Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 6
LAUGABDAGUR 13. DESEMBER 1997 - 22
+
RÁÐHERRARNIR t LANDINU
Ef ráðherramir væru
sem
Þóra Krístín Ásgeirsdóttir
fékk þrjá einstaklinga til liðs
við sig í það verkefni að
hugsa sérhvaða klassísku
jólagjafirgætu rímað viðper-
sónuleika ráðherranna okkar.
Er í þeim eitthvert innihald?
„Þú ert að gera mér grikk því ég á yfirleitt
í erfiðleikuni með að velja jólagjafir," segir
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður.
„Það er löng hefð fyrir því í minni fjöl-
skyldu að geta sér til um hvað er í pökkun-
um þó að Atli bróðir minn sé snjallari í
þeirri list en ég. Eg reyni að sjá mig fyrir
mér rífandi upp pakkana undir jólatrénu,
en þegar maður sér þá saman í hóp verð-
ur maður fyrir vonbrigðum, það getur
varla verið neitt í þessum pökkum sem
kemur á óvart.“
Jakob, Edda Björvinsdóttir, Gunnar
Smári Egilsson og Þóra Kristín Asgeirs-
dóttir skoða í pakkana:
Davíð Oddsson: Harður?
„Ég mundi halda að foringinn sjálfur væri
harður pakki“, segirjakob. „Frekar litlaus
en samt með fyndnu ívafi. Jólapakkinn
Davíð innihéldi sjálfsagt karlinn í kassan-
um. Hann er leiðinlegur alla jafna en þeg-
ar hann er opnaður skýst hann út og öll-
um bregður. Ofsa gaman í stutta stund.“
„Jólapakkinn Davíð er bangsi með
trúðanef," segir Edda Björgvinsdóttir leik-
kona.
„Bókin nokkrir góðir dagar án Friðriks
og Þorsteins, kemur úr pakkanum," segir
Þóra Kristín. „Þetta er ekki sérlega spenn-
andi bók. En húmorinn bætir það upp.“
„Lazy boy sjónvarpsstóllinn sem aðlagar
sig algerlega að líkamanum þegar þú ert
ekki að gera neitt,“ segir Gunnar Smári.
Friðrik: Langur og mjór paJkki
„Friðrik Sophusson er svolítill svikadepill
fyrst hann var að reyna að svíkja okkur um
skattalækkanir,“ segir Jakob. „Hann er
risastór pakki sem vekur ákveðnar vonir
en inni í honum er annar minni og koll af
kolli. I þeim allra minnsta er síðan Iítið og
ómerkilegt jólaskraut."
„Þetta er langur og mjór pakki. Frekar
mjúkur viðkomu og inn í honum er
strengjabrúða sem maður stjórnar sjálfur,"
segir Edda.
„Hálftóm flaska af rakspíra með Iyktinni
sem mennirnir í stjórnarráðinu nota,“ seg-
ir Gunnar Smári.
„Böggullinn Friðrik er blóraböggull.
Inni í honum er svipa og á henni stendur,
“Flengdu mig,“ botnar Þóra.
HaUdór: Ekki í rúmið
Halldór Asgrímsson er ekki sá pakki sem
Jakob myndi opna fyrst og alls ekki fyrir
matinn.
„Ég væri ekki spenntur fyrir þeim pakka
og kannski ekki við því að búast að það sé
neitt spennandi að finna í pakka manns
sem á fimmtugsafmæli á mánudegi. Ég
hugsa að inni í þessum pakka sé að finna
gamla góða útvegsspilið. Það er komið til
ára sinna en Halldór er alltaf með puttana
í kvótamálum þó hann sé auðvitað utan-
ríkisráðherra".
„I Jólapakkanum Halldóri er uppstopp-
aður selur,“ segir Edda. „Troðinn út með
hálmi, trénaður og alls ekki til að fara með
í rúmið."
