Dagur - 24.12.1997, Síða 5

Dagur - 24.12.1997, Síða 5
MIDVIKUDAGUR 24.DESEMBER 1997 - S FRÉTTIR Sumarviðhald á vegum landsins Spamaður Vegagerð- arinn við snjómokst- ur á þessum milda- vetri jafnast hugsan- lega út vegna aukins kostnaðar við“sumar viðhald“ vega. Að sögn Andra Ass Grétarssonar hjá hagdeild Vegagerðarinnar er heildarsparnaður því í raun ákaf- lega lítill. Sparnaður í snjó- mokstri í nóvember nam 5-10 milljónum miðað við snjómokst- ur í meðalári, en á móti kemur annar kostnaður. Sumarþjónustan hefur sem sé verið í fullum gangi og fram- kvæmdir við stór verkefni úti á landi fram á þennan dag. Og \að- hald eykst í snjóleysinu í ná- grenni Reykjavíkur þar sem nagladekkin spæna upp óvarið slitlagið. Að sögn Andra hefur ekki verið reiknaður út mismun- ur á sparnaði og aukakostnaði vegna tíðarfarsins, en hann taldi líklegt að þetta jafnaði sig út. Hinsvegar sagði hann að aug- ljóslega leiddi tíðarfarið til sparnaðar fyrir bifreiðaeigendur, einkum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem salt er mikið borið á göt- ur í snjóum sem veldur skemmd- um á bílum. Og ennfremur væri vonandi minna um slys og árekstra við þessar aðstæður og þar kæmi einnig fram sparnaður. Verktakar og tækjaeigendur sem hafa gert út á snjómokstur hafa ekki endilega orðið af tekj- um vegna tíðarfarsins, þar sem önnur verkefni við vegagerð og framkvæmdir hafa verið í gangi sem annars hefðu legið niðri. Sveitarfélögin spara verulega í snjómokstri. A Húsavík t.d. var áætlað að verja 6,7 milljónum í snjómokstur á yfirstandandi ári og kostnaður til þessa er 1,3 milljónum lægri, enda hafa snjó- moksturstækin ekki verið hreyfð í haust og vetur og það hefur ekki gerst í manna minnum. -JS Anna Kristine Magnúsdóttir sem stóð fyrir söfnuninni „Neyðarhjálp úr norðri". Innrétta elli- heimili f haust stóð útvarpskonan Anna Kristine fyrir söfnuninni „Neyð- arhjálp úr norðri'1 fyrir fórnar- lömb flóðanna í Móravíu í júlí. Nokkurt fé safnaðist, eða um 1.5 milljónir króna sem voru sendar Rauða Krossinum til úthlutunar. Peningunum mun verða varið til kaupa á innbúi fyrir elliheimili í borginni Tlumacov í Móravíu, en það heimili Iagðist gjörsamlega í rúst í flóðunum. Endurbygging heimilisins kostar rúmar 40 millj- ónir króna og þegar hefur verið aflað um 36 milljóna til verksins. íbúar heimilisins eru 40 og duga peningarnir sem söfnuðust hér á landi til kaupa á rúmum, sængum, koddum fataskápum og munum í setustofu, auk þess sem þar verður komið upp læknisstofu. Forsvarsmenn söfnunarinnar „Neyðarhjáip úr norðri“ vilja þakka öllum þeim sem lögðu söfn- uninni lið og óska þeim farsældar á komandi ári. Framlag íslendinga mun til frambúðar auðvelda mörgum Tékkum ævikvöldið. Vorlykt úr jardvegi á jóliim Loíthitanmii og snjó- leysinu að undan- fömu kann að fylgja jarðvegsfok. Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, segir að það sé með mestu ólíkindum hversu rík- ur sé í íslendingum sá þrælsótti að allt gott boði einhvern tíma eitthvað slæmt, okkur verði alltaf hegnt íyrir góðærið. En auðvitað hefði landgræðslufólk viljað sjá snjóinn hlífa hálendinu, og ein- nig á uppblásturssvæðum á lág- lendinu. Það er því viss uggur í brjóstum landgræðslufólks. „Þegar frystir eins og gerði í haust á auða jörð þá myndast heilmikill holklaki eða frost- þensla og þá lyftist yfirborðið upp eins og í kristöllum og svo þegar aftur þiðnar þá molnar þetta niður og yfirborðið verður laust í lítt grónu landi. Þessu landi er mjög hætt við foki og jarðvegsrofi þegar það hefur ekki snjóhlífina. Okkar heppni hefur hins vegar verið sú að það hefur verið ákaflega rakt og lygnt og staðviðrasamt en í haust gerði þó nokkurt rok sem olli nokkru sandfoki á Mývatnsöræfum. Það hefur þó ekkert nýtt komið upp á, og það er vel. Nú vonum við að það komi snjór, frost og síðan vetur í þess- ari röð áður