Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 7

Dagur - 06.12.1997, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 6.DESEMBER 1997 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON RITSTJÓRI SKRIFAR Síðustu vikurnar hafa nýjar bæk- ur komið á markað í stríðum straumi. Titlarnir skipta hund- ruðum, enda erum við í jóla- bókaflóðinu miðju þótt sjálf bókasalan sé víst rétt að byrja. Samkvæmt reynslu bóksala og bókaútgefenda hefst hin eigin- Iega jólabókasala nefnilega ekki að neinu ráði fyrr en nýtt korta- tímabil hefur tekið gildi - en það mun vera næstkomandi fimmtu- dag. Meirihluti þeirra tugþús- unda eintaka af bókum sem landsmenn kaupa á hvetju ári lenda þannig í innkaupakörfun- um á tíu dögum eða svo. Það er íslenski stíllinn á greiðslukorta- öld. Þótt sumir beri eðlilega ugg í bijósti yfir minnkandi lestri á tímum alþjóðlegrar sjónvarps- væðingar er ekki að sjá nein sjúkdómsmerki á bókaútgáfunni í ár - að minnsta kosti ekki ef lit- ið er á fjölda útgefinna bóka. Þótt enginn hafi nákvæma tölu nú yfir hversu margar bækur koma út á þessu ári er ljóst að þær eru ekki færri en undanfarin ár. Á fjórða tug skáldsagna Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út sérstök Bókatíðindi á hverju ári. Þótt þar séu alls ekki allar þær nýju bækur sem koma út íyrir þessi jól er þó sagt frá langflestum þeirra. Bókatíðindi ársins sýna að það er mikill kraft- ur í útgáfunni. Þegar gluggað er í Bókatíðindi síðustu þriggja ára kemur líka fljótlega í ljós að útgáfa á ís- lenskum skáldskap er nokkurri í sókn - að magni til að minnsta kosti. Lítum fyrst á skáldsögurnar. Tilgreindar eru 32 nýjar íslensk- ar skáldsögur í Bókatíðindum þessa árs, en þær voru 25 fyrir tveimur árum og 33 í fyrra. Auk þess er alltaf nokkuð um endur- útgáfur í þessum flokki bóka. Þótt sumir þekktustu skáld- sagnahöfundar landsins haldi sig til hlés í ár - voru enda með bók í fyrra eða árið 1995 - eru nokkr- ir þeirra með í ár. Þar ber sér- staklega að nefna Guðberg Bergsson, sem sendir frá sér „skáldævisögu“ eins og það er kallað, Einar Má Guðmundsson, sem hefur skrifað fyrstu skáld- sögu sína eftir að hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs, Gyrði Elíasson, sem tengir saman margar smásögur í eina samfellu, Pétur Gunnars- son og Steinunni Sigurðardóttur. Þótt gagnrýnendur hafi farið misjöfnum höndum um þessi nýju verk hinna reyndu höfunda, er að sjálfsögðu fengur af þeim öllum - aðeins mismikill eins og gengur. Skáldsögiun kvenna fjölgar Þá er ekki síður mikilvægt að nýir höfundar, og aðrir þeir sem eru að feta sig upp fyrstu tröpp- ur skáldskaparstigans, fái verk sín útgefin. I bókum nýliðanna Það er ekki að sjá nein sjúkdómsmerki á bókaútgáfunni I ár - að minnsta kosti ekki ef litið er á fjölda útgefinna bóka. Hér er Hlín Garðarsdóttir í Bókvali á Akureyri með stafla af nýjum bókum. Mynd: GS felst nauðsynleg endurnýjun og nýsköpun í skáldskap hvers tíma. Oft er um það talað að sífellt sé erfiðara fyrir nýja skáldsagna- höfunda að komast á bókamark- að. Samt telst mér til að í það minnsta sjö höfundar séu með sína fyrstu skáldsögu fyrir þessi jól. Það er ekki svo lítið hlutfall af heildarfjölda nýrra íslenskra skáldsagna. Verk þessara nýju höfunda virðast vera jafn ólík og höfund- arnir sjálfir. Gagnrýnendur hafa hrósað sumum, en fundið öðrum flest til foráttu - án þess þó að vera sammála nema í undan- tekningartilvikum. Enda er mikilvægt fyrir lesend- ur og höfunda að minnast þess að gagnrýnendur skrifa fyrst og fremst út frá persónulegum smekk