Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 3
Xk^wr FIMMTUDAGUR 2 2 . J A N Ú A H 19 9 8 - 3 FRÉTTIR Sðmu falsarar taldir að verki í Færeyjum Það hvarflar sjálfsagt ekki að þeim sem rölta um sali Listasafns íslands og skoða Hstaverkin þar að einhver þeirra kunni aö vera fölsuð, en hitt er Ijóst að umræðan um stórfelldar falsanir á verkum íslenskra myndlistarmanna hefur valdið miklum óróa á markaðnum. Sömu incim taldir hafa falsað íslensk verk og verk Mikines frá Færeyjum. For- stöðumaður Lista- safns Færeyja undrast fjölda verka eftir Mikines. Olafur Ingi Jónsson forvörður segir í samtali \áð Dag að auk mikils fjölda meintra falsana á verkum látinna ísienskra listmál- ara sé ástæða til að ætla að á Is- landi og í Danmörku hafi yfir tugur mynda selst sem væru fölsuð verk eftir Samuel Johan- sen-Mikines. Barður Jakobson, forstöðumaður Listasafns Fær- eyja, segir að grunsamlega mörg verk eftir Mikines séu í umferð, en Jakohson er sérfræðingur í Mikines. „Eg hef skoðað myndir eftir Mikines og reikna með að yfir tugur vatnslita- og olíumálverka sem eignuð eru honum séu eftir falsara. Og handbragðið - list- rænt yfirbragð og tæknileg vinna - benda ótvírætt til þess að um nákvæmlega sömu mennina sé að ræða og talið er að hafi falsað verk hérlendra manna," segir Ólafur Ingi. Barður Jakobson segir að eng- in rannsókn sé enn sem komið er farin af stað á vegum Listasafns Færeyja. „En það er rétt að ég hef séð verk hjá uppboðsfyrir- tækjum í Kaupmannahöfn og undrað mig á því að Mikines hafi getað gert öll þessi verk um grindhvaladráp. Þau eru of mörg. Mig hefur \issulega grun- að að ef til vill hafi einhver ann- ar en Mikines verið þarna að verki, en það hefur ekki verið kannað, því ég hef ekki haft tíma til að fylgja þessu eftir," segir Jakobson, sem ritað hefur bók um ævi og feril Mikines. Að- spurður um uppboðsfyrirtækin í Kaupmannahöfn nefndi hann sérstaklega Bruno Rassmussen. Jakobson segist ekki hafa fj’Igst með fölsunarumræðunni á ls- landi. Listasafnið rannsakaði meintar falsanir Listasafn Islands hefur annast rannsókn á nokkrum meintum málverkafölsunum fyrir Ríkislög- regluna og skilað niðurstöðun- um af sér. Þetta staðfestir Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Is- lands, en hann vill ekki tjá sig um niðurstöðurnar eða fjölda verkanna sem rannsökuð voru. „Við höfum skilað Ríkislögregl- unni niðurstöðunum í þeim rannsóknum sem \dð vorum beð- in um að annast. Ríkislögreglan fór fram á að við svöruðum ákveðnum spurningum, en það er ekki í okkar verkahring að greina frá niðurstöðunum," segir Ólafur. Listasafn íslands á sjálft eitt verk sem kært hefur verið scm meint fölsun, teikningu eftir Jó- hannes Kjarval. Ólafur segir að listasafnið sé með þá mynd í at- hugun, en að niðurstaða sé ekki komin í málið. - FÞG Færri í slipp vegna aflatregðu Slippstöðin á Akur- eyri er að athuga fjár- mögnun viðgerða og breytinga á rússnesk- um togara sem legið heínr við Torfunefs- hryggju frá því í haust. Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segist vona að hægt verði að fara að vinna í togaranum á allra næstu vikum, en verkin sem hafa verið unnin í þeim tveimur rússnesku togurum sem áður hafa komið til Slippstöðvarinnar eru tengd af- urðasamningum. Rússarnir skila fiski til \dnnslu hérlendis til að greiða niður \dðgerðirnar, en SH sér um sölu hans til vinnslu- stöðva. Vegna tregðu á veiði í Barents- hafi hefur umsaminn afli ekki skilað sér og þ\'í hefur tekið lengri tíma að greiða skuldir en ætlað var. Hefur Slippstöðin ekki \aljað taka meiri áhættu í bili og viljað fá tiltekna greiðslu áður en tekið er til við nýtt verk- efni. Ríkiskaup eru að skoða lægstu tilboðin sem bárust í smíði nýs hafrannsóknaskips, en þau námu um einum milljarði króna og komu frá kínverskum skipa- smíðastöðvum. Ekkert hefur ver- ið rætt við Slippstöðina en tilboð stöðvarinnar hljóðaði upp á 1,6 milljarð króna. