Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 17.12.1997, Blaðsíða 3
 MIÐVIKUDAGUR 17.DESEMBER 1997 - 3 Samið á ný um friðland FRETTIR Afstaða tíl Kyoto tekin á næsta ári Gudmundur Bjamason umhverfisráðherra segir að við verðum að nota tímann vei næsta árið. ísland mim ekki und- irrita Kyoto sam- komulagið fyrr en eft- ir ráðstefnuna í Buen- os Aires á næsta ári enda ýmis atriði sem ekki liggja ljðs fyrir fyrr en þá. „Við þurfum að nota tímann á næstunni til að fara vel yfir Kyoto-samninginn og skoða hvaða tækifæri felast í honum fyrir okkur. Og þegar ég segi að ég eigi ekki von á staðfestingu samningsins af okkar hálfu fyrr en eftir fundinn í Buones Aires á næsta ári er það vegna þess að í samningunum eru nokkur ákvæði sem geta skipt okkur máli en um þau verða ekki tekn- ar ákvarðanir fyrr en á þeim fundi,“ sagði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra í samtali við Dag í gær en þá flutti hann Alþingi skýrslu sína um ráðstefnuna í Kyoto á dögunum. Þessi atriði, sem Guðmundur nefnir, eru meðal annars sameig- inleg framkvæmd og viðskipti með kvóta sem gætu skipt okkur íslendinga máli. Gróðurbinding- in er heldur ekki fullfrágengin og allir eru sammála um að það þurfi að vinna betur. Og loks það sem Guðmundur segir Islend- inga binda miklar vonir við sem er ákvæðið um lítil efnahags- kerfi. „Þar hafa einstakar fram- kvæmdir veruleg áhrif á magn losunar gróðurhúsalofttegunda. Þá erum við að tala um hvað til að mynda eitt álver eða annað stóriðjuver þýðir í prósentum talið mikið íyrir lítið land eins og ísland en nánast ekki neitt fyrir stórþjóðirnar. Við þurfum að fá betri skilgreiningu og meiri vissu fyrir því að svona ákvæði gagnist okkur eitthvað. Menn tala um að með þessu séum við að bregðast eða komast undan því að taka á okkur skyldur. Mér þykir furðu- legt að hlusta á slíkt ef við berum saman það sem er staðreynd hjá öðrum ríkjum," sagði Guðmund- ur. -S.DÓR Eyrarbakkahreppur og Fugla- friðunarfélag Islands hafa gert með sér nýtt samkomulag um friðland fyrir fugla og endur- heimt votlendis í námunda við Eyrarbakka. Fyrra samkomulag gerði ráð fyrir friðlandi á jörðun- um Flóagafli og Óseyrarnesi, en vegna málshöfðunar Jóns Sig- urðssonar, sem á hálfa spilduna Hallskot í Flóagaflstorfu á móti Eyrarbakkahreppi, til ógildingar á samkomulaginu var ákveðið að gera nýtt samkomulag. Jón taldi gengið á sína hags- muni og mótmælti fyrirætlun- um um friðland sem næði jdír hans eign. Ekki var hlustað á mótmælin fyrr en Jón höfðaði mál, en þá var gert nýtt sam- komulag er náði aðeins til Ós- eyrarness. Jón hafði því sitt fram - í bili. Eyrarbakkahreppur hefur enn það mótspil í hendinni að taka spildu Jóns eignarnámi eða bjóða honum landaskipti. Staða hreppsins til eignarnáms er ekki slæm, enda er svæðið friðland samkvæmt skipulagi. - FÞG Krefjast systkiiia- afsláttar á leikskóluni Tvíburamæðurnar Hugrún Stefánsdóttir, Erna Rós Ingvarsdóttir og Hugrún Hjörleifs- dóttir afhenda Jakobi Björnssyni undirskriftalistana. Með þeim er Stefanía Hitd Ev- ertsdóttir, 5 ára, dóttir Hugrúnar Stefánsdóttur. Mynd: Brink Bæjarstjóraimm á Ak ureyri, jakobi Bjöms- syui, vom í gær af- hentar uiidirskriítir fjölda foreldra sem þrýsta á um afslátt á leikskólum bæjarins. I texta með undirskriftasöfnun- inni segir m.a.: „Við undirrituð skorum á bæjarstjórn Akureyrar að koma á sem lýrst a.m.k. 25% systkinaafslætti á leikskólum bæjarins. Samskonar alsláttur tíðkast í öllum stærri bæjarfélög- um landsins. Þrátt fyrir ítrekuð tilmæli til bæjaryfirvalda hafa þau hundsað þessa beiðni." Fram kom í máli þeirra sem af- hentu undirskriftalistana að leik- skólagjöld væru þau næst hæstu á landinu, aðeins í Kópavogi væru þau hærri. Bæjarstjóri sagði að háskóla- nemar hefðu einnig þrýst á um svipaðan afslátt og samþykktur yrði á bæjarstjórnarfundi (í gær, innsk. blm.) systkinaafsláttur fyrir 2 systkini, en til þessa hefði hann gilt fyrir þrjú systkini. Nauðsynlegt reyndist hins vegar að hækka gjöldin um 8% I. febr- úar