftir að kjörnefnd legði tillögur sínar fyrir fulltrúaráð. Sjálfstæðismenn eiga 3 bæjarfull- trúa á Akureyri og sitja með 2 al- þýðubandalagsmönnum í minni- hluta. — Bi> Messías á Héraði Kammerkór Austurlands ásamt kammersveit flytja óratóríuna Mess- ías eftir Hándel um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem verk af þess- ari stærð er flutt á Austurlandi. Kórfélagar eru rétt rúmlega tuttugu talsins og koma flestir frá Egilsstöðum. Stjórnandi tónleikanna er Keith Reed, sem syngur einnig einsöng, en aðrir einsöngvarar eru nemendur hans. Þau eru: Helga Magnúsdóttir, Pvristveig Sigurðardóttir, Ragnhildur Rós Ind- riðadóttir, Rosemary Hewlett, Sigurborg Hannesdóttir og Þorbjörn Rúnarsson. Tónleikarnir verða í Egilsstaðakirkju laugardagskvöld kl. 20:30 og sunnudag kl. 14:00 og kl. 17:00. Ásýnd í GaUerí Svartfugli Á laugardag opnar Guðný G.H. Marinósdóttir sýningu í Gallerí Svartfugli á Akureyri. Yfirskrift sýningarinnar er Ásýnd og eru á henni 27 -smámyndir, hugleiðingar um ásýnd landsins. Guðný vinnur venjulega verk sín í myndvefnað eða textíl en á þess- ari sýningu eru myndirnar unnar úr pappír með blandaðri tækni. Gallerí Svartfugl er opið frá 15-18 þriðjudaga til föstudaga og frá 14- 18 um helgar. Sigurður J. Sigurðsson. Búnir að kokgleypa kortin og erum fastir Umræðan um tryggðarkort af öllu tagi rís nú hátt og á fundi Kaupmanna- samtakanna í vikunni voru fiestir sammáia um að afslátturinn væri á endanum sóttur i vasa neytenda. Tryggðar/piuikt/vild- arkeríiii eru farin að ofbjóða kaiipmöimuin og rugla neytenduma - sem flestir eru sam- mála um að borgi auð- vitað brúsaim á end- aiiuiii. „Hvaða val hafa kaupmenn? Við erum búnir að kokgleypa kortin og erum nú fastir á þessum krók,“ sagði einn kaupmann- anna á morgunfundi Kaup- mannasamtakanna um efnið: „Tryggðarkort - f þágu hverra?" Ekkert einfalt svar fékkst við þeirri spurningu. En ljóst virðist að kaupmönnum og fleirum finnst það kraðak tryggðar/frí- punkta/vildarkerfa, sem hellist yfir Iandsmenn, komið út í öfgar. Kaupmenn Iiggi undir þrýstingi að gefa afslætti út og suður - út á þetta eða hitt kortið eða klúbb- inn, til að fá aukin viðskipti - sem varla geta þó aukist mikið þegar nær allir eru komnir í eitt- hvert kerfi. Mat og bensín fyrir 180.000 kr. á mánuði... Meira að segja Einar S. Einars- son hjá Vísa segir að þessi sam- keppni geti farið út á villigötur. Og að rekstur „tryggðarkerfis" kosti mikla peninga. Árni Sigfús- son hafði kynnt sér að hann þyrfti að kaupa mat og bensín fyrir 180 þús. kr. á mánuði til að fá „fría“ áskrift að Stöð 2. At- hygli vakti kvað margir viður- kenna nú orðið fúslega að auð- vitað sé það neytandinn sem á endanum borgar brúsann. Formaður Kaupmannasamtak- anna, Benidikt Kristjánsson, sagði „flóruna" orðna svo mikla að fólk sé farið að tapa áttum. Hann telur heldur ekki eðlilegt að verslunin sé látin greiða allan kostnaðinn. „Og verslunin getur ekki gert það nema hækka verð- Iagið, sem þá fer út í vísitöluna og endar með því að hækka skuldir landsmanna," sagði Benedikt. Á endanum yrði það þannig neytandinn sem