Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 6
6- LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 ÞJÓDMÁL ____________ Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri; eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Adstodarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG aoo 7oao Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.gso kr. Á MÁNUÐI Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAV(K) Tregi til lækkunar í fyrsta lagi Bensín er að Iækka þessa dagana hjá íslensku olíufélögunum. Lækkunin er ein króna og er nánast nákvæmlega sú sama milli félaga. Lækkunin kemur líka alls staðar fram svo til á sama tíma. Olíuverð á heimsmarkaði hefur verið að lækka og á sjálf- sagt enn eftir að lækka, t.d. hefur verð á Rotterdammarkaði lækkað úr 220 dölum tonnið seinni partinn í ágúst og niður í 185 dali nú í þessari viku. Það er því vonum seinna að íslensk- ir bíleigendur fari að njóta þessarar verðþróunar líka. í öðru lagi Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB er þungorður í viðtali við Dag á miðvikudag vegna tregðunnar sem verið hefur til að lækka verð á bensíni til íslenskra bíleigenda. Hann efast um að samkeppni olíufélaganna sé virk verðsamkeppni og varpar fram áleitnum grundvallarspurningum: „Er þeim sem fara með þetta mikla vald - verðstýringu á þessum markaði - treystandi í þess- ari fákeppni?" Framkvækmdastjóri FIB talar um að íhuga op- inbera verðlagsstjórnun á ný, en frá því fyrirkomulagi var horf- ið árið 1992. 1 þriðja lagi Upptaka opinberrar verðstýringar væri að fara aftur til fortíðar án þess að fullreynt sé með samkeppni olíufélaganna - hún er til staðar varðandi þjónustu. Runólfur hefur engu að síður rétt fyrir sér í því að verðsamkeppni olíufélaganna er ekki mikil og lítið sem ekkert eftirlít virðist vera með verðlagningu þeirra. Það er einna helst að FIB standi þá vakt, enda er það hlutverk þess. FIB hins vegar hefur mörg járn í eldinum og spurning hvort það hefur bolmagn til að sinna þessu af þeim krafti sem þarf. Lausnin gæti því allt eins falist í að styrkja FÍB og þetta eftir- litshlutverk þess beint eða þá að fela einhverri opinberri stofn- un, sem þegar er til (Þjóðhagsstofnun, Seðlabanka, Samkeppn- isstofnun) að vakta formlega áhrifaþættina í verðmynduninni, gera þá þannig gegnsærri og auðvelda öðrum aðhald og eftirlit. FÍB hefur sýnt klærnar gagnvart fákeppni bifreiðatrygginga og eðlilegt væri að það gerði það líka á þessu sviði áður en menn fara í alvöru að tala um opinbera verðstýringu. Biigir Guðmiutdsson. Með lífið í liíkunuin Garri er siðprúður maður. Og grandvar. Og er trúr yfir litlu. Oftast. En stundum óttast Garri eitthvað sem býr innra með honum. Það er eins og einhver djöfull brjótist út. Garri fær glampa í augun. Og verður órólegur á sínum pistlahöfundastóli, ekur sér og fitlar við símann. Þetta gerist oftast kringum hátíð Ijóss og friðar. Þá verður djöf- ullinn í Garra grandvara Garra yfirsterkari. Garri fríkar út. Engin jól án... Einu sinni var Garri góður um jólin og las bækur í friði og spekt. Eng- in jól án bóka sagði Garri á aðventunni, og bætti svo við sposkur og vitnaði í Þórar- in Eldjárn: engin bók án jóla! Hahahha. Það lá vel á Garra um þetta leyti árs. En nú kemur djöfull- inn í heimsókn um jólin. Garri er kom- inn á hluta- bréfamarkað- inn. Um jól og áramót liggur Garri yfir arðsemisvísitölum verðbréfakaupþinganna: 200 þúsund kall orðinn að milljón á 11 árum! hrópar strætó til Garra. 