Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 10

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 10
t 10-LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 Veiði Urriðasvæðið í Laxá í Þingeyjarsýslu. Veiðileyfi 1998. Pantanir berist fyrir 20. janúar 1998 til Áskels Jónassonar, Þverá, Laxárdal, 641 Húsavík, sími og fax 464 3212 eða Hólmfríðar Jónsdóttur, Arnarvatni, Mývatnssveit, 640 Reykjahlíð, sími 464 4333 og fax 464 4332. Úthlutun leyfanna verður í febrúar og greiðsla þarf að berast fyrir 20. mars 1998. Jólapakkar í flugi til vina og ættingja Við hjá íslandsflugi bjóðum þér að koma jólapökkunum milli Akureyrar og Reykjavíkur á einfaldan og ódýran hátt. Verðskrá: 0-5 kg 300 kr. 11-15 kg 700 kr. 6-10 kg 500 kr. 16-20 kg 900 kr. Móttaka er á skrifstofum íslandsflugs á Akureyrarflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Starfsfólk íslandsflugs ISLANDSFLUG -gerir fieirum faert aö fljúga AKUREYRARBÆR Félags- og heilsugæslusvið Ráðgjafardeild Laust er til umsóknar starf félagsráðgjafa hjá Ráðgjaf- ardeUd Akureyrarbæjar. Starfið felur í sér félagslega ráðgjöf auk annarra verkefna deildarinnar, auk þess fel- ur starfið í sér sérhæfða ráðgjöf við fatlaða og fjölskyld- ur þeirra. Starfið er laust frá 1. febrúar 1998 eða eftir samkomulagi. RáðgjafardeUd Akureyrarbæjar hefur með að gera hefðbundin verkefni félagsmálastofnana, auk þess sem þar er í gangi spennandi þróimarvinna vegna yfirtöku Akureyrarbæjar á málefnum fatlaðra. Hér er gott tæki- færi fyrir félagsráðgjafa sem hafa áhuga á að öðlast breiða starfsreynslu. Laun skv. kjarasamningi STAK við Launanefnd sveitarfé- laga. Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Sigurðardóttir, deUdarstjóri í síma 460 1420. Einnig veitir starfsmannastjóri Akureyrarbæjar upplýs- ingar um launakjör í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrar- bæjar Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er tU 20. desember. Starfsmannastjóri. ÞJÓÐMÁL „Ágæti kjósandi“ vill eitthvad ÖRN BJARNASON AÐDÁANDI SINFÚNÍU- HUÓMSVEITAR ISLANDS SKRIFAR Það gerist á nokkurra ára fresti að sá sem þetta skrifar er nefnd- ur í bréfum og bæklingum sem til hans streyma í póstkassann „ágæti kjósandi" eða það sem jafnvel er ennþá fínna „háttvirtur kjósandi." Og þegar þannig tím- ar eru í veröldinni finnst mér mjög mikið til eigin ágætis koma, sem vonlegt er, og stend í þeirri meiningu í einhveija daga, að nú sé loksins runnin upp sú tíð að það eigi að fara að taka mark á skoðunum mínum í smáu og stóru. Enda er látið í það skína að ágætur kjósandi sé afar áríð- andi og merkilegt kvikindi. Smám saman er háttvirtur kjós- andi þó leiðréttur í þessum efh- um og það rennur upp fyrir hon- um að það var aldrei meiningin að ágætur kjósandi segði hug sinn í nokkru máli. Hann átti bara að kjósa einhvern sérstakan stjórnmálabófaflokk, sem hefur yfir að ráða loforðafossi þar sem aldrei er meiningin að standa við eitt eða neitt. Þetta þekkja allir og enginn er lengur hissa þótt ekki sé staðið við nokkurn skapaðan hlut sem lofað er. Ekki er heldur reiknað með því að háttvirtur kjósandi hafi skoðun, enda hefur hann það sjaldnast. En svo verður það allt í einu, skyndilega og mjög óvænt auðvitað, að ágætur kjós- andi vill eitthvað. Og það er ein- mitt undrið sem gerst hefur að þessu sinni; Agætur kjósandi vill eitthvað! Það var þó aldrei reikn- að með því. Stolt imgs lýðveldis Þannig er mál með vexti að ís- lenska þjóðin ákvað fyrir nokkrum áratugum að koma sér upp sinfóníuhljómsveit og einnig að annast rekstur hennar með öllu því sem til þess þarf, hljóð- færaleikurum, aðstöðu til æf- inga, tónlistarskóla, stjórnend- um, samböndum erlendis, fram- kvæmdastjóra og svo má áfram telja. Þetta var á sínum tíma eitt af stoltum merkjum nýsjálf- stæðrar þjóðar, sem vildi með stofnun sinfóníuhljómsveitar sanna, svo ekki varð um villst, að hún ætti skilið sjálfstæði og stjórn í öllum sínum málum og þyrfti ekki að vera upp á aðrar þjóðir komin í neinum greinum. Ekki heldur í tónlistarlegum efn- um. Sem sagt: það varð til vísir að sinfóníuhljómsveit á Islandi. Verðmætur liðsauki Ekki stór í fyrstu, en smám sam- an óx henni ásmegin og varð það fyrir tilverknað margra dugandi manna og kvenna. Ekki síst góðra erlendra