„I pakkanum Halldóri er að finna rauða
háhælaða skó og glitrandi dragklæði. Það
segir sig sjálft að maðurinn hlýtur að vera
að leyna einhveiju frábærlega spennandi
og óvæntu," segir Þóra Kristín. „Annars
léti hann ekki svona."
„Kartafla í skóinn frá Kertasníki á að-
fangadagsmorgun," segir Gunnar Smári.
Ingibjörg: Ekki frumleg gjöf
„í pakkanum Ingibjörgu Pálmadóttur seg-
ir Jakob að það sé að finna Slönguspilið.
Það virkar skemmtilegt í fyrstu en það
slær fljótt í það. I fyrsta lagi fær maður
eiginlega aldrei sex til að byija leikinn og
þegar það svo gerist húrrar maður niður
fyrir hverri slöngunni á fætur annarri."
„í Ingibjargar pakka er hjúkrunarkonu-
búningur á litlar stelpur og lítil dúkka
með,“ segir Edda. „Þetta er ekki frumleg
gjöf-“
„Bókin Heal Your Self, í senn hagsýn
lausn fyrir ríkiskassann og vinsamleg til-
mæli til almennings frá þreyttri hjúkku,“
segir Þóra Kristín.
„Flic Flac, nýtt lyf fyrir þá sem eru orðn-
ir Ieiðir á Prozac og vilja fá sér gott tauga-
áfall fyrir jólin,“ segir Gunnar Smári.
PáU: Konur skHja ekki
„I pakkanum Páli Péturssyni er bókin
Hvað vilja konur fá frá körlum eftir
Dan True,“ segir Jakob.
„Dan þessi er maður
sem skildi við konuna
sína og þar
hann skildi ekkert í því talaði hann við
milljón konur til að fá einhvern botn í það.
Páll er Iíka allur af vilja gerður að skilja
konur en það er því miður eitthvað sem
konur almennt ekki skilja."
„Ég ímynda mér að pakkinn Páll inni-
haldi fornbókmenntirnar í hátíðarútgáfu,"
segir Edda.
„Palli pakki inniheldur frábær stuðlög
með skagfirsku söngsveitinni," segir Þóra
Kristín og bætir við að á merkimiðanum
hangi skafmiði frá Slysavarnafélaginu sem
búið er að skafa.
„Sambandspakkinn," segir Gunnar
Smári. „Jakkaföt með gljáðum botni,
skapalón fyrir kaupfélagsklippinguna og
bókin: Orðsnilld Erlendar, þankabrot úr
ræðum Erlendar Einarssonar á aðalfund-
um Sambandsins frá 1974 til 1987.
Fiimiir: Blondinan í stjóminni
„I jólapakkanum Finni Ingólfssyni er meik-
öppsett. Af því hann er jú blondínan í rík-
isstjórninni," segir Jakob.
„Það er mekkanósett í pakkanum, eitt-
hvað til að skrúfa saman,“ segir Edda.
„Hann er svona maður sem alltaf er að
bauka."
„I jólapakkanum Finni er mynd af Finni
í fínu jakkafötunum sínum. En hann er
líka með jólasveinahúfu, svona af því það
eru jól,“ segir Þóra Kristfn.
„Hnéhlífar," segir Gunnar Smári.
Guðmimdur: Eitthvað gasalega
sætt
,/E, já hann Guðmundur Bjarnason,“ seg-
ir Jakob blíðlega. „Það er eitthvað svo
dúllulegt við þennan pakka. Hann er svo
mikið krútt. Mér dettur helst í hug bróder-
aður koddi. Það er eitthvað svo ósköp sætt
en um leið skelfingu lostið í tilverunni.11
„Heilsukoddinn," segir Gunnar Smári.
„Eitthvað sem virðist notalegt en er
ómögulegt að nýta til nokkurs."
„Ég mundi ekki búast við neinu sér-
stöku. Það væri því óvænt,“ segir Edda.
„Umbúðirnar væru ekki umhverfisvænar."
