Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 7
 FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Að myrða bæj arfélag OLAFUR í % SIGURÐS- SON FORMAÐUR JAFNAÐAR- MANNAFÉLAGS HAFNARFJARÐAR SKRIFAR Það var fyrir Iöngu. Langa löngu. Þá var ég strákur og sá fræðslu- mynd í sjónvarpinu um stóran bæ í Ameríku. Þetta var fyrir- myndarbær og var gjarnan talað um „Demo-town“ (fyrirmyndar- bærinn) því „demó-kratar“ fóru þar með völdin. En mafían myrti þetta samfélag. Myndaði banda- Iag við spillta embættismenn sem síðar var nefnt bófaflokkurinn (demo crooks). Þeir tæmdu alla sjóði bæjarins, spilltu kjörnum fulltrúum, Iosuðu sig við alla andstæðingana og tryggðu sér ítök í bankakerfinu. Eins og sagði í myndinni „They took care of buisness" (sáu um málin). Eftir stóðu rústir einar. Allt i niður- níðslu. Glæpir, morð og eiturlyf sem aldrei fyrr og smáglæpa- mönnum var sleppt, aftur og aft- ur og aftur, ...og alltaf hélt lög- reglustjórinn ræður um það sem hafði þó áunnist. Þetta var hryggileg fræðslu- mynd. Það var sérstaklega óhugnanlegt að sjá hvernig bæj- arbúar sjálfir tóku þátt í þessu, ýmist undir hótunum eða í von um gróða. Enn aðrir fengust ekki til að trúa því sem þó blasti við, fyrr en um seinan. Byrjaði í verktaka- bransamun Þetta byrjaði í verktakafram- kvæmdum. Sterk tengsl lágu inn í bæjarstjórnina (City Hall) og milli spilltra verktaka á vegum mafíunnar. Var ástandíð slíkt að þessir aðilar gátu makað krókinn á hverri einustu framkvæmd á vegum bæjarins. Þeir sáu til dæmis sjálfir um útboðin fyrir bæinn, gerðu svo tilboð í útboðin sín, samþykktu svo sjálfir eigin tilboð í eigin útboð og sáu loks um framkvæmdirnar. Ailtaf komu svo bakreikningar sem voru greiddir jafnharðan. í einni framkvæmdinni urðu miklar skemmdir af völdum mafíuverk- takans, en bærinn tók ætíð slíkt á sig. Bærinn ábyrgðist einnig lán til verktakanna, sem féllu svo öll á bæinn. Um tíma kom fram gagnrýni, en þá kom tími skiptiverktöku. Það var ákveðið óhagræði af þessu, erfiðara var að smyrja á og þessu fylgdi meiri ábyrgð. Þá var bent á hversu mikilvægt væri að veita bæjar- búum at\dnnu. Það væri ekki hægt að láta ut- anbæjarmenn hirða störfin! .... og allt féll í sama farið nema hvað mafían átti nær öll verk eftir þetta með einum eða öðrum hætti. Fjölskyldur þeirra sem höfðu gagnrýnt sukkið urðu að flýja úr bænum. Eftir þetta jókst vertaka- bransinn í mafíubænum. Lagðir voru marg- breiðir vegir gegnum skipulögð íbúðahverfi, allir sem gátu borg- að fengu að byggja þar sem þeir vildu, án tillits til skipulags. Starfsmenn bæjarins unnu jafn- vel hjá verktökunum, á iaunum bæjarins. Allt var þetta gert í nafni fólksins og í krafti meiri- hlutans, ....og Iögreglustjórinn hélt ræðu um uppganginn og öfl- uga þjónustu við bæjarbúa. Velvild bankanna Þetta hefði ekki getað gengið svona vel hjá mafíunni, ef ekki hefði notið velvildar bankanna. MiIIjónir dala streymdu inná verktakareikningana frá bænum og þaðan inná einkareikninga bófanna. Bankastarfsmönnum, sem spurðu hvort þetta væri rétt var sagt upp fyrirvaralaust vegna samstarfsörðugleika. Bankastjór- arnir og mafíósarnir voru Iíka bestu kunningjar og buðu ætíð hvor öðrum í veislur hvors ann- ars. Nær öll veigamestu störfin á vegum bæjarins urðu með tíman- um mönnuð bófaflokknum. Gekk stundum mikið á er menn streittust á móti og þóttust hafa réttindi! Þá voru settar af stað óhróðursherferðir í bæjarblöðun- um og wðar. Menn misstu þá fyrst æruna og svo stöðuna. Þeir sem voguðu sér svo að svara mafíósunum í landsmálablöðun- um, voru umsMfalaust kærðir fýrir meiðyrði. Astandið var slíkt að vel menntað fólk fékk ekki lengur störf við hæfi og fluttist þar með úr bænum, flúði einfaldlega bæ- inn sinn. Það þótti ekki vænlegt að ráða menntað fólk