Dagur - 24.12.1997, Síða 10
T
10 -MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1997
Þetta er falleg bók, þar sem hún er skrifuð og unnin af næmi fyrir þessu merk/lega
svæði, og greinilegri ástúð, segir Sigurður Ingólfsson.
Stimdarkorn í
Huldulandi
SIGUKÐUR
INGÓLFSSON
BÖKMENNTAFRÆÐtNGUR
SKRIFAR
Út er komin bók sem heitir
Huldulandið, og er eftir Vigfús
Björnsson. Hún fjallar í máli og
myndum um mannlíf og land á
svæðinu á milli Eyjafjarðar og
Skjálfanda.
Þetta er falleg bók, þar sem
hún er skrifuð og unnin af næmi
fyrir þessu merkilega svæði, og
greinilegri ástúð. Hún er prýdd
fjölda mynda, bæði ljósmynda og
málverka eftir ýmsa sem höfundi
eru nánir og sem virðast þannig
hafa tekið óbeinan en ótvíræðan
þátt í tilurð þessa verks sem er
óvanalegt á margan hátt.
í lokaorðum bókarinnar segir
höfundur: „Hér eru myndir af
málverkum og teikningum sem
ekki eru gerðar af kunnáttufólki
heldur þeim sem mætti kalla
gæddir eðlisgáfu ... I þessu tilviki
rýrir það ekki myndimar þótt eitt-
hvað kunni að vanta upp á hand-
bragð þeirra sumra, þvert á móti
eykur það jafnvel gildi þeirra."
Þetta má til sanns vegar færa,
þar sem um þessa bók er að ræða.
Hún er nefnilega svolítið eins og
innsýn í áhugamál sem stundað
hefur verið af natni og væntum-
þykju. Svoleiðis verk er ekki vís-
indarit og á ekki að vera það. Það
er samtíningur af fróðleiksmolum
og allskyns hlutum sem tengjast
umfjöllunarefninu. Lesandinn
fær vissa nasasjón af landsvæði,
sem hefur séð rætast forspá
Gunnars Tryggvasonar um afdrif
þess eftir að bæimir eru komnir í
eyði um að Ioks þá muni „... Ijöldi
fólks leggja leið sína í bílum um
Flateyjardal á hveiju sumri til
þess að skoða landið, njóta nátt-
úrunnar og til þess að tína ber,
því á hverju sumri er þar allt blátt
af berjum." (bls. 177)
Svona verk er eðli sínu sam-
kvæmt ekki gallalaust. Svolítið
örlar á endurtekningum, og sam-
kvæmt mínum smekk hefðu
spássíur mátt vera stærri, en þar
er eins í pottinn búið og með
myndirnar, bókin er saman sett af
eðlisgáfu.
Bókin er óhemju fróðleg og
ekki síður skemmtileg. Þetta er
bók sem er tilvalin Iesning þeim
sem vilja kynna sér annað um-
hverfi en það sem þeir sjá dags
daglega, og það án þess að fara úr
stofunni heima hjá sér. Einnig er
þetta bók sem gaman er að glug-
ga í að loknum Iestri og þar hafa
myndirnar heilmikið að segja,
margar þeirra eru mjög fallegar,
bæði Ijósmyndir og málverk og
eru margar svolítið huldulegar,
búa yfir blæ sem er auðfundinn
þarna fyrir norðan. A þann hátt
er bókin einnig mjög alþýðleg,
hún er auðlæsileg öllum þeim
sem hafa gaman af að nálgast af-
skekkta þætti lands síns og þjóðar
og þannig er þetta er eiguleg bók.
I formála segir: „Bók þessi hef-
ur að geyma: Þjóðtrú og fyrir-
burði, svæðis- og Iandfræðileið-
sögn, fróðleik um örnefni og
gengnar kynslóðir, sannar frá-
sagnir og sögur byggðar á atburð-
um sem hafa átt sér stað, eða
munnmælum.
