Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 6

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 6
J 6-FÖSTVDAGUR 19.DESEMBER 1997 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sfmar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf auglýsingadeildar: Simbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON stefAn JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Öheillaþróim í fyrsta lagi Neyðarástand er á mikilvægum deildum sjúkrahúsanna vegna uppsagna unglækna, en þær eru að koma til framkvæmda þessa dagana. Unglæknar hafa haldið fjölmörgum deildum spítalanna gangandi með löngum vöktum og meira vinnuálagi en þeim og sjúklingum þeirra er bjóðandi. Stjórnendur sjúkra- húsanna og landlæknisembættið hafa reynt að grípa til neyð- arráðstafana. Sérfræðingar hafa verið fengnir til að ganga vaktir unglækna og sjúklingar eru hvattir til að leita til heilsu- gæslustöðva og heimilislækna vegna minni veikinda - hvernig svo sem hægt er að ætlast til þess að sjúklingar meti það sjálf- ir hvort sjúkleiki þeirra sé alvarlegur eða ekki. 1 öðru lagi Sáttasemjari ríkisins hefur lagt fram miðlunartillögu í óleystri deilu lækna við Sjúkrahús Reykjavíkur. Ekkert bendir hins vegar til þess að miðlunartillagan leysi þann vanda sem skap- ast hefur vegna uppsagna unglækna - hvorki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur né annars staðar. Þótt tillagan verði væntanlega samþykkt - þar sem flestir unglæknar eru hættir störfum og hafa því ekki atkvæðisrétt um tillöguna - mun hún engu breyta um alvarlegan læknaskort á spítölunum. Til þess þarf samn- inga við unglækna um skynsamlegt vinnuálag og yfirvinnu- greiðslur. í þriðja lagi Unglæknar starfa yfirleitt á sjúkrahúsunum í nokkur ár áður en þeir leita sér framhaldsmenntunar erlendis. Ljóst er að kjaradeila þeirra nú mun flýta för margra unglækna til frekara náms og draga úr líkum á að þeir komi aftur til starfa hér heima að námi loknu. Nýleg könnun í Háskóla Islands sýndi að meira en helmingur þeirra sem nú stunda þar læknisnám búast við að þeir muni starfa erlendis að námi loknu. Að óbreyttu stefnir því í verulegan skort á unglæknum á næstu árum. Slík óheillaþróun yrði alvarlegt áfall fyrir íslenska heil- brigðisþjónustu. Ellas Snæland Jónsson. Ráðagóðir ráðgjafar Borgaryfirvöld héldu í vikunni blaðamannafund þar sem kynnt var niðurstaða breskra ráðgjafa varðandi fyrirkomu- lag verslunar og ýmis skipu- lagsmál á höfuðborgarsvæð- inu. Ráðgjafarnir komu með ýmis góð ráð eins og gengur, t.d. töldu þeir mikilvægt að tala við fólk sem býr á þeim svæðum sem verið er að skipuleggja sem og alla helstu hagsmunaaðila, áður en farið er út í stórfelldar bygginga- framkvæmdir. Þetta er auðvit- að gott ráð, en spurning hvort ástæða var til að sækja það alla leið til Bretlands. Garri hefði verið tilbúinn að veita þessa ráð- gjöf ókeypis, og hef- ur raunar margoft komið með ábend- ingar af þessu tagi einmitt hér í blað- inu. En menn kunna aldrei að meta það sem er ókeypis. Spámaöur í sínu föðurlandi En Bretarnir kunnu fleiri ráð og sáu fleiri hættur vofa yfir í skipulagsmálum höfuðborgar- svæðisins. Þannig