með skoð- anir. Þar með voru aðeiris bófar og þeirra hyski eftir í embættum. Um tíma stóð styrr um dóm sem einn bófinn fékk á sig, því hann var háttsettur í bæjarkerf- inu, en með stuðningi demó kratanna hélt hann velli, enda voru þetta ólög að hans sögn. Þannig var kerfið sífellt tryggara í sessi, .... og iögreglustjórinn hélt ræðu um glæpi í borgarasamfé- laginu og hvað hafði áunnist. Bærinn dó Fljótlega sölsaði bófaflokkurinn undir sig fjöl- miðlana í bæn- um. Það varð að stöðva alla gagn- rýni og halda úti „réttri mynd“ af málunum. Svo hart var keyrt á áróðrinum að það dugði bæjar- fulltrúum demó kratanna til að ná aftur meiri- hluta í kosning- um í upphafi mafrutímabils- ins, enda voru margir orðnir háðir þessu nýja kerfi. Þetta mátti alls ekki stoppa. A seinni hluta mafíutímabilsins voru allar opin- berar álögur settar uppí topp og bæjarsjóður tæmdur. Á þessu kjörtímabili dó bærinn. Þegar mafíósarnir voru flúnir með peningana sátu bæjarfull- trúarnir í skömminni og vörðust af veikum mætti, drógu sig svo í hlé eða flúðu bæinn. Stjórnleysið varð algert, laun voru ekki greidd, ekki einu sinni þeir sem voru í bófaflokknum fengu greitt, því það var ekkert til lengur nema skuldir og það stór- ar skuldir. Gjaldþrot byggingar- fyrirtækjanna voru þau stærstu í ríkinu! og þau voru fleiri en eitt. Lokamyndirnar í þessari fræðslumynd voru mjög átakan- legar. Fátældegt fólk í biðröð eft- ir súpu og karlmennirnir héngu undir húsgöflunum, í von um vinnu, .... og lögreglustjórinn hélt ræðu um þörfína fyrir heið- arlega stjórnendur. Var hann sfð- ar nefndur dýrlingurinn (The Saint) eftir vinsælum sjónvarps- þáttum sem þá voru. Eg hét þá sjálfum mér því að svona myndi aldrei gerast í mín- um bæ, þar sem ég er fæddur og uppalinn. En þetta er langt síðan og ég gerði mér þá enga grein fyr- ir því hve stutt er á milli siðferð- isbrests og glæpa. Fólk verður oft samdauna þessu, án þess að átta sig fyllilega á því. Það þarf sjálfsagt mikla sam- heldni meðal bæjarmeirihluta til að'koma í veg fyrir að slík spilling nái fótfestu þegar hún sækir að. Bestu menn geta misstigið sig eins og dæmin sanna. Ekki í Hafnarfixði Til allrar hamingju þurfum \ið Hafnarfirðingar ekki að hafa áhyggjur af þessum ósköpum því allir bæjarfulltrúarnir vinna und- ir metnaðarfullum kjöroðum eins og t.d. Sjálfstæðisflokkurinn „Stétt með stétt". Alþýðuflokkur- inn hafði á síðasta þingi sínu yfir- skriftina „Samstaða gegn sér- hagsmunum - Jöfn tækifæri“ þar sem m.a. var rætt um að herða allar siðferðiskröfur til stjórn- enda og meðstjórnenda fulltrúa Alþýðuflokksins. Síðast en ekki síst hefur Alþýðubandalagið hátt merki Iítilmagnans. Enda hefur það sést á undanförnum kjör- tímabilum hve vel bæjarfulltrú- arnir hafa staðið sig í að vernda hagsmuni bæjarbúa og tryggt all- ir sem einn að svona spilling þríf- ist ekki í Hafnarfirði. Við skulum því vera þakklátir Hafnfírðingar fyrir það sem við höfum og minnumst orða bæjar- fulltrúans og lögreglumannsins Omars Smára Armannssonar í bæjarblaðinu okkar, Fjarðarpóst- inum: „Næstu sveitarstjórnar- kosningar koma m.a. til með að snúast um hagsmunalaus heil- indi. Bæjarbúar þurfa að vera minnugir þess og Ieggja traust sitt á þá sem sýna þeim hrein- skilni og heiðarleika." „Til allrar hamingju þurfum við Hafnarfirðingar ekki að hafa áhyggjur af þessum ósköpum þvi allir bæjarfulltrúarnir vinna undir metnaðarfullum kjöroðum, “ segir Úlafur Sigurðsson í grein sinni. Nýir blórabögglar ftmdnir I grein sem Geir Guðsteinsson, blaðamaður á Degi skrifar í Ak- ureyrarkálfinn í Degi í desember sl. undir fyrirsögninni, „Samein- aðir stöndum vér í hótelbransan- um“ kemur fram tilvitnun í um- mæli Elíasar B. Gíslasonar, hótelstjóra Hótel KEA, þar sem hann heldur fram misferli hjá öðrum