Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1997 - 27 X^MT' Nú höldum við áfram að huga að hátíðarmatnum og að þessu sinni eru það eftirréttimir. Héremfjórir eftirréttir sem henta vel við hátíðleg tækifæri. Ég ætla líka aðgefa uppskriftaf eggjapúnsi sem erpartur afjólahaldinu á Bretlandseyjum og í Norður-Ameríku en ekki mikið brúkað hérá landi að mérvit- andi. Þá spyrég, efjólaglöggið erkomið til að vera,því ekki eggjapúnsið? Charlotteterta „Malakoff“ 20-25 fingrakökur (lady fingers) 175 g ósaltað smjör (lint) 175 g flórsykur 1 tsk. vanillusykur 225 g möndlur (smátt saxaðar) 4 ‘A dl ijómi, þeyttur 2-3 msk. romm sítrónusneið til skreytingar Raðið puttakökunum innan í 18 cm springform sem klætt er með smjörpappír, gott er að skera endann af og snúa skurðinum niður og sykruðu hliðinni út, þannig standa kökurnar betur. Þeytið smjörið, flórsykurinn og vanillusykurinn vel saman þar til blandan verður froðukennd, blandið möndlunum og þremur fjórðu af þeytta ijómanum sam- an við og að lokum romminu. Hellið blöndunni í formið og kælið vel í 3-4 klukkustundir, skerið ofan af puttakökunum ef þær standa upp úr forminu áður en því er hvolft á fat og það los- að utan af kökunni. Skreytið kökuna með þeytta rjómanum sem eftir er og sítrónusneið. Charlotteterta „Royale“rúlluterta með iarðaheria- sultu 4 egg 2 dl sykur 1 dl hveiti % dl kartöflumjöl 'A tsk. vanillusykur 'A tsk. Iyftiduft 1 dl jarðaberjasulta Þeytið eggin og sykurinn vel Kælið vel yfir nótt áður en tert- unni er velt á fat og hún skreytt með þeyttum rjóma. Eggjapúns saman, bætið hinum þurrefnun- um saman við og blandið með sleif, hellið í ofnskúffu með bök- unarpappír og bakið við 200°C i 12-15 mín. eða þar til kakan er gullinbrún. Veltið kökunni á taustykki sem sykri hefur verið stráð á, snyrtið endana og smyrj- ið sultunni vel yfir kökuna áður en henni er rúílað upp innan í stykkið. Þegar kakan er orðin köld er hún skorin í sneiðar og raðað innan í skál sem er klædd með smjörpappír. Royale fylling: 4'Adl mjólk 1 vanillustöng 5 eggjarauður 25 g matarlím (u.þ.b. 8 matar- límsblöð) 7 5 g flórsykur 3-4 msk. kirsubeijalíkjör „Kirsch" (má vera safi af kirsu- beijum) 2 dl ijómi, þeyttur Hitið mjólkina að suðu ásamt vanillustönginni, takið af hita og látið standa í 15-20 mínútur. Þeytið eggjarauðurnar og sykur- inn saman. Skafið kjarnann inn- an úr vanillustönginni, setjið út í mjólkina, hitið aftur að suðu og hellið í mjórri bunu út í eggjablönduna og þeytið á með- an. Hellið blöndunni aftur í pottinn og hitið varlega aftur þar til blandan fer að þykkna, hrær- ið stöðugt í á meðan með tré- sleif. Hellið blöndunni í skál, leysið matarlímið upp í heitum líkjörnum og hellið saman við eggjamjólkurblönduna, setjið skálina í kæliskáp og hrærið í með sleifinni annað slagið. Þeg- ar blandan er farin að þykkna er þeytta rjómanum blandað sam- an við og blöndunni hellt í form- ið með rúllutertusneiðunum. 6 eggjarauður 1 bolli sykur 1 dl romm (ljóst) 2 1 rjómi 6 eggjahvítur 2 bollar flórsykur a.t.h. allt hráefni þarf að vera kalt Eggjarauðumar og sykurinn er stífþeytt, romminu er bætt sam- an við í smá slöttum og þeytt vel í á meðan. Þá er l'A 1 af ijóma blandað út í og 3 eggjahvítum, blandan þeytt létt. Hinar eggja- hvíturnar eru stífþeyttar ásamt flórsykrinum og blandað út í með sleikju ásamt afganginum af rjómanum. Geymið blönduna í kæli þar til hún er borin fram, gott er að strá örlitlu af möluðu múskati yfir púnsið. Jóladrumhur Botn: 3 egg 75 g flórsykur 'A tsk. vanillusykur 7 5 g hveiti 25.g kókó 1 tsk. heitt vatn Eggin, sykurinn og vanillusykur- inn eru þeytt vel saman þar til blandan Ioðir vel við þeytara. Blandið kókó og hveiti varlega saman við með sleif og að lokum vatninu. Hellið deiginu í vel smurðá öfnskúffu og bakið í 10- 12 mín. við 200°C. Sláið botn- inn á taustykki og setjið á hann krem og rúllið upp. I kökuna þarf tvær rúllutertur (tvöfalda uppskrift af deigi og kremi). Krem: 100 g smjör (lint) 150-225 gflórsykur 4 msk. sjóðandi vatn 'A tsk. vanillusykur Allt þeytt saman þar til kremið er létt og loftkennt. Krem utan á drumbinn: 100 g smjör (lint) Jóladrumburinn er tilvalinn eftirréttur yfir hátlðimar. 1 tsk. Neskaffi 1 msk. sjóðandi vatn 80-100 g suðusúkkulaði (bráðið) Smjör og flórsykur þeytt saman, kaffið leyst upp í vatninu og blandað út í ásamt súkkulaðinu, þeytið vel saman og smyijið á tertuna áður en kremið fer að storkna. Komið tertunni fyrir á hæfilega stóru tertufati og smyijið kreminu utan á þannig að hún líti út eins og trjádrumb- ur. Kælið vél áður en borið er fram og nú er um að gera að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn við skreytingarnar. Pönnukökuterta Pönnukökur: lOOghveíti _________ kégg 3 dl mjólk Öllu blandað saman og pönnu- kökur bakaðar úr deiginu (u.þ.b. 10 stk.) Fylling: 5 epli afhýdd, kjörnuð og skorin í þunnar sneiðar 50 g ósaltað smjör 75 g púðursykur 1 tsk. kanill börkur af einni sítrónu Brúnið eplin í smjörinu þar til þau eru meyr, bætið kanil og sítrónuberki saman við og takið af hita. Setjið pönnuköku á ofn- plötu og setjið eplablöndu ofan á og síðan aðra pönnuköku og svo koll af kolli þar til pönnu- kökurnar eru búnar þá er hjúpn- um hellt yfir. : . ( Hjúpúr: 1 msk. bráðið smjör 6 msk. apríkósumarmelaði örlítið salt 2 msk. romm olía til steikingar safi og börkur af einni sítrónu 200 g flórsykur 50 g möndluflögur Hitið marmelaði, romm, börk og sítrónusafa í potti þar til það hefur blandast vel saman, hellið yfir pönnukökustaflann og stráið möndlunum yfir og bakið í ofni við 170°C í tíu mínútur. Berið fram heitt með rjóma og afgang- inum af hjúpnum. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.