Dagur - 17.12.1997, Síða 5

Dagur - 17.12.1997, Síða 5
 MIÐVIKVDAGVR 17.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR L j Unglæknar flykkj ast til starfa í Noregi Unglæknar eru mjög óánægðir með kjör sín og útlit er fyrir hópflutninga þeirra til Noregs, þar sem næga vinnu er að fá. Unglæknar ætla að standa við uppsagn- imar. í gær og í dag hætta 19 þeirra störf- um hjá Sjúkrahási Reykjavíkur. Stór- felldur læknaskortur eftir örfá ár? „Það er ljóst að nokkuð stór hóp- ur unglækna er að pakka í tösk- urnar. Margir ætla að láta upp- sagnirnar standa og hyggja á að halda utan uppúr áramótum eða á vormánuðum. Það eru margir sem ætla til Noregs og ekki bara unglæknar hér, heldur læknar sem hafa verið að læra í Svíþjóð og treysta sér ekki í launa- og vinnumhverfið á íslandi," segir Helgi H. Helgason, talsmaður unglækna á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Félagar í Læknafélagi Reykja- víkur hafa fellt samning félags- ins við Reykjavíkurborg vegna Sjúkrahúss Reykjavíkur og var fyrsti fundur hjá Ríkissáttasemj- ara boðaður í gær. Onnur Iækna- félög samþykktu samninginn, en þó er talið mögulegt að margir unglæknar á Landspítalanum láti uppsagnir samt standa. Helgi segir að hann geri sér grein fyrir því að staða Sjúkrahúss Reykjavíkur sé án efa mjög erfið og því líti dæmið ekki vel út. „Það er hins vegar mat unglækna að yfirvánnuprósentan eigi að halda sér, en í samningn- um var prósentan lækkuð úr 1% af dagvinnulaunum niður í 0,8%. Menn sjá ekki fyrir sér að yfir- vinnan minnki í þeirri manneklu sem nú ríkir. Það er satt að segja ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af stöðunni og þá ekki síst þróuninni næstu örfáu árin, miðað við útlitið hvað nýliðunina varðar. Eg veit til að þess að heil- brigðisráðuneytið er þegar koinið í vandræði með að ráða menn heim,“ segir Helgi. Kristín Á. Ólafsdóttir, formað- ur stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík, segir að alvarleg staða blasi við. „Staða Sjúkrahúss Reykjavíkur er nú þannig, miðað við fjárlagafrumvarp, að það vantar nokkur hundruð milljónir króna í reksturinn ef þjónustan á að haldast söm og verið hefur. Það eru engir peningar aflögu, heldur stórt gat. Ég hef þungar áhyggjur af stöðunni. Unglæknar hafa unnið geysilega mikla vinnu og það er mikið skarð höggvið í starfsmannhaldinu við það að missa unglæknana,“ segir Krist- ín. - FÞG Rafmagnseftirlit í upplausn? Ögmimdur Jónasson: Telux að „einkavæð ing“ rafmagnseftir- lits valdi skaða. „Það er allt í upplausn," segir rafverktaki, sem er einn þeirra sem gagnrýna harkalega hvernig rafmagnseftirliti er háttað. Margir í þeirri stétt telja að eftir- lit sé nú mun minna en áður, meira um fúsk og brunahætta vaxandi. Sú nýskipan sem komst á fyrir fáum árum að fela skoð- unarstofum rafmagnseftirlit, í stað Rafmagnseftirlits ríkisins, veldur mikilli gagnrýni rafverk- taka. Þessi mál verða rædd á Al- þingi í dag, utan dagskrár, að frumkvæði Ögmundar Jónasson- ar. Einn þeirra rafverktaka sem hart hafa gagnrýnt núverandi skipan segir að árangur af breyt- ingunni sé enginn, eftirlit minna og kostnaður meiri. Hann vill ekki láta nafns síns getið, enda eigi hann mikið undir því að þær þrjár skoðunarstofur sem hafa eftirlit með rafverktökum „refsi“ honum ekki