Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 3

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19.DESEMBER 1997 - 19 LÍFIÐ í LANDINU L * Frystir bros i ö en grætur inni í sér Sífelltbermeira á þvíaðfólk fyllist kvíða og vonleysi fyrir jólin enda hefur þjóðfélagið opnast ogfólk erfar- ið að um 1.000 fjölskyldur sem verði fyrir missi á hverju ári og þetta segir Gylfi að sé aug- ljósasta orsökin fyrir jólakvíða. Þegar komi að jólahátíðinni langi okkur til að öllum líði vel, bæði okkur sjálfum og okkar nán- ustu, en þá vanti kannski einhvern að jólaborðinu hafi fallið frá fyrr á árinu. getur skapað mörgum sársauka í hug og hjarta. Reikninguriim hverfur? Fullkomnunarárátta getur líka valdið jólakvíða, segir Gylfi, sérstaklega hjá hús- mæðrum. Það þarf að þrífa húsið, kaupa gjafir, sauma eða kaupa jólaföt, huga að jólamatnum og svo framvegis. Verkin eru óþrjótandi. „Hún hreinlega grætur inni í sér en fryst ir brosið á and- meira um slíka hluti en áður. Aíburðirí lífifólks móta tilfinningam- arog þessar tilfinningar magnast og sækjafastar á hugann í nándjólanna. Ef sorgog vanlíðan búa í hjart- anu verða aðventan ogjólin mörgum eifiður tími. þýð þetta Jólin eru boðunum. „Við verðum vör við að veikir einstaklingar, sem eru voðalega margir, láta blekkjast af þessum boðum,“ heldur Ghann áfram. Margir Iáta glepjast af því að hægt að sé dreifa jólunum niður á tólf mánuði. „Sumir halda að reikningur- inn hverfi með því að stinga honum neðst bunkann." - En hvað er þá til ráða? „Fyrsta ráðið gegn kvíða er að tala um hann við sína nánustu, börnin sín, góðan vin eða prestinn sinn, koma í kirkju og segja guði frá þessari tilfinningu. Það er svo mik- ilvægt ef maður getur komið svona til- finningum í orð. Hugsaðu þér Ijölskyldu, sem öll kvelst undan því að annar makinn dettur í það um jólin. Það minnist enginn á þetta en það eru allir með hnút í mag- anum. Sálfræðingur sagði mér um daginn að hann hefði hópa af fólki sem kæmi til sín í nokkur skipti fyrir jólin til að ræða þessa tilfinningu," svarar hann og fer að velta fyrir sér þætti kirkjunnar. Ofuráhersla á gleðina „Kannski hefur kirkjan lagt ofuráherslu á gleðileg jól. Allir gera einhvern veginn ráð fyrir því að þessi gleði ríki í öllum hjört- um. Jólapredikunin byrjar „I dag er glatt í döprum hjörtum" sem er kannski einn stærsti misskilningurinn. Ef einstaklingn- um líður illa og kemur þannig inn í svona tilfinningahátíð þá eykur hátíðin fyrst og fremst á þá tilfinningu. Ef aðventan hef- ur hins vegar skapað frið og gleði með fólki þá nær hún hámarki sínu á aðfanga- dagskvöld," segir Gylfi. Hann neitar því þó að tilfinningalegur álagstími. Jólakvíði er þessi óþægilega tilfinning sem sest að í sálinni þegar jólin nálgast. Jólakvíðinn er nærður af einhvers konar spennu vegna þess að í framtíðinni vakir ósk um hamingju, gleði, ánægju, sem er von og getur brugðið til beggja vona. Þetta er einhver ótti við að ánægjan um jólin verði ekki eins mikil og hún gæti kannski orðið,“ segir séra Gylfi Jónsson, héraðsprestur í Reykjavík. Kirkjan hefur í sívaxandi mæli orðið vör við að aðventan og jólin geta orðið mörgum erfiður tími og því býður hún til umræðufundar og helgistundar í Lang- holtskirkju á sunnudag klukkan fjögur þar sem rætt verður um jólakvíða. Séra Jón Bjarmann sjúkrahúss- og fangaprest- ur, Olöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakross hússins, og Vilhjálmur Árna- son heimspekingur flytja stutt framsögu- erindi og síðan verða fyrirspurnir og al- mennar umræður yfir rjúkandi súkkulaði og smákökum. Að lokum verður gengið til helgistundar í kirkju. Missir og áfengisdrykkja Jólakvíði hefur ekkert verið rannsakaður hér á landi að neinu marki þó að prestar hafi fundið fyrir honum um nokkurt skeið. Ekki er gott að fullyrða hver orsök- in er. Séra Gyifi telur að þær geti verið nokkrar og þar beri fyrst að nefna kvíða vegna fráfalls ættingja. 1 Reykjavík séu Séra Gylfi Jónsson héradsprestur ræðir hér um jólakvíðann sem margir þjást af fyrir jólin. „Þetta er mjög erfiður ti'mi fyrir marga og ég held að við höfum ekki gert okkur nægilega mikið grein fyrir þessu,“ segir Gylfi. Önnur orsök fyrir jólakvíða getur verið áfengisdrykkja hjá Ijölskyldu þar sem einn eða fleiri fjölskyidumeðlimir eiga í vandræðum með áfengi eða vímuefni. I Ijölskyldu þar sem heimilisfaðirinn eða heimilismóðirin voru drukkin yfir jól og áramót í fyrra getur sá drykkfelldi, og kannski sérstaklega hinir Ijölskyldumeð- limirnir, upplifað kvíða þegar þeir velta fyrir sér hvernig þetta verður í ár. Þetta litinu. Allt á að vera í toppstandi á jólun- um. Unglingurinn á að vera ánægður heima, skemmtilegur þó að hann sé óþol- andi einstaklingur alla aðra daga,“ segir hann. Loks getur krafan um að jólagjafakaup óneitanlega valdið jólakvíða og dregið úr jólagleðinni. Auglýsingaflóðið verður sí- fellt stærra og auglýsingarnar ágengari „og sveigjanleikinn svokallaði í greiðslum verður meiri og meiri. „Gefðu konunni nýjan bíl í jólagjöf. Fyrsta afborgunin er ekki fyrr en 1. apríl," segir Gylfi og vitnar þar í auglýsingu frá einu af stóru bílaum- að kirkj- unni hafi mistekist að skapa frið og gleði hjá fólki á aðfangadags- kvöld og bendir á að kirkjan hafi þann boðskap að drottinn guð vilji koma inn í líf mannanna. Jesús hafi fæðst á jörðinni til að tala beint við mennina. Þannig hafi þeir fengið að vita vilja guðs. Ahersla kirkjunnar hafi hins vegar legið á gleðinni og kirkjan hafi kannski ekki séð vanlíðanina og sorgina fyrr en núna. Það sé að breytast með breyttum starfsháttum kirkjunnar og breyttu þjóðfélagi. Kapellur eru opnar Fyrir jólin mun Reykjavíkurprófastsdæmi í samvinnu við Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma hafa opnar kapellur í Foss- vogskirkjugarði og Gufuneskirkjugarði. Þar verður ritningalestur og músík með svipuðu formi og var síðasta sunnudag fyrir jól í fyrra. -GHS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.