Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 11
Xkj^MT' LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR L Afsökunarbeidnl á síöustu stundu Wiiinie Maudela viö- urkennir að „ýmislegt hafi farið iírskeiðis,“ en skilur ekki þá sem gagnrýna sig. „Eg er að segja að það sé satt, ýmislegt fór hryllilega úrskeiðis. Eg er alveg sammála því,“ sagði Winnie Madikizela-Mandela á lokadegi yfirheyrslna fyrir Sann- leiksnefndinni í Suður-Afríku, en þá hafði málflutningurinn fyrir nefndinni staðið yfir í eitt- hvað um tíu tíma. „Og sá hluti af þessum sársaukafullu árum, þegar ýmislegt fór hryllilega úr- skeiðis - og við gerðum okkur grein fyrir þeirri staðreynd að ákveðnir þættir hafi leitt til þess - það þykir mér afskaplega Ieitt." Þessi afsökunarbeiðni kom viðstöddum í opna skjöldu því hún stakk verulega í stúf við framburð hennar og afstöðu allt fram að því. Madikizela-Mandela, fyrrver- andi eiginkona Nelsons Mandela forseta Suður-Afríku, var dæmd árið 1991 fyrir mannrán á Stompei Seipei og vitni sem tal- að hafa fyrir sannleiksnefndinni á síðustu tveimur vikum hafa sakað hana um að hafa átt þátt í að myrða bæði Seipei og dr. Abu- Baker Asvat, lækni í Soweto, sem báðir voru myrtir árið 1989. I gær bað hún ættingja þeirra beggja sérstaklega afsökunar. Þessi óvænta stefnubreyting kom eftir að Madikizela-Mand- ela hafði daglangt staðfastlega neitað öllum ásökunum um morð, pyntingar og aðra glæpi. Nefndinni var ætlað að fjalla um alls 18 mannréttindabrot sem hún er sökuð um ásamt hinu ill- ræmda „fótboltafélagi" sínu. Lifverðina vantaði önnur föt Madikizela-Mandela fullyrti að hún hefði slitið öll tengsl við líf- verðina seint á síðasta áratug samkvæmt fyrirmælum frá eigin- manni sínum, sem þá var í fang- elsi. En eftir það hafi sumir þeirra haldið áfram að klæðast búningum fótboltaliðsins, og þess vegna hafi hún verið rang- Iega talin tengjast glæpastarf- semi þeirra löngu eftir að hún sagði skilið við þá. „Þetta voru einu almennilegu fötin sem þessi börn áttu,“ sagði hún um lífverði sína. „Eg átti enga pen- inga til að kaupa handa þeim ný föt.“ Þegar hún var krafin um nán- ari skýringar á ásökunum meira en tuttugu vitna, sem komið hafa fyrir nefndina á síðustu tveimur vikum, þar á meðal Jerry Richardson, sem er fyrrverandi „þjálfari fótboltaliðsins“ og hefur þegar hlotið dóm fyrir morð, þá sagði hún vitnin vera lygara, geð- sjúklinga og gamla uppljóstrara frá aðskilnaðartímabilinu. „Satt að segja, þá veldur það mér mild- um sársauka að þurfa að sitja hérna og svara fyrir svona fárán- legar ásakanir," sagði hún og lét engan bilbug á sér finna. Yasmin Sooka, einn nefndar- manna, vék að því að ef útgáfa hennar af því sem gerst hefði væri rétt, þá „eru allir aðrir sem báru hér vitni að ljúga." Og Winnie Madikizela-Mandela svaraði að bragði: „Já, það er rétt að flest vitnin sem hér tóku til máls voru að ljúga.“ „Kom eltki frá hjartanu“ Eftir rúmlega níu klukkustunda langar yfirheyrslur var svo komið að formaður nefndarinnar, Desmond Tutu erkibiskup, var greinilega orðinn pirraður á ósveigjanleika hennar og fór ekk- ert í felur með það. „Ég bið þig, ég bið þig, ég bið þig, gerðu það,“ sagði Tutu lágri röddu. „Þú ert stórbrotin manneskja og þú veist ekki hve mjög þú mundir vaxa ef þú segðir: „Því miður, ýmislegt fór úrskeiðis. Fyrirgefið mér.