Dagur - 19.12.1997, Side 11

Dagur - 19.12.1997, Side 11
Xfc^WT'. FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 - 11 ERLENDAR FRETTIR Of deigur við ísrael? DAGUR ÞORLEIFS SON Bandarískir sérfræðingar um Austurlönd nær eru sammála um að Bandaríkin verði að ger- ast virkari gagnvart þeim heimshluta og kröfuharðari við Israel, með það fyrir augum að koma friðarferlinu í skiptum þess og araba á skrið. En jafn- framt efast sérfræðingar þessir um að Bill Clinton, Bandaríkja- forseti, muni gera mikið í því máli. A þá leið talar Augustus. Ric- hard Norton, prófessor í mann- fræði og fræðum um alþjóðasam- skipti við Boston University og einn helstu sérfræðinga Banda- ríkjanna um Austurlör d nær. Ahugaleysi um utanríMsmál Prófessor Norton telur að ísra- el, og sérstaklega forsætisráð- herra þess, Benjamin Netanya- hu, sé einkum um að kenna að hvorki gengur né rekur í marg- umtöluðu friðarferli milli Isra- els annars vegar og Palestínu- manna og Sýrlands hins vegar. Einnig er ljóst að Norton telur að aðgerðaleysi það, sem Bandaríkin auð- sýni í máli þessu, þýði í raun að þau dragi taum Ísra- els. Þar með sé hætt við að arabar hætti að taka Bandaríkja- stjórn gilda sem málamiðlara í deilu þessari. Norton skrifar í grein í Current History, virtu tímariti bandar- ísku um sagn- fræðileg efni, að ,,maðurinn frá Arkansas“ (þ.e. Clinton) láti innanlandsmál ganga fyrir öllu öðru. Það út af fyrir sig ætti varla að þurfa að koma á óvart, en meA þessu er átt við að Clinton hafi takmarkaðan áhuga á því, sem gerist utan Bandaríkjanna og sérstaklega ef það sé langt frá þeim. Áhugi hans hafi verið svo mjög hund- inn við innanlandsmál að þekk- ing hans á alþjóðamálum sé til þess að gera takmörkuð og hon- um því gjarnt að meðhöndla þau yfirborðskennt. Ekki bæti hér úr skák að sumir ráðgjafa forsetans segi honum að ástæðulaust sé að hafa miklar áhyggjur af því sem gerist er- lendis. Það er gömul saga að ráðgjafar valdhafa gefi þeim þær ráðleggingar, sem ráðgjaf- arnir þykist skynja að valdhaf- arnir helst vilji fá. Atkvæði og peningar Norton sagði nýlega í blaðavið- tali að honum virtist stjórn Clintons loka augunum fyrir því að deilur Israels og araba væru ekki einangrað fyrirbæri, heldur tengdar öðru því sem gengur á f Austurlöndum nær. Með of mikilli eftirlátssemi við Israel stefndu Bandaríkin eigin Fahd Saúdi-Arabíukonungur og ráðherrar hans: ekki áhættulaust að vera vinir Bandaríkjanna. Baksvið Bandarískir sérfræð- ingar uin Austurlönd nær: Bandaríidn stefna hagsmunum sínum og iðnvædda heimsins þar í hættu með eftirlátssemi við ísrael. hagsmunum í þessum heims- hluta, þ.