Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 3
T^h- FÖSTVDAGUR 19.DESEMBER 1997 - 3 FRETTIR MUljómr á fjárlögum „alaamotavmisi“ Tólvur skilja ekki hvaö aldamót eru og því þarf aö eyöa milljónum í aö lagfæra dagatalið í þeim. gegn Tölvuforrit gera eng- an greiiiannim á ár- inu 1900 og 2000. Milljarðar fara í að bjarga bankakerfinu úr bráðri hættu. 25 milljðiiir settar í fjár- lagafrumvarpið og meira síðar. „Það er heldur djúpt í árinni tek- ið að segja að hætta sé á hruni bankakerfisins árið 2000. Við verðum búnir að leysa þetta vandamál fyrir árslok 1998 og höfum þá árið 1999 til að prufu- keyra lausnirnar,1' segir Guðjón Steingrímsson, framkvæmda- stjóri kerfissviðs Reiknistofu bankanna (RB), í samtali við Ðag. I nýútkomnu SIB-blaði banka- starfsmanna er greint frá aðgerð- aráætlun innan RB vegna vanda sem kallaður er „stærsta og viða- mesta verkefni tölvuiðnaðarins frá upphafi" og sagt að aðgerðaá- ætlunin sé „til þess að forða hruni bankakerfisins sem annars blasir óhjákvæmilega við þegar ný öld gengur í garð árið 2000“. A Alþingi virðast menn nú hafa vaknað upp við vondan draum, þ\á fdð aðra umræðu um fjárlög næsta árs lagði meirihluti Qár- laganefndar fram breytingatil- lögu um 25 milljóna króna fjár- veitingu til að breyta tölvukerf- um ríkisins - til að gera þau „aldamótahæf‘, en nefndin áætl- ar að heildarkostnaðurinn verði 50 til 60 milljónir króna. Um er að ræða aðgerðir vegna hins svonefnda „aldamótavír- uss“, sem er ekki vírus, heldur innbyggður vandi í tölvuheimin- um. Þegar tölvuforrit voru hönn- uð á fyrstu árum tölvubyltingar- innar var diskrými dýrmætt og ákveðið að skrá ártöl inn í tölvu- hugbúnað með tveimur síðustu tölunum í hverju ártali, t.d. 67 í stað 1967. Flest þau forrit sem hönnuð hafa verið síðustu árin eru „aldamótahæf', en mörg stór kerfi eru með eldri grunn og mikið verk að Iagfæra þennan annmarka. Að óbreyttu munu tölvurnar ekki gera greinarmun á árinu 1900 og 2000 við aldamót- in og afleiðingarnar gætu orðið óskaplegar, ekki síst í fjármála- heiminum. A íslandi er það ekki síst í RB og SKYRR sem mikil vinna er framundan vegna þessa og í stór- fyrirtækjum á borð við Flugleiðir. I RB áætla menn að um 50 mannár fari í þetta á næsta ári og kostnaður verði upp á 100 til 200 milljónir króna. A heimsvísu áætla menn að kostnaðurinn verði um 70 þúsund milljarðar króna eða hátt í fimmhundruð- föld fjárlög næsta árs. - FI>G VISA greiði SÁÁbætur VISA, Greiðslumiðlun hf., hefur í Hæstarétti verið dæmt til að greiða SÁA 1,6 milljónir króna vegna mistaka sem leiddu til þess að styrktargjöld frá stuðn- ingsaðilum SAA innheimtust ekki. VISA hafði áður vcrið sýknað í undirréttí. SÁA hefur verið þátttakandi í Alefli, þjónustukerfi VISA, frá 1994, en í gegnum það greiða styrktaraðilar SÁA framlög sín einu sinni á ári í maí. I máli þessu var meðal annars deilt um hvenær listi yfir styrkveitendur var sendur til VISA, en SÁÁ tel- ur að innheimta VISA hafi hyrj- að í maí 1995 en ekki maí 1994 og samtökin því orðið af 1,6 milljónum króna. í málinu kem- ur þó fram að þegar SÁA kallaði eftir þessum stvrkjutn frá 1994 hafi komið svör um að gjöldin hafi „gleymst“ á biðreikningi og dauðaleit gerð af þeim. Dómar- ar féllust ekki á að starfsmaður VISA hafi mátt álykta um mán- aðamótin maí/júní 1994 að Íjts- ta færslan ætti að eiga sér stað í maí 1995. — FÞG Sektaðir fyrir londun framhjá vigt Skipstjóri og útgeröarmaður voru í Hæstarétti dæmdir til að greiöa 40C 000 krónur f sekt fyrir að landa framhjá vigt.. Skipstjóri og útgerd- armaöiir í Þorláks- höfn sektaðir fyrir aö hafa landaö 7 tonnum af óslægðum þorski í hús framhjá vigt. Guðbjartur Örn Einarsson skip- stjóri og Sigurjón Helgi Ólafsson útgerðarmaður voru í Hæstarétti í gær dæmdir til greiðslu 400.000 króna sektar hvor, en þeir voru sakfelldir fyrir að hafa landað þorski framhjá vigt. Ákæra á hendur Sigurjóni laut að því að hann hefði ekið með 7,4 tonn af slægðum þorski, sem landað var úr Arnari ÁR 55 frá bryggju í Þorlákshöfn, að fisk- verkunarhúsi Auðbjargar ehf., sem