sem eru í veitingarekstri á Akureyri. Ekkert kemur fram í greininni hvernig hótelstjórinn hefir vitneskju um téð misferli eða hvort um er að ræða leit að blórabögglum. Ekki er slík leit alveg ný af nálinni jn í fyrirrenn- arar hótelstjórans í starfi hafa líka tilgreint ýmsa blóraböggla til skýringar á vondri útkomu í rekstri hótelsins. Eg held því fram að „misferlið" sem stendur fyrir hallarekstri á Hótel Kea eigi sér stað inni á hótelinu en ekki hjá einhverjum veitingabaslara úti í bæ. Ég held þessu fram með fullri vitneskju því ég hefi komið að þessum rekstri og verið við hann í mörg ár. Eg þarf því ekki að geta mér til um vandann eða hvort einhver misferli eigi sér stað annarstaðar. Hagnaður í 9 ár Eg hefi látið frá mér fara í blaða- greinum skilgreiningu á vandan- um en ekki hefir þótt ástæða til að taka það til greina því þær skilgreiningar væru úreltar. Eg vann við matreiðslu á hótelinu sem yfirmaður í eldhúsinu og vann samkvæmt Jjeirri kenningu að kaupa allt hráefni inn á frum- stigi og vinna það til matargerð- ar. Þetta gerði ég í níu og hálft ár og var hótelið rekið með hagnaði allan þann tíma. Níu ár á undan var það rekið með tapi. Um það kenni ég þeim sem stjórnaði eld- húsi hótelsins á þeim tíma. Frá því að ég gekk út úr starf- inu í hótelinu hefir verið tap á rekstrinum og mun það halda áfram ef ekki verður breytt um og farið að vinna hráefni til mat- argerðarinnar inni á hótelinu. Líka hefir úrslitaþýðingu að Jjeir sem matar\'erðinu ráða á hótel- inu hafi forsendur til þess að vita hver er frumkostnaður fram- leiðslunnar en á það skortir Jiví miður hjá fjölda matreiðslu- manna. Sá almenni ágalli á kunnáttu faglærðra matreiðslu- manna í útreikningum og vinnslu á kjöti til matargerðar stendur fyrir þrifum í veitinga- rekstri og heldur uppi háu mat- arverði á veitingastöðum á land- inu. Skattsvik keppinauta I greininni kemur fram í tilvitn- un í ummæli Elíasar: „Þegar greiddur er 20% lægri tilkostnað- ur en tilskilið er samkvæmt lög- um er Ijóst að hægt er að leyfa sér ýmislegt í samkeppninni." Þarna virðist Elías eiga við að matarverð sé þá hægt að bjóða lægra í undirboðum sem eigi sér stað á markaðinum vegna skatts\ika keppinautanna. Ef hótelið ynni alla sína kjöt- vöru sjálft með eigin starfskröft- um þá væri um að ræða að minnsta kosti 50% prósent lægri hráefniskostnað en ef keypt er inn allt tilbúið til matargerðar- innar. Ef þessi 20% sem Elías til- greinir sem undanskot gera gæfumuninn í rekstri hótelsins þá hlýtur 50% prósent sparnaður í hráefniskaupum að vega þungt í rekstri hótelsins líka. Svo langt hefir verið gengið í innkaupum að jarðepli hafa verið keypt inn skræluð. Það ætti að segja nokk- uð til um kunnáttu þeirra sem hafa stjórnað. Elías gerir að umtalsefni að fjöldi starfmanna í greininni hafi staðið í stað þrátt fyrir gífurlega aukningu gistirýmis og sæta- tjölda á veitingastöðum. Þess sér stað Jjegar mikill fjöldi mat- reiðslumanna er farinn að \inna við kjötskurð í kjötvinnslustöðv- um til að þær geti Jjjónustað hót- el og veitingastaði með tilbúið hráefni. Því er ekki við að búast að fjölgun matreiðslumanna sjáist í tölum starfsmannafjölda hótela og veitingastaða. Eg hefí í gegnum tíðina á kjaftajjingum haldið því fram að Hótel KEA væri gullkvörn ef rétt væri að málum staðið í rekstri þess. Eg fékk tækifæri til að sanna þessa fullyrðingu á þeim rúmlega níu árum sem ég starf- aði þar en þeir sem stöðugt klifa á því að hagkvæmast sé að kaupa inn hráefni tilbúið til matreiðslu hafa ekki sannað neitt. Mér þyk- ir sárt að fylgjast með hvernig komið er fyrir hótelinu og bafa ekki fengið rönd við reist j; . H fyrir störf þar og kennslu í ; inu og aðvaranir uni stigiu ógæfuspor í rekstrinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.