bentu þeir á að 40 þúsund fermetra verslunarmiðstöð í Smáran- um í Kópavogi væri líldeg til að taka viðskiptavini frá öðr- um verslunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, og jafn- vel vaida erfiðleikum sums staðar. Garri er nokkuð ánægður með þessa ráðgjöf enda er hann henni hjartan- lega sammála. Hins vegar er það með þetta atriði eins og það fyrra, að Garri hefur tí- undað einmitt þetta mál í pistlum sínum gegnum árin. V Haldi menn áfram að byggja verslunarrými kemur auðvitað að því að nóg er byggt og ef menn bæta 40 þúsund fer- metrum við eftir að nóg hefur verið byggt, hlýtur eitthvað að láta undan. En það er eins með þetta og annað, ráðgjöfin hljómar einfaldlega betur ef hún er flutt á ensku og er komin frá erlendum sérfræð- ingum. Framtíðinni borgiö Hins vegar hefur þessi breski ráðgjafi gjörsamlega bjargað framtíðaráformum Garra, sem íhugar al- varlega að snúa sér að ráðgjafarmálum - erlendis. Ur því að breskt ráðgjafarfyrir- tæki sér ástæðu til að taka upp tillögur sem Garri hefur margoft bent á þá hlýtur ráðgjöf Garra líka að vera gjaldgeng í Bretlandi. Garri yrði erlendur ráðgjafi í útlöndum og gæti þess vegna talað á framandi tungu. Ekki spillir fyrir að breska ráð- gjafarfyrirtækið hefur nú upp- lýst að tekjumöguleikarnir eru nær ótæmandi, en einmitt þessi ráðgjafi hefur gefið öll- um helstu hagsmunaðilum í verslun ráð - og virðist ekki depla auga þótt öll þessi ráð stangist hvert á annars horn. Lærdómurinn er skýr: að hafa reikninginn nógu háan og passa sig á að vera flokkaður sem „erlendur aðili“. Sé þetta tvennt til staðar er greinilega hægt að selja hvaða ráðgjöf sem er. GARRI ODDUR « ÓLAFSSON ■ojr skrifar >að eru engir aukvisar sem komust gegnum læknadeild. Fjöldatakmarkanir, erfið próf og gífurlegar kröfur sem gerðar eru til læknanema gera það að verk- um, að varla ljúka nema vel gerð- ir og dugmiklir einstaklingar þeirri þrautagöngu. Að henni lokinni Ieita þeir sér frama og eftirsóknarverðra Iífskjara er- lendis. íslenska samfélagið sem Iagt hefur talsvert af mörkum til að kosta námið, nýtur ekki starfskrafta þeirra mennta- manna sem aðrar þjóðir taka opnum örmum. Nokkur hundruð íslenskra lækna starfa nú erlendis og nokkrir tugir bætast við næstu vikur þegar ungir læknar hætta störfum á stóru sjúkrahúsunum. Ástæðan er sú að kvótasamfélag- ið er svo fátækt, að það getur ekki greitt þau laun sem annars staðar þykir eðlilegt að vel menntaðir læknar fái fyrir störf sín. Það er íslenska láglauna- Mismumin og landfLótti stefnan sem hrekur þá úr landi, sem síst skyldi. Furðuleg launastefna En íslenska láglaunastefnan er furðuleg. Sé betur að gáð er það líklegast að unglæknarnir beri kjör sín saman við það sem eldri starfsfélagar þeirra bera úr být- um, fremur en þau kjör sem bjóðast í út- löndum. Þá kann að koma í ljós, að í mörg- um tilvikum eru eldri lækn- arnir á marg- földum laun- um, miðað við þá ungu, auk þess sem vinnuskylda og önnur kjör eru hvergi nærri sambæri- leg. Þrefaldur, fimmfaldur og tí- faldur launamunur í sama fyrir- tæki og sömu stofnun er hætt að vera undantekning heldur regla. Vinnuveitendur sem kveina há- stöfum