Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 6

Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 6
6- LAUGARDAGUR 20. DESEMBF.R 19 9 7 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöiuverð: Grænt númer: Símbréf augiýsingadeiidar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Sjátfsmorði afstýrt í fyrsta lagi Loksins virðist horfa til breyttra stjórnarhátta í Borgarleikhús- inu sem hefur átti við alvarleg vandamál að etja undanfarin ár vegna sundurlyndis innanhúss, of lítillar aðsóknar að sýning- um og alvarlegs tapreksturs. Samkomulag hefur náðst á milli borgaryfirvalda og forráðamanna Leikfélags Reykjavíkur um að stofna sjálfstætt félag sem annist rekstur hússins. Það sam- komulag opnar möguleika á að nýta húsið mun betur og und- ir mun fjölþættari starfsemi en hingað til - sem aftur ætti að draga úr þörf fyrir auknar opinberar fjárveitingar til reksturs- ins. í öðru lagi I athyglisverðu viðtali sem birtist í Degi í gær lýsti Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri, þeim tveimur kostum sem félags- menn í leikfélaginu stóðu frammi fyrir. Annars vegar að gerð- ar yrðu gagngerar breytingar á rekstrinum og þá líka á innra skipulagi Leikfélags Reykjavíkur. Ef félagsmenn í leikfélaginu væru hins vegar ekki tilbúnir til að gera neinar breytingar þá væri verið að „fremja hægfara sjáIfsmorð“ í góðri samvinnu við borgaryfirvöld. Andpænis þessu vali fékk skynsemin að ráða. Hægfara sjálfsmorði leikfélagsins á hundrað ára afmælinu hefur því verið afstýrt. 1 þriðja lagi Framundan er vafalaust mikil vinna við úttekt á stöðu Borgar- leikhússins og tillögugerð um hvernig staðið verði að rekstri þess og tekjuöflun á komandi árum. Nýja rekstrarfélagið ætti að geta náð inn í húsið margvíslegri starfsemi annarra aðila en leikfélagsins og þannig styrkt fjárhaginn verulega. A sama tíma getur Leikfélag Reykjavíkur einbeitt sér að því meginhlutverki sínu að setja upp metnaðarfullar sýningar sem eftir er tekið og almenningur hefur áhuga á að sjá. Elías Snæland Jónsson. Höfðmginn sigUr i vestur Það þarf ekki að koma nein- um lesendum Garra á óvart að Garri er vinamargur, auk þess að eiga sér sæg aðdá- enda. Það er nú svo að ofur- mannlegt er að sýna þá hug- kvæmni, dirfsku og fyndni sem Garra tekst á hverjum degi. Það skal því upplýst að stöku sinnum verður það Garra til lífs á blóðvelli pistlaskrifa að eiga sér vini og aðdáendur sem stinga að honum efni og hugmyndum. Garri þakkar Iíka þau hundruð að- dáendabréfa sem honum hafa borist á árinu, svo ekki sé tal- að um öll blómin og vínflösk- urnar. Skáldmæltur Einn af nánustu vinum Garra sendi bréf þar sem hann róm- ar víkingalund hans og hælir á hvert reipi. Höfundur bréfs- ins er skáldmæltur mjög, en hógvær með afbrigðum og vill ekki láta nafn síns getið. Það er skynsamleg afstaða, því skyndileg skáldfrægð er til þess fallin að raska einkalífi manna og friðhelgi þess. Hann bað hins vegar Garra að koma á framfæri drápu einni mikilli og er það ekki nema sjálfsagt að miðla góðum kveðskap til þjóðarinnar. Drápa þessi er tregablandin kveðja til stjórnmálahetjunn- ar Jóns Baldvins Hannibals- sonar sem yfirgefur vígvöll stjórnmálanna og sest víga- móður í helgan stein handan V hafsins þar sem hunang og smjör drýpur af hveiju strái. Höfundur segir drápuna hafa lostið sig eins og elding, þegar hann komst að þeirri dapur- legu, en því miður sönnu nið- urstöðu: „Að okkar bestu menn eru ýmist dauð- ir eða farnir til sólar- landa.“ Ekkert er jafn hættulegt góðum skáldskap og djúpar bókmenntalegar út- skýringar, því er best að gefa skáldinu orðið: Jón Baldvin fer Höfðinginn siglir í vestur Hetjan er gengin frá hildi hafði þar lengi barist sjá má á sverði og skildi að sótt var oft þungt og varist. Brynjan er bætt og slitin brotið af skaftinu spjótið öxin er skörðótt og skitin á skallanum sár eftir grjótið. Veltur á Viðeyjarsundi velbúinn knörrinn bestur héðan með hrafni og hundi höfðinginn siglir í vestur. Sighvatur situr ífjöru sá er nú lítið kátur falinn ifiðri og tjöru jy lgja kveðjum hans grátur. Segir og sáran stynur sigldu í Margrétar nafni vertu blessaður vinur Vínland erfyrir stafni. GARRI Maður heyrir mikið kvartað yfir því að pólitíkin sé nánast alveg bragðlaus þessa dagana. Stjórn- arandstaðan sé svo upptekin af eigin naflaskoðun og innbyrðis sundurþykkju að hún nái ekkert að