Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997
LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1997 - 9
FRÉTTASKÝRING
Bióraðir myndast og siminn þagnar ekki. Vel á annað þúsund heimila reiða sig á að fá föt og mat gefins til að geta haldið jólin hátíðleg. Hér má sjá starfsmenn Rauða krossins taka á móti fatagjöfum. - mynd: þök
Fyrir flesta lands-
meiiii er það ekkert
tiltökumál að kaupa
ný föt og kaupa góðan
mat fyrir jólin. En
þrátt fyrir góðæri
þurfa þúsundir lands-
manna að reiða sig á
aðstoð samborgaranna
til að jólahaldið geti
orðið gleðirík sam-
verustund. Líknarsam-
tök og félagsmála-
stofnanir eru umsetn-
ar nú og næstu vikur.
Islensk heimili, sem þurfa félags-
Iega aðstoð og þá ekkí síst um jól-
in, skipta ekki lengur tugum,
heldur mörgum hundruðum og
einstaklingarnir um leið þúsund-
um. Þrátt fyrir vaxandi góðaeri í
efnahagslífinu virðist stór hluti
þjóðarinnar hafa verið skilinn eft-
ir í fátækt, veikindum og basli.
Þetta fólk sér sig knúið til að leita
sér aðstoðar til að sjá sér og sín-
um farborða - og á litla möguleika
til að halda gleðileg jól nema að
fá mat og föt gefins.
Neyðin kennir naktri konu að
spinna og knýjandi nauðsyn ýtir
smám saman til hliðar rótgróinni
andúð á því að þurfa að leita til
samborgaranna um „ölmusu". En
svo er líka til fólk sem vílar ekki
fyrir sér að nýta sér allar smugur
og þekkir öíl félagsleg úrræði,
þótt það þurfi sannarlega ekki á
þeim að halda. Fólk sem eyðir
bótum sínum í áfengi og tóbak en
fer síðan á skrifstofur félagsmála-
stofnana eða nær í hangikjöt hjá
Mæðrastyrksnefnd fyrir jólin.
Um það fólk verður ekki fjallað
hér.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Mánudaginn 8. desember 1996
kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir
Ásta Sigurðardóttir og Þórarinn B.
Jónsson til viðtals á skrifstofu
bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2.
hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara
símaviðtölum eftir því sem að-
stæður leyfa.
Síminn er 462 1000.
Aðstoðin stokkuð upp vegna
ásóknar
Nokkur samtök eru með um-
fangsmikla aðstoð við fólk í vanda
árið um kring og mikla aðstoðar-
útgerð fyrir jólin. Umfangsmesta
aðstoðin felst í samvinnu Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar (HSK),
Rauða kross Islands og Caritas á
Islandi (sem er félagsskapur kaþ-
ólikka). Jónas Þ. Þórisson, fram-
kvæmdastjóri HSK, segir í sam-
tali við Dag að í fyrra hafi 1.250
manns í vanda leitað aðstoðar og
þar af um 800 í desember eða um
og fyrir jólin, en þá er aðstoð
bundin við matarúthlutun.
„Það eru allar líkur á því að að-
sóknin í aðstoð fyrir jólin verði
síst minni í ár en í fyrra og jafnvel
þvert á móti miðað við þær vís-
bendingar sem Iiggja þegar fyrir.
Þetta kemur betur í ljós á næstu
dögum, en því miður er þegar
Ijóst að ásóknin hefur aukist jafnt
og þétt síðustu árin. Það eru ekki
síst öryrkjar og annað veikt fólk
sem mest þurfa á aðstoð okkar að
halda, enn fleiri en atvinnulaust
fólk og einstæðir foreldrar," segir
Jónas.
Svo mikið hefur þörfin fyrir að-
stoð vaxið að HSK sá sig knúna til
að loka í íjóra mánuði í ár til að
stokka upp skipulag hjálparstarfs-
ins innanlands. Sérstakur félags-
ráðgjafi hefur verið ráðinn í hálft
starf, Elínborg Lárusdóttir, og var
ákveðið að efna í fyrsta skiptið til
sérstakrar fjáröflunar fyrir innan-
Iandsaðstoð. HSK hefur fram á
síðustu ár einbeitt sér að líknar-
starfi erlendis, en í fyrra var svo
komið, eftir 55% raunaukningu á
hjálparumsóknum, að verkefni
innanlands fóru upp í 22% af ráð-
stöfunarútgjöldum HSK.
„Létta neyð og vinna gegn
böli“
Mæðrastyrksnefnd er ár hvert
með mikla starfsemi fyrir jólin og
þar þekkir Unnur Jónasdóttir
hvern krók og kima. „Við opnuð-
um fyrir fataúthlutun á miðviku-
dag og aðsóknin var svo mikil að
það var fullt út fyrir dyr. Matarút-
hlutun er ekki byijuð, en síminn
hringir samt stanslaust og þagnar
ekki. Það virðist ætla að vera Iítil
breyting frá því í fyrra, en þá
hafði aldrei verið eins mikið að
gera við að úthluta mat fyrir jól-
in,“ segir Unnur.