en það gerir eitthvað rok. Svörðurinn er ákaflega illa undir það búinn. I hlýindunum nú er jörð farin að „taka við sér“ og jarðvegshiti á Suðurlandi er kominn í 4 gráður og maður er farinn að finna öndunarlykt jarð- vegsins, þ.e, smádýr í jarðvegin- um eru komin af stað eins og að vori væri. Mestu áhyggjurnar eru þó af trjágróðrinum og á sumum innfluttu tegundunum eru brumin byijuð að lifna. Islenska birkinu er þó ekki hætt því lífs- ferli þess er stjórnað af birtu en ekki hitastigi,“ segir Sveinn Run- ólfsson. -GG 10% hafa flutt sig frá Sjóvá Eigendur á bilinu Qögur til fimm þúsund heimila höfuðborgarinn- ar hafa ákveðið að hafa bruna- tryggingar sínar ekki hjá Sjóvá- Almennum, sem um áramótin taka alfarið við hlutverki Húsa- trygginga Reykjavikur. A móti fá Sjóvá-Almennar að Iíkindum 500 til 600 viðskiptamenn sem höfðu brunatryggingar sínar hjá öðrum, að sögn Elísabetar Kol- beinsdóttur. Með sameiningu Sjóvár-Al- mennra og Húsatrygginga færð- ust brunatryggingar um 40 þús- und heimila í Reykjavík yfir til Sjóvár-AImennra og því liggur fyrir að nú hafi um 10% trygg- ingaþega flutt sig frá fyrirtækinu. I bréfi sem Sjóvá-Almennar hafa sent viðskiptavinum er at- hygli þeirra vakin á því hversu sjálf brunaiðgjöldin eru í raun lítill hluti af heildargjaldinu. I dæmi af eign með 10 milljón króna brunabótamati er sjálft ið- gjaldið til tryggingafélagsins 1.400 krónur eða 18,4% en op- inber gjöld 6.200 krónur eða 81,6%. Af opinberum gjöldum í dæminu renna 3.000 krónur til Viðlagatryggingar Islands, 250 krónur til Fasteignamats ríkisins, 450 krónur til Brunarmálastofn- unar ríkisins og og 2.500 krónur renna í Ofanflóðasjóð. Elísabet Kolbeinsdóttir segir aðspurð að Sjóvá-Almennar fái ekki inn- heimtuþóknun vegna opinberu gjaldanna. -FÞG ALÞINGI Jafnxéttisfræðsla Hópur stjórn- arandstöðu- þingmanna, undir forystu Guðnýjar Guðbjörns- dóttur, hefur lagt fram þingsályktun- artillögu þess efnis að Al- þingi álykti að fela félags- málaráðherra að móta stefnu um aðgerðir sem tryggi að æðstu ráðamenn þjóðarinnar hafi þekk- ingu á ólíkri stöðu kynjanna í þjóðfélaginu almennt og á sínu sviði sérstaklega. I því skyni verði tekið saman vandað námsefni og haldin námskeið sem ráðamönn- um verði gert að sækja. Tryggt verði að þekkingunni verði hald- ið við með eftirliti og aðhaldi og með því að halda námskeið með reglulegu millibili. Lántökugjald I svari við- skiptaráðherra við fyrirspurn O s s u r a r Skarphéðins- sonar um hve há ýmis gjöld varðandi lán- töku eru, kem- ur fram að lántökugjald Byggingsjóðs rfkisins er 1% en banka og sparisjóða almennt um 2% og lífeyrissjóða 1-2%. It- rekunargjald vegna vanskila er 360 krónur hjá Húsnæðsisstofn- un. Hjá bönkum og sparisjóðum er um þrennskonar gjaldtöku að ræða. I fyrsta lagi bætist 400- 500 króna vanskilagjald við fyrstu ítrekun eftir viku. Við aðra ítrekun eftir mánaðarvanskil er gjaldið 800-1.000 krónur og loks 1.800 krónur sem bætast við vegna milliinnheimtu eftir tvo mánuði. Hjá Húsnæðisstofnun er gjald fyrir greiðsluáskorun 4.500 kr. á hveija áskorun. Hjá bönkum og sparisjóðum er gjald- ið 1.800 til 3.860 krónur, hjá líf- eyrissjóðunum 3.000 krónur. Gjöld fyrir nauðungarsölubeiðn- ir er 2.000 krónur hjá Húsnæð- isstofnun, 2.828 til 3.860 krón- ur hjá bönkum og sparisjóðum og 2.000 til 3.100 krónur hjá líf- eyrissjóðunum. Mismunandi þarfir Lögð hefur verið fram þingsályktun- artillaga um að Alþingi álykti að fela menntamála- ráðherra að skipa nefnd fagfólks í upp- eldis- og kennslumál- um sem geri tillögur um hvaða uppeldis- og kennsluaðferðum skuli beitt í grunnskólum til að mæta betur mismunandi þörfum drengja og stúlkna, en upplýs- ingar um misvægi í sérfræðiþjón- ustu, athygli kennara og námsár- angri benda til þess að úrbóta sé þörf. Össur Skarphéðinsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.