Dagur - 16.12.1997, Page 5
Tfc^«r
ÞRIÐJUDAGUR 16.DESEMBER 1997 - 21
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Að upplifa atburðina
„Heftileinkað mérfrá-
sagnarmáta, sem virk-
arþannig aðfólk
kemst í snertingu við
atburði, “ segir Óttar
Sveinsson. Hann send-
irfrá sér bókina „ Út-
kall TF-LÍF, sextíu
menn í lífshættu“,þar
sem segirm.a.frá sjó-
slysunum miklu á
fyrstu mánuðum árs.
„I þeim bókum sem ég hef skrif-
að síðustu ár um björgunarafrek
hef ég tileinkað mér sérstakan
frásagnarmáta og -tækni sem
virkar þannig að lesendum finn-
ast þeir komast í nána snertingu
við atburðina. Eg hef einmitt
fengið mikil viðbrögð frá lesend-
um, þar sem þeir segjast upplifa
atburðina eins og þeir gerðust,"
segir Óttar Sveinsson blaðamað-
ur á DV. Hann er nú að senda
frá sér bókina „Útkall TF-LÍF,
sextíu menn í lífshættu."
Frásagnir mynda eina heild
I bókinni segir Óttar frá at-
burðarásinni þegar Vikartindur
strandaði í Háfsfjöru í Þykkvabæ
og varðskipið Ægir var hætt
komið við björgunarstörf þannig
að út af því tók einn mann. Þeg-
ar Dísarfellið fórst suður af
landinu og með því tveir menn,
- og þegar Þorsteinn GK strand-
aði við Krísuvíkurberg. Áhöfnin
á þyrlu Landhelgisgæslunnar,
TF-LÍF, vann afrek við erfiðar
kringumstæður í öllum þessum
sjóslysum en þar var 39 mönn-
um bjargað úr lífshættu á fimm
sólarhringum. Mynda frásagnir
af þessum slysum eina heild. -
Fjórði og síðasti kaflinn er viðtal
við Einar Agústsson, ungan há-
skólanema, sem villtist í frum-
skógum Gvatemala sl. sumar og
horfðist þar í augu við dauðann.
„Mér finnst vera staðreynd að
fólki sem lendir í hrikalegri lífs-
reynslu líður jafnvel betur eftir
að hafa sagt sína sögu,“ segir
Óttar, en í þessari bók ræðir
hann við alls 20 manns.
Mfiin eldlíniumar
Sérstaklega skulu nefnd viðtöl í
bókinni við menn sem voru í
eldlínu sjóslysanna miklu á
fyrstu mánuðum árs. Þeir eru
Einar Valsson, skipherra á Ægi,
Karl Guðmundsson, hleðslu-
stjóra á Vikartindi, sem lýsir
samskiptum sínum við þýska
skipstjórann þegar skipið stefndi
upp í fjöru. Þá er rætt við Hilm-
ar Þórarinsson spilmann og
Auðun Kristinsson sigmann á
TF-LIF, en báðir unnu þeir
þrekvirki við björgunarstörf í
Vikartinds- og Dísarfellsslysun-
um.
Síðastur skal nefndur Ingvá
Hallgrímsson, vélamaður á Dís-
arfelli, en hann horfði á þyrluna
hverfa af vettvangi þegar hún
var búin að hífa upp úr sjónum
alla úr skipshöfninni aðra en
hann. En hún snéri við hálftíma
síðar, en á meðan lifði Ingvi
hrikalega stundir. Viðtöl við
þessa menn hafa ekki birst áður.
-SBS.
Ritsafii HiJmars
Annað bindið í ritsafni sem
geymirverkHilmars Jónssonar
ernýkomið út. Þarerað finna
tvö leikrit, Útkall íKlúbbinn,
og nýtt leikrit sem fjallar um
ævi séra Jóns Steingrímssonar.
í safninu ereinnig að finna
skáldsögumar, Foringjarfalla
ogHundabyltinguna, auk
nokkurra Ijóða. Það erBók-
menntaklúbbur Suðumesja
sem gefur verkið út.
„Mönnum þykja bækur mínar eiga erindi,
annars hefði ekki verið áhugi á að endurút-
gefa þær,“ segir Hilmar Jónsson um ritsafnið
sem væntanlega mun verða þrjú eða fjögur
bindi. sínum tíma mæltust þessi verk
misjafnlega fyrir og fjölmiðlar þorðu ekki að
fjalla um þær. Dæmi um þetta er Útkall í
Klúbbinn og Foringjar falla sem báðar þóttu
eldfimar." Hilmar hefur um árabil skrifað
greinar um þjóðfélagsmál og bókmenntir
sem vakið hafa nokkra athygli enda er þar
ekki töluð nein tæpitunga. „Eg gagnrýndi
Sovétkerfið harkalega og átti þess vegna ekki
upp á pallborðið hjá vinstrimönnum. Hins
vegar eru nrenn að uppgötva það núna að ég
hef kannski verið róttækari en margt af því
fólki sem taldi sig í framvarðasveil róttækra
manna,“ segir Hilmar.
