Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 4
4- FÖSTUDAGVR 19.DESEMBER 1997 ro^tr FRÉTTIR Nýtt skipurit Selfossbætar Bæjarráð Selfoss hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra að nýju skipuriti Selfossbæjar og falið honum jafnframt að koma því í framkvæmd og ganga frá starfslýsingum á grundvelli fyrirliggjandi tillagna í samráði við viðkomandi sviðsstjóra og nefndir. A fundi bæjarráðs í sl. viku var einn- ig samþykkt að auglýsa stöðu fræðslu- og menningarfulltrúa Selfoss- bæjar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu. Þar er um að ræða nýja stöðu hjá bænum. Set fær gæðavottim Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra mun á föstudag afhenta forráða- mönnum Röraverksmiðjunnar Sets hf. á Selfossi formlega vottun vegna gæðakerfisins ISO 9002, sem þeir hafa komið upp í framleiðslu sinni. Að sögn Bergsteins Einarssonar, framkvæmdastjóra Sets hf., var byijað á uppbyggingu gæðamála hjá fyrirtækinu 1990 og síðan þá hafa miklar breytingar orðið í starfsháttum, tækni og aðstöðu fyrirtæksins. Það er mat forráðamanna Sets hf. að sú vinna á sviði gæðamála sem unnin hefur verið sl. ár hafi aukið vörugæði umtalsvert og lækkað kostnað við framleiðsluna. Set hf. er fyrst íslenskra fyrirtækja á sínu sviði sem hlýt- ur gæðavottun. Evrbekkingar fá mannbrodda Félgar í Slysavarnadeild- Igar í Slysavarnadeild inni Björg á Eyrarbakka afhentu í sl. viku öllum Eyrbekkingum eldri en 67 ára mannbrodda og endurskinsmerki að gjöf. Að sögn Siggeirs Ingólfs- sonar, formanns deildar- innar, velja liðsmenn deildarinnar á hverju ári ákveðin verkefni á sviði slysavarna til að vinna að og þetta varð fyrir valinu nú. I haust var svo böm- um í grunnskólanum á Eyrarbakka færð endur- skinsmerki að gjöf, en fyrir því er löng hefð. Það var umboð Tryggingar hf. á Suðurlandi sem styrki mannbroddaverkefni Bjargar, en að sögn Sig- geirs er ætlunin að halda því áfram - og gefa í framtíðinni brodda til allra Eyrbekkinga þegar þeir ná eftirlaunaaldri. Frá afhendingu mannbroddanna á Eyrarbakka i sl. viku. Lengst til hægri á myndinni er Gudmundur Sigurðsson, umboðsmaöur Tryggingar hf. á Selfossi, en fyrirtækið styrkti þetta framtak myndarlega. - mynd: jún þórðarson. Vilja upplýsta Hellisheiði Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Selfoss í sl. viku áskorun til sam- gönguráðherra og Vegagerðar um að hafinn verði undirbúningur fram- kvæmda á lýsingu yfir Hellisheiði og milli staða á Árborgarsvæðinu. Tekur bæjarstjórn undir hugmyndir um þetta efni sem reifaðar voru á Alþingi sl. vetur. Segir í tillögu bæjarstjórnar Selfoss að lýsing yfir Hell- isheiði sé „...einnig mikið hagsmunamál íbúa á höfuðborgarsvæðinu, vegna sívaxandi umferðar sumarbústaða- og ferðafólks austur yfir heið- ina allt árið.