Dagur - 24.12.1997, Page 2

Dagur - 24.12.1997, Page 2
2 - M IÐ VIKU D AGU R 24. DESEMBER 1997 FRÉTTIR Jólakvíði - en jafn- framt eftírvænting Reynt er að gera bömiun sem dveljast á Bamaspít- ala Hringsins biðina sem léttbærasta. Það var sérstaeð stemmning að Iabba um ganga Barnaspítala Hringsins í gærmorgun. Greina mátti kvíða en jafnframt eftirvæntingu meðal þeirra barna sem þar dveljast. Enginn velkist í vafa um að jólin eru hátíð barnanna - og sjáifsagt þurfa engin þeirra að bíða jafnlengi eftir að klukkan slái sex á aðfangadagskvöld og þau sem dvelj- ast á sjúkrahúsi. Reynt að gera þeim biðina sem létt- bærasta. I gær voru væntanlegar til bamanna á deildinni bókagjafir frá Vöku-Helgafelli og í fyrri viku var efnt til jólaballs þar sem dansað var í kring- um jólatréð og sungið var um Adam sem átti syni sjö - sem allir elskuðu Adam. Alíflest börnin sem dveljast á spítalanum komast eitthvað heim um jólin, þó ekki sé nema í fáeinar klukkustundir á aðfangadagskvöld. Heim í einhverja stimd „Við komumst heim á aðfangadags- kvöld, að minnsta kosti í einhveija stund,“ sagði Jón Heiðarsson úr Borg- arnesi, sem gekk um ganga með son sinni Atla Snæ Jónsson á hendi sér. Atli Snær er eins og hálfs árs og hef- ur vegna veikinda enn ekkert farið heim af sjúkrahúsi eftir fæðingu. „Við dvöldumst í fyrra á vökudeildinni, en höfum verið hér með son okkar síð- ustu mánuði," sagði Jón Heiðar. Skrýtnir dagar „Eg vonast til að komast heim í dag, Þorláksmessu, þannig að ég þurfi ekki að vera hér um jólin,“ sagði María Rán Ragnarsdóttir, tíu ára gömul, sem hef- ur verið á spítalanum síðustu daga vegna botlangatöku. Hún var á sjúkra- húsinu ásamt móður sinni, Kolbrúnu Marelsdóttur og sátu þær og horfðu á myndband um Fred Flintstone. „Eg hef aldrei áður verið á spítala og þetta hafa verið svolítið skrýtnir dagar,“ sagði María Rán. Mamma bakar „Við Guðlaug Erla förum heim á að- fangadagskvöld en verðum að koma hingað fljótt til baka aftur. Við erum búnar að vera hér fastagestir síðan í júlí sl. og komum hingað inn sl. Iaug- ardag, en dóttir mín er með æxli við augað,“ sagði Sigrún Gunnarsdóttir, ung móðir úr Grindavík sem \dð blaða- menn Dags hittum á Barnaspítala Hringsins í gær. Sigrún sagði að þessi sjúkrahúsvist hefði ekki sett sínar fyrirætlanir um jó- laundirbúning úr skorðum, sér hefði að mestu leyti tekist að Ijúka honum af í nóvember - fyrir utan það síðan að móðir sín sæi um matartilbúning og bakstur. -SBS. í pottinum hafa komið fram ýmsar kenningar um hvers vegna Gunnari Giss- urarsyni gekk ekki betur að komast áfram í prófkjöri R-Iistans en raun ber vitni. Innanbúðarmaður £ Al- þýðuflokknum sagði, að stuðningsmenn Gunnars hefðu gert þau grundvall- armistök að hringja út í hinar ýmsu deildir flokks- ins með mismunandi skilaboð sem sum hver voru ekki hagstæð öðrum fylkingum. Fullyrt er að eftir að fylkingarnar fóru að talast við hafi náðst að móðga svo marga hópa að enginn hafi stutt hann ... í pottinum voru menn að fara með limrur eftir Hjálmar Freysteinsson heilsugæslulækni á Akur- eyri. Limrur þessar eru ort- ar um jólasveinana og við- eigandi að láta sýnishorn í pottinn í tilefni jólanna: Nú umboðsmenn eru á kreiki fyrir iljanudd, heilun og reiki en ég hef mína trú og trú mín er sú að ég trúi á Askasleiki. Nærklæði af nýjasta tagi eru nokkuð í skjólminna lagi. Er maddama rik mátaði ein slík þá leið yfir Gluggagægi. „Guðm. upplýsti að síðasta sumar hefði verið gott, blautt og hefðbundið." Þessar upplýsing- ar er að finna í fundargerð frá 53. fundi stjórn- ar Reykjanesfólkvangs á dögunum. Þar kemur li'ka fram að „hollensku hjónin sem hafa m.a. rekið skálaræfilinn við Seltún eru að fara. Onn- ur hjón kannski að taka við.“ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind íyrir neðan. Allhvöss eða hvöss NA átt og slydda á Vestfjörðum en annars NV kaldi og skýjað suðves- tanlands en rign- ing norðan og austan til. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast um Iandið sunn- anvert. Færö á vegum Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, hálka og hálkublettir eru á stöku stöðum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hálkublettir eru á Möðrudalsöræfum og þæfingur á Hólssandi. 5 tonna öxulþunga- takmörk eru á Hrafnseyrarheiði og 2 tonna takmörk á Lágheiði. Að öðru leiti er góð færð á þjóðvegum landsins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.