21% ávöxtun! hrópar önnur auðbréfaauglýsing og Garri veit ekki hvort það er með skattaafslætti, utan við verðbólgu og mínus ávöxtun sem ella hefði fengist í örugg- V um bréfum. Það er bara svo mikil ávöxtun! Þegar Garri var ungur voru jólaepli tákn þess að frelsarinn hefði gengið í bæinn. Nú eru það jólahluta- bréfin sem laða fram óyndi í Garra sem getur ekki á sér heilum tekið á aðfangadags- kvöld. Hugsaðu þér kona: 21% ávöxtun! Og Garri hugs- ar öfundusjúkur til þeirra sem syngja hávöxtum á jóladag: „í dag er glatt í döprum hjört- um.“ Já, þið syngið, búin að kaupa í réttum sjóðum hugsar Garri hundfúll yfir laufa- brauðinu. Óvenju erfitt Nú er óvenju erfitt í ranni Garra. Konan sem stal hans hlut í góðær- inu er komin í blöðin. Keypti bréf þegar Garri eyddi í jólagjafir í fyrra. Garri splæsti í rjúp- ur. Bölvuð tæfan. Hirti hlut Garra í góðærinu og fær afslátt af skólagjöldum krakkanna og elliheimilisvist gömlu hjón- anna í þokkabót! Með öllum sínum auðlindarbréfum. Böhaið tæfan. Og sýnir á sér lófann! Sýnir á sér Ioðinn lófann og minnir Garra á að djöfullinn gengur Iaus og hann er laus í Garra sem er - eins og konan í auglýsingunni - með lífið í lúkunum. GARRl Reykjavík á móti rest ÁSGEIR HANNES EIRÍKSSON skrifar Pistilhöfundur hitti innfæddan Reykvíking í höfuðborg eins Norðurlandanna við Eystrasaltið um daginn og sagði hann farir sínar ekki sléttar. Maðurinn sótti um vinnu í fjarlægu landshorni og var náttúrulega synjað. Vinnuveitandinn vildi bara fólk úr héraðinu í vinnu hjá sér enda gengu heimamenn fyrir um handtak í plássinu. Manninum þótti niðurstaðan súr í broti og mátti við svo búið snauta heim til sín. Leitaði árangurslaust í þveru og endilöngu heimaland- inu og varð loks að Ieita út fyrir landsteina. Dæmi Reykvíkingsins er ekki einsdæmi. Landinu hefur löng- um verið skipt í tvö vinnusvæði: Reykjavík á móti rest. A meðan Reykvíkingar hafa opið hús í höf- uðborginni lokar restin af land- inu að sér og liggur á sínum vinnustöðum eins og ormur á gulli. Reykvíkingar fá aðeins vinnu á landsbyggðinni að gefnu tilefni: Ef heimamenn vantar sérhæfða starfsmenn og vélar eða hráefni liggur undir skemmdum. Annars sitja heima- menn einir við kjötkatlana. Þegar atvinnuleysið stingur sér niður í byggðarlögum sveitanna streyma atvinnulausir sveita- menn til höfuðborgarinnar og keppa um vinnuna við Reykvik- inga. Atvinnulausir borgarbúar eru hins vegar ekki vel séðir á skrá úti á landi. Þeim er sagt að taka pokann sinn og sitja frekar med hendur f skauti fyrir sunn- an. A sama tíma standa múrar Reykjavíkur opnir fyrir alla. Meira að segja fólk sem talar norðlensku og vestfirsku og aðra utlensku. Auðvitað gengur þetta ekki lengur. Borgarstjórn Reykjavíkur gæti byijað sóknina fyrir hönd horgarbúa á heimavelli og skoð- að hve margir yfirmenn horgar- innar og aðrir starfsmenn hafa hreiðrað um sig í nágrannasveit- um og borga því útsvarið sitt til að byggja upp önnur byggðarlög. Borgarstjórnin gæti líka látið Reykvíkinga sitja fyrir um öll verk sem hún býður út eða sem- ur um fyrir hönd okkar borgar- búa. Reykvíkingar vilja láta