Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 8

Dagur - 19.12.1997, Blaðsíða 8
24- FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Thypr LÍFIÐ í LANDINU AKUREYRI Tónleikar í Akureyrar- kirkju Laugardaginn 20. des. kl. 17.00 heldur kór Tónlistarskólans á Akur- eyri tónleika í Akureyrarkirkju. Á efn- isskránni er meistaraverk Hándels, Messías. Einsöngvarar verða Björg Þórhallsdóttir sópran, Sigríður Elliða- dóttir alt, Björn Jónsson tenór og Michael Jón Clarke baritón, en hann er jafnframt stjórnandi kórs og hljómsveitar. Orgel- og semballeikari er Richard Simm. Sunnudaginn 21. des. kl. 20.00 heldur kór Akureyrarkirkju jólatón- leika sína. Einsöngvarar verða Sig- rún Arngrímsdóttir og Óskar Péturs- son. Frá Skákfélagi Akureyrar Hraðskákmót verður haldið í Skák- heimilinu Þingvallastræti 18 á Akur- eyri sunnudaginn 21. des. kl. 20. Coca cola verðlaun verða veitt bæði í eldri og yngri flokkum. Allir velkomnir. Sálin í Sjallanum Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi í Sjallanum föstu- dagskvöldið 19. des. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Gerðarsafn Nú um helgina lýkur tveimur sýning- um í Listasafni Kópavogs. ( sölunum tveimur á efri hæð eru verk sem gef- in hafa verið eða keypt til Listasafns Kópavogs á undanförnum þremur árum. Á neðri hæð safnsins sýnir Guðný Magnúsdóttir leirskúlptúr. Félag fráskilinna og ekkju- fólks Eftir langt hlé hafa félagar ákveðið að hittast í Næturgalanum í kvöld, eftir kl. 22.30. Mætið vel og hafið jólaskapið með. Ensk jólamessa í Hall- grímskirkju Sú hefð hefur skapast síðustu þrjá áratugi hér í Reykjavik að halda guðsþjónustu á ensku á jólaföstunni. Nú í ár verður guðsþjónustan haldin sunnudaginn 21. desember kl. 4 .e.h. í Hallgrímskirkju. Enskumælandi fólk úr öllum trúflokk- um, fjölskyldur þeirra og vinir eru boðin hjartanlega velkomin. Skólakór Kársness Skólakór Kársness, eldri og yngri deild munu flytja jólasöngva við kertaljós í Kópavogskirkju, sunnu- dagskvöldið 21. desember, klukkan 22. Á efnisskrá er tónverkið Söngvaseið- ur, „A Ceremony of Carols", eftir B. Britten í íslenskri þýðingu Heimis Pálsonar. Hitt húsið Jacqueline Jo frá Kanada og Stine Hedegaard Andersen frá Danmörku sem eru gestanemendur við M.H.I. oþnuðu samsýningu í Gallerí Geysi 6. des. sl. og lýkur henni sunnudag- inn 21. des. Verk þeirra saman- standa af stórum Ijósmynda/college verkum og hljóðsnældu. Næsta sýning í Gallerí Geysi hefst 10. jan. 1998 og verður það sýning á tillögum úr samkeppni um verð- launagrip fyrir íslensku tónlistarverð- launin 1998. Jólamarkaður á Ingóifs- torgi Síðustu dagar jólamarkaðarins á Ingólfstorgi eru nú um helgina. Ýmsir Listakonur í Ráðhúsi Þessa dagana stendur yfir kynning á verkum nokkurra listakvenna ( Ráðhúsi Reykjavíkur. Þær eru: Emily Lawlor, Helga Lára Haraldsdóttir, Isabelle Locket og Louise Gardener og eiga það sameiginlegt að hafa unnið að umhverfis- list (public art) í London. Sýningunni lýkur 24. des. Sinfóníuhijómsveit íslands Jólatónleikar fyrir alla fjölskylduna í Háskólabíói, laugardaginn 20. desember kl. 15. Á efnisskrá er Ævintýrið um Snjó- karlinn ásamt jólalögum og jólasálmum eftir Leroy Anderson, Gabriel Fauré, Rauavaara, Jórunni Viðar, Mozart og fl. skrifstofu Kirkjugarðanna Fossvogi, 551 8166 eða síma Kirkjugarðanna í Gufunesi 587 3325 með góðum fyr- irvara. Einnig getur fólk komið á skrifstofuna alla virka daga frá kl. 8.30-16 og fengið upplýsingar og ratkort. Við leggjum áherslu á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrirvara því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Þá eru eindregin tilmæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent skal á að Hjálpar- stofnun kirkjunnar verður með kerta- sölu í kirkjugörðunum á Þorláks- messu og aðfangadag. Spilað með þingmenn Samband ungra framsóknarmanna