Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 2
2—FÖSTVDAGVR 19.DESEMBER 1997 FRÉTTIR Um 35. hvert bam getið á Lansamuit Þó nokkrar konur eru nú þungaðar eftir smásjár- frjóvganir sem hófust hér sl. vor og eru nýr mögu- leiki fyrir konur sem áður þurftu að fá gjafasæði. Um 120 börn á ári eru nú getin á glasafrjóvgunardeild Landspítalans eða í kringum 1 barn af hverjum 35. sem fæðast í landinu. Það slagar hátt í að eitt barn í hverjum stórum bekk í grunnskóla sé glasabarn. Nýjasta tæknin eru smásjárfrjóvganir, sem hófust hér í maí í vor og hafa opnað nýja Ieið íyrir konur sem áður áttu varla aðra möguleika en tæknifrjóvgun með gjafasæði. „Þetta opnaði þannig nýjar dyr fyrir dálítið stóran hóp fólks og ýtir gjafasæðinu til hliðar í nokkuð mörgum tilfellum, sem mér finnst gott mál,“ sagði Þórður Oskarsson yfir- læknir. Hann segir þó nokkrar þungan- ir þegar hafa orðið með þessari aðferð. Smásjárfrjóvgun getur komið til bjargar í þeim tilfellum þegar sæðis- frumur eru til staðar en samt of fáar til glasafijóvgunar. Við glasafrjóvgun seg- ir Þórður að um 100.000 sæðisfrumur séu settar í glas með hverju eggi og síð- an beðið eftir að það frjóvgist. Við smá- sjárfijóvgun sé aðeins einni sæðis- frumu stungið inn í hvert egg, með ör- mjórri nál. Um helmingur þeirra geti frjóvgast. Þegar þessi börn eru komin i grunnskóla má gera ráð fyrir að einn í hverjum bekk verði getinn á Landspitalanum. Biðlistamir að styttast Frysting fósturvísa hófst hér vorið 1996 og framkvæmd fyrir 25 pör á ár- inu. Tvær kvennanna komu í fóstur- færslu síðari hluta ársins og varð önn- ur barnshafandi. Að sögn Þórðar eiga um 10-15% para við einhvern vanda að etja og leita sér aðstoðar. Það þýði þó ekki að allur sá Ijöldi fari í einhvers konar tækni- frjóvgun. Eftir stækkun glasafrjóvgun- ardeildar í fyrrasumar segir hann af- köst hennar hafa aukist og biðlistana því verið að styttast. Nær 270 pör í „glasameðferð“ í fyrra Alls 266 pör byrjuðu meðferð hjá deildinni á síðasta ári, samkvæmt árs- skýrslu Ríkisspítala. Egg fékkst frá 229 konum (86%) og 217 fósturfærslur voru framkvæmdar, sem í liðlega helmingi tilfella (111) leiddi til klínískra þungana. I um Ijórðungi til- fella verður um tvíbura að ræða. Ymis- legt getur þó enn komið fyrir, því Þórð- ur reiknar með að kringum 100 börn líti dagsins ljós árlega í kjölfar glasa- frjóvgana. í þó nokkrum tilvikum dugar tækni- sæðing. Þórður segir það miklu viða- minni og einfaldari aðgerð. Hún sé því oft reynd fyrst, kannski í 3-5 skipti, til að ganga úr skugga um hvort konan þurfi á glasafrjóvgun að halda, sem sé miklu meira og kostnaðarsamara mál. Tæknisæðing sé þó einungis möguleg ef eggjaleiðarar konunnar eru í iagi. - HEI FRÉTTAVIÐ TALIÐ Pottveijar ræddu í gær um erfiðleika sjálfstæðis- manna í Rcykjavík við að koma saman sómasamleg- uin lista fyrir borgarstjórn- arkosmngamar í vor. Menn voru samtnála um að vafasamt gæti veriö fyrir flokkinn að setja Guðrúnu Pétursdóttur, þá annars glæsilegu konu, í 8. sæti listans til að keppa við Ingi- björgu Sólrúnu. Allir voru sant- mála um að henni yrði núið því um nasir að hafa gefxst upp í forsetaframboöinu og þar með væri hún komin í vöm í kosningabaráttunni. Og ekki bara það. Kosningasérfræðingar sjálfstæðismanna uppgötvuðu sér til skelfingar að mcnn myndu líka segja að Markús Öm hafi gefist upp sem borgarstjóri og spyrja: Hver gefst upp næst?. Guðrún Pétursdóttir. En það er víðar en í Reykjavík sem framboðsinálin em í deigl- umii. Oddviti hins sameinaða lista vinstrimamia á Akureyri hefur emi ekki verið nefndur, en ljóst er aö báðir fulltrúar Allaballa ætla að draga sig í hlé í bæjarmálapólitíkinni, þau Sig- ríður Stefánsdóttir og Heimir Ingimarsson. Allaballar eiga þó að fá efsta mami á listanum og lengst af liefur nafn Ásgeirs