Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 13

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 13
 FÖSTVDAGUR 19.DESEMBER 1997 - 13 GOLF L. Hagnaður GR miui miuni nú en í fyrra Hagnaður Golfklúbbs Reykjavík- ur nam rúmum 2,4 milljónum króna eftir afskriftir á nýafstöðnu Ijárhagsári og er því mun minni en í fyrra, þegar hagnaður klúbbsins var 11,9 milljónir. Að- alfundur kiúbbsins var haldinn sl. sunnudag og aðeins ein breyt- ing varð á stjórn klúbbsins. Regína Sveinsdóttir hætti í vara- stjórn og Gestur Jónsson hrl. tók sæti hennar. Óhætt er að segja að síðasta ár hafi verið ár hinna miklu fram- kvæmda hjá GR, þar sem fram- kvæmdir klúbbsins á Korpúlfs- stöðum námu 45,7 milljónum á árinu, en af þeim kostnaði tekur Reykjavíkurborg á sig 32,4 millj- ónir. Rekstrartekjur klúbbsins námu 48,3 milljónum króna, en gjöldin tæpum 46 milljónum. „Eg held að þetta sé viðburða- ríkasta árið f sögu klúbbsins frá upphafi. Þegar sýnt var að lands- mótið yrði hjá okkur kom strax upp sú hug- mynd að reyna halda það á tveimur völlum og þar af leið- andi flýtt- um við fram- kvæmdum, bæði við völlinn og húsið,“ sagði Garðar Eyland, formaður GR. „Framkvæmdirnar eru nú að baki og ljóst að næsta ár verður mun rólegra. Við munum nota það til að snyrta og betrumbæta. Klúbburinn hefur ráðist í miklar framkvæmdir á síðustu fimm til sex árum og ég held það sé í lagi að hvíla sig í eitt ár og safna kröftum áður en blásið verður í seglin að nýju,“ sagði Garðar. Af ársskýrslu klúbbsins má ráða að Landsmótshaldið hefur ekki verið tekjulind fyrir klúbb- inn, eða eins og einn fundargesta orðaði það: „Þeir einu sem græða á Landsmótinu eru Golfsam- bandið og veitingasalarnir." Helstu tekjur klúbbsins eru sem fyrr af félags- og vallargjöld- um sem skiluðu klúbbnum 30,5 milljónum. Félagsgjöld námu lið- lega 27 milljónum, en meðlima- fjöldi í klúbbnum hækkaði úr 900 í eitt þúsund. Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem svo mikil fjölgun er á meðlimum, en félagatalan hefur lengi staðið í stað, þar sem vallaraðstaðan hef- ur ekki boðið upp á fjölgun. Aðra sögu er að segja nú, með tilkomu 1 8 holu vallar á Korpúlfsstöðum. Búast má við því að stærsti klúbbur landsins, verði enn fjöl- mennari á næstu misserum. Garðar Eyland, formaður GR. Aldrei fleiri með holu í höggi Fjöldi þeirra sem farið hafa holu í höggi er kominn upp í 66 á ár- inu og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Dagur hefur birt lista yfir þá 59 kylfinga sem fyrst skráðu afrek sín hjá GSI. Þeir sem á eftir komu eru eftirtaldir. Pine Valley, eða Furudalur var valinn besti golfvöllurinn eins og svo oft áður. Furudalur emt í fyrsta sætinu 60. Douglas Cavaguara 9. hola, Húsatóftavelli, Grindav. 61. Sveinn Bjarnason, GH 5. hola Katlavelli, Húsavík 62. Kristín Tryggvad., GKJ 17. hola, Dunes, Bandarfkjunum 63.Sigtryggur Sigtryggsson, GR 2. hola Korpúlfsstaðavelli 64. Sigurjón Sverrisson, GK 10. hola Hvaleyrarvelli 65. Stefán Pétursson, GK 5. hola Setbergsvelli 66. Óskar B. Ingason, GO 11. hola Grafarholtsvelli Einherjaklúbburinn mun halda hóf fyrir Einherja á Hótel Borg þann 30. þessa mánaðar. Iimiaðstaðan tek- in í notkun í janúar Stefnt er að því að æfingaað- staða fyrir kylfinga að Korpúlfs- stöðum verði tekin í gagnið í næsta mánuði. Unnið hefur ver- ið að viðgerðum á Korpúlfsstöð- um að undanförnu og byrjað verður á því að setja upp aðstöð- una eftir áramótin. Sigurður