er í eigu útgerðar skipsins, í stað þess að fara með aflann að hafnarvog. Byrjað var að losa afl- ann þar, en þá bar að eftirlits- mann sem stöðvaði brotið. Sig- urjón játaði brotið. Guðbjartur var skipstjóri þegar þetta gerðist og var ákærður fyr- ir hlutdeild sína í brotinu. Hann neitaði að honum hafi verið kunnugt um fyrirætlun útgerðar- mannsins. Hann hafi meðan á löndun stóð verið í brú skipsins og ekki fylgst með akstri þeirra bíla sem fluttu aflann frá bryggju. Hann neitar því að hafa hitt eða rætt við Siguijón eða út- gerðarmann skipsins á bryggj- unni þegar löndun stóð yfir, en Sigurjón og vitni báru að það hefði gerst. Dómarar Hæstarétt- ar töldu ósannað að Guðbjartur hafi vitað um fyrirætlunina, en hann var sakfelldur fyrir að hafa ekki sinnt þeirri skyldu, sem á skipstjóra hvílir, að fylgjast með að afli sé vigtaður. Hinir ákærðu voru dæmdir til greiðslu lágmarkssektar, 400.000 króna, og komi 50 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Hæstiréttur varð sam- kvæmt þessu ekki við áfrýjunar- kröfu ákæruvaldsins um hertar refsingar gagnvart Guðbjarti og Sigurjóni. - F1>G Vildi bætur vegna harðræðis Maður, sem tekinn var vegna drykkjuláta, har að lögreglumaður heföi rifbeinshrotiö sig við handtökuna. íslenska ríkið, vegna ásakana í garð lögregluvarðstjóra og þriggja lögreglumanna, var sýknað í Hæstarétti í gær af ákæru Krist- ins Traustasonar, sem fór fram á 260 þúsund króna bætur vegna meiðsla sem hann sagðist hafa orðið lýrir \4ð handtöku. Dómar- ar Hæstaréttar féllust ekki á þann framburð Kristins að lög- regluvarðstjórinn og lögreglu- mennirnir þrír hefðu „sammælst um að skýra rangt frá málsatvik- um í því skyni að leyna því að Kristinn hafi orðið fyrir harðræði og meiðst vegna tiiefnislausrar árásar í húsakynnum lögreglunn- ar.“ Afgangur fjárlaga 150 milljónir Einungis 150 milljóna króna tekjuafgangur verður á íjárlögum næsta árs, miðað við endanlegar tillögur ijárlaganefndar sem lágu fyrir í gærkvöld. Þriðja og síðasta um- ræða um fjárlögin fer fram í dag. Bæði tekj- ur og gjöld hafa hækkað milli umræðna. Uppreikningur á tekjuhlið frumvarpsins skilaði 2,3 milljarða hæltkun. Gjaldamegin gerði fjárlaganefnd tillögu um 1,1 milljarð í hækltun. Meðal annars verða settar 100 milljónir til viðhalds á Borgarspítala, en hvorki Landspítali né önnur sjúkrahús fengu viðbótarframlag. Jón Kristjánsson, formaður íjárlaganefndar, sagðist vissulega hafa vonast til að geta skilað meiri afgangi, en menn væru þó réttu megin við strikið. SH á Verðbréfajiing Islands Hlutafélagið SH hefur gert samning við Kaupþing hf. um skráningu á aðallista Verðbréfaþings Islands, íjölgun hluthafa og hlutaíjáraukn- ingu á markaði. SH verður eftir skráningu stærsta fyrirtækið á Verbréfaþingi ís- lands, enda stærsta fyrirtæki landsins, og með mestu veltuna, sem var 26 milljarðar króna árið 1996. Stærstu fyrirtækin sem eru þar fyrir eru Flugleiðir með 20 milljarða króna veltu og Eimskip með 12 millj- arða króna veltu. Framleiðendur hjá SH, bæði innlendir og erlendir, eru um 130 tals- ins, heildarfjöldi starfsmanna er um 1.500 manns, og heildarsala fyr- irtækisins er um 160 þúsund tonn, þar af 128 þúsund tonn hérlend- is. Eftir skráningu hafa allir möguleika á að fjárfesta í SH og mun fyr- irtækið starfa samkvæmt reglum Verðbréfaþings um upplýsingagjöf o.fl. - GG Töpuð mál I gær féllu tveir dómar í Hæstarétti í máli tveggja fyrrverandi starfs- manna Orkustofnunar sem sagt var upp störfum hjá stofnuninni og þeir vildu ekki una. Þeirn hafði verið sagt að leggja ætti stöður þeirra niður. Komið hafði í ljós síðar, eftir að þeir höfðu gengið frá starfs- lokasamningi, að svo var ekki. Þeir fengu heldur ekki stöður sem aug- lýstar voru lausar hjá stofnuninni. Annar mannanna gerði kröfu um 18,4 milljónir auk vaxta frá 1989 en hinn gerði kröfu upp á 24,1 milljón með vöxtum frá 1989. Þeir töpuðu báðir máli sínu í héraði og í gær staðfesti I læstiréttur dóm Héraðsdóms. Jón Kristjánsson, formaöur fjárlaganefndar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.