Þegar hann er spurður um álit sitt á stöðu
íslenskra nútímabókmennta segir hann:
„Það kann vel að vera að mönnum finnist ég
hafa sterkar skoðanir, en að mínu mati hefur
fýndna kynslóðin, sem að miklu Ieyti hefur
ráðið ferðinni í bókmenntaheiminum, ekki
skilað burðarmiklum verkum. Mér finnst
mikið af þeim verkum sem gagnrýnendur
hafa hælt á hvert reipi síðustu ár hafa fallið
dauð niður eftir tiltölulega skamman tíma.
Athyglisverðir höfundar finnast þó innan
um. Ég er enn hrifinn af Borgarlífi Ingimars
Erlendar Sigurðssonar og Svartri messu Jó-
hannesar Helga, og Guðlaugur Arason hefur
skrifað mjög athyglisverðar bækur. Við höf-
um ekki eignast mörg góð leikverk en leikrit
Guðrúnar Asmundsdóttur um Kaj Munk var
yfirburðarverk og hið sama má segja um
Inúk Haraldar Ólafssonar.“
Álítur hann sín eigin verk eiga eftir að
standast tímans tönn? „Maður er ekki dóm-
bær í eigin sök,“ segir Hilmar og bætir við:
„Mér sýnisf’saVnt að sum þeirra muni lifa og
þau eiga ékki síður erindi en ýmislegt sem
skrifað hefur verið hér á landi á síðustu
árum.“
„Mér finnst mikið afþeim verkum sem gagntýnendur hafa hælt
á hvert reipi síðustu ár hafa fallið dauð niður eftir tiltölulega
skamman tfma, “ segir Hilmar Jónsson en annað bindi ritsafns
sem geymir verk hans er nýkomið út
Vígdrekar á
FaxafLóa
Margar eru þær spurningar
varðandi hernaðarátök við Is-
Iand í síðari heimsstyrjöldinni,
sem aldrei hefur verið svarað og
jafnvel aldrei verið lagðar fram.
Mörg svaranna er að finna í
bókinni Vígdrekar og vopnagnýr
eftir Friðþór Eydal. Bókin ber
undirtitilinn Hvalfjörður og
þáttur Islands í orrustunni um
Atlantshafið. Höfundur hefur
víða leitað fanga og meðal ann-
ars leitað uppi áður óbirtar
beimildir úr skjalasöfnum hinna
stríðandi þjóða, sem lýsa á hvern
hátt hildarleikurinn á hafinu
snerti Island.
Siðferðilegar
ádeilur
Háskólaútgáfan og Siðfræði-
stofnun Háskóla Islands hafa
sent frá sér bókina Broddflugur
eftir Vilhjálm Árnason heim-
speking.
í bóldnni er safn 30 greina
sem fela í sér siðferðilegar
ádeildur og samfélagsgagnrýni.
Ádeilurnar beinast einkum að
þeim þáttum í samtímanum sem
ógna mennskunni, frelsi og
ábyrgð einstaklinga. Tekist er á
við margvísleg álitamál svo sem
tilvistarverkefni einstaklinga
sem og þau málefni er varða far-
sæld mannlegs samfélags, svo
sem menntun og heilbrigði, trú
og stjórnmál, hamingju og
dauða, frelsi og mannlegt eðli.
Aftur í aldir
Mál og menning gefur út bók-
ina Galdrastafir og græn augu
eftir
Onnu
Heiðu
Páls-
dóttur.
Hún
fjallar
um
hann
Svein
sem
finnur
galdra-
staf
ristan
í stein suður í Selvogi og er í
sömu svifum hrifinn aftur til
ársins 1713, en þá bjó galdra-
meistarinn mikli Eiríkur í
Vogsósum í Selvoginum.
Sveinn kynnist lifnaðarháttum
18. aldar og verður ástfanginn af
henni Stínu með grænu augun.
Fjölskyldusaga
Elskan mín ég dey eftir Kristínu
Ómars-
dóttur er
fjöl-
skyldu-
saga sem
gerist í
sjávar-
þorpi.
Þar býr
ekkju-
maður
með
íjórum
sonum
sínum
og ganga hremmingar yfir þá
alla. Ekki bætir úr, að Iátnir fjöl-
skyldulimir vaka yfir þeim af
áhuga.