Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 13.12.1997, Blaðsíða 4
 ^nines llANDj GRÆNLAND -HELLULAhí (Baffin Islam ■ :-í-V '■ Torngatfjöll MeMteví MARKLAND (Labrador) *zm.s®m- NYFUNG (Newfot Vintand New Bamswíck Tkitptr 20-LAUGARDAGUR 13 .DESEMBER 19 97 LIFIÐ t LANDINU unum í miðaldamenningu Evr- ópu. Eitthvað enn? Já, siglingaafrek og landafundir forfeðra okkar. Fundur og landnám Færeyja, Is- lands, Grænlands - og fundur Vínlands hins góða. Um þessi afrek er fjallað í þeim kafla Evr- ópusögunnar sem gerir skil Vík- ingatímabilinu - útþensluskeiði norrænna þjóða. Ef þú flettir upp í góðum Atlas um Ianda- fundi og siglingaafrek er a.m.k. eins Islendings ævinlega getið: Leifs heppna. Aðrir verðskulda að koma þar við sögu, en er sjaldnar getið. Þessi siglingaafrek eru heims- söguleg. Vissulega höfðu ýmsar fornþjóðir ýtt úr vör löngu áður. En þær sigldu yfirleitt á innhöf- um og með ströndum fram. Ut- hafssiglingar um Atlantshafið og fundur nýrra meginlanda flokk- ast því undir meiri háttar upp- götvanir mannsandans við að færa út landamæri hins þekkta heims. Til þess að vinna slík af- rek þarf þrek, áræði og stað- festu. Og tæknikunnáttu, sem flokkast undir framúrstefnu- tækni þess tíma. Hvernig má það vera að Is- lendingar — sem á hátíðastund- um kaíla sig söguþjóðina - hafa vanrækt þennan glæsilega kafla þjóðarsögunnar jafn átakanlega og raun ber vitni? Af seinni tíma mönnum hefur Jón Dúason helzt gert efninu einhver skil. Hann fékk hins vegar litla áheyrn hjá þjóðinni og er nú flestum gleymdur og grafinn. Það hefur því komið í hlut Norðmanna að leggja rækt við þessa sögu með rannsóknum á siglinga- og Iandafundasögunni. Það er Norðmaðurinn Helgi Ingstad og kona hans sem með fornleifarannsóknum sínum fundu sjálfar „Leifsbúðir" á Ný- fundnalandi, þar sem nú heitir L’anse Aux Meadows. Leifsbúðir eru nú þjóðgarður undir vemd Kanadastjórnar. Þær staðfesta sannleiksgildi Vínlandssagna um búsetu norrænna manna í Am- eríku og þar með sannleiksgildi Vínlandssagna. Mesta heimskona sitinar tíðar Þessi vanrækta saga er rann- sóknarefni Páls Bergþórssonar, veðurfræðings, í hinni nýju bók hans, Vínlandsgátunni, sem Mál og menning gefur út. Það er fljótsagt að Islendingum er mik- ill fengur að þessari bók. Höf- undur bókarinnar er líka réttur maður á réttum stað - og á rétt- um tíma. Nú þegar íslendingar eru loksins að byrja að velta því fyrir sér, hvernig beri að minnast fundar Vínlands hins góða um næstu aldamót, þegar þúsund ár eru liðin frá því að þessi afrek voru unnin. Páll dregur saman á einn stað mikinn fróðleik um þetta efni, auk þess sem tök hans á máli og stíl gera efnið allt aðgengilegt og áhugavert. Hann segir frá ferð- um Bjarna Heijólfssonar, Leifs heppna, Þorvalds bróður hans Eiríkssonar, og ferð Þorfinns karlsefhis og Guðríðar Þorbjarn- ardóttur, móður Snorra, fyrsta Evrópumannsins, sem borinn er • - ' r , rné:> •.. >•> o«>*i > og barnfæddur á meginlandi Ameríku. Hann lýsir siglinga- leiðum og siglingatækni. Hann styðst við lýsingar hinna fornu sagna á gróðurfari og staðhátt- um og ber saman við umhverfið eins og það kemur höfundi nú fyrir sjónir. Og hann setur fram vel rökstuddar tilgátur um, hvar þau bar að landi og hvar þau höfðu búsetu. I því efni sæta mestum tíðind- um