Dagur - 24.12.1997, Page 4

Dagur - 24.12.1997, Page 4
4-MIÐVIKUDAGUR 24.DESEMBER 1997 rD^ftr FRÉTTIR L A INNLENT Lögmæti verkfallsboöimar dregið í efa Sjómannasamband Islands hefur látið lögfræðinga sambandsins skoða lögmæti þess að atkvæði félagsmanna þeirra útvegsmannafé- laga sem mynda LÍÚ voru talin sameiginlega frá öllum útvegsmanna- félögum þegar ákvörðun var tekin um boðun verkbanns á sjómenn innan aðildarfélaga SSI, sem starfa á skipum með aflmeiri vélar en I. 500 kw. Lögfræðingar SSÍ telja það ólöglegt en LÍÚ telur sig hafa heimild til sameiginlegrar talningar.' Beðið er úrskurðar Félagsdóms. Jólakópur Þessi forvitni selskópur svamlaði inn í Húsavíkurhöfn á dögunum og tyllti sér á stein í fjöruborðinu og horfði forviða á jólaljósin í bænum og bæjarbúa sem áttu Ieið fram hjá. Þótti honum mikið til um alla dýrðina. Gönguferð á aðfanga- dag í dag, aðfangadag, bregður Hafnargönguhópurinn út af venju og fer í árdegisgöngu í stað kvöldgöngu. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. II. 00 og gengið suður í Fossvog. Þaðan verður val um að ganga til baka eða fara með SVR eða AV. Aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995 2015 Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra staðfesti í gær, Þorláks- messu, nýtt aðalskipulag HafnarQarðar 1995-2015 með undirritun í Hafnarborg. Viðstaddir voru bæjarfulltrúar, skipulagsnefnd, og starfsfólk tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. „Ásýndt6 í GaHerí Svartfugli Sýning Guðnýjar G.H. Marínósdóttur, „Asýnd stendur yfir í Gallerí Svartfugli, Kaupvangsstræti 24 á Akureyri til 28. desember nk. Guð- ný vinnur verk sín í textfl en að þessu sinni sýnir hún röð 27 smá- mynda sem unnar eru úr pappír með blandaðri tækni og eru fjöl- breytileg tilbrigði við ásýnd landsins. Guðný er handmenntakennari við Hafralækjarskóla í Aðaldal. Guunarsstofnuu settar reglur Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórninni nýjar reglur sem hann hefur sett Gunnarsstofnun, stofnun Gunnars Gunnarssonar skálds að Skriðuldaustri, en jörð- ina gáfu Gunnar Gunnarsson skáld og Franzica kona hans íslenska ríkinu. Hlutverk stofnunar- innar er m.a. að leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ævi Gunnars Gunnarssonar; reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn; stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi; efla rannsóknir á austfirskum fræðum; stuðla að alþjóðlegum menningartengslum á verksviði sínu og standa fyrir sjmingum og öðrum Iistaviðburðum. Þjóðminjasafnið fær Ms og lóð Þjóðminjasafn Islands fær atvinnudeildarhús Háskóla íslands til af- nota fyrir starfsemina og auk þess fær safnið hluta af háskólalóðinni til afnota. Samningur þessa efnis var undirritaður 22. desember og á að tryggja Þjóðminjasafninu viðbótarhúsnæði en jafnframt eru áformaðar viðbótarbyggingar til að fullnægja húsnæðisþörfinni. Því hyllir undir lausn á áralöngum húshæðisvanda safnsins. Fjármál Sjúkráhúss Suðurlands tH RíMsendurskoðunar Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið harmar þær stóru og tilhæfu- lausu yfirlýsingar sem fram hafa komið í íjölmiðlum vegna þeirra rangfærslna sem uppi hafa verið vegna Ijármála Sjúkrahúss Suður- lands, þar sem fram kemur að framkvæmdastjórinn hefur verið í per- sónulegum ábyrgðum fyrir verulegum íjárupphæðum. Undirritun framkvæmdastjóra er aðeins formsins vegna og aldrei staðið til að hann yrði gerður persónulega ábyrgur, enda beri ríkissjóður ábyrgð á skuldunum. Ríkisendurskoðun hefur verið falið að kanna málið sér- staklega. Vígdrekar og vopnagnýr Komin er út bók eftir Friðþór Eydaf um I Ivalfjörð og Island í stríð- inu sem nefnist „Vígdrekar og vopnagnýr". Aður óþekktar staðreynd- ir koma fram í bókinni og hálfrar aldar gamlar gátur leystar. Orrustu- skipadeildir bandamanna, sem settar voru til höfuðs orrustuskipum Þjóðverja, áðu reglulega í Hvalfirði og voru til reiðu er vænta mátti siglingar þeirra um Atlantshaf. Hvalljörður var því miðstöð umsvifa erlendra hetja á íslandi í heimsstyrjöldinni síðari. I bókinni er svar- að spurningum eins og hvers vegna þýskir