aðra borgarbúa njóta góðs af grósku heimaborgar sinnar. Á dagskrá eru núna sérstakir þjóðflutningar frá Reykjavík undir kjörorðinu að færa ríkis- stofnanir út a land. Gamalgrón- um stofnunum í höfuðborginni er dritað niður um Iandsbyggð- ina af handahófi eins og refabú- um á sínum tfma. Starfsfólkið getur valið um að missa vinnuna eða sæta hreppaflutningum eins og ómagar. Hér er byrjað á öfug- um enda. Reykjavík er kjarni fyrir opinbera stjórnsýslu og þjónustu og er því höfuðborg Sé dregið úr ríkisþjónustu í borg- inni bitnar það fyrst og fremst á fólki utan af Iandi sem þarf nú að Ieita á fleiri staði. Vilji menn dreifa ríkisþjón- ustu um landið dreifingarinnar vegna en ekki þjónustunnar vegna er sjálfsagt að byrja í hæstu hæðum en ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Vel má flytja landbúnaðarráðu- neytið upp í Borgarfjörð með Akraborginni og sameina starf- semi ríkisins á Hvanneyri. Við hæfi er að flytja Sjávarútvegs- ráðuneytið á kvótalaus Suður- nesin og mörg frystihús standa þar auð undir starfsemina. Kirkjumálaráðuneytið á hvergi heima nema í Skálholti og má vel sameina embætti Söngmala- stjóra þjóðkirkjunnar. Dóms- málaráðuneytið er svo best geymt austur á Litla-Hrauni í einangrunarálmunni. Spölkorn er þangað frá höf- uðborginni og nánast örskot. Og hví skyldu sveitamenn ekki mega hafa sína ráðherra heima í hér- aði eins og Reykvíkingar? ■Dagpr SDUI&i svaraid Er eðlilegt að Kjalames verði áfram í Reykjanes- kjördæmi eftirað íbúar þar hafa samþykkt sam- einingu við Reykjavík? Ámi Sigfússon oddviti Sjálfstæðisflokksitis íReykjavík. Ég held að það plagi okkur ekki mikið hvað k j ö r d æ m i ð heitir. Hins vegar hlýtur að vera æskilegt að þingmenn Reykjavíkur geti sinnt Reykjavík allri. Það kann þó að vera aukinn stuðningur við Reykjavík að eiga þingmenn Reyknesinga til góða með þessum hætti. Ámi Matthísen þingmaður Sjálfstxðisflolrks á Reykjanesi. Það er ekki óeðlilegt. Reykjanes- kjördæmi er víðfeðmt og ekki alveg s a m f e 1 1 t landfræði- Iega og okk- ur þing- mönnunum munar ekki um að sinna Kjalnesingum vel áfram, enda þótt þeir tilbeyri nú sveitar- félagi í öðru kjördæmi. Velþekkt er erlendis að eitt sveitarfélag sé mörg kjördæmi, t.d. í Bretlandi þar sem kjördæmaskipan byggist upp af einmenningskjördæmum. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfldltrúi ogform. Samtaka sveit■ aifélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki kynnt mér málið til fu llnustu, en fljótt á litið tel ég það eðlilegt að Kjalarnes t i 1 h e y r i Reykjavíkur- kjördæmi. Kjalnesingar munu í næstu kosningum velja sér full- trúa í sveitarstjórn í borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík og því er einnig eðlilegt framhald að fulltrúar þeirra á Álþingi séu fulltrúar Reykjavíkinga á þingi. Pétur Friðriksson oddviti Kjalameshrepps. Nei, ég tel það ekki eðlilegt. Ég myndi telja eðlilegt að við yrðum í sama kjör- dæmi og Reykjavík, en mér finnst líka koma vel til greina að skipta Reykjavík upp í tvö eða fleiri kjördæmi. Þetta hugsa ég fyrst og fremst til að jafna vægi at- kvæða svo allir Islendingar búi við sömu mannréttindi gangvart atkvæðisrétti sínum. En ætli Iandið verði ekki síðan eitt kjör- dæmi í fyllingu tímans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.