nk. m.a. vegna þess að hlut- fallskostnaður Akureyrarbæjar hefði farið úr 45% í 40%. — GG Þrennt í gæsluvarðhald Tveir Islendingar og sænsk kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 19. janúar vegna aðildar að stórfelldu fíkniefnasmygli. A sunnudag fundu tollverðir á Keflavíkurflugvelli ellefu hundruö E- töflur og talsvert magn af LSD-strimlum í fórum konunnar. Sama dag voru tveir karlmenn handteknir í Reykjavík. Þau hafa öll verið úrskurðuð í gæsluvarðhald eins og fyrr segir. Rannsókn málsins stendur )Tir en nokkrir til viðbótar eru í haldi lögreglu. Skipting Evrópu heyrir söguuni til Hallaór Asgrímsson utanríkisráðherra sagði á fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins að undirritun á aðildarbókunum Póllands, Tékk- lands og Ungverjalands sýndi svo ekki væri um villst að skipting Evrópu heyrði förtíðinni til. Hann lagði áherslu á að ekki væri verið að setja ný landamæri í Evrópu, heldur væri þvert á móti verið að auka frið og öryggi í álfunni. Hann lýsti Halldór Asgrímsson. einörðum stuðningi ríkisstjórnar Islands við framtíðaraðild ríkjanna þriggja að NATO. Hann lagði á sama tíma áherslu á að bandalagið yrði áfram opið fyrir önn- ur ríki og á samstarfið við Rússland, Ukraínu og önnur samstarfsríki. Tveir bankar eftir 2 ár Halldór Guðbjamar- son bankastjóri spáir því að eftir tvö ár verði aðeins tveir við- skiptabankar á ís- landi. Segir að ríkið geti ankið verðmæti sín um miUjarða með sameiningu Lands- banka og Búnaðar- banka. Halldór Guðbjarnarson, banka- stjóri Landsbankans, telur að rík- ið eigi að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka áður en það selur hlut sinn í bönkunum. Hann mælir gegn því að Búnað- arbankinn verði sameinaður Is- landsbanka og segir að rök fyrir slfku séu aðeins til að rugla menn í ríminu. Halldór lýsir yfir í viðtali við SIB-blaðið, málgagn banka- starfsmanna, að eftir tvö ár eða í mesta lagi fjögur ár verði tveir bankar til sem hafi yfirtekið alla aðra Ijármálastarfsemi á mark- aðnum, meðal annars Fjárfest- ingabankann, en þó ekki nokkra sparisjóði. „Það mun gerast það sama hér og í verslun og útgerð," segir Halldór, „það er að segja ef markaðurinn fær að ráða og ein- hver ósýnileg hönd kemur ekki og kippir í spottana." Hann hvet- ur Finn Ingólfsson viðskiptaráð- herra til að selja ekki hluti í Landsbanka og Búnaðarbanka í sitthvoru lagi, því þá sé ekki ver- ið að hámarka verðmæti ríkisins. Halldór segir enn fremur að með hlutafélagsvæðingunni og sölu hlutabréfa, ásamt samein- ingu Landsbanka og Búnaðar- banka, verði hægt að loka mörg- um útibúum og selja fasteignir. Um leið leggist af „félagslegt hlutverk“ ríkisbankanna og „þá verður arðsemi auðvitað ráðandi afl í bankanum". Halldór segir að hagræðingin í bankakerfinu geti numið milljörðum króna. - FÞG Nöfn hlóðefnisþega liggja fyrir Landlæknisembættið hefur undir höndum nöfn á þeim sem farið hafa í lungnarannsókn og feng- ið greiningarefnið Amersham. Efni þetta var not- að við lungnarannsókn í nóvember 1997 á Land- spítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en komið hefur í ljós að maður sem gaf blóð sem efnið er unnið úr dó úr Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. . Landlæknir býður þeim sem undir rannsókn- /aft/r Oiafsson. ina gengust að koma til viðræðna við embættið. Efnið var innkallað þegar í ljós kom að um 35 hettuglös af 50 höfðu verið notuð við rannsóknina. Landlæknir tek- ur fram að aldrei hefur sannast að þessi sjúkdómur smitist með blóði. Afgreiðslutími lengdur í Kringluimi Afgreiðslutími Kringlunnar hefur verið lengdur fyrir jólin og verða verslanir þar opnar frá kl. 10 til 22 alla daga til jóla nema á Þorláks- messu, en þá verður opið kl. 10 til 23 og á aðfangadag frá kl. 9 til 12. Boðið verður upp á margvísleg skemmtiatriði og jólastemmningu alla daga til jóla og búið að gera ráðstafanir til að viðskiptavinir Kringlunnar geti nýtt 600 viðbótarbílastæði í nágrenni verslunarhall- arinnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.