á m. í olíuríkjunum á Arabíuskaga, í voða. Mikið er um andúð þar á Bandaríkjun- um og fyrir valdhafa þar, sem vilja vera vinir Bandaríkjanna, er það ekki áhættulaust. Norton segir þá þurfa við ein- hvers árangurs - að arabísku mati - í friðarferli Israels og araba til þess að réttlæta fyrir þegnum sínum vinfengi sitt við Bandaríkin. Líti þegnar téðra valdhafa arabískra svo á að ein- hliða halli á Palestínumenn í friðarferlinu, muni valdhafar þessir telja sig tilneydda að ger- ast Bandaríkjunum óþjálli og það geti leitt til þess að staða Bandaríkjanna og iðnvædda heimsins sem heildar á Persaflóasvæð- inu komist í hættu. Viðvörun til Bandaríkjanna í því samhengi mun vera að bandamenn Bandaríkjanna á Persaflóa- svæðinu neit- uðu nýlega að eiga þátt í hern- aðaraðgerðum gegn Irak, ef til þeirra kæmi. Einhverjir fréttaskýrendur hafa sagt Clinton ísraelssinnað- asta Bandaríkjaforsetann til þessa, og með því er að líldnd- um ekki lítið sagt. Astæður til meintrar undarlátssemi Clint- ons við Israel eru að mati próf- essors Nortons einkum tvær. I fyrsta lagi séu demókratar, flokkur Clintons, mjög komnir upp á atkvæði og peninga bandarískra gyðinga og í öðru Iagi sé Bandaríkjaþing nú svo hlynnt lsrael að forsetinn óttist kaldar kveðjur frá þinginu ef hann þrýsti á Netanyahu. Ekki mundi útilokað að fé og jafnvel atkvæði bandarískra gyðinga ættu einnig þátt í þessari af- stöðu þingsins. Rangt mat á almenningsá- liti? Ennfremur er hermt að AI Gore varaforseti, sem ætli sér að vinna forsetakosningarnar árið 2000 og taka við af Clinton, leggi fast að Clinton að forðast af gera bandarískum gyðingum gramt í geði, því að þeir kunni annars að hefna sín með því að styðja repúblíkana fýrir næstu kosningar. Stuðningsmenn Israels í Bandaríkjunum halda því fram að samúðin með Israel sé þar svo mikil að Bandaríkjastjóm er geri Israel verulega á móti skapi muni komast að því fullkeyptu. Norton bendir hins vegar á að George Bush, fyrirrrennari Clintons á forsetastóli, harð- neitaði ísrael 1991 um efna- hagsaðstoð nema því aðeins að tryggt væri að ekkert af því fé yrði notað til stofnunar nýrra gyðingabyggða á Vesturbakka og í Gaza. Skoðanakannanir leiddu í Ijós að 85% íbúa Bandaríkjanna voru sammála Bush um þetta. Ekki sé ástæða til að ætla að afstaða bandarísks almennings til deilna Israels og araba hafi síðan breyst Israel í hag. Meira að segja muni marg- ir bandarískir gyðingar með- mæltir því að Clinton verði harðari við Netanyahu. Sú af- staða meðal bandarískra gyð- inga kann sumpart að stafa af kvíðboga fyrir því að almenn- ingsálitið Jjar vestra sé að snú- ast gegn Israel. Ekki er víst að slíkt yrði alveg vandræðalaust fyrir bandaríska gyðinga. OrðaskaM frestað fram yfir jðl EVRÓPUSAMBANDIÐ - Hans van den Broek, sem fer með utanrík- ismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, átti í gær fund með Ismail Cem, utanríkisráðherra Tyrldands, þar sem þeir ræddu um deilur ríkjanna vegna þess að Tyrkland var sett aftast í biðröðina um aðild að ESB. Þeir urðu sammála um að hætta í bili orðaskaki í fjöl- miðlum, a.m.k. fram yfir jól, og reyna að finna lausn á málinu sem báðir geta sætt sig við. Hnífjafnt í forsetakosningiun SUÐUR-KÓREA - Úrslit forsetakosninganna í Suður-Kóreu verða væntanlega birt í dag, föstudag, en samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var á kjördag verður afar mjótt á mununum milli tveggja fram- bjóðendanna. Samkvæmt henni fengi Kim Dae-Jung, leiðtogi