Unnur segir að fólk fái matar-
miða eða sæki sér föt og að í fyrra
hafi á bilinu 1.200 til 1.400
heimili fengið annað hvort eða
bæði hjá Mæðrastyrksnefnd.
„Þetta verður ekki minna í ár. Eg
merki það á ýmsu. Þannig er at-
vinnuleysi kvenna í Reykjavík
5,3%. Það er mikið af lands-
byggðarfólki að koma til höfuð-
borgarsvæðisins og þar eru marg-
ir sem eiga erfitt með að koma sér
fyrir. Það er mikið um skilnaði og
margar konur sem eiga um sárt
að binda. Oryrkjar og veikt fólk
býr við mikinn lyfjakostnað og
læknisþjónustu sem aldrei hefur
verið dýrari. Og margt fólk þarf
að sætta sig við afar léleg Iaun,
sem duga ekki fyrir nauðþurftum
heimilisins. Það er mikill vandi í
þjóðfélaginu," segir Unnur.
Þá er nokkuð ljóst að nú sem
fyrr verður nóg að gera hjá prest-
um í desember, ekki bara vegna
almenns helgihalds, heldur og í
sálgæslunni í kringum jólin. At-
hygli vakti þegar Karl Sigur-
björnsson var vígður sem nýr
biskup Islands hversu afdráttar-
lausa áherslu hann lagði á mann-
úðar- og Iíknarmál í vígsluræðu
sinni og er ástæða til að rifja upp
eftirfarandi ummæli hans: „Við
skulum... taka á móti honum er
hann verður á vegi í þeim sem
hjálparþurfi er. Finna til með
þeim sem þjást. Samfagna þeim
sem gleðjast. Leita leiða til að
verða að liði, Iétta neyð og vinna
gegn böli. Þannig mælir Kristur
sér móts við okkur nú.“
Það er til fátækt í þjóðfélag-
inu
Mikið af fólki leitar til kirkjunnar
um úrlausn sinna andlegu og ver-
aldlegu vandamála og kannski
hefur biskupinn nýi hlýtt vand-
lega á forstöðumann Fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar (FK), sem
hefur varað við að framtíð FK sé
jafnvel í hættu vegna skerðinga á
fjárframlögum, en margar Ijöl-
skyldur eru á biðlista FK eftir að-
stoð. Forstöðumaðurinn, Þor-
valdur Karl Helgason, hefur nú
verið ráðinn sem biskupsritari, en
Þorvaldur sagði að kirkjan ætti
„að fara sér hægt í stundargleði
framkvæmda og fjárfestinga þar
sem framtíðarsýn skortir. Frekar
ætti hún að einbeita sér að því að
fjárfesta enn meira í fyrirbyggj-
andi starfi, uppbyggilegum gleði-
ríkum samverum, glæða fjöl-
skyldulíf heimila með enn meira
samstarfi og samtali." Og hann
bætti við: „Okkur hefur fundist að
misskipting fari vaxandi í þjóðfélag-
inu og að samfélagið sé að verða
harðara en það var. Alls staðar eru
skilaboðin um að menn eigi að
bjarga sér sjálfir.“
Hvað sem þessum skilaboðum
líður þá eru ýmsir til að leggja hönd
á plóg og það reynir ekki bara á
sjálfboðaliðasamtökin um jólin. Hjá
félagsmálastofnunum hins opin-
bera er líka „traffík", þótt hún ein-
skorðist ekki við jólahaldið. Marta
Bergmann, félagsmálastjóri Hafnar-
fjarðar: „Það er í sjálfu sér ekki
meira að gera hjá okkur nú fyrir jól-
in, en það er hins vegar gjarnan
þungt í janúar og febrúar. Við telj-
um okkur verða vör við að atvinnu-
ástandið sé að lagast, en hitt er ann-
að mál að það eru ákveðnir hópar
sem sitja eftir. Þannig lagast ástand-
ið lítið hjá einstæðum mæðrum í
láglaunastörfum þótt hjólin rúlli á
Grundartanga. Það eru ákveðnir
hópar sem eru ekki samkeppnisfær-
ir á samkeppnisvinnumarkaði og í
láglaunastörfunum duga launin
ekki fyrir framfærslunni - endar ná
ekki saman hjá fullvinnandi fólki í
þessu þjóðfélagi í dag,“ segir Marta
og bætir við: „Það er fátækt í okkar
þjóðfélagi f dag.“
FRÉTTIR
Nónhressing!
Heilsuleikskólinn Skólatröð i Kópavogi hefur staðið að gerð sérstaks bæklings um
heilbrigða síðdegishressingu. Að sögn Unnar Stefánsdóttur leikskólastjóra vilja
menn kalla þetta „nónhressingu" frekar en síðdegiskaffi, enda drekki víst fæst
börn kaffi. í bæklingnum er kynntur átta vikna matseðill með heilsusamlegu fæði
og í gær kom tiginn gestur í heimsókn á Skólatröð til að fá sér nónhressingu með
krökkunum, en það var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. - mynd: eól.
Olíuhreinsistöð
í Skagafjörð?
hversu þröngur fjörðurinn væri
og óheppilegri fýrir skip sem
flytja mundu olíuna til landsins,
en þau væru gífurlega stór, eða
allt að 400 metra löng.