borgar. Almenningnr ruglaður í kortakraðakinu Almenningur er orðinn ruglaður í öllum þessum kerfum, að mati Árna Sigfússonar. Sóknarfærin séu því kannski best fyrir þá sem enn eru ekki komnir í neitt þess- ara kerfa. Aukin „tryggð“ við- skiptavina felist í fleiru en kort- um - en hún krcfjist frjórrar hugsunar um nýjar leiðir. Fyrir neytendurna, sem allir eru að biðla til og borga síðan allan kostnaðinn af kerfunum, segir Jóhannes Gunnarsson lík- Iega vænlegast, úr því sem kom- ið er, að nota kortin og þau til- boð sem bjóðast - en að vel at- huguðu máli - láta verð og gæði ráða en forðast að Iáta kortin taka yfirhöndina. „Draumaferðin til Flórída er bara tálsýn,“ sagði Jóhannes. — hei Mat laxveiðihluiminda ekkert hækkað frá 1990 Mat lax- og silimgs- veiðihliiimiiida lækk- að fremur en hækkað síðan 1990 og er nú rúmlega 5 milljarðar. Mat lax- og silungsveiðihlunn- inda hefur lækkað fremur en hæl<kað allar götur frá 1990, á sama tíma og fasteígnamat íbúð- arhúsnæðis hefur almennt hækkað um rúm 20% og víða enn meira. Einu breytingarnar sem orðið hafa á hlunnindamat- inu - fyrst og fremst veiðihlunn- indum - á þessum áratug eru; 1% hækkun árið 1992 og síðan 5% lækkun á veiðihlunnindum árið 1995. En fimm sinnum á áratugnum hefur hlunnindamat- ið staðið í stað, síðast núna 1. desember, og því nokkru lægra nú en það var byrjun áratugar- ins. Um 4.500 hliumindi metin á rúma 5 miiljarða Fjöldi eigna sem metinn er til hlunninda er um 4.500 hvar af tæpur tíundi hluti eru dúntekja en að mestu lax- og silungsveiði. Heilarmatið er um 5,1 milljarðar (rúm 1,1 milljón að meðaltali) samkvæmt upplýsingum Magn- úsar Ólafssonar, forstjóra Fast- eignamats rfkisins. Ákvæðin um hlunnindin segir hann þau, að hlunnindamatið skuli vera tí- faldur árlegur nettóhagnaður. „Þannig að það er bundið við þær tekjur sem menn hafa af þeim, til dæmis útleigu af Iax- veiðiám," sagði Magnús. Samkvæmt því hefur þessi nettóhagnaður allra hlunninda væntanlega numið liðlega 500 milljónum á ári upp á síðkastið. Eignaskattar af hlunnindunum gætu verið á bilinu 70-80 millj- ónir samtals, eða um 15-20 þús. kr. að meðaltali á þessi 4.500 hlunnindi, sem geta verið í eigu miklu fleiri einstaklinga. Vart að búast við hækkun Bendir það ekki til stöðnunar að þessar hlunnindatekjur skuli fremur hafa lækkað en hækkað allan þennan áratug? „Árnar virðast ekki hafa leigst fyrir eins mikið og áður. Spurningin er því sú hvenær ríkir menn í Banda- ríkjunum eða Evrópu álíta ís- lenska Iaxveiði eftirsóknarverð- ari en þeir gera núna,“ segir Magnús Ólafsson. „Það er ekki við því að búast að heildarmatið sé í sjálfu sér neitt að hækka eða Iækka," sagði Árni Isaksson veiðimálastjóri. Inn í þetta spili veiðin, hvað mikið sé af laxi, sala veiðileyfa og ýmislegt fleira. Þetta hafi verið á nokkuð svipuðu róli að undan- förnu. „I sumum tilfellum hefur eftirspurnin verið meiri en fram- boðið og svo hafa komið ár þeg- ar þetta hefur snúist aðeins við. En í dðalatriðum heid ég að það hafi gengið nokkuð vel að selja þetta." - HEI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.