Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 9

Dagur - 20.12.1997, Qupperneq 9
8- I.AVGARDAGVR 20.DESEMBER 1997 rD^tr FRÉTTASKÝRING L. Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, segir það ótrúlega lélegt hjá ríkisstjórninni að skiia ekki meiri tekjuafgangi í fjárlögum en áætlun ber nú v/tni. - mynd: eúl SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFAR Þriðja umræða um fjárlagafrum- varpið hófst síðdegis í gær. Þá lá fyrir að eftir að meirihluti fjár- laganefndar hafði hækkað út- gjaldaliði frumvarpsins um 1,5 milljarða króna og tekjuhliðina svipað verður tekjuafgangur ríkis- sjóðs á næsta ári ekki nema um 150 milljónir króna sem er tæp- lega 0,1 prósent af fjárlögum. Ríkisstjórnin segir að nú sé góð- æri í landinu og uppsveifla í at- vinnulífinu. Þá vaknar sú spurn- ing hvort það sé viðunandi að skiia ekki meiri afgangi í fjárlög- um en raun ber vitni, ekki síst í ljósi þess að ríkissjóður fær miki- ar tekjur í fjárlögum af sölu eigna. Dagur innti nokkra þingmenn álits á fjárlögunum. Svavar Gestsson. Ótrúlega slakt „Það er satt að segja ótrúlega slakt að skila ekki meiri tekjuafgangi í fjárlögum en raun ber vitni. Það er þess vegna sem við alþýðu- bandalagsmenn höfum lagt fram tillögur, nú við 3. umræðu, um tekjuöflun upp á nokkra milljarða króna án þess að við séum með tillögur um að eyða þeim. Við ger- um þetta til að undirstrika að við teljum að í svona árferði eigi fjár- Iögin að vera með afgangi. 1 svona góðæri á að nota tækifærið til að lækka skuldir rfkissjóðs með skipulögðum hætti og ég er afar ósáttur við hvernig að þessu er staðið," sagði Svavar Gestsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins. Sighvatur Björgvinsson. Rekstrarhalli upp á 8 milljarða „Mér þykir það broslegt að það skuli vera rekstrarafgangur sem nemur 0,1% af ríkisútgjöldunum. Það segir okkur að það er langt frá því að vera marktækt. Eins og fjárlagafrumvarpið er nú við upp- haf 3. umræðu tel ég að raun- verulegur halli á rekstrarútgjöld- um sé um 8 milljarðar króna," sagði Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins. Hann bendir á að gert sé ráð fyrir því að selja eignir ríkisins fyr- ir 2,7 milljarða sem á að nota til að dekka rekstrarútgjöld. Hann segir það svipað og ef einstakling- ur sem á hús seldi frá sér kjallara þess til að borga vísareikninginn sinn og segði síðan að rekstur heimilisins væri í jafnvægi. I öðru lagi segir Sighvatur að ekki séu taldar fram um 4 millj- arðar króna samkvæmt nýjum fögum um útgjöld ríkisins sem á að færa gjaldamegin í fjárlögum og er hluti af því sem fellur á rík- issjóð á næsta ári vegna lífeyris- skuldbindinga. Síðan segir hann að í þriðja lagi vanti inn í 1,5 til 2 milljarða króna í heilbrigðismálin. „Þannig að þegar menn hafa áttað sig á þessu er fjárlagafrum- varpið komið með 8 milljarða í halla. Menn spá auknum hagvexti með talsverðum tekjum umfram það sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Gangi það allt eftir má í besta falli gera ráð fyrir því að hagvöxturinn skili 4 til 4,5 millj- örðum í ríkissjóð á næsta ár. Þá yrði um það bil 4ra milljarða króna halli á fjárlögum. Og í þessu öllu saman er ástæða til að óttast það að verðbólgan fari aftur af stað, ekki síst vegna mikils við- skiptahalla í því þensluástandi sem nú er,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson Gunnlaugur Sigmundsson. Þrýstingur á laun „Ef menn ætla að greiða niður skuldir ríkissjóðs er það ekki ásættanlegt að skila ekki nema 150 milljóna króna afgangi á Qár- lögum. En það er ásættanlegt ef menn láta þjóðina njóta góðæris- ins og þegar þetta vegur salt gera menn upp með svona litíum tekjuafgangi. Eg hefði viljað sjá meiri tekjuafgang til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eg skil hins vegar vel að þjóðin geri nú kröfu til að fá eitthvað til baka eftir mögru árin. Þess vegna hef- ur verið farin sú Ieið að láta meira út en ég hefði talið æskilegt," sagði Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann var spurður hvort hann óttaðist að verðbólgan væri að fara aftur af stað og sagðist hann ekki óttast það vegna fjárlaga- frumvarpsins. „Hins vegar er gífurlegur þrýst- ingur á laun um þessar mundir og þess vegna hef ég ákveðnar áhyggjur af því að verðbólguskrið- an fari af stað,“ sagði Gunnlaugur. Pétur H. Blöndal. Niðuxskurður erfiðastur í góðæri „Eg er ekki ánægður með fjárlaga- frumvarpið eins og það Iiggur fyr- ir við 3. umræðu. Það er vissulega betra en verið hefur