beija á ríkisstjórninni. Og ef fjölmiðlaumfjöllunin er skoðuð þá lætur það líka nærri að þegar stjórnarandstæðingar kveða sér hljóðs, þá eru þeir annað hvort að tala um sameiningu vinstri- manna eða framtíð Kvennalist- ans. Veiðileyfagjald hefur að vísu dregið óskýra markalínu milli stjórnar og stjórnarandstöðu, en þó ekki meira en svo að oftast er sú markalína nær því að vera þverpólitísk. Glæpniun stolið Ríkisstjórnin hefur Iíka spilað nokkuð klókt í reiptogi stjórnar og stjórnarandstöðu og alltaf ver- ið fljót að gefa eftir í óþægilegum Að ná takl á stjóminni deilumálum. Eftirgjöfin kemur áður en málin hafa náð að springa almennilega út. Ríkis- stjórnin hefur þannig aftur og aftur náð að stela glæpnum frá stjórnarandstöðunni. Þannig var það með vísitölutengingu ellilíf- eyris. Þannig var það í símamálinu - fyrir til- stuðlan Davíðs og svo aftur varðandi frestun skattalækkana um dag- inn. I staðinn fyrir að stjómarandstaðan næði að færa sér þau mál í nyt, var það for- sætisráðherrann sem sankaði að sér vin- sældapunktum og nýt- ur sín nú rólegur í hlut- verki heimsmannsins sem stjórn- ar landinu og skrifar bækur. Mannsins sem er stjórnmálum á Islandi það sem Olafur Jóhann Ólafsson er í tölvuheiminum í Ameríku. Fj árlagaafgangur Þess vegna biðu áhugamenn um stjórnmálaátök spenntir eftir ljárlagaumræðunni, en í henni hefur oftast verið mikið fjör og mikil læti. En hún nær sé ekki heldur almennilega á strik. Menn kalla ekki einu sinni á ráðherra til að standa fyrir máli sínu í þinginu, Jón Krist- jánsson sér um andsvörin meira og minna frá upphafi til enda! Stjórnarliðarnir í fjárlaganefnd virðast nefnilega ástunda svápaða tækni og rík- isstjórnin gerir al- mennt. Að slaka á klónni að fyrra bragði, áður en mál ná að verða vandamál. Tilslökunin nú er hins vegar orðin svo mikil að tekjuaf- gangurínn, sem menn stefndu að heilagir í framan, er nánast upp urinn. I því felst afar gagnrýni- verð niðurstaða. Þó er ólíklegt að stjómarandstaðan geti náð al- mennilegum tökum á stjórninni vegna Iítils tekjuafgangs, vegna þess að útgjaldaaukinn milli um- ræðna hlýst einmitt af því að ver- ið er að koma til móts við mál sem stjórnarandstaðan hefur með áberandi hætti borið fyrir brjósti. Einfaldasta Ieiðin fyrir stjórnarandstöðuna til að koma raunverulegu höggi á stjórnina er því að hætta þátttöku í böggla- uppboðinu um góðu og vinsælu málin. Hún á að snúa sér þess í stað að málum eins og litlum tekjuafgangi á fjárlögum í bull- andi góðæri. Tillögurnar verða þá líka að vera raunhæfar og það þýðir ekki að gera eins og til- hneigingin er í dag: að krefjast þess að bæði sé eytt og sparað. .Ifc^wr- Hvað líingíirþig að fá íjólagjöf? Einar Sigurðsson aðstoðarmaðurforstjóra Flugleiða. „Eg hef eiginlega ekki haft tíma til að hugsa um það. Á maður ekki að segja á svona stundum að maður vilji friðsæl og gleði- leg jól fyrir alfa heimsbyggðina. En svo verð ég líka að viður- kenna að það bfundar líka alltaf í mér lítill strákur að norðan sem vill fá að minnsta kosti einn harðan pakka og helst eitthvað dót.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona. „Mig langar að fá nýjustu útgáfuna af Mercedes- Benz, svona pínulítinn kubb sem er eins og Renult Twingo í útliti, nema að- eins stærri. Þetta er svona Legokubba bíll. Þetta langar mig að fá í jólagjöf eða í skóinn, það er alveg sama hvort er. Hvað lík- ur varðar að fá þennan bíl þá á maður á treysta jólasveinum og það geri ég ennþá.“ Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkálýðsfélags Húsavíkur. „Ég hefði ekki ekki verið í vand- ræðum að svara þessu fyrir 25 árum, þá hefði ég viljað dýr úr plasti og búgarð. Ég Ies lítið af bókum, það er nóg að lesa kjara- samninga alla daga og því eru bækur ekki á listanum hjá mér. Besta jólagjöfin er náttúrlega að fjölskyldan sé heilbrigð, sæl og glöð, en annars vantar mig úr - gamla úrið mitt er orðið slitið." Sigríður Amardóttir ritstjóri dxgurmálaútvarpsRásar2. „Ja, maðurinn minn er mikið að spyrja mig um þetta. En ég veit ekki ennþá hvað hann er fjáður, en það sem kem- ur til greina er GSM sími ef hann er fjáður en ilmvatn ef hann er rómantískur. Hann má sjálfur velja tegundina, en ég tek undir með Rósu Ing- ólfs sem sagði eitt sinn þau fleygu orð að kona ætti aldrei að þurfa að kaupa ilmvötnin sín sjálf.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.