Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGVR 19.DESEMBER 1997 - 5 FRÉTTIR Unglæknar hafa ekki atkvæðisrétt Unglæknamir sem undanfarid hafa hætt störfum geta ekki tek- iö þátt í atkvæða- greiöslunni nm miðl- unartillögu Ríkis- sáttasemjara. Ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar, en samning- ur þessara aðila frá því á dögun- um var nýlega felldur naumlega. MiðlunartiIIagan gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum og sam- kvæmt heimildum Dags er þar í engu eða litlum mæli hreyft við yfirvinnuprósentunni. Að sögn Þóris Einarssonar rík- issáttasemjara fer miðlunartil- lagan beint til félaganna og verða atkvæði greidd í Læknafé- lagi Reykjavíkur á morgun og framyfir hádegi á laugardag. „Eg vil ekkert um innihald miðlunar- tillögunnar segja, annað en að eðli málsins samkvæmt geta ekki orðið miklar breytingar frá fyrri samningi," segir Þórir. Helgi H. Helgason, aðstoðar- Iæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, segir í samtali við Dag að búast megi við því að miðlunartillagan renni greiðlega í gegn, því allur sá fjöldi unglækna sem sagt hef- Borgi Nilsson, nýráóinn ríkissaksóknari. Bogi ráðinn Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra skipaði í gær Boga Nils- son ríkislögreglustjóra í stöðu ríkissaksóknara. Bogi tekur við embættinu um áramótin þegar Hallvarður Einvarðsson lætur af störfum. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru komnir ! kosningaham og vanda ekki R-listanum kveðjurnar I sambandi við fjármálastjórn hans á kjörtímabiHnu. / það minnsta finna þeir meirihlutanum allt til foráttu borgarfulltrúarnir Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Inga Jóna Þórðardóttir. - mynd: e.ól. Blekkingar og verul eikafjrríng Uppgjöf. Auknar álög- ur og skuldir. Hömlu- laus útgjöld og haUa- rekstur. „Fjárhagsáætlun borgarinnar einkennist af auknurn sköttum og skuldum, stöðnun og upp- gjöf,“ segir Arni Sigfússon, odd- viti sjálfstæðismanna í bogar- stjórn. Hann ásakar R-listann um veruleikafirringu og blekk- ingar. A blaðamannafundi sem sjálf- stæðismenn boðuðu til noldíru áður en síðari umræða hófst um fjárhagsáætlun ReykjaHkur í gær kom fram að álögur á borgarbúa hafa aukist um tæpan fjórðung að raungildi frá 1993-1996. Það samsvarar rúmum tveimur og hálfum milljarði króna. Þar með er talinn holræsaskattur og arður af borgarfyrirtækjum. Þá gera sjálfstæðismenn ráð fyrir því að skuldir borgarinnar hafi aukist um 4-5 milljarða króna á kjör- tímabilinu. Allt úrskeiðis nema blómin Sjálfstæðismenn vísa því á bug að fjárhagsáætlun borgarinnar verði hallalaus á næsta ári frekar en yfirstandandi ári. Þaðan af síður að tekist hafi að koma böndum á skuldasöfnunina eins og R-listinn hefur haldið fram. Máli sínu til staðfestingar vísa þeir til fréttabréfs Hagstofu Is- lands frá því í sl. mánuði. Sam- kvæmt því var halli á rekstri borgarinnar með því mesta sem gerðist í fyrra meðal hinna stærri sveitarfélaga, eða tæpur milljarð- ur króna. Aðeins í Mosfellsbæ og á Akranesi var hallinn meiri. Þeir telja einnig að hallinn á rekstri borgarinnar verði í ár 1,3 millj- arður króna, eða 8,95% af skatt- tekjum borgarinnar. Á næsta ári verður hallinn nokkru minni, eða rétt rúmur milljaröur, eða 6,7% af skatttekjum. Að mati sjálfstæðismanna er nánast sama hvar borið er niður í Qármálastjórn R-listans. Allt hefur farið úr böndum nema einna helst innkaup á blómum. Arðgreiðslur borgarfyrirtækja hafa aukist á valdatíma R-listans og hömlulaus aukning hefur orð- ið í rekstrarútgjöldum. Sem dæmi benda þeir á að framlög borgarinnar til SVR hafa aukist um 66% frá árinu 1993 á sama tíma og farþegum hefur ekki fjölgað. Sömuleiðis hafa framlög borgarinnar til félagsmálastofn- unar aukist um 58% í miðju góð- ærinu. — GRH