„Fallegar umbúðir sem eru utan um
umbúðir sem eru utan um umbúðir sem
eru utan um umbúðir," segir Þóra Kristín.
HaUdór: Týpískt vHlidýr
„Inni í jólapakkanum Halldóri Blöndal er
að finna bókina, Undir oki siðmenningar,
eftir Sigmund Freud," segir Jakob spek-
ingslega. „Hann er þetta
týpiska villidýr sem dylur
langanir sínar bak við
borgaralega hræsni.
Hann er að kikna undan
því.“
„Það væru skrípamyndir, sprenghlægi-
legar fígúrur, án þess þó að hann hafi ætl-
að sér að vera fyndinn," segir Edda.
„í Jólapakkanum Halldóri Blöndal er að
finna allar útgáfur af öndvegisritinu Is-
lensk fyndni, ásamt nokkrum skrautskrif-
uðum tækifærisvísum til að kasta fram,“
segir Þóra Kristín.
„Blikk-vélmenni með bilað Ijós á hausn-
um sem segir píijj þegar hann kjagar
áfram. Drífur illa á teppi og á það til að
detta á sléttu gólfi,“ segir Gunnar Smári.
„Rafhlöðurnar klárast á aðfangadagskvöld
en á jóladagsmorgun stígur mamma á
hann og Iætur hann hverfa svo börnin
verði ekki sár.“
Þorsteinn: SteUa Blómkvist
„Inni í pakkanum Þorsteini Pálssyni er að
finna bókina Morðið í stjórnarráðinu,“
segir Jakob. „Egill Helgason gagnrýnandi
okkar hér á þjóðbraut setti fram athyglis-
verða kenningu í útvarpsdómi um bókina
en hún gekk út á það að Stella Blómkvist
sé í raun Þorsteinn Pálsson. Það er því
innrím í þessari gjöf.“
„Það er Kendúkka í pakkanum," segir
Edda. „Þessi gamli góði Ken í sólid jakka-
fötum með gleraugu."
„Það er svona tattú eins og fylgir með
tyggjópökkunum. Eitthvað sem hægt er að
þvo af þegar maður fer heim til sín,“ segir
Þóra Kristín.
„Gjafabréf þar sem segir að þiggjandi
gjafarinnar hafi ákveðið að gefa veglegan
hluta eigna sinna til þeirra sem betur
kunna með þær að fara,“ segir Gunnar
Smári.
Bjöm: Gallharðiir paklti
„Björn Bjarnason er trúr sinni sannfær-
ingu," segir Jakob. „í jólapakkanum Birni
er að finna vídeóspólu af Die Hard trílógí-
unni. Þetta er gallharður pakki."
„Endurminningar fyrrverandi herforingja í
her Bandaríkjamanna í kalda stríðinu.
Greinargóð og hlutlæg lýsing á horfinni
veröld,“ segir Gunnar Smári.
„Ég er viss um að ég fengi eitthvað
spennandi og útpælt menningarlegt og
listrænt," segir Edda. „Það væri pakki sem
kæmi mér á óvart. Ég er í aðdáendafélagi
Björns. Ég myndi opna jólapakkann Björn
fyrst eða treina mér hann þar til síðast."
„Ég hugsa að það yrði ljóðabókin Frosin
fiðla, eftir eitt af okkar hugljúfu skáldum,"
segir Þóra Kristín. — ÞKÁ
Edda Björgvinsdóttir ieikkona sér Halldór Ásgrímsson jólapakka fyrir sér sem uppstoppaðan sel. Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður segir að Jólapakkinn Páll Pétursson sé bókin Hvað vilja konur fá frá körlum.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir segir að böggull Friðriks sé blóraböggull. í honum sé svipa og á henni standi: Flengdu mig. Gunnar Smári Egilsson segir að pakkinn Þorsteinn sé gjafabréf þar sem standi að þiggjandi gjafar-
innar hafi kosið að ánafna stórum hluta eigna sinna tii þeirra sem betur kunni með þær að fara.