Pétursson golfkennari verður þar með aðstöðu og hægt verður að pútta, slá í net eða fara í golf- hermi. Tveir æfingastaðir verða reknir á Reykjavíkursvæðinu í vetur, Golfheimur tók til starfa að nýju f byrjun nóvember að Vatnagörðum. Stærstu golftímarit veraldar, bandarísku tímaritin Golf Digest og Golf Magazine, völdu bestu golfvelli heims fyrir skömmu. Urslitin komu ekki á óvart, Pine Valley, eða Furudalur, eins og völlurinn mundi kallast í ís- lenskri þýðingu, var í fyrsta sæt- inu, eins og svo oft áður undan- farin ár. Alit manna á vellinum er nokkuð sérkennilegt fyrir þær sakir að ekkert stórmót hefur verið haldið á vellinum í mörg ár. Hannes Þorsteinsson, golfvallar- hönnuður, skoðaði Pine Valley í fylgd bandarískra og evrópskra vallarhannaða og hreifst mjög af vellinum. Pine Valley er í New Jersey fylki í Bandaríkjunum, mitt á milli stórborganna Philadelphiu og Atlantíc, en það sem Hannes segir að hafi komið sér mest á óvart sé kyrrðin á vellinum sem byggður er inn í miðjum furu- skógi og fjarri mannabyggð. „Þetta er örugglega einn fal- legasti völlur sem ég hef séð, gamalgróinn og þroskaður og umhirða vallarins er ailtaf fyrsta flokks. Þetta er dæmigerður heiðar\'öllur með miklu lands- lagi, furuskógum og sandglomp- ur eru mjög áberandi á vellin- um,“ sagði Hannes. Það gæti reynst erfitt fyrir fs- lendinga að spila á vellinum. Meðlimir í Pine Valley klúbbn- um hafa heimild til þess að bjóða með sér félaga, en hins vegar þarf að panta rástíma með margra mánaða fyrirvara. Pine Valley hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera mjög erfíð- ur. Flatirnar eru slegnir vel nið- ur á hveijum einasta degi og sandglompur spila stórt hlut- verk. Hannes sagðist minnast tveggja þeirra; „Hells half acre“, sem er stórt sandsvæði sem þek- ur eina brautina og „Devil’s ass- hole". Síðanefnda glompan þykir bera nafn með rentu, þar sem hún er tveggja mannhæða há, en aðeins tjórir metrar að flatar- máli. Eitt af sérkennum vallarins er sá að fjórða hola hans Iiggur að vallarhúsinu. Ein af þekktari sögum tengdum vellinum er af einum meðlima klúbbsins sem náði að leika fyrstu íjórar hol- urnar á fimm höggum undir pari. Sagan segir að hann hafi komið við í klúbbhúsinu til að róa taugarnar og drekka í sig kjark. Glösin urðu hins vegar full mörg og holurnar urðu ekki fleiri. Afqreiðslutími verslana Verslanir á Akureyri verða opnar sem hér segir í desember 1997, umfram venju: Föstudaginn 19. des. frá kl. 09-22 Laugardaginn 20. des. frá kl. 10-22 Sunnudaginn 21. des. frá kl. 13-18 Mánudaginn 22. des. frá kl. 09-22 Þorláksmessu 23. des. frá kl. 09-23 Aðfangadag 24. des. frá kl. 09-12 Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutnings á blómum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vísan til reglugerðar dags. 17. desember 1997, er hér með auglýst eftir um- sóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur Tollnúmer: kg. % kr./kg 0602.9093 Aðrar pottaplöntur til og með 1 m á hæð 01.01.-30.04.’98 2.500 30 0 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 01.01.-30.04.’98 5.500 30 0 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis eða með símbréfi til land- búnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15 mánudaginn 29. desember 1997. Hákon Aðalsteinsson áritar bók sína „Það var rosalegt" í versluninni í dag frá kl. 2-4. B0KABÚÐ JONASAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.