Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 5
LAUG.ARDAG UR 6.DESEMRER ,1997 -Sv 5 FRÉTTIR L AUSTURLAND FHogHaukar á Fáskrúðsfixði Nýtt íþróttahús verður tekið í notkun á Fáskrúðsfirði laugar- daginn 13. desember nk. og munu 1. deildarlið Hafnfirð- inga, FH og Haukar, leika opn- unarleik hússins. Síðan fylgir ýmislegt glens og gaman. Bygg- ingarkostnaður hússins er áætl- aður Iiðlega 100 milljónir króna. Húsinu er þó ekki að fullu lokið, enn vantar tjöld til að skipta íþróttasalnum og efri hæð í tengibyggingu er aðeins fok- held, en ætlunin er að þar verði starfræktur þreksalur í framtíð- inni.' Vaxaudi innferð um fhigvölliim Umferð um Egilsstaðaflugvöll jókst um tæp 20% fýrstu níu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og voru farþegar um 49 þúsund. Farþegum um Hornafjörð fjölgaði einnig, eða um 17%, voru 1 5 þúsund. Aætl- unarflug til Neskaupstaðar lagð- ist niður í byrjun sumars. Eiukuuuir undir landsmeðaltali Einkunnir nemenda á Austur- landi í samræmdum prófum í ís- lensku og stærðfræði voru nokk- uð undir landsmeðaltali. I 4. bekk var einkunnin í íslensku 4,7 og 4,4 í stærðfræði og í 7. bekk var einkunnin 4,7 í ís- lensku og 4,4 í stærðfræði. Ölmusumenn á landsbygðinni Aflavaka-skýrslan hefur valdið miklum taugatitringi á Aust- fjörðum. Skýrslan bar heitið „Framlög ríkisvaldsins, lands- byggðin - höfuðborgarsvæðið" og þar er fullyrt að íbúar höfuð- borgarsvæðisins færi hverjum landsbyggðarbúa á silfurfati rúmar 17 þúsund krónur árlega. Skýrslan var nýlega rædd á fundi framkvæmdastjóra lands- hlutasamtaka sveitarfélaganna og þar var efast stórlega um áreiðanleika skýrslunnar. —GG Leifsstöð stækkuð fyrir 1300 raiUjónir Atkvæði lun verkfall Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, og Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, hafa undanfarna mánuði farið saman um Iandið og fundað með sjó- mönnum um stöðu samninga sem hafa verið lausir allt þetta ár. Samþykkt hefur verið að alls- herjaratkvæðagreiðsla um verk- fallsboðun hjá áðurnefndum stéttarsamtökum sjómanna hefj- ist 10. desember nk. og standi til 5. janúar 1998. Atkvæði verða talin og úrslit tilkynnt fimmtu- daginn 8. janúar og ef verkfalls- boðun verður samþykkt hefst Sævar Gunnarsson og Guðjón Arnar Kristjánsson funda með sjómönnum á ÚA-togaranum Kaldbak um borð í togaranum í Akureyrarhöfn í gær. verkfall sjómanna 2. febrúar 1998 verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. Stærri togararn- ir kunna að stöðvast fyrr því Vél- stjórafélag íslands hefur boðað verkfall 2. janúar nk. á þeim skipum sem eru með stærri vél en 1.500 kw og er krafan stærri hlutur í uppgjöri. — GG Flugvélastæðuin fjölgað í 12. Áætlauir gera ráð fyrir 22 stæðum. Milljarður tekiun að láui. Flug- stöðin skuldar 4,4 milljarða króna. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veija 1100 milljónum króna í fyrsta áfanga í stækkun Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Til viðbótar verður varið 200 milljónum króna vegna breytinga innan- húss, s.s. vegna nýs færibands og vopnaleitarbúnaðar auk færslu á verslun komufarþega. I tillögum að stækkun stöðvarinnar til árs- ins 2010 er gert ráð fyrir að þar verði 22 flugvélastæði og stöðin geti annað um 2,3 milljónum farþega á ári. Aætlað er að heild- arkostnaður vegna þessara stækkunar geti numið allt að 4,5-5 milljörðum króna. Fjögur ný stæði I þessum fyrsta áfanga að stækk- un flugstöðvarinnar verður bætt við fjórum flugvélastæðum, sem verða tengd landgöngubrúm ásamt landgangi og byggingu 3.900 m2 svokallaðrar Suður- byggingar. Við þessa breytingu Hér má sjá flugstöðina eins og hún mun líta út eftir breytingar. verða flugvélastæðin orðin 12 og þar af tvö án tengingar við land- göngubrýr. Undirbúningur að þessum áfanga hefst í byijun næsta árs. Stefnt er að því að taka nýju flugvélastæðin í notk- un 1. apríl 1999 og framkvæmd- um ljúki um áramótin 1999- 2000. Miðað er við að 1,4 millj- ónir farþega fari um flugstöðina árið 2000. I tengslum við þessar framkvæmdir hyggst ríkisstjórn- in slá 474 milljóna króna lán á næsta ári og 590 milljóna króna lán árið 1999. Milljarða skuldir Halldór Ásgrímsson utanrikis- ráðherra segir að miðað við þær áætlanir sem liggja fyrir um stækkun flugstöðvarinnar fram til 2010 sé gert ráð fyrir því að hægt verði að greiða þessa íjár- festingu og 4.400 milljóna króna áhvílandi skuldir flugstöðvarinn- ar fyrir árið 2020. Hann bendir einnig á að á undanförnum árum hafa skuldir stöðvarinnar verið að aukast án þess að nokkuð hafi verið að gert. Þeirri þróun hefur hinsvegar verið snúið við með þeim árangri að tekjurnar hafa aukist verulega síðustu misseri. Það stafar m.a. af þeirri endur- skipulagingu sem átt hefur sér stað í rekstrinum með því m.a. að Ieigja út meira húsnæði og afla tilboða í það. Misvísandi spár Ráðherra segir að engar ákvarð- anir verði teknar á næstunni um frekari stækkun flugstöðvarinn- ar. I greinargerð um áfangaskipt- ingu á stækkun stöðvarinnar til ársins 2010 er gert ráð fyrir að annar áfangi stækkunarinnar kosti um 1700 milljónir króna og þriðji og síðasti áfanginn kosti annað eins. Hann segir að áður verði menn að sjá hvernig allar áætlanir muni standast. I því sambandi bendir hann á að spár um aukingu farþega séu mis- vfsandi. A sama tíma og því er spáð að farþegaíjöldinn um stöð- ina verði 2,3 milljónir árið 2010 eru aðrir á því að þá verði fjöld- inn orðinn um 3,5 milljónir manna. -GRH Bjarni Hafþór Helgason verður í versluninni á dag, laugardag á milli klukkan 14.00 og 16.00 og áritar nýútkominn disk sinn. Einnig mun Bjarni taka lagið fyrir viðstadda. 2? A C BOKVA HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 46 1 5050 Jóladiskar á hreint ótrúlegu verði - Diskurinn með Bing Crosby og félögum "White Christmas" kostar aðeins kr. 399.- "Panpipe" jóladiskarnir vinsælu eru á sama verði kr. 399.- Þá er ótalinn jóladiskurinn með Elvis Presley þar sem hann flytur heimsþekkt jólalög.Verð aðeins kr. 999.- PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL BjarniHafþor HREINT ÓTRÚLEGT VERÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.