stjórn- arandstöðunar, 39,9% atkvæða en frambjóðandi stjórnarflokksins, Lee Hoi-Chang, myndi fá 38,9%. Þriðji frambjóðandinn, Rhee In-Je, myndi svo fá 19,7% atkvæða. Flugvél fórst í Grikklandi GRIKKLAND - Flak flugvélar frá Ukraínu sem hvarf seint á miðviku- dag fannst í gær í fjallahéraði í norðurhluta Grikklands. Flug\'élin var á leið til Þessalóníku með um 70 manns innanborðs, þar á meðal sex börn. Óh'klegt þótti að nokkur hefði komist h'fs af, en leitar- og björg- unarskilyrði eru mjög erfið í fjöllunum, þar sem snjór hvílir yfir öllu. Jeltsín ætlar heim í dag RÚSSLAND - Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, hyggst fara heim af heilsuhælinu í dag, þar sem hann hefur dvalist vegna veirusýkingar í öndunarfærum. Hann hitti í gær Viktor Tsjernómyrdín forsætisráð- herra að máli. Forsætisráðherrann vísaði enn á ný á bug öllum vangaveltum um að veikindi Jeltsíns væru alvarleg, og læknar sögðu ástand hans í gær vera þokkalegt. Bor/s Jeltsín að hressast. A þriðja tug urðu úti RÚMENIA - Að minnsta kosti 23 manns hafa látist í kuldunum í Rúmeníu frá því í byrjun vikunnar, en þar eins og annars staðar í Austur-Evrópu hafa kuldar verið gífurlega miklir. I höfuðborginni einni, Búkarest, er mannfallið 13 manns, einkum heimilislaust fólk eða fólk sem hefur sofnað úti undir beru lofti eftir áfengisneyslu. Tveir Króatar handteknir vegna stríðsglæpa BOSNÍA OG HERSEGÓVÍNA - Hermenn Nató í Bosníu handtóku í gær tvo Króata, Vlatko Kupreskic og Anco Frundzija, sem hafa ver- ið kærðir fyrir stríðsglæpi af alþjóðlegum stríðsglæpadómstóli í Haag. Eru þeir grunaðir um þátttöku í fjöldamorðum á múslimum í bænum Vitez f Bosníu árin 1993-94. Við handtökuna hóf Kupreskic skothríð á hermenn Nató, sem svöruðu í sömu mynt. Kupreskic hlaut skotsár, en enginn hermannanna særðist. Leikfélag Akureyrar jólafrumsýning ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Daisy: Sigurveig Jónsdóttir Hoke: Þráinn Karlsson Booiie: Aðalsteinn Bergdal Þýðing: Elísabet Snorradóttir Lýsing: Ingvar Bjömsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjóm: Ásdís Skúladóttir Hjörtum mannanna svipar sam- an í Atlanta og á Akureyri. Nú er tígullinn tromp. Á lauftrompið okkar, Hart í bak, náðum við 90% sætanýtingu á 25 sýningar. Látum tígulinn trotnpa laufið. Frumsýning á Renniverk- stæðinu á annan í jólum, 26. des. kl. 20.30. Örfá sæti laus. 2. sýning 27. des. kl. 20.30. Örfá sæti laus 3. sýning 28. des. kl. 20.30. 4. sýning 30. des. kl. 20.30. Sýningar um helgar í janúar og febrúar Söngvaseiður frumsýning í Samkomu- húsinu 6. mars Aðaihlutverk: Þóra Einarsdóttir Markúsar- guðspjall einleíkur Aðalsteins Bergdal frumsýning á Renniverk- stæðinu um páska h Gjafakort í leikhúsið. Jólagjöf sem gleður. Kortasala: í Biómabúð Akureyrar, Versluninni Bókvali, Café Karólínu og í miðasölu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu. Sími: 462 1400 Gleðileg jól! Munið Leikhúsgjuggið FLUGFÉLAG ÍSLANDS sími 570-3600 r er styrktaraöili Leikféiags Akureyrar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.