ef þeir þurfa að bæta kjör láglaunastarfskrafta sinna um örfá prósent á nokkrum árum, geta borgað svo og svo mörgum yfirmönnum margföld laun og sjá ekki eftir þeim. Það lið allt saman er ekki að sliga fjárhag fyrirtækja, þótt það taki meira til sín en sam- anlagt láglauna- liðið. Þangaö liggur leiðin Hálaunaður sveitarstjóri sem ekki var hægt að notast við Iengur var verðlaunaður með þriggja millj. kr. stafslokasamn- ingi til að losna við hann. Skatt- greiðendur mjamta ekki kjafti. Innan fyrirtækja og stofnana, svo sem banka, steinþegja allir um sívaxandi launamisrétti, enda er alls staðar verið að hagræða og hóta fólki atvinnumissi. Það er ekki hátt risið á vinnudýrunum við slíkar aðstæður. Ungu læknarnir eiga auðvelt með að hasla sér völl þar sem vinna þeirra er metin að verð- leikum. Landflótti þeirra er því vísbending um hvert láglauna- stefnan liggur. Hæfileikaríkt dugnaðarfólk, sem ekki nýtur þeirrar náðar að fá inngöngu í kjaraaðalsstéttirnar mun leita annað á galopinn vinnumarkað, sem alltaf hefur þörf fyrir hæfan vinnukraft. Islensku láglaunastefnuna má vel milda með því einu að jafna kjörin innan fyrirtækja og stofn- ana og þeir hálaunuðu yfirmenn sem ekki sætta sig við það geta þá bara leitað annað. Þeir eru kannski ekki eins mikilvægir þegar til kastanna kemur, eins og kjánarnir sem borga þeim halda. ro^ir Eru hinir breshu ráð- gjafar marhtæhir um framtíð verslunar á höf- uðborgarsvæðinu þegar þeirhafa unnið og eru í vinnu fyrir ólíha hags- munaaðila á svæðinu? Siguröur Jónsson framkvæmdastjóri Kaupmamtasam- takanna. Ég vil ekki segja að þeir séu ekki marktækir því þetta eru fagmenn á sfnu sviði og ég ætla að þeir séu málefnaleg- ir. En ég held hins vegar að það sé nokkuð almenn regla að menn taki ekki að sér verkefni fyrir aðila í sömu starfsgrein sem keppa sín á milli. Slíkt orkar tví- mælis' og er ekki trúverðugt. Siguröur Geirdal hæjarstjóri í Kópavogi. Svör bresku ráðgjafanna ber að skoða í því Ijósi að þeir eru að verja hags- muni þeirra sem þeir vinna fyrir á hverjum tíma. Guðrún Agústsdóttir forseti borgarstjómarReykjavíkur og fonn. skipulagsnefndar Reykjavíkur. Þeir eru og það sem skiptir máli við að fá er- Ienda ráð- gjafa er að þeir hafa engra per- sónulegra hagsmuna að gæta. En hins vegar þarf ekki erlenda ráðgjafa til að sjá að tvöföldun á verslunarhúsnæði á höfuðborg- arsvæðinu, án þess að íbúum íjölgi að sama skapi, hlýtur að bitna á einhverjum. Jón Júlíusson forstjóri Nóatúns. Nei, þeir eru það ekki. Þeir vinna fyrir Þróun- arfélag Reykjavíkur, borgina og þá hafa þeir unnið fyrir Hagkaup að uppbyggingu Kringlunnar. Ráð- gjafarnir skipulögðu fyrrir Hag- kaup, Bónus og BYKO verslun í Smárahvammi og þá var þar besta verslunarsvæðið. Því eru mennirnir margsaga. Nú liggur fyrir skipulagsnefnd Reykjavíkur tillaga að stækkun Kringlunnar og mótmæli frá íbúum nærliggj- andi hverfa. Ég geri ráð fyrir því að nefndin muni taka tillit til þeirra sjónarmiða og hagsmuna verslunareigenda í borginni. Allt annað er á skjön við yfirlýsingar borgarinnar og bresku ráðgjaf- anna. fullkomlega marktækir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.