Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 2
2 — FIMMTUDAGUR 22.JANÚAR 19 9 8 rD^ir FRETTIR Eggert Þór Ingólfsson, starfsmaður Hagkaups á Akureyri, hampar hér hinum eftirsóttu hrútspungum. mynd: bös Pungar eftirsóttir Lyst landsmanna á siíriiin hrútspungum á þorranum er þvílík, að hálf milljón eistna úr slátruðum hrút- lömhum dugir ekki til að anna eftirspum. Hvernig má það vera að hrútspungar, sem fyrir nokkrum áratugum voru urð- aðir í tonnatali, eru nú seldir á svipuðu verði og nautasteik, eða á 1.200-1.360 kr. kílóið í stórverslunum í Reykjavík? Svarið er víst framboð og eftirspurn. „Staðan er orðin þannig að ég er viss um að við gætum selt um 30% meira af hrútspungum ef við fengjum bara meira af eistum. En ég fæ þau ekki keypt neins staðar, því pungarnir eru svo eftirsóttir að það vill enginn selja eistu til vinnslu," sagði Leifur Þórsson ,verksmiðjustjóri hjá SS á Hvolsvelli, sem Dagur leitaði hjá upplýsinga um súra þorramatinn. FRÉTTAVIÐTALIÐ Kringum 250-260 þúsund hrút- lömbum var slátrað í landinu í fyrra, sem þýðir þá um einn pung - eða tvö eistu - á hvert mannsbarn í landinu. Leifur segir gífurlega vinnu í slátur- húsunum við það að taka þessa auka- afurð og hreinsa hana og verka og hraðfrysta í pönnum - síðan sjóða þetta, kæla og súrsa og annast um þetta mánuðum saman. Eistun rýrni líka um ríflega helming í vinnslunni. Fituklumpar á verði lambalæris Svipað verð á súrum bringukollum og lundaböggum, eins og lambalærunum í kistunni við hliðina, eða á bilinu 600- 850 krónur á kfló, kemur líka á óvart. Sömuleiðis allt að 800 krónur fyrir slátur. „Staðan er ekki sú sama og fyrir 10- 1 5 árum,“ segir Leifur. „Vegna þess að fé hefur fækkað er fullt af hlutum sem allt of mikið var til af áður, en nú er alls ekki til nóg af, þar á meðal eistum. En við erum heldur ekki Iengur sjálf- um okkur nógir t.d. um mör og blóð og verðum því að kaupa þetta af öðrum.“ Leifur segir súrsun líka mjög dýra vinnsluaðferð. „Við byrjun að vinna súrmatinn í lok september. Það eru því gífurlegir fjármunir sem fara í hráefni, vinnulaun og annan kostnað og síðan liggur varan fram á þorra. Athugaðu t.d. hvað lítrinn kostar af mysu. Ætli maður að búa til almennilegan súrmat þarf að skipta um mysu allt að 5-6 sinnum, þannig að við þurfum tugi þúsunda lítra af henni í vinnsluna." Allt að verða uppselt hjá SS Leifur þvertekur líka fyrir að lunda- baggi sé bara upprúllað slag - a.m.k. ekki hjá SS. „Breytingin er sú, að neyt- endur \ilja ekki lengur eins mikla fitu. Þess vegna setjum við inn í slögin hreinsaða lambaframparta, sem er mjög dýrmætt hráefni." Og ekki vantar eftirspurnina: „Eini súrmaturinn sem ég á eitthvað eftir af eru bringukollar - hitt er mest allt upp- selt hjá okkur,“ sagði Leifur verk- smiðjustjóri SS. Pottverjum þykir Markús Öm byrja vel í sínu nýja starfi og flestum þykir hann sýna dug og þjónustulund út á við tneð nýj- um reglum um innri og ytri vlð- skiptavmi og ákvörðunum um að millihuröin í anddyrinu skuli alltaf vera lokuð. Markús hefur aga á sínu liði eins og eitt stórskáldið hjá Ríkisútvarpinu orti: Innri madur alltaf skal fyrirytrí manni víkja. Á öðm erekki nokkurt val því agi skal hér ríkja. í heita pottinum ræddu inenn líka um bæjar- stjómarfundinn á Akureyri í fyrradag. Þar var óvenju ijölmennt, því auk fjölmiðla vom þar foreldrar að fylgjast með afgreiðslu bæjar- stjómar á gjaldskrá leikskóla og byggingu Gilja- skóla. í miöjum umræöunum fóru Ijósin skyndilega að dofna og slokknuðu alveg sums staðar. Ýmsir settu sig í stellingar fýrir raf- magnsleysi, enda alvanir frá þeim dögum er rennslistruflanir í Laxá hindraöu raíorkufram- leiðslu. Þórði Inghnarssyni, ritstjóra Vikudags", sem dreift hefur verið í hús á Akureyri mun lík- lega hafa leiðst eitthvað umræðumar því hann hafði hallað scr að veggnum