“ - SBS Nafn á nýtt sveitarfélag fyrir áramðt Samstarfsnefnd sveitarstjórna Árskógshrepps, Dalvíkur og Svarfaðar- dalshrepps, sem sameinast næsta vor, hafa ákveðið að efna til skoðana- könnunar um nafn á nýja sveitarfélagið og verður tillögufrestur til gaml- ársdags, 31. desember. Samstarfsnefnd telur einnig nauðsynlegt að samræma reglur um rekstrarstyrki og aðra styrki til félaga með það að markmiði að fjármagn til þeirra nýtist sem best. Tókst vel, eða ekki? I fundargerð stjómar Dalbæjar, heimilis aldraðra, er skýrt frá því að rýming á Dalbæ hafi tekið mjög stuttan tíma og tekist vel að öllu leyti. En síðan segir að ýmislegt hafi komið í Ijós sem betur hefði mátt fara. Spurningin er því, tókst rýming vel að öllu leyti eða ekki? Tilraimadæling á Árskógsströnd Kristján Snorrason, oddviti Árskógshrepps, skýrði á fundi veitunefndar frá þeim búnaði og hugsanlegum kostnaði sem þyrfti til að tiiraunadæl- ing við nýja borholu á Árskógsströnd gæti hafist. Samþykkt var að hefja tilraunadælingu og er kostnaður áætlaður 6 milljónir króna. Framtíð Skíðafélags Dalvíkur óráðin Skíðafélag Dalvíkur á við mikinn fjárhagsvanda að etja, tap varð á rekstri ársins 1996 upp á 1,1 milljón króna og skuldir nema 3 milljón- um króna. Umræður hafa farið fram við Dalvíkurbæ um framtíð félags- ins og þá um Ieið rekstur skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli á komandi vetri. Nýkjörinn formaður félagsins er Oskar Óskarsson. — GG Tollgæslan í Leifsstöð hefur náð miklu magni af fikniefnum, þótt árið hafi verið tiltölulega tíðindalítið. Meðal annars er búið að taka rúmlega 2.000 E-töflur og rúmlega 4,1 kíló afhassi. 18 teknir með efni í Leifsstoð á árinu 18 fikniefnasmyglar- ar gómaðir í Leifsstöð á árinu, þar af þrír út- lendingar. Fjórir Hol- lendingar gista nú fangageymslur á ís- landi. Samkvæmt upplýsingum sýslu- mannsembættisins á Keflavíkur- flugvelli hafa alls 18 einstakling- ar verið teknir með fíkniefni, önnur lyf og stera við tollleit í Leifsstöð það sem af er þessu ári. Þrír þessara einstaklinga eru er- lendir ríkisborgarar, Svíi, Hol- lendingur og Breti. Að sögn Elíasar Kristjánssonar hjá fíkniefnadeild tollgæslunnar hafa komið upp tvö ný mál með fjögurra daga millibili og í báðum tilfellum var um útlendinga að ræða, sænska konu og hollensk- an mann, sem bæði voru að koma frá Hollandi. „Þessi tvö mál lyfta þessu nokkuð upp, því fram að því hefur árið verið frem- ur tíðindalítið og upptaka efna með slakara móti.“ Auk Hollendingsins sem ný- verið var tekinn í Leifsstöð með fíkniefni gista nú fangageymslur þrír aðrir Hollendingar sem teknir voru í fyrra, kona og karl í „Hollendingsmálinu11 svokallaða og landi þeirra sem reyndi að smygla efnum inn í landið í myndaramma. Sá síðastnefndi náðist í Reykjavík og rétt að árétta að hér er aðeins verið að fjalla um einstaklinga sem nást í Leifsstöð. Það gæti því verið fjór- mennt í hollensku jólahaldi á bak við lás og slá á Islandi. Hollendingar hafa verið áber- andi í þessum bransa, en Amster- dam er þó ekki eina flugið sem vel er fylgst með. „Við fylgjumst vel með þeim flugleiðum sem búast má við að séu mest misnot- aðar til innflutnings á fíkniefn- um. Stærsti hluti þeirra fíkniefna sem Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli leggur hald á kemur með svokölluðum „burðardýrum" frá Hollandi. Þó er það einnig stað- reynd hjá stærri innflytjendum fíkniefna að þeir reyna að stýra smyglinu frá flugvöllum sem þeir telja opnari,“ segir Elías. Það sem af er árinu hefur toll- gæslan í Leifsstöð náð rúmlega 2.000 E-pillum, 376 grömmum af amfetamíni, 85 grömmum af kókaíni, rúmlega 4.100 grömm- um af hassi