kafbátar réðust á íslensk skip sem töldu sig hlutlaus, til hvers voru allir herspítalarnir reistir hérlendis og hvað sögðu leiðabækur þýsku kafbátanna. Atökum við þýskar orrustuflugvélar er lýst. Björn Bjamason, mennta- málaráðherra. Meira en helmingur allrar fólksfjölgimar á árinu er í Kópavogi. FólM heíiir fækkað í öllum laudshyggða- kjördæmuuum um samtals 830 iiiaims. Kópavogsbúum hefur fjölgað um rúmlega 1.250 manns (6,7%) á einu ári, sem er ríflega helming- ur allrar fólksíjölgunar í landinu og nokkru meiri en í sjálfri höf- uðborginni. Og íbúatölur Kópa- vogs verða væntanlega vaktaðar gaumgæfilega næstu vikurnar, því þann 1. desember vantaði Kópavog aðeins um 190 sálir til að fylla 20.000 manna markið, fyrst bæja utan Reykjavfkur. Fólki hefur á hinn bóginn fækk- að í öllum Iandsbyggðarkjör- dænumun utan Reykjaness, alls um 830 manns; mest á Vestíjörð- um (um 230 manns) og Nl.- —vestra (um 190 manns). Þessi fækkun kemur fram á nær öllum stöðum á landinu. Kippur á Kjalamesi Alls fjölgaði landsmönnum um nær 2.340 á árinu (0,9%), sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. All- ur sá fjöldi, að viðbættri fækkun- inni á landsbyggðinni er nú á höfuðborgarsvæðinu, þar sem íbúum hefur fjölgað um ríflega 3.100 manns á einu ári. Eina undantekningin er Suðurnes með 30 manna fjölgun. Athygli vekur að Kjalnesingar setja nú íslandsmet í fólksfjölgun. Eftir óbreyttan íbúafjölda frá 1992 hefur Kjalarnes-Reykvíkingum nú allt í einu fjölgað um 12% á einu ári. Reykvíkingar sjálfir eru um 1.160 fleiri (1,1%) en fyrir ári. Hafnfirðingar eru einungis 270 fleiri (1,5%) en fyrir ári. Hafnarfjörður virðist þannig hafa látið í minni pokann í mannfjöldasamkeppninni við Kópavog. Mosfellingum fjölgaði litlu minna í beinum tölum en hlutfallslega þrefalt meira. Fólksfjölgim aðeias á fáiun stöðuin Fólksfjölgun er aðeins að finna á mjög fáum stöðum á Iandsbyggð- inni: Mest rúmlega 100 manns á Selfossi (2,5%), á Akranesi um 50 manns (1%), á Neskaupstað tæplega 40 manns (2,2%), á Ak- ureyri rúmlega 30 manns (0,2%), Austur-Skaftafellssýslu 25 manns (1%) og Dalabyggð 14 (2%). Fólki hefur fækkað á næstum öllum öðrum stöðum á landinu. Mest rúmlega 120 manns (2,7%) á ísafirði, um 110 manns (2,3%) í Vestmannaeyjum, 85 manns (3,1%) á Sauðárkróki og 70 manns (6%) í Ólafsfirði. Ólafs- firðingum hefur þar með fækkað um nær 100 manns á tveim árum. - hei Ræktun lýðs og lauds sameinuð í Guimarsholti Gunnarsholtshælid og Landgræðslan hafa hafið samstarf um ræktun lúpínu- plantna í hökkum til gróðursetningar í ill færri urð og grjóti. „Þarna er í fyllsta máta unnið að ræktun „lýðs og lands“. Af okkar hálfu er mikil ánægja með þetta samstarf við Gunnarsholtshæl- ið,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. I ársskýrslu Ríkisspítala kemur m.a. fram að í gróðurhúsum sem reist voru við Gunarsholtshælið árið 1995 hafi vistmenn unnið að ræktun á lúpínum fyrir Landgræðsluna. Ræktuð eins og trjáplöntur Sveinn segir að lúpínufræinu sé sáð í bakka, eins og um tijá- plöntur væri að ræða. Lúpínan Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. vaxi þar £ ákveðna stærð á svona sex vikum. „Síðan er þessu plantað út þar sem aðstæður eru mjög erfiðar, t.d. svo grýtt að engin Ieið er að koma að neinum vélum, t.d. þar sem mikill sand- ur er í hrauni, þá er stórkostleg- ur árangur af því að planta þessu svona út, mun meiri heldur en við sáningu. Stærsti hlutinn af lúpínuplöntunum hefur til þessa farið til Þorlákshafnar og á Haukadalsheiði í Biskupstung- um,“ segir Sveinn. „Þeir hafa framleitt fyrir okkur núna undanfarna tvo vetur, bæði lúpínuplöntur og ýmiss Iandgræðsiutré sem við notum þá í samstarfi við áhugamanna- félög og aðra,“ sagði Sveinn. Framleiða minjagripi úr hraunmolum Vistmenn Gunnarsholtshælis sýsla þó við ýmislegt fleira. Sam- kvæmt ársskýrslunni voru steyptir þar 20 kílómetrar af flór- bitum á síðasta ári. Netanálar og stokktré (lóðatré) voru einnig framleidd í nokkrum mæli. Og síðast en ekki síst hófst á árinu framleiðsla á minjagripum unn- um úr hraunmolum. - HEI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.