Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 11

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 19 .DESEMBER 1997 - 27 LÍFIÐ í LANDINU í hinu nýja Sjó- mannaalmanaki Skerplu eru tæp- lega 800 lit- tnyndir afskip- um á íslandi og einnig sérstök út- gerðarskrá. Þórarinn Fridjónsson, rítstjóri Sjómannaalmanaksins, gefur út Sjómannaaimanak meö sérstakrí út- gerðarskrá auk fjölda litmynda afskipum á íslandi. Hafsj ór upplýsinga Af hverju er Skerpla að gefa út sérstakt sjómannaalmanak þegar aðrir eru að því líka? Því svarar Þórarinn Friðjónsson, ritstjóri almanaksins, en hann er jafn- framt framkvæmdastjóri útgáfu- fyrirtækisins Skerplu. „Skerpla hefur unnið talsvert að útgáfu og upplýsingaþjónustu íyrir sjávarútveg. Við höfum lengi vitað að það vantaði á markaðinn skipaskrá með mynd- urn og það er gamall draumur okkar að gefa út slíka bók. I könnunum sem við gerðum meðal skipstjórnarmanna kom í ljós að þeir höfðu takmarkaðan áhuga á að fjölga tegundum bóka á markaðnum, frekar að bæta þær sem fyrir eru. Við erum með þessu að reyna að koma til móts við markaðinn," segir Þórarinn. Grundvallaralriði í siglinga- fræði Orðið almanak í heiti bókarinn- ar vísar til siglingaalmanaks sem er í bókinni, en það eru töflur í bókinni er líka sér- stök útgerðarskrá en- hún hefurekki verið til áður. yfir gang sólarinnar. Eftir þeim geta menn reiknað út staðsetn- ingu sína og fleira. Þessar töflur eru grundvallaratriði í siglinga- fræði og þykja nauðsynlegar í bók sem þessari, þó að nú sigli skipstjórnarmenn eftir tölvu- væddum búnaði um höfin. Að öðru leyti má segja að sjó- mannaalmanak sé handbók sjó- mannsins. Þar er að finna t.d. flóðtöflur, vitaskrár, upplýsingar um fjarskipti og veður, öryggi á sjó og lög og reglur, að ógleymdri skipaskránni. Aflvísir og logkra ftur „Við erum með litmyndir af öll- uni þilfarsfiskiskipum í flotan- um,“ segir Þórarinn. „Einnig má nefna að nú reiknum við út afl- \asi flestra skipa, en aflvísir er mælieining sem notuð er lil að skýrgreina takmörk heimilda til togveiða innan landhelginnar. Jafnframt má benda á nýjung sem felst í því að við setjum fram reiknaðan togkraft skipa, en hann er besta mælieining um togkraft sem til er. Hvorki aflvís- ir né togkraftur hafa verið birtir fyrir flotann áður, svo hér er um mikilsverða nýjung að ræða og nauðsynlega lýrir skipstjórnend- ur. I bókinni er líka sérstök út- gerðaskrá, en hún hefur ekki verið til áður. Þar eru ítarlegri upplýsingar um útgerðirnar en í skipaskránni sjálfri, m.a. er getið allra skipa sem hver útgerð er með, auk stærðar þeirra. Jafn- framt eru skrár um ný og af- skráð skip, vélar, skipaskrárnúm- er, kallmerki og umdæmisstafi. Auk þess er skrá um opna fiski- báta og í henni birtum við m.a. rúmtölu þeirra," segir Þórarinn að lokum. VS Einn í ellefubió Haimerljótur,en Nú var stemmningin góð í Borg- arbíó á Akureyri. Það er afar gaman í bíó þegar gestirnir skemmta sér vel og hláturinn tekur öll völd (hamimgjusamt). Mynd vikunnar var ég búinn að sjá í höfuðborginni fyrir nokkru síðan. Hún var ekkert öðruvísi hér á Akureyri. Hún var jafn skemmtileg. Myndin heitir Austin Powers og er með grín- Ieikaranum Mike Meyers í aðal- hlutverki. A móti honum leikur engin smá „drottning“. Elisa- beth Hurley heitir hún. Hún er kannski betur þekkt sem unnusta Hugh Grants (þetta er ekki slúðurdálkur). Það geta all- ir gengið að því vísu að þegar Mike Meyers leikur í kvikmynd þá er mikil della í gangi. En þetta eru bara frábærar „dellur“ sem koma frá honum. Það er hægt að hlæja og gjörsamlega gleyma sér í bíó (þetta er kannski full djúpt í árina tekið. Nei, nei). Mike Meyers leikur tvö ef ekki fleiri hlutverk í myndinni. Hann leikur að sjálf- sögðu njósnarann Austin Powers sem er aðalpersóna myndarinnar. Hann er að sjálf- sögðu Ijósmyndari að hluta- starfi. Og sannast það enn