Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 5

Dagur - 20.12.1997, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 20.DESEMBER 19 9 7 - S FRÉTTIR Bjöm má ekld sklpa arkiis frænda siirn Menntamálaráðherra bíður það verkefni að skipa nýjan ntvarps- stjóra. Margir telja að náfrændi hans og vin- ur sé öflugasti um- sækjandinn. Ráðherra má hins vegar, lögum samkvæmt, ekki skipa náinn frænda sinn í embættið og þarf að fá annan ráð- herra til að fram- kvæmda embættis- verkið. Markús Örn Antonsson er í hópi 5 umsækjenda um stöðu út- varpsstjóra Ríkisútvarpsins. Markús gegndi einmitt þessu embætti á árunum 1985 til 1991, þegar Davíð Oddsson kall- aði hann til sem eftirmann sinn á stóli borgarstjóra Reykjavíkur. Almennt munu menn sammála um að Markús Örn muni endur- heimta sitt gamla embætti. Björn - lendir i vanda vegna náins skyld- ieika við Markús, þegar skipa skal útvarps- stjóra. Umsóknarfrestur um embætt- ið er liðinn og höfðu eftirtaldir skilað umsóknum til mennta- málaráðherra í gær: Jón Karl Helgason dagskrárgerðarmaður, Markús Örn Antonsson fram- kvæmdastjóri hljóðvarpsdeildar RÚV, Ómar Valdimarsson blaða- maður, Þorsteinn Ingimarsson nemi og Ævar Kjartansson dag- skrárgerðarmaður. Ekki var úti- lokað að fleiri umsóknir kynnu að berast í póstinum. I næstu viku mun Björn Markús - taiinn sigurstranglegastur i hópi fimm umsækjenda sem vitað var um í gær. Bjarnason menntamálaráðherra væntanlega velja vænlegasta um- sækjandann úr hópnum. Lög- fróðir menn segja að ráðherrann muni þá víkja sæti, telji hann frænda sinn, Markús Örn, hæf- astan í embættið. „Stjórnsýslulögin eiga einnig við um ráðherra. Þau kveða svo á um skyldleikatengslin að ef um er að ræða maka, mann sem er skyldur eða mægður í beinan Iegg, eða í öðrum lið til hliðar, þá er ráðherra óheimilt að skipa Markús í embættið. Annars er þetta allt leikrit, ráðherra hverf- ur úr embætti um stundarsakir og annar ráðherra framkvæmir ráðninguna. Þetta er hálfgert grín. Eðlilegra væri að ráðherra skipaði sjálfur og stæði fyrir sinni ákvörðun," sagði Jón Stein- ar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður í gær. Þeir Markús og Björn eru systkinasynir, æskuvinir og pólit- ískir samherjar um langt skeið. Dæmi eru um að ráðherrar hafi „skroppið“ burtu stutta stund úr embætti sínu vegna ráðningar venslamanns. Það gerði Jóhanna Sigurðardóttir sem félagsmála- ráðherra. Jón Baldvin settist í hennar stól og réð Gunnar Sig- urðsson, bróður Jóhönnu, sem deildarstjóra við ráðuneytið. Einn umsækjenda um útvarps- stjórastöðuna er Ómar Valdi- marsson. Hann sagði í gær að sem útvarpsstjóri mundi hann leggja áherslu á að „frelsa not- endur Ríkisútvarpsins undan því ógnarlega íþróttaböli sem ríður húsum í þessu landi.“ Ómar ætl- ar líka að leggja niður Rás 2 hjá RÚV, segir að ástæðulaust sé að ríkissjóður reki diskótek þegar nóg sé af þeim fyrir. -JBP Neyðará- standi aflétt „Staðan er ekki góð og það er hætt við því að það verði mikið að gera um helgina. Við höfum að vísu aflýst neyðarástandi, því það er búið að útvega auka í' mannskap, en það breytir ekki því að við erum langt undir eðli- legri mönnun og ég óttast að við getum ekki annað þessu um helgina,11 segir Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Neyðarástandi hefur verið létt af slysadeildinni í bili vegna þess að aðsóknin minnkaði þegar því var beint til manna að fara með minniháttar meiðsl og veikindi annað. Slysadeildin hefur síðan fengið hjálp frá öðrum deildum sjúkrahússins, sem hafa nóg á sinni könnu vegna manneklu, en standa þó betur en slysa- deildin. „Þessar ráðstafanir breyta þvi ekki að það er tak- markaður mannskapur í húsinu og það má lítið út af bregða svo ekki myndist neyðarástand. Við verðum að vona að helgin verði stórslysalaus, því annars er hætta á því að við getum ekki sinnt öllum sem hingað koma og að margir þurfi að bíða mjög lengi eftir þjónustu, “segir Jón. - FÞG Bakkus mældur með öndunarsýnum Sjón sem þessi heyrir nú brátt sögunni til, enda voru i gær kynntir nýir mæiar til að mæla áfengismagn með söndunarsýnum og verður annað tækið sem tii er notað i Reykjavik en hitt úti á iandi mvnd: eva Öndimarsýni í stað