Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 19.DESEMBER 1997
UMBÚÐALAUST
L. A
ILLUGI
JÖKULSSON
SKRIFAR
„Cogito ergo sum“ - þetta er lat-
ína listmæt, hlustendur góðir, og
þýðir: „Eg hugsa, þess vegna er
ég.“ Mig minnir endilega að það
hafi verið heimspekingurinn
René Descartes sem komst að
þessari niðurstöðu, en nenni
ekki að fletta því upp. Enda
skiptir hér ætterni tilvitnunar-
innar ekki máli; hitt hefur mörg-
um löngum þótt ágæt skilgrein-
ing á manninum sjálfum að
þetta væri það sem gerði hann
að manni og að einstaklingi: það
er að segja hugsunin, og/eða
sjálfsvitundin. Nú hvarflar ekki
að mér að efast um að Islend-
ingar hugsi á við hvurn mann
annan í þessum heimi, þess
verður meira að segja stundum
vart opinberlega að Islendingur
hefur hugsað og hlýtur því að
vera til. En þó hefur mér stund-
um dottið í hug upp á síðkastið,
síðustu árin skulum við segja, að
skilgreining Descartes á manni
ætti ekki nema miðlungi vel við
íslendinga, og öllu sannari skil-
greining á þeim væri eitthvað í
líkingu við: „Eg versla, þess
vegna er ég.“
Ánægjulegt jólakaupæði
Nú búast kannski einhverjir við
næsta hefðbundinni og geð-
vonskulegri gagnrýni á kaupæð-
ið fyrir jólin, við höfum alveg
misst sjónar á boðskap jólanna í
öllum hamaganginum og jóla-
ösinni; okkur væri nær að
minnka umsvifin og halda þessa
hátíð í meiri kyrrð og ró, jafnvel
helga hana hljóðlátri íhugun um
það hvað raunverulega gefur líf-
inu gildi. Eg get náttúrlega ekki
annað en tekið undir slíka gagn-
rýni góðra manna, svona á yfir-
borðinu, en reyndar ristir hún
ekki djúpt hjá mér, vegna þess
að ég skal viðurkenna það fús-
lega að ég hef verulega ánægju
af kaupæðinu, hamaganginum,
umsvifunum og jólaösinni.
Vissulega er sjálfur kjarni jól-
anna fólginn í því að vera með
Egjáta...
„Það er e/ns og verslunarhvötin hafi alla tíð verið murrandi hálfkvikindi eitthvurt Isál
þjóðarinnar, “ segir greinarhöfundur m.a.
fjölskyldu sinni á sjálfu aðfanga-
dagskvöldi og jóladegi og öðrum
f jólum, þegar allt er afstaðið og
hin sérkennilega jólakyrrð leggst
yfir landið; við erum stödd í
miðju stormsins, eftir ösina í
desember og áður en óveður
þorrans og góunnar skella á.
En mér finnst samt að jólaös-
in í öllu sínu veldi og öllum
skilningi sé alveg óaðskiljanlegur
partur af jólunum, partur sem
ég vildi ekki undir nokkrum
kringumstæðum missa af og
ekki einu sinni þótt í staðinn
kæmi kyrrlát íhugun um friðar-
boðskap Jesú Krists, eða eitt-
hvað svoleiðis. Eg er meira að
segja þ\alíkur pervert að ég játa
fúslega að þegar ég er staddur í
bíl á Þorláksmessu á Laugaveg-
inum og það tekur mann
klukkustund að mjakast þennan
spotta í öllu kraðakinu og ég er
með sautján plastpoka aftur í og
á ennþá eftir að fara á fjórtán
staði að kaupa fleira og fleira og
gleymi og rilja upp jafnóðum
hverjir þeir staðir eru eða hverju
á eftir að redda og í útvarpinu er
verið að spila „Jólahjól" í bland
við glaðlega barnakóra með
vísnasöng - ég er sem sagt því-
líkur pervert að ég játa opinber-
lega að þetta þykir mér gaman.
Lokað klukkan sex
En þótt ég taki sem sagt fullan
þátt í og hafi gaman af kaupæði
og veraldlegu vafstri í kringum
jólin, þá renna þó stundum
endranær á mig tvær grímur yfir
því hversu verslunarglaðir ís-
lendingar eru, og það er ekki
jólaverslunin í sjálfu sér sem
færði mér þá hugmynd að hin
eina rétta skilgreining á íslend-
ingi væri sú að hann verslaði.