Þórir Einarsson. ur upp störfum og hætt hafi ekki atkvæðisrétt gagnvart miðlunar- tillögu. „Miðlunartillagan virðist litlu breyta um stöðuna hjá unglæknum. Þar er ekkert hreyft við yfirvinnuprósentunni og ann- að tekur litlum breytingum. Mér sýnist að þeir hafi allt eins getað lagt fram lakari tillögu frá því sem var, því þótt vitað sé um óánægju meðal sérfræðinga þá var munurinn það lítill í fyrri at- kvæðagreiðslu að það munar talsvert um atkvæðismissinn hjá þeim unglæknum sem sagt hafa upp,“ segir Helgi. Ríkissátta- semjari staðfestir að gagnvart miðlunartillögum embættisins hafi einungis þeir atkvæðisrétt sem starfandi eru. — FÞG Eldsneyt- isgjaldið rættí ílugráði Ábendingar Samkeppnisráðs um innheimtu eldsneytisgjaldsins voru ítarlega ræddar á fundi Flugráðs í gær. Engin ákvörðun var tekin, en nú er beðið ákvörð- unar í samgönguráðuneytinu um framtíð innheimtunnar. Samkeppnisráð lagði að sam- gönguráðherra að annað hvort innheimta gjaldið af öllum sem fá eldsneyti á Keflavíkurflugvelli, eða leggja gjaldið niður. Ráðið telur það raska samkeppni að Flugleiðir komist hjá því að greiða gjaldið, á sama tíma og það er þungur kostnaður hjá samkeppnisaðilum. Á fundi Flugráðs var talsvert rætt um fréttir Dags af máli þessu og um yfirlýsingar Halldórs Blöndals í garð flugráðsmanna. — FÞG REYKJAVÍK Gegn einelti og ofbeldi Fjölskylduþjónustan Miðgarður í Grafarvogi fær 1,5 milljón króna viðbótarfjárveitingu frá borginni til átaks gegn einelti og ofbeldi í hverfinu. Peningarnir verða einnig nýttir til að koma á fót sérstökum stuðningi við börn sem búa við erfiðar heimilisað- stæður. Svæðaskipulag höfuðborgar- svæðis Borgarráð hefur samþykkt að láta vinna svæðaskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Skipulagið verður unnið í samvinnu við bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði, Garða- bæ, Bessastaðahreppi, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. I því skyni verði sett á fót samvinnunefnd um gerð svæðaskipulagsins. Gert er ráð fyrir að verja 10 milljónum króna í aðkeypta vinnu og annan kostnað á árinu 1998. Sú fjár- hæð skiptist á milli sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafj'ölda. ístak fær Listahúsið Innkaupastofnun hefur lagt til að gengið verði að tilboði Istaks hf. í brot og uppsteypu í Lista- safni borgarinnar í Hafnarhús- inu. Borgarráð hefur samþykkt erindið með fyrirvara um sam- þykki bygginganefndar. Istak átti lægsta tilboðið f framkvæmdirn- ar, tæpar 40 milljónir ltróna sem er 54,55% af kostnaðaráætlun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsfulltrúi sjálfstæðis- manna, sat hjá við afgreiðslu málsins vegna andstöðu við stefnu meirihlutans í málefnum Hafnarhússins. Bætt þjónusta við fjölskyldur Borgarstjórn hyggst verja 14,6 milljónum króna vegna þróunar- verkefnis við Mosfellsbæ um Fjölskylduþjónustuna Samvist. Þessi tvö bæjarfélög hafa ásamt félagsmálaráðuneytinu staðið fyrir sameiginlegri tilraun um rekstur ráðgjafaþjónustu fyrir fjölskyldur í vanda. Á milli 300- 400 einstaklingar - fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoð hjá Sam- vist á árinu. Iinira starf grunuskólans eflt Ætlunin er að verja 36 milljón- um króna úr borgarsjóði til sér- stakra verkefna til að bæta innra starf grunnskóla borgarinnar. 1 því sambandi verður varið 27 milljónum króna umfram starfs- áætlun Fræðslumiðstöðvar til að skapa viðbótarstundir svo hægt sé að sinna nemendum betur í samræmi við mismunandi náms- lega stöðu. Þá starfi námsráð- gjafi í skólum með Ijölmennar unglingadeildir. Gerð verður til- raun f fjórum skólum með næð- isstund og hádegishlé fyrir nem- endur 1 .-4. bekkjar og námskeið verða haldin fyrir foreldra 6 ára barna. — GRH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.