Steinunn Hjartardóttir, forseti
bæjarstjórnar Sauðárkróksbæjar,
segir að það sé hið besta mál ef
til Skagafjarðar kæmi svo stór
vinnustaður sem raun bæri vitni
en gæta verði fyllstu mengunar-
varna. Auk beinna starfa við
verksmiðjuna skapar hún all-
mörg þjónustustörf.
„Ef af verður tekur þessi verk-
smiðja ekki til starfa fyrr en
kringum árið 2010 og það hlýtur
að vera hægt að ganga svo frá
öllum endum fyrir þann tíma að
ekkert umhverfisslys verði.
Helsta mengunarhættan er af
flutningsleiðinni fram og til
baka en það er hægt að ganga frá
verksmiðjunni þannig að hún
mengi ekki umhverfið. Hægt
verður að nota heita vatnið hér
til eimingar sem er stór hluti
starfseminnar," sagði Steinunn
Hjartardóttir. — GG
Grunnskólar Hafnarfjarðar
Kennarar - Kennarar
Kennara vantar við Setbergsskóla frá áramótum.
Um er að ræða kennslu á unglingastigi.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Loftur Magnússon
í síma 565 1011.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirði.
Atvi n na
Óska eftir skrifstofumanneskju í 50%
starf upp úr áramótum.
Bókhaldsfærsla og sölumennska.
Uppl. í síma 461 2258, fyrir jól.
Frá Bókaútgáfunni Skjaldborg
og Sögufélagi Eyfirðinga
Afgreiðslutími til jóla
Afgreiðslan Furuvöllum 13 verður
opin frá kl. 12 til 18 alla daga nema
sunnudaga til jóla.
Mikið úrval bóka á góðu verði.
Bókaútgáfan Skjaldborg
og Sögufélag Eyfirðinga
Furuvöllum 13, Akureyri, sími 462 4024
Iðnaðarráðherra,
Finnur Ingólfsson,
telur Skagafjörð álit-
legan kost fyrir olíu-
hreinsistöð á vegum
bandarísks/rússnesks
fyrirtækis, verði
ákveðið að hyggja ál-
ver við Reyðarfjörö.
Iðnaðarráðherra sagði á fundi á
Sauðárkróki nýverið að strax í
byrjun næsta árs muni Iiggja fyr-
ir forhagkvæmnisathugun á
byggingu olíuhreinsistöðvarinn-
ar. Iðnaðarráðherra taldi Skaga-
Ijörð um margt vera heppilegan
kost fyrir slíka stóriðju, m.a.
vegna þess hversu djúpur hann
er. Stöðin yrði að uppfylla
ströngustu kröfur Evrópusam-
bandsins um mengunarvarnir.
T.d. væri Reyðarljörður að hans
mati Iakari kostur vegna þess
Þrír á heims-
meistaramótið
Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson og Helgi Ass Grétarsson
taka þátt í heimsmeistaramótinu i skák sem hefst eftir helgi.
Jóhann Hjartarson, Margeir Pét-
ursson og Helgi Áss Grétarsson
taka allir þátt í heimsmeistara-
mótinu í skák sem hefst í
Hollandi í næstu viku. Þetta er í
fyrsta sinn sem Islendingar eiga
þrjá fulltrúa á heimsmeistara-
mótinu.
Mótið verður að þessu sinni
með útsláttarfyrirkomulagi. I
fyrstu umferð eigast við 68 skák-
menn í 34 einvígum. Tefld verða
tveggja skáka einvígi. Mótinu
lýkur með einvígi um sjálfan
heimsmeistaratitilinn sem hefst
2. janúar. Allir sterkustu skák-
menn heims eru á meðal kepp-
enda, að undanskildum Garri
Kasparov sem féllst ekki á skil-
mála Alþjóðaskáksambandsins.
I fy'rstu umferð teflir Jóhann
við Sulskis frá Litháen, Margeir
við Oll frá Eistlandi og Helgi við
Illescas frá Spáni. Jóhann er tal-
inn eiga mesta möguleika á að
komast áfram í aðra umferð, en
andstæðingar Margeirs og Helga
Ass eru meðal stigahæstu stór-
meistara heims.
Dagvist barna
Daggæsluráðgjafi
Staða daggæsluráðgjafa á daggæsludeild
skrifstofu Dagvistar barna er laus til umsóknar.
Um fullt starf er að ræða.
Starfssvið
• Umsjón og eftirlit með starfsemi dagmæðra í Reykjavík
• Ráðgjöf og stuðningur við dagmæður og foreldra
• Skipulagning fræðslu og námskeiðahalds fyrir
dagmæður
• Umsjón með daglegu starfi á daggæsludeild
Menntunar- og hæfniskröfur
• Leikskólakennaramenntun eða önnur
sambærileg menntun
• Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
• Hugmyndaauðgi og sjálfstæð vinnubrögð
Umsóknarfrestur er til 20. desember 1997.
Nánari upplýsingar veitir Steinunn Hjartardóttir
þjónustustjóri.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 563 5800