En ég er nú svo gamall að ég
man enn síðustu ár haftatímans
á viðreisnarárunum svokölluðu
og þá var verslun í Iandinu með
öðru sniði en nú er. Búðir voru
einfaldlega opnar til klukkan sex
og ekki orð um það meir; nema
hvað óljósar flugufregnir bárust
um að um helgar væri kannski
ein búð opin úti á Nesi, og þótti
svo óeðlilegt að menn skiptust á
upplýsingum um hana í hálfum
hljóðum, rétt eins og væri um að
ræða klámbúllu eða sprúttsölu.
Það þarf reyndar ekki að fara
aftur til viðreisnaráranna til að
rifja upp þetta ástand; það fór
ekki að breytast að ráði fyrr en
fyrir fimmtán árum og mest
núna allra síðustu árin.
StíQan brast
Það fór strax eitthvað að gerast
þegar allar krárnar fóru að opna
upp úr 1980; það gilti einu
hversu margar voru opnaðar, all-
ar fylltust af fólki og maður velti
þvf stundum fyrir sér hvar allar
þessar manneskjur hefðu verið
áður og mikið fjári hlyti að hafa
verið leiðinlegt heima hjá þeim
úr þ\á það þurfti ekki annað en
opna dyr til að fólkið rynni
heiman frá sér og fyllti allar
gáttir á hverri kránni af annarri,
öll kvöld vikunnar og fram á
nótt. Þarna reyndist ekki vera
um að ræða einhverja temmi-
lega stíflu sem hlaðist hefði upp
og síðan brostið þegar búið var
að opna vissan fjölda af krám
sem kvöldhrafnar höfðu lengi
beðið eftir að sækja; þessi þróun
heldur áfram enn í dag og það
skiptir engu máli hversu mörg
veitingahús, krár og knæpur
mönnum dettur í hug að opna -
þetta fyllist allt.
Og svo var farið að rýmka
opnunartíma verslana, eins og
það heitir, og þar varð sama upp
á teningnum þegar menn höfðu
vanist breytingunni; ef íslend-
ingar sáu einhvers staðar eða
fréttu af opinni búð, þá fóru
þeir inn í hana og versluðu af
lífi og sál. Og það er enn verið
að rýmka opnunartíma verslana
og það er enn verið að opna
fleiri verslanir og Islendingurinn
virðist líta á það sem verufræði-
lega skyldu sína að fylla allar
þessar búðir. Hvað skyldi fólk
eiginlega hafa verið að gera
heima hjá sér áður en því gafst
kostur á öllum þessum búðum
til að eyða tímanum í, stundum
langt fram á kvöldr Kannski að
Iesa bækur eða eitthvað svoleiðis
ómerkilegt þrugl? - sem ekki
getur talist skilgreining á
nokkrum Islendingi lengur. Is-
lendingar áttu lengi í storma-
sömu sambandi \áð kaupmenn
sína og áttu reyndar mjög undir
högg að sækja lengst af á einok-
unartíma, en strax og tækifæri
er gefið virðist vakna í þjóðinni
ólæknandi verslunarhvöt og
hver venjulegur föstudagur í
stórmarkaði er nú eins og jólaös-
in í gamla daga; samt eru búð-
irnar svo miklu fleiri og stærri
en þá var. Það var lengi haft á
orði að íslendingar væru þjóð
sjómanna og bænda, en það
reynist nú vera fjarri öllum
sanni - við erum þjóð kaup-
manna, eða öllu heldur við-
skiptavina; við erum kúnnar í
eðli okkar, þá fyrst ánægðir,
þakklátir og glaðir er við fáum
að versla.
Upplýsingaþjóðfélag eða
verslunarþ j óðfélag?
Það er eins og verslunarhvötin
hafi alla tíð verið murrandi hálf-
kvikindi eitthvurt í sál þjóðar-
innar, og nú hafi því verið sleppt
lausu fyrir alvöru. Fregnir berast
af gríðarlegum verslunum sem
allar búðakeðjur á landinu ætla
að reisa næstu misserin; þar
mun öll þjóðin geta unað sæl við
sitt að versla eins og fara gerir,
og verður samt áreiðanlega ekki
nóg. Spurningin um hver á að
versla í öllum þessum búðum,
og þó ekki síður: fyrir hvaða
peninga? - þær spurningar
vakna ekkert, því það er svo
gaman í góðri búð. Gleðin og
bjartsýnin sem ríkir meðal kaup-
manna minnir ekki lítið á sam-
svarandi bjartsýni postula upp-
lýsingaþjóðfélagsins margróm-
aða, en ef eitthvað er að marka
þá mun mannkynið allt brátt lifa
á því góðu og næringarríku lífi
að skiptast á upplýsingum og
þarf ekki að fara neinum sögum
af því hvaða upplýsingum menn
eru að skiptast á, eða hver verð-
mætin eiga að endingu að verða
til í slíku upplýsingaþjóðfélag-
inu. I verslunarþjóðfélagi okkar
Islendinga gera menn sér heldur
engar óþarfa áhyggjur af smáat-
riðum eins og hverjir eiga að
versla; kaupmennirnir vita orðið
sem er að íslendingar fylla allar
búðir hvenær og bvar sem er.