undanfarna áratugi en ég hefði viljað sjá ríkis- sjóð með afgang án sölu eigna en síðan hefði sala þeirra komið til að bæta stöðuna enn betur. Það er ákaflega erfitt að skera niður og aldrei erfiðara en þegar vel árar. Eg tel útilokað að hækka skatta meira en orðið er og þess vegna þyrfti að skera enn meira niður,“ sagði Pétur H. Blöndal, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að enda þótt margt bendi til þess að verðbólgan geti farið af stað þá sé ýmislegt sem vinni þar á móti. Hann nefnir í því sambandi fjárfestingar lífeyr- issjóðanna í útlöndum og Iíka innflutning á erlendu vinnuafli, sem hann segir að sé umtalsverð- ur. „En við erum samt að tefla mjög djarft," sagði Pétur H. Blön- dal. Friðrik Sophusson. Sáttur „Ég tel að niðurstaða fjárlaga- frumvarpsins sé góður árangur ekki síst í Ijósi þess að gert hafði verið ráð fyrir 500 milljóna króna framlagi frá sveitarfélögunum en ríkið ætlar að fjármagna tekju- skattslækkunina á þessu ári og það kemur fram í heldur lélegri afkomu,“ sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Hann segir ekki hægt að bera saman þetta fjárlagafrumvarp og frumvörp fyrri ára. Hann segir að ef nú væri sami greiðslugrunnur og var hér áður væri verið að af- greiða fjárlög með 3ja milijarða króna afgangi. „Það hlýtur að teljast viðunandi og ljóst er að ríkið getur á næsta ári greitt niður skuldir sínar þann- ig að skuldastaða ríkissjóðs mun Iækka úr því að vera 51% af vergri Iandsframleiðslu 1996 og niður fj'rir 43% á næsta ári,“ sagði Frið- rik Sophusson. I ARI & CO • Auglýsingastofa ro^tr I.AVGARDAGVR 20. DESEMBER 19 9 7 - 9 FRÉTTIR ALÞINGI Lífeyrissjóðux bænda Komið er fram frumvarp um breytingar á lögum um lífeyris- sjóð bænda. Miðar frumvarpið að því að breyta iðgjaldastofni sjóðsins og innheimtuformi. Enn fremur er tekið á örfáum atriðum í núgildandi lögum sjóðsins sem nauðsynlegt þykir að breyta. Dráttarvélar lækki 1 frumvarpi, sem lagt hefur ver- ið fram á Alþingi, um breytingar á lögum um vörugjald af öku- tækjum, eldsneyti og fleiru er lagt til að vörugjald af dráttarbif- reiðum og vélknúnum ökutækj- um til sérstakra nota Iækki úr 30% í 15%. Sömuleiðis að öku- tæki sem eru knúin mengunar- lausum orkugjafa verði undan- þegin gjaldskyldu. — S.DÓR Sími: 460 3500 Lýsandi dæmi... — um lægra verð hjá okkur Fiskvinuslimámskeið á pólsku og ensku auk íslensku. 600 útlend- iugar í fiskvinuslu. Tíu þjóðemi. „Við stefnum að því að koma með pólskan leiðbeinanda á námskeið starfsfræðslunnar til að gera þetta enn auðveldara. Þá mundum við reyna að taka þetta í svona rassíu til að geta náð til sem flestra," segir Arnar Sigur- mundsson, formaður starfs- fræðslunefndar fiskvinnslunnar. Um áramótin kemur út á veg- um nefndarinnar bæklingur á pólsku um námsefni starfs- fræðslunnar í fiskvinnslu og skömmu síðar á ensku. Ráðist var í að þýða námsefnið á þessi tvö tungumál til að bæta úr brýnni þörf. Um 200 Pólveijar starfa í íslenskri fískvinnslu af um 600 útlendingum. Alls munu þjóðerni erlends fískvinnslufólks hérlendis vera nálægt einum tug. Að afloknu námskeiði hækkar fólk í launum og telst vera sérhæft fiskvinnslufólk. All- ir sem unnið hafa í fjóra mánuði Kerti í miklu úrvali - og á góðu verði -------Pýramídar: 25 cm...............kr.290,- 35 cm...............kr.338,- 45 cm...............kr.630,- 60 cm...............kr.805,- ----- Kúlur: 9 cm...............kr.234,- 10 cm...............kr.432,- Starfsfólk Byggingavörudeildar KEA, Lónsbakka, óskar viöskiplavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Erlent vinnuafl I fiskvinnslu er orðið svo fjölmennt að nauðsynlegt þykir að hafa námsefni um fiskvinnslu ýmist á pólsku eða ensku. í fiski fá kauptryggingu og eiga rétt á grunnnámskeiði starfs- fræðslunnar innan árs. Hátt í 500 manns sækja þessi starfsfræðslunámskeið á ári hverju, en þau eru einatt haldin í lok hvers árs og í janúar og febrúar. Námsefnið er í tíu hlut- um og kennt í 40 tíma. Þar fær fólk að vita allt um hráefnið, innra eftirlit, vinnslurásir og verkunaraðferðir, afurðir, mark- aði, vinnuaðstöðu og líkamsbeit- ingu, öryggi á vinnustöðum, launakerfin, samtök atvinnulífs og samstarf og samvinnu á vinnustað. — GRH Braðum koma PELSAR í ÚRVALI si<ir\IMTII.IXil l< KLASS/SKUR FATNAÐUR ULLARKAPUR OG JAKKAR MEÐ LOÐSKINNI PELSFOÐUR JAKKAR Þnr sem vandlntii PELSINN VISA Kirkiuhvoli, simi 552 0160 Visa raógreidslur i allt ad 36 mánudi Pólsk leiðsögn í fiskvinnslu

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.