hefur gefið út svokölluð „Þing- mannaspil“, með myndum og vísum um alla þingmenn flokksins. Hægt er að panta spilin með því að hringja í s. 562 4480 kl. 9-17 virka daga. Spilin fást einnig í versluninni Hjá Magna á Laugavegi 15 í Reykjvaík. Þá verður sölufólk einnig í grennd við sölustaði ÁTVR á höfuð- borgarsvæðinu föstudaginn 19. des- ember kl. 16-18. Verð spilanna er 500 kr. LANDIÐ listamenn sýna og selja handunnar íslenskar jólavörur. Skemmtiatriði verða á meðan markaðurinn stendur, m.a. hljómsveitin Gleðigjafar og Helga Möller e.h. á laugardag og lif- andi tónlist á sunnudag. Opið laugardag 11-19 og sunnudag 13-18. Bubbi Morthens Bubbi hefur undanfarið unnið tónlist og stemmingar í kringum gamlar ís- lenskar þulur og kvæði. Afrakstur þessa mun líta dagsins Ijós á næsta ári, en Bubbi mun gefa okkur smjör- þefinn á Þorláksmessu. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og verða á Hótel Borg. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara í létta göngu um borgina kl. 10 á laugardag, frá Ris- inu. Margrét Thoroddsen, Margrét H. Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannes- dóttir alþingismaður veita ráðgjöf um lífeyrisréttindi í Risinu, mánudaginn 29. des. Panta þarf viðtal í síma 552 8812 fyrir kl. 17. mánudaginn 22. des. Tónleikar í Kaffileikhúsinu - íslensk og erlend jólalög Sunnudaginn 21. desember kl. 22.00 heldur söngkvartettinn Rúdolf tónleika í Kaffileikhúsinu. Á efnisskrá er m.a. íslensk jólatónlist en seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólalögum frá Ameríku, Bretlandi og meginlandi Evrópu. Söngkvartettinn Rúdolf er skipaður þeim Sigrúnu Þorgeirsdóttur, Skarp- héðni Hjartarsyni, Jóhönnu S. Hall- dórsdóttur og Þór Ásgeirssyni. Kaffi- leikhúsið opnar kl. 21.00. Gallerí Hornið Af sérstökum ástæðum lýkur sýn- ingu Bjarna Þórs Bjarnasonar í Gall- erí Horninu fyrr en áætlað var, eða sunnudaginn 21. desember, í stað þriðjudagsins 23. Sýningin er opin kl. 11-23.30 alla daga, en henni lýkur á sunnudag kl. 18. Jólapakkamót Hellis Taflfélagið Hellir heldur nú í annað sinn jólapakkaskákmót laugardaginn 20. desember kl. 14. Mótið var hald- ið í fyrsta sinn í fyrra og þá tóku yfir 200 börn og unglingar þátt í því. Mótið er öllum opið yngri en 15 ára. Keppt verður í fjórum flokkum. Mótið verður haldið í Hellisheimlinu, Þö.nglabakka 1, Mjódd. Skráning stendur nú yfir. Markúsarguðspjall í Hall- grímskirkju Sunnudaginn 21. desember n.k. kl. 20, les Arnar Jónsson Markúsarguð- spjall í Hallgrímskirkju. Lesturinn tek- ur um það bil 1,5 klst. Kirkjugarðar Reykjavíkur- prófastdæma Eins og undanfarin ár munu starfs- menn Kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ástvina sinna fyrir jólin. Á Þorláksmessu milli kl. 10 og 15 og aðfangadag milli kl. 10 og 12.30 verða helgistundir á vegum Reykja- víkurprófastdæma í Kapellunni og húsakynnum Kirkjugarðanna í Gufu- nesi. Starfsmenn kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leið- beina frá kl. 9-15. Þeim sem heim- sækja kirkjugarðana um jólin og eru ekki öruggir um það að rata, er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðal- Upplestur Föstudagskvöldið 19. des. munu fé- lagar úr leikdeild Ungmennafélags- ins Ármanns kynna og flytja hluta úr nýju leikriti um séra Jón Steingríms- son eldklerk, eftir Hilmar Jónsson. Upplesturinn fer fram á Hótel Eddu á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 20.30. Eyrarbakkakirkja Við messu í Eyrarbakkakirkju nk. sunnudag kl. 14.00, mun Biskup (s- lands, hr. Ólafur Skúlason, setja séra Úlfar Guðmundsson inn í embætti sem prófast Árnesinga. Kór Eyrar- bakkakirkju syngur við athöfnina og organisti og stjórnandi er Haukur Gíslason. Holtsprestakall í Önundar- firði Barnamessa verður sunnudaginn 21. desember kl. 11.15 í Flateyrarkirkju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.