og um 300 neyslu- skömmtum af áætluðu LSD. Elí- as nefnir í þessu sambandi að þótt vera kynni að áróður gegn E-piIlunni hafi skilað sér um tíma sé ástæða til að hugleiða hvort þetta efni sé ekki aftur á uppleið, miðað við það magn sem hald hefur verið lagt á að undanförnu. — FÞG Ungu bófagengi refsað Sex írngir menn í bófagengi dæmdir fyr- ir mikinn fjölda inn- brota. Sex ungir menn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjavík- ur til mislangrar fangelsisvistar vegna mikils fjölda innbrota, þjófnaða og fyrir réttindalausan akstur. Mennirnir eru 17 til 22 ára gamlir, en tveir hinir yngstu, fóstbræður, voru 16 ára þegar brotin voru framin og er refsing þeirra skilorðsbundin. Ljóst er af upptalningunni á þýfinu í ákæruskjalinu að um skipulegar ránsferðir var að ræða hjá hópnum og ber mest á því að þeir hafi stolið verkfærum á bif- reiðaverkstæðum og útvarps- og geislaspilurum úr bílum. Það var hins vegar ekkert skilið eftir sem koma mátti í verð og meðal stol- inna muna annarra voru veiði- græjur, vöðlur, myndavél, Ijósrit- unarvél, sfgarettukarton, pen- ingataska, talstöð. Ákæra hefur verið gefin út á hendur fertugum manni fyrir hylmingu, en hann keypti ýmis verkfæri af ungu mönnunum, vitandi að um þýfi væri að ræða. Ungu mennirnir fengu tveggja til sjö mánaða fangelsisdóma, en aðeins tveir þeirra fara til vistun- ar, hinir fengu dóminn skilorðs- bundinn. Fram kemur varðandi þá yngstu í hópnum, fóstbræð- urna, að tekið er tillit til bágra aðstæðna annars þeirra, en á þeim tíma sem hann framdi brotin var hann „í algjöru reiði- leysi á heimili sínu, þar sem hvorki foreldra hans naut við né annarra fullorðinna“. — FÞG Montið fólk og mývargar Sumarið 1996 var gerð skoðana- könnun hjá erlendum og inn- lendum ferðamönnum af hópi sem kallast Rannsóknir og ráð- gjöf ferðaþjónustunnar. Á Norð- urlandi eystra má lesa eftirfar- andi út frá svörum innlendra ferðamanna sem tóku þátt í könnuninni. 70% svarenda komu frá Reykjavík eða Reykjanesi. Þeir voru hlutfallslega flestir á aldrin- um 26-45 ára og leituðu 33% þeirra upplýsinga um Norður- land eystra fyrir ferðina, þar af um 16% í ferðabæklingum. Spurt var hvað mönnum væri efst í huga gagnvart tilteknum svæðum og var svarað að á Akur- eyri kæmi náttúrufegurðin, Ak- ureyrarkirkja og gott veður fyrst upp í hugann. Á Húsavík var það á hinn bóginn einkum montið fólk sem tengdi fólk við staðinn, en Ásbyrgi, náttúrufegurð og Mývatn voru efst í liuga svar- enda þegar spurt var almennt um Þingeyjarsýslur. Þegar kom að Mývatni sérstaklega var mý- vargurinn langefstur í huga svar- enda (30%) en síðan komu fugl- ar, náttúrufegurð og Dimmu- borgir. Eftirsóknarvert á NA-landi er náttúran 48%, Mývatn 33%, gott veður 20% og Ásbyrgi 19%. Helstu viðkomustaðir eru Akur- eyri (77%), Húsavík 33% og Reykjahlíð, Goðafoss, Ásbyrgi og Vaglaskógur 24-25%. Ferðaþjón- usta fær að jafnaði allgóða dóma á Norðurlandi eystra miðað við önnur landsbyggðarkjördæmi, einkum tjaldstæðis-, gisti- og veitingaþjónusta. Um 23% þeirra sem tóku afstöðu töldu sig þó hafa orðið vör við mengun á Norðurlandi, þar af nefndu 16% ruslmengun. Neikvæðast: Slæm- ir vegir. — BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.