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar er góð út janú- armánuð en síðan er færra um verkefni. Togarinn Onward Highlander, sem skoskt dóttur- fyrirtæki Samherja á, er í slipp og er verið að skipta um ljósavél í honum. — GG Siglir tapar í Hæstarétti Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í máli útgerðar Sigl- is SI gegn úrskurði sjávarútvegs- ráðuneytisins og ákvörðun Fiski- stofu um úthlutun aflaheimilda í úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Jafnframt var útgerð skipsins, Siglfirðingi ehf., gert að greiða ríkinu 200 þúsund krónur í málskostnað. Málavextir voru þeir að útgerð skipsins var ósátt við þá ákvörð- un ráðuneytisins að taka ekki til- lit til þess afla sem bræddur var um borð við úthlutun karfakvóta á Reykjaneshrygg í fyrra. Við út- hlutun aflaheimildar var ein- göngu miðað við frystar afurðir skipsins. Sömuleiðis taldi út- gerðin á sér brotið þegar rúmlega 300 tonna karfaafli, sem skipið fékk í verkfalli sjómanna árið 1995, var ekki metinn til veiði- reynslu við kvótaúthlutun. -GRH Landafundanefnd skipuð Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillög- ur um með hvaða hætti eigi að minnast þess að um aldamótin eru 1000 ár liðin frá landafundum Islend- inga í Vesturheimi. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, er formaður nefndarinnar, en aðrir í stjórn eru Steindór Guðmundsson verkfræðingur, Anna Soffía HauLsdóttir prófessor, Atli Asmundsson blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins og Kornelíus Sigmundsson for- setaritari. Launavísitalan upp um 8% Launavísitalan hækkaði um 0,6% í desember og hafði þá hækkað samtals um rúmlega 8% á einu ári, samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar. Miðað við launavísitölu hafa Iaun landsmanna að jafnaði hækkað um 40% frá íýrsta fjórðungi ársins 1990 til síðasta fjórðungs ársins 1997. Allt þetta tímabil hafa Iaunahækkanir opinberra starfsmanna og bankamanna sigið jafnt og þétt fram úr hækkunum á almennum markaði. Samanlagðar launahækkanir hinna opinberu eru orðnar rúmlega 46% á þessum áratug en aðeins tæp 36% á almenna mark- aðnum. Barri kærir til Samkeppnisstofnunar Gróðrarstöðin Barri á Egilsstöðum hefur \isað samskiptum fyrirtæk- isins við Skógrækt ríkisins til Samkeppnisstofnunar. Framkvæmda- stjóri Barra sagði í Hðtali við Stöð 2 í gær að það væri óeðlilegt að Skógrækt ríldsins, sem er stærsti kaupandi trjáplantna á landinu, skuli nota eigin ræktunarstöðvar í samkeppni við einkareknar stöðv- ar. Fyrirtækið hefur ráðið lögfræðing til að kanna lögmæti útboðs Skógræktarinnar á plönturæktun í desember. Stór hluti framleiðslu Barra hefur verið fyrir landgræðsluskógaverkefnið, en í desember var ákveðið að bjóða aðeins hluta þess verkefnis út en megnið á nú að framleiða í gróðrarstöðvum Skógræktar ríksins og það eru einka- reknu stöðvarnar ósáttar við. Enn reyua ræningjar við Gnoöarvogs- solutum Grímuklæddur maður vopnaður stórum hnífi réðist inn í söluturn \ið Gnoðarvog um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Hann ógnaði afgreiðslu- stúlku með orðunum „Þetta er vopnað rán“, en starfsstúlka náði að ýta á viðvörunarhnapp sem gaf frá sér hljóð og flúði ræninginn þá af vettvangi. Hann var ófundinn í gærkvöld en lögreglan leitaði hans. Margsinnis áður hafa ræningjar ráðist inn í þennan söluturn og stundum haft töluverða peninga upp úr krafsinu — bþ Sigurður Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.