og aftur að ljósmyndarar njóta mik- illar kvenhylli eins og hann í myndinni. Hann gerir sig afar ófríðan (ekki þegar hann er ljós- myndari) og veldur það oft krampaköstum (sbr. blossar í kvikmynd, sem sýnd var í japönsku sjónvarpi á dögunum. En leiddi ekki til varanlegs skaða) áhorfandans. Tennurnar voru svakalegar. Og ekki langar mig í kött. Eg á ekki til orð. Kötturinn í myndinni sem lék aðaldýrahlutverkið var hreinn viðbjóður. Hann var hárlaus en samt var honum strokið fram og aftur. Ohhhhh. Austin Powers er frábær skemmtun. Það er gott að geta sleppt öllu pjatti og þessu „list- ræna“ þegar kvikmyndahús er heimsótt. Geta sleppt sér í vit- leysunni og haft gaman af. Einn áhorfandi kom að máli við mig (Davíð Hreiðarsson) í lok mynd- ar og hafði þetta um myndina að segja. „Snilld." Svo mörg voru þau orð. I lokin langar mig að mæla með tveimur myndböndum sem komin eru í útleigu (það er nefnilega móðins nú að mæla með þegar maður tekur sig há- tíðlega og gerist „kvikmynda- gagnrýnandi"). Privat parts og When we where kings eru hreint frábærar myndir. SMÁTT OG STÓRT Stórhöfðasvíta hin nýja Nokkuð var ort á Alþingi í fyrra þegar Ami Johnsen boðaði að hann hefði samið svítu, sem Sinfóníuhljómsveit íslands myndi leika inn á segulband. Nú hefur Arni fengið hljómsveitjna til að leika þetta inn og frumflutti Stór- höfðasvítuna af segulbandi á Stór- höfða um síðustu helgi að viðstödd- um nokkrum frændum og vinum. Meðal gesta var Arni frændi Sigfús- son borgarfulltrúi. Strax tóku hag- yrðingar í Alþingishúsinu við sér og ortu um atburðinn. Fyrsti þáttur Jón Kristjánsson orti: Á Stórhöfða voru stólar bomir stemmningin hún var engu lík, komnir á staóinn félagar fornir og frændi var mættur úr Re) kjavtk. Lítið var þar um birtu og blíðu beljaði tónlist í eyrum sltk, úr bjarginu allir fuglar flýðu ogféð hrökklaðist niður í vtk. Hrekkjalómar þeir súpu suðu sumirfengu að lokum ts. Kerlingum út t bjargið buðu þá beljaði stormurinn upp t ,fís.“ Annar þáttur Sighvatur Björgvinsson orti: Frændumir Johnsen t höfðann háa með hellu t eyrunum vóru en lundarnir skitu úr lofti á þá, um leið og þeir kvöddu ogfóru. Svo tæmdist aðjúllu hvert fuglabjarg jafnvel fýllinn sat ekki kyrr, því likt og annað eins andskotans garg aldrei heyrðist þarfyrr. Þriðji þáttur Blaðamaður Dags orti: Lokuðust björg og læstust dyr, lurtdinn grét með ekka, hurfu torfur, tæmdist byr og templarar fóru að drekka. Espaðist Kári, ýrðist haf ærðist lús á skinni. Músin sagði: Guð mér gaf griðstað í holu minni. Margir dagar með Guðnýju Mikið hefur verið rætt niður á Alþingi um þann atburð þegar forsætisráð- herra kaus að skrópa við atkvæða- greiðslu um fjárlög vegna þess að hann var að lesa upp úr bók sinni Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar á veitingastaðnum Grái kötturinn. Sumir gerðu grín og gaman úr öllu saman en öðrum var ekki skemmt. Nokkrir þingmenn voru að ræða sín í milli um þetta mál. Þeirra á meðal var húmoristinn Jón Kristjánsson. Hann þagði lengi og hlustaði en spratt svo upp og sagði: „Eg er í alls- herjarnenfnd með Guðnýju Guðbjörnsdóttur. Eg ætla að skrifa bók sem á að heita Margir góðir dagar með Guðnýju og ég ætla að gefa hana út fyrir næstu jól og lesa upp úr henni á Rauða ljóninu en ekki Gráa kettinum." Orðaskil Hún er stundum skrýtin gagnrýnin á það sem kallað er nú- tímatónlist og textaflutningur. I Stúdentablaðinu er ung stúlka að gagnrýna nýútkominn geisladisk sem ku heita Quarshi. Gagn- rýnin hefst á þessa leið: „Eg er textafrík og þess vegna fékk ég áfall þegar ég byrjaði að hlusta á diskinn sem ég hef af óljósum ástæðum verið beðin að gagnrýna. Eg heyrði ekki orðaskil. Það er ljóst af æstum röddum Quarshidrengjanna að þeim er mikið niðri lyrir. Hér fer greinilega hrelld æska sem hefur ýmislegt að segja.!!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.