Og fyrir hvaða peninga? Það
verða bara sett saman ný tilboð,
ný fríðindakort, safnkort,
punktakerfi af öllu tagi, og þá
verða peningarnir einhvern veg-
inn til af sjálfu sér, að því er
virðist, og allir græða á tá og
fingri. Og altént mun ekkert
hindra okkur í að versla; þannig
vitum við að við erum til.
Að svo mæltu - þar sem mér
reiknast til að þetta verði í sfð-
asta sinn sem ég ávarpa þjóðina
á þessum vettvangi á þessu ári,
þá óska ég öllum gleðilegra jóla
og farsællar verslunar á nýju ári.
Mér er ekki til setu boðið þar
sem nú verða búðirnar brátt
opnaðar og ég á eftir að kaupa
svo voðalega margt í dag.
Pistill Illuga varfluttur í
morgunútvarpi Rdsar 2 í gær.
„í útvarpi verður að
koma öllu því til skila
með rödd og leikhljóð-
um sem augað annars
sér. Þetta erleiksvið
ímyndunaraflsins. “
„Ragnar í Smára hringdi í mig
meðan bókin var enn í handriti
og sagði: Hann Halldór er búinn
að skrifa skemmtilega bók. Hún
er mjög mikið í samtalsformi og
gæti orðið ágætis Ieikrit," segir
Sveinn Einarsson, þegar hann
rifjar upp sín fyrstu kynni af
Kristnihald á Aðalstöðiiml
Kristnihaldi undir Jökli en Gísli
Halldórsson leikur aðalhlutverk-
ið í útvarpinu á jóladag en hann
vann sinn stærsta leiksigur sem
Jón Prímus í uppfærslu LR.
„Bókin kom síðan út árið 1968
og við dembdum okkur strax í að
gera leikgerð sem var tilbúin árið
1970,“ segir Sveinn. „Leikritið
varð fádæma vinsælt og gekk í
þrjú ár hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur og margir leikarar sýndu eftir-
minnileg tilþrif í hlutverkum sín-
um. Þorsteinn Gunnarsson
skapaði sér nafn í sínu hlutverki
og Jón Sigurbjörnsson var óborg-
anlegur sem Syngman Godman."
Er þetta upphafið að uppreisn
Utvarpsleikhússins hjá óháðu
stöðvunum?
„Ég vona að þetta takist það
þokkalega að það hvetji til eftir-
fylgni hjá stöðinni. Það væri
mjög gaman ef þessar stöðvar
færu að sinna meira þessari teg-
und af dagskrárgerð."
Hefur útvarpsleikritun verið á
fallandi fæti?
„Þetta var vinsælasta útvarps-
efnið áður fyrr. Það sýndu allar
skoðanakannanir."
En er hún að úreldast vegna
breyttra tíma?
„Kannski hefur útvarpsleikrit-
un orðið útundan vegna þess að
fjölmiðlarnir hafa breyst en sem
form heldur útvarpsleikritið full-
komlega gildi sínu. Það hefur
ekki verið fjáraustur í það en
það er sjálfsagt röng póiitík.
Þetta heldur gildi sínu sem gott
útvarpsefni og það er varla til
betri ræktunarstöð fyrir leikritun
einnar þjóðar en útvarp. Það er
ódýrara en að færa upp í sjón-
varpi eða á sviði.“
En að hvaða leyti hefur út-
varpsleikritið sérstöðu sem list-
form sem nauðsynlegt er að
varðveita?
„I útvarpi verður að koma öllu
því til skila með rödd og leik-
hljóðum sem augað annars sér.
Þetta er leiksvið ímyndun-
araflsins. Ahorfandinn býr sjálf-
ur til leikmyndina og þarna
reynir á blæbrigði og sveigjan-
leika tjáningar og raddar. Mér
finnst ákaflega gaman að vinna
fyrir útvarp. Þar verður að bera
og bresta með leiknum. Það er
ekki hægt að fela misfellur með
tæknibrellum. Það er einlægni
túlkunarinnar sem ber verkið til
sigurs." -þká.
„Það ergaman að útvarpsstöðvarnar
skuli vera að vakna til lifsins hvað varðar
fslenskt efni, “ segir Sveinn Einarsson
leikstjóri.