sínum. Sögulega séð er langt í frá að þeir hafi alltaf náð að höndla sannleikann um skáldskap sinnar samtfðar. Það eru óteljandi dæmi um skáldverk sem Iifa höfunda sína - og gagn- rýnendur - vegna verðleika sinna þótt þau hafi fengið hrottaleg meðferð í Ijölmiðlum þegar þau komu fyrst út. Og ekki eru færri dæmin um skáldskap sem hafinn var til skýjanna af gagnrýnend- um síns tíma en er nú öllum löngu gleymdur. Það er nefnilega hin hæga mylla tímans sem ræður gengi bókmennta til Iengri tíma litið. Hún skilur smám saman kjarn- ann frá hisminu og ræður því hvað skáldverk Iifa og deyja í þjóðarvitundinni. Tíminn einn mun þvf leiða í ljós hver þeirra byrjendaverka sem út koma á hverju ári reynast upphaf að öðru meira. Rúmur þriðjungur skáldsagna- höfunda ársins eru konur. Þær senda frá sér ellefu skáldsögur og smásagnasöfn að þessu sinni. Það er veruleg fjölgun milli ára. I Bókatíðindum síðasta árs voru aðeins fimm konur í þeim hópi og árið 1995 voru aðeins sex nýj- ar íslenskar skáldsögur eftir kon- ur. Nýjar ljóðabækur eru sömu- leiðis fleiri nú en áður. Ef Iitið er fram hjá safnritum og endurút- gáfum teljast nýjar ljóðabækur vera 27 í ár, en voru 21 í fyrra og 22 árið 1995. Þá er bæði átt við frumort íslensk ljóð og nýjar þýð- ingar. Reyndar eru útgefnar ljóðabækur vafalaust nokkru fleiri en fram kemur í Bókatíð- indum, þx'í ýmsir gefa út slíkar bækur sjálfir án þess að kaupa undir þær tilkynningu í því riti. Vandaöar ævisðgui I Bókatíðindum ársins eru til- greindar 34 nýjar ævisögur. Þær voru 35 í fyrra en aðeins 28 árið 1995. Að venju kennir margra grasa í ævisagnaflokknum, en hefð er fyrir því að þar á meðal séu nokkrar helstu metsölubækur ársins. Það virðist ekki ætla að breytast núna; fyrstu sölulistarn- ir benda til þess að endurminn- ingar kunnra manna verði vin- sælar. Þar má nefna Hákon Aðal- steinsson og Kristinn Hallsson. Umdeildasta bókin í þessum flokki er hins vegar ævisaga Esra S. Péturssonar, af alkunnum ástæðum. Að þessu sinni eru líka komn- ar út ævisögur sém hafa kostað höfunda sína nokkurra ára puð. Þar bera hæst ítarlegar frásagnir af tveimur andans mönnum sem voru upp á sitt besta á svipuðum tíma: Stefaníu Guðmundsdóttur ieikkonu og Einari Benediktssyni skáldi. Mikill fengur er af þeim báðum; þær eiga skilið að ganga vel á markaðstorginu. Ævintýri fyrir böm og ung- linga Nýjar íslenskar barna- og ung- lingabækur eru svipaðar að fjöl- da til núna og í fyrra: 43 fyrir þessi jól en 46 árið 1996. Árið á undan voru þær mun færri eða aðeins 33. Það er hins vegar enn meiri kraftur í útgáfu þýddra bóka fyr- ir börn og unglinga. Samkvæmt Bókatíðindum koma hátt í hund- rað slíkar bækur út að þessu sinni - mun fleiri en síðustu tvö árin. Ymsir kunnustu barnabóka- höfundar landsins senda frá sér nýjar sögur á þessu ári. Forvitni- Iegt er átta sig á þeirri breytingu sem orðið hefur á efnisvali mar- gra þessara höfunda. Þeir leita nú óhikað á vit ævintýranna, eft- ir að hafa haldið sig að verulegu leyti við raunsæisbókmenntir mörg undanfarin ár. Sumir búa til sérstakan ævintýraheim, aðrir Iáta sögupersónur sínar stíga aft- ur í tímann, nú eða þá kynnast álfum, nornum og englum. Þótt mikilvægt sé að unga fólk- ið geti lesið um eigin veruleika í skáldsögum um börn og ung- linga, má ekki gleyma mikilvægi ævintýrisins fyrir þroska og ímyndunarafl ungra lesenda. Það er því skemmtileg og jákvæð tilviljun að svo margir höfundar skuii óhræddir færa lesendur sína inn í heim ævintýranna fyr- ir þessi jól.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.