Magn- ússonar verði nefnt sem h'klegast. Nú heyrast hins vegar líka nöfn Þrastar Ásmundssonar og Sigrúnar Sveinbjamardóttur, en þau voru bæði á G-listanum síðast.. Á bak við hvem stjómmála- mann er kona. Tómas Ingi 01- rich fékk ömgglega marga með sér þegar hann kvartaði á Al- þingi í vikunni yfir því að ekki gengi hvemig löggan klippti af bíluin númerin án viðvörunar. Þetta ergelsi á sér eðilegar rætin. Kona Tómasar Inga varð nefni- lega íyrir þessu „óhappi" á dögunum. Á heimil- inu er mikill skilningur á vandamálinu, sem sagt... v_ Þröstur Ásmundsson. Einar Stefáns- son forseti læknadeildar HÍ. Mikil upplausn erí stétt lækna á íslandi og margir unglæknar aðflýja land. Einar Stefánsson, augti læknirog deildarforseti Læknadeildar Háskóla ís- lands, hefur áhyggjur af samkeppnisstöðu íslands nú og í næstu framtíð. Þriðjiingur lækna eriendis - Er ísland að verða óviðunandi starfs- umhverfi fyrir lækna og ástæða til að ótt- ast læknaleysi vegna flótta til útlanda? „Það er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni. En íslenskir læknar eru á þrettánda hundraðið talsins og af þeim starfa milli 400 og 500 erlendis. Það má segja að allir íslenskir læknar starfi ein- hvern hluta starfsævi sinnar erlendis og að læknastarfið hér sé óvenjulegt fyrir það hvernig það er hluti af alþjóðlegum vinnu- markaði. Af læknum eru unglæknar hreyf- anlegasti hópurinn og margir þeirra hafa ætlað sér til útlanda á næstu árum. Það jiarf ekki mikið til að hreyfa við þessu, þannig að þeir fari kannski árinu fyrr en til stóð." - Þú nefndir þróun. Hefur starfsum- hverfið á Islandi þróast í neikvæða átt á undanförnum árum? „Það hefur verið umtalsverður vandi í nokkuð mörg ár að fá menn hingað til starfa frá útlöndum. Þetta hefur gengið upp og ofan, stundum vel en að undanförnu höfum við Ient í vaxandi erfiðleikum. Þetta snýr að samkeppnisstöðu okkar hér á íslandi, bæði hvað kjör varðar, starfsumhverfi og síðan umtal eða ímynd heilbrigðisþjónustunnar - sem sett hefur niður undanfarin ár eins og alþjóð veit. Þessi atriði eiga öll þátt í vand- anum sem við er að glíma." - Lattdlækttir hefur nefnt að hugsan- lega sé ástæða til að endurskoða Nutner- us Clausus eða inntökutakmörk í lækna- deild Háskólans. Myndi það breyta ein- hverju? „Núna er miðað við að útskrifa 36 lækna á ári og stundum rúmlega það. En jjegar menn meta þörfina á endurnýjun í stéttinni sýna niðurstöðurnar yfirleitt 15 til 20 lækna. Við erum þvf að útskrifa tvöfaldan þann kvóta og alls ekki hægt að segja að við séum að mennta of fáa lækna. Um leið ligg- ur fyrir að þriðjungur lækna starfar erlend- is. Háskólinn hefur vart efni á að auka fjölda læknanema og þó það yrði gert er vafamál að það leysi mikinn vanda. Höfuð- málið er að halda í þetta fólk sem er þó að útskrifast." - Helgi Helgason aðstoðarlæknir hefur sagt að þótt ástandið sé erfitt núna tnegi búast við verulegutn vanda eftir fjögur til fitnm ár, tniðað við núverandi nýliðun og flótta til útlanda? „Það er erfitt að spá. Eins og ég sagði þá óttast ég að samkeppnisstaða íslensku heil- brigðisþjónustunnar versni enn frá því sem verið hefur. Menn skoða kjörin, starfsum- hverfið og ímynd stéttarinnar og komast að niðurstöðu, sem alltaf er persónubundin. Málið er enda afstætt að því Ieyti að enn er römm sú taug sem lengi hefur dugað okkur. Enn eru að koma hingað læknar sem eru reiðubúnir að taka á sig verri kjör og að- stæður en þeir hverfa frá í útlöndum. Þetta er hins vegar alltaf að verða tregara og fleiri og fleiri setja kjörin og starfsumhverfið fyrir sig. Um leið er ungt fólk í vaxandi mæli far- ið að líta á sig sem alþjóðaborgara og það er auðvelt að ferðast. Og ég hef geig í mínum huga að það verði sífellt erfiðara að reiða sig á þessa römmu taug.“ - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.