“ Eg bið þig,“ sagði hann. Eftir nokkra þögn í réttarsaln- um kveikti Madikizela-Mandela á hljóðnemanum sínum. „Þakka þér kærlega fyrir þessi yndislegu, viturlegu orð,“ sagði hún við Tutu. „Þarna birtist sá faðir sem ég hef alltaf þekkt í þér. Ég vona að hann sé enn sá sami.“ Eftir að hafa sagt þetta kom afsökunarbeiðnin sem enginn hafði átt von á. Afsökunarbeiðninni var hins vegar misjafnlega tekið. Móðir Seipeis gekk að beiðni Tutus til Winnie Madikizela-Mandela, faðmaði hana og kyssti. „Ég vildi ekki neina afsökun," sagði hins vegar Abdul-Haq Asvat, faðir Iæknisins sem myrtur var í Soweto. „Hún kom ekki frá hjartanu.“ Hcfur þýðingu fyrir marga Sooka, einn nefndarmanna, sagði að þessi afsökunarbeiðni á síðustu stundu tryggði engan veginn að Madikizela væri laus allra mála. „Við þurfum að skoða yfirlýsingu hennar og bera hana saman við þær upplýsingar sem fram komu,“ sagði hún. Engu að síður bætti hún því við að marg- ir Suður-Afríkubúar hafi virki- lega þurft á því að heyra hana segja þetta. „Það er mikilvægt að vanmeta ekki hvaða þýðingu af- sökunarbeiðnir hafa fyrir fórnar- lömbin," sagði hún. „Það er ekki hægt að horfa framhjá því að íbúar landsins hafa aldrei fengið formlega afsökunarbeiðni frá ríkisvaldi aðskilnaðarstefnunn- ar.“ I lokayfirlýsingu sinni fyrir nefndinni - sem Tutu sagði líkj- ast meir framboðsræðu heldur en framburði - sagði Madikizela- Mandela að hún myndi ótrauð halda áfram pólitískri baráttu sinni og stefni á embætti aðstoð- arforseta Afríska þjóðaráðsins. „Ég velti því stundum fjTÍr mér,“ sagði hún, „af hverju svo margir gagnrýni mig.“ - Los Angeles Times. Gamlar iiuiistæður greiddar ut SVISS - Svissneskir bankar eru byrjaðir að greiða erfingjum fórnar- lamba þýsku nasistastjórnarinnar inneignir í bönkunum, sem staðið hafa óhreyfðar í áratugi. Þar með eru þeir að uppíylla Ioforð sem gef- in voru eftir að listar voru birtir í sumar yfir eigendur reikninganna. Engar upplýsingar voru gefnar um fjölda viðtakenda né Ijárupphæðir. Dæmdur í 2.410 ára fangelsi SUÐUR-AFRÍKA - Fjöldamorðingi í Pretoríu í Suður-Afríku var í gær dæmdur í samtals 2.410 ára fangelsisvistar. Það þýðir reyndar ekki annað en að hann á ekki kost á náðun og þarf að sitja til æviloka í fangelsi. Maðurinn, sem er 33 ára, var dæmdur fyrir morð á 37 kon- um og einu barni á árunum 1987 til 1995, auk 40 nauðgana og fjög- urra rána. Leiðrétting I tilkynningu um útför Arnþórs Angantýssonar í blaðinu í gær, birtist röng mynd. Dagur biðst velvirðingar á þeim leiðu mistökum. Móðir okkar, ALFA HJALTALÍN, Skarðshlíð 10 e, Akureyri, lést að heimili sínu fimmtudaginn 4. desember. Börnin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÞÓR ANGANTÝSSON, skólastjóri, Klapparstfg 13, Hauganesi, verður jarðsunginn frá Stærri Árskógskirkju í dag laugardaginn 6. desember kl. 14. Kolbrún Ólafsdóttir, Arnar Már Arnþórsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, Almar Örn Arnþórsson, Dagmar Erla Arnþórsdóttir, Edda Björg Arnþórsdóttir, Anna Rósa Arnarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS KARLS HANNESSONAR, fyrrverandi bónda á Kollsá. Ingiríður Daníeisdóttir, Erla Karlsdóttir, Sigurður Þórólfsson, Ásdís Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Steinar Karlsson, Björk Magnúsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Sigurður Þórðarson, Daníei Karlsson, Helga Stefánsdóttir, Indriði Karlsson, Herdís Einarsdóttir, Sveinn Karisson, Guðný Þorsteinsdóttir, Sigurhans Karlsson, Þórey Jónsdóttir, Karl Ingi Karlsson, Steinunn Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.