þar sem „dim- mer“og slökkvaramir cm með fyrrgreindum af- leiðingum... Það er bryddað uppá ýmsum nýjunguin í R-lista prófkjörinu. Þannig hefur frambjóðandi Kvennalistans, Sólveig Jónasdóttir, innleitt þá nýjung að halda framboðsfundi á spjallrás Inter- netsins og var sá iýrsti haldinn í gærkvöld. í pottinum voru menn að velta fyrir scr hvort hin- ir tveir stjórnmálamennimir á Netinu, þeir Björn Bjarnason og Eyþór Arnalds, hafi komið á fundinn hjá Sólveigu... Markús Örn Antonsson. Benediht Sveinsson framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafuróa Samdráttur varð ífram- leiðslu og sölu afurða ÍS á árinu 1997 um 3 milljarða króna eða um 15%. Staða íiskií tflytj enda sjaldan verið verri Framleiðsla móðurfélagsins nam 127.700 tonnum á árinu 1997 á móti 170.500 tonn- um á árinu 1996 og er árið það næstbesta í sögu ÍS frá upphafi þrátt fyrir þennan mikla samdrátt sem rekja má að mestu til þess að UTRF í Petropavlovsk sagði upp samningi sínum við IS á árinu. Framleiðslan erlendis nam 20.100 tonnum á síðasta ári á móti 66.600 tonnum árið 1996, veltan 17 millj- arðar á móti 20 milljörðum árið áður. — Verður fyrirtæliid gert upp með tapi á árinu 1997? „Það liggur ekki íyrir ennþá en þetta hef- ur verið erfitt rekstrarár, bæði vegna flutn- inga og kaupa erlendis á verksmiðjum og slita á samningi. Framleiðslan hérlendis var mjög svipuð milli ára, eða um 70 þúsund tonn. Við erum endalaust að skoða mögu- leika á nýjum framleiðslustöðum erlendis og það er alls ekki einskorðað við Rússland. Við fluttum hins vegar út 28.800 tonn af frystum afurðum til Rússlands á síðasta ári sem er rúmlega þrisvar sinnum rneira magn en árið 1996, en þá voru flutt út 8 þúsund tonn til þessa markaðar. Gert er ráð fyrir mikilli aukningu á útflutningi til Rússlands á árinu 1998.“ — Er verið að beitia sjónunum í auknu ntæli til Kína vegna bágs efnaliagsástands í mörgum Asiulöndum? (20,6% útflutn- ings ÍS var til Asíu). „Við flytjum töluvert af afurðum til Kína og eigum góð viðskipti við þá. 1 dag erum við raunar ekki að horfa neitt vegna þess að við erum tiltölulega birgðalausir og eins vegna þess að sjómenn og útgerðarmenn eru að takast á og stefna flotanum í verkfall. Staða okkar sem erum að flytja út og selja fisk á markaði er gífurlega viðkvæm, hefur kannski aldrei verið verri en nú. Saian á síð- asta ári var góð og birgðir því litlar um ára- mót. í byrjun árs er síðan gengið enn á birgðir meðan Hotinn er að halda til veiða. Ef menn ætla að bæta verkfalli ofan á þetta þá eru þeir sem í það stefna að segja að markaðsstarfið sem unnið hefur verið að í mjög langan tíma skipti ekki máli, við erum í eigin garði að rótast og skítt með alla hina. Þessi hópur sjómanna og útgerðarmanna ætti að fara að gera sér grein fyrir hver það er sem á endanum greiðir þeim fyrir að draga þessa fisktitti úr hafinu. Það eru hvorki útgerðarmenn né sjávarútvegsráðu- neytið, heldur neytandinn." — Er forysta sjómannastéttarinnar á villigötum? „Nei, ég vil ekki nefna neina í þessu sam- bandi. En ef við ætlum ekki að fjalla um okkar sjávarútvegsstefnu á ábyrgari hátt heldur en hér hefur verið gert, þá hefur ein- hver farið út af sporinu einhvers staðar og ríkjandi mikill þekkingarskortur. Umhverfi sjávarútvegsins er ekki bara að draga fisk úr sjónum og landa honum og rífast um eign- arréttinn. Umhverfið felst í því að veiða, vinna og selja sjávarafurðir og koma pening- unum til baka til að greiða fyrir alla uppá- komuna. Því er þetta tal alveg feiknarlega óábyrgt, en sjálfsagt að sjómenn og útgerð- armenn komist að samkomulagi um skipt- inguna, en þar sem þeir hafa aðgang að auð- lindinni og hefur verið falið að sjá um hana hafi þeir ekkert leyfi til að stöðva fiskveiðar eða fara í verkfall yfirhöfuð." — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.