tónlistarmanna sem hingað komu í kringum seinna heimsstríð og settust hér að, sem betur fer. Þeir kenndu íslendingum að Ieika á hljóðfæri, stjórnuðu hljómsveitinni, skipu- lögðu hana og höfðu sambönd í önnur lönd sem aftur varð til þess að hingað komu góðir gest- ir, stundum heimsfrægir tón- „Það fólk sem geymir fjöregg íslarids í tónlistrænum efnum, og vill varðveita það á meðan það getur, er á allt of lágum launum við starf sitt og nýtur ekki skilnings ráðamanna á íslandi, “ segir greinarhöfundur m.a. um Sinfóníuhljómsveitina. snillingar, sem stjórnendur eða einleikarar, nú eða jafnvel höf- undar verka. Þetta var mikið æv- intýri sem kostaði mjög milda vinnu í mörg ár. Já, í mjög mörg ár og margt gott fólk lagði fram krafta sína endurgjaldslaust í þá daga, í fullvissu um betri tíð síð- ar. Það var í þá daga. Svo er allt í einu kominn dag- urinn í dag og við áttum okkur skyndilega á því að öll þessi Einstaka maður heyr- ist hvísla þvi í al- vöru, að nú sé hún að gæðum jafnvel á heimsmælikvarða. Sinfóníuhljómsveit íslands. Til hamingju allir íslendingar! vinna og allt þetta erfiði hefur borið ríkulegan ávöxt. Við getum hrósað okkur af mjög góðri sin- fónískri hljómsveit. Einstaka maður heyrist hvísla því í alvöru, að nú sé hún að gæðum jafnvel á heimsmælikvarða. Sinfóníu- hljómsveit Islands. Til hamingju allir Islendingar! Forréttmdafólk Og smám saman rennur það upp fyrir öllum hugsandi Islending- um að í sinfóníuhljómsveit (Hljómsveitinni okkar, eins og við segjum stundum af réttlátu grobbi á góðum stundum) eigum við listræn verðmæti, einhvers konar örlítið brot af himnaríki sem við getum kfkt inn í og hlustað á stundum. Og þá er gaman að klæða sig í sparifötin sín og ganga inn í litla himnarík- ið sitt og fá að hlusta eina kvöld- stund á einhvers konar himn- eska samhljóma sem gefa manni trú á lífið einu sinni enn, þrátt fyrir allt. Þetta eru líka nokkur forréttindi að hafa aðgang að svona hljómsveit og ég er að springa af monti þegar ég rétti fram miðann minn í anddyrinu og geng brosandi inn í salinn í félagsskap tónelskra landa minna. Við skynjum líka öll á þeim stundum að þessu litla himnaríki okkar megum við alls ekki glata, en eigum og verðum að hlúa að því og vernda með öll- um þeim ráðum sem við höfum tiltæk. Eða hvað? Illa launaðir listamenn Hljóðfæraleikararnir í Sinfóníu- hljómsveit Islands hafa verið með lausa samninga við vinnu- veitendur sína, íslenska ríkið, frá síðustu áramótum. Sannspurst hefur að hljóðfæraleikararnir séu illa launaðir og treysti sér nú ekki lengur til að vinna upp á þau bíti sem í boði hafa verið hingað til. Vinnuveitendur lista- mannanna virðast til þessa ekki hafa haft skilning á málinu svo að ekkert hefur gengið til góðs f deilunni sem á eins árs afmæli bráðlega. Þetta er bagalegt. Það fólk sem geymir fjöreggs Islands í tónlistrænum efnum, og vill varðveita það á meðan það getur, er á allt of lágum launum við starf sitt og nýtur ekki skilnings ráðamanna á Islandi. Þetta er ekki gott. Og það er einmitt hér sem „ágætur kjósandi" vill eitt- hvað. Vákna þú sem sefur „Agætur háttvirtur kjósandi" skorar nú á viðkomandi ráða- menn á Islandi að ganga til samninga við hljóðfæraleikara í Sinfóníuhljómsveit íslands, með opnum huga og samstarfsvilja, og Ieysa þar með þessa kjara- deilu hið allra fyrsta, á þann hátt sem sæmilegur má teljast. Við getum rifist um ýmislegt í skammdeginu eins og dæmin sanna, en við skulum ekki rífast um þetta. Við erum öll að rifna af stolti yfir því hvað hljómsveit- in er orðin góð, það leynir sér ekki á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Háskólabíói, þegar henni er klappað Iof í lófa og við viljum hafa hana góða áfram. Og það sem meira er: Við viljum hafa hana áfram. Til þess er ein leið. Semjum við fólkið um mannsæmandi laun. Strax. Við viljum geta verið stolt af hljómsveitinni á sama hátt hljómsveitin á að geta verið stolt af okkur. Eg \ál að lokum þakka Sinfón- íuhljómsveit Islands fyrir stór- kostlegan og góðan flutning á undanförnum árum. Eg hef ver- ið svo gæfusamur að eignast stundum miða á tónleika. Þetta eru svolítið vandræðalegir dagar núna, en ég trúi því að við verð- um öll vinir aftur þegar þetta tebull er af.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.