rökstuddar kenningar hans um að Vínland hið góða sé á þeim slóðum þar sem nú er hin franska Québec; að Þorvaldur, bróðir Leifs, hafi látið lífið á Cape North nyrzt á Breton-eyju, fyrir norðan Nova Scotia; og að Þorfinnur karlsefni hafi siglt suður fyrir Cape Cod og inn í ármynni Hudson-fljótsins þar sem er að finna eyjaklasa í ár- mynninu, Long Island og Staten Island - þar sem nú er sjálf New York borg. Á þessum sama stað reis síðar hin volduga frelsis- stytta og breiddi út faðm sinn gagnvart Iandflóttamönnum gamla heimsins af seinni kyn- slóðum. Við vissum alltaf að Guðríður Þorbjarnardóttir var mesta heimskona sinnar tíðar. Hún var .'« .«« « . v«t r. v. V.) , frsr k = v. \* í bókstaflegum skilningi víð- förlasta kona miðaldasögunnar: Fædd og uppalin á Islandi; bú- sett á Grænlandi; búsett á meg- inlandi Ameríku þar sem hún ól Snorra, fyrsta Evrópubúann sem þar fæddist; sneri aftur til Grænlands og þaðan til íslands; vitjaði ættingja og eigna í Nor- egi. Og fór á efri árum í suður- göngu til páfans í Róm til að fá aflausn synda sinna. Hún sneri að lokum aftur heim á leið þar sem hún dó í friðsælli elli. Þetta allt þóttumst við vita. En hitt er ekki lakara að vita að heimskon- an mikla hafi fyrst evrópskra kvenna stigið fæti á Manhattan. Hvað dvelur íslenzka kvik- myndagerðarmenn að færa sam- tímanum sögu þessarar óviðjafn- anlegu og stórbrotnu konu á hvíta tjaldinu? Páll Bergþórsson rekur þessa sögu. Höfundurinn leggur dóm á sannleiksgildi Vínlandssagna og annarra fornra heimilda. Hann beitir sérþekkingu sinni sem veðurfræðingur við að Ieggja mat á upplýsingar sagn- anna um gróðurfar og staðhætti og ályktar af því um loftslag, strauma og ísrek á siglingaleið- Kristján Eldjám og Helge Ingstad ræða málið við fornleifauppgröftinn ÍLAnse aux Meadows. Myndin er ú bók Páls Bergþórssonar. Hvað er það sem íslendingar sem þjóð hafa helzt unnið sér til frægðar, sem lifir i vitneskju annarra þjóða, eftir meira en þúsund ár? Stofnun Alþingis árið 930 og tilvist þjóðveldis- ins, réttarríkis án ríkisvalds, sem stóðst í meira en þrjár ald- ir, á sama tíma og lénsveldi ruddi sér til rúms annars staðar í Evrópu. Bókmenntaarfur Is- lendinga, skráður á eigin þjóð- tungu, frá Ara til Snorra. Þess- ar gullaldarbókmenntir hafa öðlazt viðurkenningu erlendra fræðimanna sem einn af tind- Um Vínland hið góða Leið Leifs Eir/kssonar til 1/ínlands. Leifur Eiríksson ÞJ OÐLEIKHUSIÐ Stóra sviðið kl. 20 Hamlet William Shakespeare Frumsýning á annan i jólum 26/12 uppselt 2. sýn. Id. 27/12 örfá sæti laus 3. sýn. sud. 28/12 nokkur sæti laus 4. sýn. sud. 4/1 nokkur sæti laus 5. sýn. fi. 8/1 nokkur sæti laus 6. sýn. föd. 9/1 nokkur sæti laus Grandavegur 7 Vigdís Grímsdóttir Leikgerð; Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir þrd. 30/12 nokkur sæti laus Id. 3/1 Fíðlarinn á þakinu Boch/Stein/Harnick föd. 2/1-Id. 10/1 Sýnt í Loftkastalanum kl. 20:00 Listaverkið Yasmine Reza Id. 3/1 - Id. 10/1 LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mád. 15/12 Kvennakórinn Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur flytur Maríusögur og Ijóð ásamt vinsælum jólalögum. Gjafakort gjöf sem gleður. Miðasalan er opin mánud,- þriðjud. 13-18, miðvikud,- sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.