Þó er að finna í þessari bók
tvær hreinræktaðar uppspuna-
sögur og geta menn spreytt sig á
því að finna hverjar þær eru!“
Sjálfur er ég viss um að hafa
fundið aðra þeirra að minnsta
kosti, en læt auðvitað ekkert
uppi með það. Þá sögu, sem er
mjög framarlega, hefði ég Iíkleg-
ast frekar sett aftast, til þess að
loka bókinni betur, en henni lýk-
ur svolítið bratt. En kannski
fannst mér það bara vegna þess
að ég var orðinn spenntur.
Vigfús Björnsson. Hulduland-
ið. Kornið, 336 bls. Prentvinnsla:
Ásprent/Pob ehf. Akureyri 1997.
Aöalfundur
Aðalfundur Sjómannafélags Eyjafjarðar verður hald-
inn mánudaginn 29. desember 1997 kl. 11.00.
Fundarstaður er að Skipagötu 14 (Alþýðuhúsið) 4.
hæð.
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
Akureyri 24. desember 1997,
Stjórnin.
Tónlistarafrek
á Egilsstöðiun
Laugardaginn 6. desember var
Óratorían Messías eftir Georg
Friedrich Hándel frumflutt í Eg-
ilsstaðakirkju. Flytjendur voru
Kammerkór Austurlands, ein-
söngvarar og hljómsveit. Stjórn-
andi flutnings var Keith Reeds.
Óratorían Messías er jafnan
flutt af afar fjölmennum kórum
við undirleik mikilla hljómsveita.
Upphaflega var þó ekki svo.
Verkið er skrifað fyrir lítinn kór
og smáa hljómsveit. I uppfærslu
Kammerkórs Austurlands er far-
ið að hinu forna og upprunalega
Iagi. Kórinn skipa rúmlega tutt-
ugu söngvarar og í hljómsveit-
inni eru einungis innan við tutt-
ugu hljóðfæraleikarar.
Kammerkór Austurlands á sér
ekki langan feril. Hann var
stofnaður á vordögum 1997 og
flutti kantötu eftir J. S. Bach fyr-
ir páskana á sama ári. Kórinn
sýndi þá þegar þann metnað,
sem býr með stjórnanda kórsins,
Keith Reeds og þeim, sem skipa
hann, en þeir eru að stofni til
söngnemendur Reeds.
Agað söngfólk
Kórinn býr greinilega að öguðu
söngfólki. Hvergi gætti þess í
flutningi Óratoríunnar Messí-
asar, að einstaklingar kæmu
fram úr röddum, heldur voru
þær jafnar og samfelldar. Inn-
komur voru jafnan góðar og
hljómur fullur og fallegur, þegar
kórinn söng allur, og styrkur svo
samstilltur, að jafnan mátti fylgja
ferð hverrar raddar fyrir sig.
Styrkur var góður og vald kórsins
á jafnt mjúkum sem veikum
söng mikið, svo sem vfða mátti
heyra í flutningi hans á Óratror-
íunni Messíasi.
Góðar raddir
Sópran kórsins var sem næst
glæsilegur á tónleikunum í Eg-
ilsstaðakirkju. Hann hefur á að
skipa sjö söngvurum, sem hafa
gott vald á raddsviði sínu, svífa í
sífellt meiri hæðir á fullum og
hreinum tóni og eru vel samstíga
í hröðum þáttum, svo sem á flúr-
tónum. Hið sama er um aðrar
raddir kórsins, en þær skortir þó
nokkuð í blæ og fyllingu í sam-
anburði við sópraninn, svo sem
fram kom í sólóhlutum þeirra,
sem voru tíðum nokkuð hljóm-
litlir. Þó sýndi tenór, að hann gat
náð fullum og fallegum hljómi í
sólóþáttum sínum í lokahluta
óratoríunnar, Hallelujah.