blóðpnifn. Tvö tæki á 700 þúsund krónur hvort. Hentar vel á útihátíðum. Lögreglan hefur fengið tvö ný og fullkomin tæki til að mæla áfengismagn í blóði ökumanna. Hvort tæki um sig kostar um 700 þúsund krónur. Með tækjunum sparast bæði peningar og fyrir- höfn. Ekki þarf að taka blóðsýni úr ökumönnum vegna þess að öndunarsýni nægja. Það voru Umferðarráð, Vegagerðin og Fé- Iag íslenskra bifreiðaeigenda sem gáfu ríkinu þessi tæki. Þessi nýju tæki sem eru bandarísk, verður hægt að nota ýmist á lögreglustöð eða í stærri Iögreglubílum. I framkvæmd virkar það þannig að hinn grun- aði ökumaður blæs tvisvar í tæk- ið og í hvert skipti fer fram sér- stök greining á öndunarsýnum. Tækið umreiknar síðan niður- stöðurnar í gildi sem gefið er upp í milligrömmum áfengis í hverj- um lítra Iofts. Ef áfengismagnið reynist vera 0,25 milligrömm í hverjum lítra af lofti er ökumað- ur í vondum málum og missir ökuréttindin umsvifalaust. Lögreglan og dómsyfirvöld binda miklar vonir við þessi nýju tæki. Við afhendingu tækjanna í Kringlunni í gær kom fram að annað tækið verður notað í Reykjavík en hitt í einhverju Iög- regluumdæmi á landsbyggðinni. Þá mun tækið koma í góðar þarf- ir í eftirliti með ölvunarakstri t.d. í Þórsmörk og á öðrum stórhá- tíðum. Talið er að þriðjungur allra ökumanna hafi ekið undir áhrifum áfengis, samkvæmt skoðanakönnun. -GRH Byggingarkostnaðiir hækkar ekki Vísitala byggingarkostnaðar hækkar ekkert í desember - og er raunar sú sama og hún var í júlí sl. eða 225,9 stig. Byggingarvísi- talan er samt 3,6% hærri en hún var einu ári áður, en sú hækkun varð nær öll á tímabilinu frá apr- íl til júlí, enda vega launahækk- anir þungt í byggingarvísitölu. Launin vega þó ennþá þyngra í vísitölu húsnæðiskostnaðar, þar sem allar breytingar miðast við breytingar meðallauna á 3ja mánaða tímabilum. Vísitala hús- næðiskostnaðar hækkar um 1,6% frá áramótum. Það þýðir t.d. að 35.000 kr. húsaleiga í des- ember hækkar í 35.560 kr. í jan- úar, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Sjálf launavísitalan hækkaði um 0,3% milli október og nóvem- ber. Alls hefur hún þá hækkað um 7,8% á síðustu tólf mánuð- um - rúmlega tvöfalt meira en byggingarvísitalan. - HEl Ástand sjávar gott Ástand sjávar á miðunum allt í kringum landið er gott. Hlýsjórinn að sunnan er óvenju áhrifaríkur og enn gætir lítillar vetrarkælingar. Þá hefur kaldi Austur-Islandsstraumurinn fyrir Norður- og Austurlandi íjarlægst. Þetta eru helstu niðurstöður úr nýafstöðnum sjórannsóknaleið- angri Bjarna Sæmundssonar, rannsóknarskipi Hafrannsóknastofn- unar. -GRH Framtíðin sagði já við Hlíf Yfirgnæfandi meirihluti félags- kvenna í Verkakvennafélaginu Framtíðinni í Hafnarfirði sam- þykkti að hetja viðræður við Verka- mannafélagið Hlíf um sameiningu félaganna. Stefnt er að því að helja þessar viðræður fljótlega eft- ir áramótin. Niðurstaðan í póstatkvæða- greiðslu Framtíðarinnar var að 94% sögðu já, 1% nei og 5% at- kvæðaseðlar voru auðir og ógildir. Þátttakan var um 51%. Lára Sveinsdóttir, skrifstofu- stjóri Framtíðarinnar, segir að al- menn ánægja sé með niðurstöðuna og þátttökuna. Hún segir að fé- lagskonur hafi einnig ástæðu til að fagna því að engar tilkynningar um fjöldauppsagnir fiskvinnslufólks hafa borist félaginu fyrir þessi jól. Það er öndvert við það sem verið hefur. Það er til merkis um það að atvinnuöryggi fiskvinnslukvenna í Hafnarfirði sé meira en oft áður. -GRH Norðmeim kaupa írafoss Eimskip er búið að selja írafoss til norska fyrirtækisins Aasen Tran- sport í Mosterham. Norðmenn hafa fengið skipið afhent en þeir keyptu það á 120 milljónir króna. Eimskip keypti írafoss 1988, en þetta er rúmlega þrjú þúsund brúttólesta stórflutningaskip. Salan er liður í endurnýjun skipa Eim- skips í stórflutningum, en félagið er með 13 skip í rekstri. Níu þeirra eru í flutningum milli Islands og annarra landa en hin eru í erlend- um verkefnum. Atvinnuöryggi fískvinnslufólks i Hafnarfirði virðist vera meira um þessar mundir en oft áður. íþað minnsta hafa engar fjöldaupp- sagnir verið tilkynntar til Framtíðarinnar, öndvert við það sem verið hefur á þessum árstíma ígegnum árin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.