fyrir gagnrýni. „Raf- verktakar eru skriðnir í felur,“ segir hann, þeir tilkynni ekki ný verk til að eiga ekki á hættu refsipunkta hafi þeim orðið á mistök, og láti ekki á sér kræla til að eiga ekki yfir höfði sér geð- þóttaákvarðanir. Hörð gagnrýni I blaðagrein í Degi í fyrri viku komst Sveinbjörn Guðmunds- son, fyrrum eftirlitsmaður á Austurlandi, svo að orði: „Ókjör- um af mótmælum hefur rignt yfir iðnaðarráðuneytið og þing- Ögmundur Jónasson, alþingismaður. menn vegna þessa. Heil starfs- stétt, rafverktakar, sjá fram á upplausn og öngþveiti, enda hef- ur yfirgnæfandi meirihluti þeirra mótmælt þessari gjörð. Ymis hagsmunasamtök hafa einnig sent mótmæli og fleiri eru á döf- inni.“ Það sem helst veldur gagnrýni er að kostnaður valdi því að menn leitist við að koma sér hjá eftirliti, auk þess sem „refsi- punktakerfi" eftirlitsstofnana leiði til þess að verktakar tilkynni ekki ný verk. Þá þykir fram- kvæmd gloppótt. I grein Sigur- björns segir: „Hvernig litist mönnum á 10% stikkprufueftir- lit á ári með öryggi flugvéla og skipa?" Rafræn eignaskráning Komið er fram á Alþingi frum- varp til laga um rafræna eigna- skráningu. Lögin eiga að gilda um rafræna útgáfu verðbréfa og skráningu eignarréttinda yfir þeim. Samkvæmt lögunum verð- ur rafræn útgáfa verðbréfa að- eins heimil verðbréfamiðstöð, sem hlotið hefur starfsleyfi sam- kæmt lögum þessum. LeiMistarlög Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til leildistarlaga. Lögin eiga að leysa af hólmi tvenn nú- gildandi Iög, annars vegar leik- Iistarlög frá 1977 og hins vegar lög um Þjóðleikhús frá 1978. Félagsleg aðstoð Ásta R. Jóhann- esdóttir, Mar- grét Frímanns- dóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir hafa lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lög- um um félags- lega aðstoð. í frumvarpinu er hleypingi, Ásta R. Jóhannesdóttir. Jagt til að ein- nýtur óskertrar tekjutryggingar og er einn um heimilisrekstur, skuli greidd heimilisuppbót. Eins verði heim- ilt að greiða Iífeyrisþega heimilis- uppbót ef sýnt þykir að hann hafi ekki fjárhagslegt hagræði af sam- býli við aðra heimilismenn. Framhaldsskólar Frumvarp til breytinga á lögum um framhaldsskóla er komið fram á Alþingi. Það gengur út á að heimilað verði að afmarka ráðningartíma aðstoðarstjórn- enda í framhaldsskólum. Að- stoðarskólameistari verði ráðinn til 5 ára, áfangastjóri til 4ra ára og deildarstjóri til 3ja ára. Spilliefnagjald Frumvarp til laga um breytingu á lögum um spilliefnagjald er komið fram. Aðalatriði þreyting- anna er að hækka gjaldið á ákveðna flokka spilliefnis. - S.DÓR •t í DkUu og Sgga ÁRITA GEISLADISKANA SfNA í BÚKVAL í DAG I DAG MIÐVIKUDAG, A MILLI KL. 15.00 OG 16.00 MUN SIGRUN HJÁLMTÝSDÓTTIR "DIDDÚ" ÁRITA NÝJA JÓLA-DISKINN SINN. Á NÁNAST SAMA TÍMA EÐA FRÁ 15.30 TIL 16.30 VERÐUR SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR EINNIG í VERSLUN OKKAR ÞAR SEM HÚN ÁRITAR GEISLADISKINN SINN NÝJA OG JÓLADISKINN SINN PERSÚNULEG ÞJÚNUSTA - FRÁBÆRT ÚRVAL BókvAL HAFNARSTRÆTI 91-93 - SÍMI 461 5050 Á FÖSTUDAG, A MILLI KL. 15.30 OG 17.30 VERÐUR BERGLJÓT ARNALDS í VERSLUNINNI ÞAR SEM HÚN KYNNIR TÖLVUBÓK SlNA. ÞÁ MUN HÚN EINNIG ÁRITA BÆKUR SÍNAR "TÓTA OG TÍMINN" OG "STAFAKAR LARNIR"

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.