Söngvarar
Stjórnandinn, Keith Reed, var
einn einsöngvara í flutningi
óratóríunnar. Aðrir einsöngvarar
komu úr röðum kórfélaga og
voru þeir: Þorbjörn Rúnarsson,
Ragnhildur Rós Indriðadóttir,
Sigurborg Kr. Hannesdóttir,
Rosemary Hewlett, Kristveig
Sigurðardóttir og Helga Magn-
úsdóttir.
Flutningur Keiths Reeds var
þróttmikill og bar söngþjálfun
hans vitni. Af öðrum ein-
sögnvurum má nefna Þorbjörn
Rúnarsson, sem beitti rödd sinni
fallega og smekklega og Krist-
veigu Sigurðardóttur, sem hefur
fallega og bjarta rödd, sem hún
beitti vel. Aðrir einsöngvarar
gerðu vel, en báru þess nokkur
merki, að þeir eiga enn nokkurn
spöl ógenginn í söngnámi.
Hljómsveitin
Hljómsveitin Iék yfirleitt prýði-
lega. Nokkur galli var, að
harpsikordhlutar, sem leiknir
voru á hljómborð, voru heldur
lágt stilltir. Fyrir kom á nokkrum
stöðum, einkum, þegar stjórn-
andinn, Keith Reed, var í ein-
söngvarahlutverki, að hljómar
urðu örlítið óhreinir og tóntak
ekki alveg jafnt, en almennt
fylgdi hljómsveitin vel og studdi
fallega að flutningi kórs og ein-
söngvara.
Uppröðum flytjenda £ kór Eg-
ilsstaðakirkju var smekklega
unnin. Hún var nokkuð breytileg
eftir hlutum verksins, en ætíð
áhrifarík og vel til þess fallin að
auka á helgiblæ og tign óratorí-
unnar. Flutningur hennar eftir-
minnilegur öllum þeim, sem
heyrðu. Afrek, sem sýnir glögg-
lega, hvað unnt er að gera og
gera vel, þegar til fást hæfir for-
ystumenn, sem vinna af metnaði
og listamannslegri vandvirkni.
Bók sem er gaman að lesa
I nærveru sálar, sem er ævisaga
Einars Kvarans eftir Gils Guð-
mundson, er skemmtileg bók;
hún er vel skrifuð og greið og
auðveld aflestrar frá upphafi til
enda. Hún dregur upp skýra
mynd af Einari Hjörleifssyni
Kvaran og aðstæðum hans.
Einar var einn fyrsti íslenski
blaðamaðurinn; hann var rit-
stjóri fjölda blaða bæði hér syðra
og nyrðra og í Vesturheimi. Lífs-
reynsla hans náði yfir vítt svið
því hann var hvorki heftur við
lögfræði né guðfræði eins og
flestir jafnaldrar hans. Hann
leitaði fanga mikið víðar.
Hann fékkst við stjórnmál auk
ritstarfa og bauð sig nokkrum
sinnum fram til þings en án ár-
angurs. Kannski sem betur fer
því honum gafst þá betri tími til
að skrifa ritverk sín, sögur og
Ijóð, sögur sem komu jafnvel til
tals við úthlutun Nóbelsverð-
launa. Það er gaman að lesa lýs-
ingarnar á deilum blaðanna í
Vesturheimi, íslensku blaðanna.
íslendingarnir hafa bersýnilega
flutt með sér utan þrætubókina
frá upphafi til enda. Einar var í
10 ár í Vesturheimi.
Ekki er síður beinlínis gaman
að lesa kaflana um spíritismann;
þá ótrúlegu staðreynd að flestall-
ir bestu synir og dætur þjóðar-
innar voru á kafi í spíritisma;
draugatrú, sagði Halldór Lax-
ness ungur og kjaftfor þegar
hann fjallaði um málið. Sérstak-
lega er skemmtilegur kaflinn um
Ijóðskáldin sem ortu að handan,
HCA ogJH, þegar þeir HC And-
ersen og Jónas Hallgrímsson
ortu í gegnum Guðmund Jóns-
son (seinna Kamban) þá ungan
17 ára menntaskólapilt.