Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 4
é -FIMMTUDAGVR 22. JANÚAR 1998 FRÉTTIR Dxgur AKUREYRI Vínveitingar í göngugötu Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþyktct vínveitinga- Ieyfi til veitingastaðarins Kaffi Kverið í bókaverslun- inni Bókval sem stendur við göngugötuna. Afengis- og vímuvarnarnefnd hafði ítrekað fyrri afstöðu sína þar sem hún „...telur vínveitingar ekki við hæfi á stað sem þessum“. Þrír bæjarfulltrúar, Asta Sigurð- ardóttir, Valgerður Jónsdóttir og Sigríður Stefáns- dóttir, voru sammála því og töldu ekki hægt að hafa vínveitingar nánast í göngUgötunni, enda væri eng- Sigurðardóttir. inn hemill á umferð barna og unglinga um veitinga- - staðinn. Aðrir bæjarfulltrúar samþykktu leyfið. Vign- ir Þormóðsson, eigandi Kaffi Kversins, hefur einnig fengið leyfi til að breyta vinnustofu listamanns í Kaupvangsstræti 23 í veitingastað á þremur hæðum. Starfsfólk Landmæiinga ætlar ekki að flytja með stofnuninni upp á Akranes um næstu áramót. Guðmundur Bjarnason, ráðherra, hefur þó boðað nýtt tilboð til fólksins. Engin sýndarmeimska í nálægð kosninga Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag að þau sveitarfélög sem Akureyri beri sig helst saman við mundu endur- skoða gjaldskrár leikskóla síðar á árinu, í Reykjavík og Hafnarfirði 1. júlí nk. en óvíst um Kópavog þar sem síðari umræða um fjárhagsá- ætlun hefði ekki enn farið þar fram. Ekki yrði um neina sýndar- mennsku að ræða og beðið fram yfir kosingar eins og í þessum sveit- arfélögum, en benda mætti á að tekinn verði upp systkinaafsláttur sem Iækka mundi leikskólagjöld sumra foreldra. Foreldrar neituðu fXutningi Ásta Sigurðardóttir (B) sagði í umræðum í bæjarstjórn um byggingu Giljaskóla að foreldrum hefði verið boðið að flytja tvær deildir í ann- að húsnæði tímabundið til að létta á álaginu og rýmka til, en foreldr- ar hefðu neitað. Uppi voru hugmyndir á þeim tíma að aka börnun- um á morgnana í Ieikskólabyggingu í nábýli við Fjórðungssjúkrahús- ið. Sundlaugarsvæðið á Akureyri Bæjarstjórn Akureyrar hefur sam- þykkt að sameina rekstur íþrótta- hússins við Laugargötu og Sund- laugar Akureyrar. I framhaldi af því hefur Gísli Kr. Lórenzson for- stöðumaður farið þess á leit við fþrótta- og tómstundaráð að mann- virkin verði nefnd „Sundlaugar- svæðið á Akureyri" og samþykkti nefndin það með semingi. — GG Gísli Kr. Lórenzson forstöðumaður. Móðir okkar INGIBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR áður til heimllis að Norðurgötu 4 lést mánudaginn 19. janúar á Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri. Börnin. Faðir okkar TRYGGVI JÓHANNESSON fyrrum bóndi Ytra-Laugalandi Eyjafjarðarsveit verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju laugardaginn 24. janúar nk. kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristnesspítala eða Hjúkrunarheimilið Sel. Fyrir hönd vandamanna, Hjörleifur og Aðalbjörn Tryggvasynir. Ráðherra með til- boð uppi í ermiimi Búið er að selja hús- næðið sem Landmæl- ingar íslands eru í og stofnunin flytur til Akraness urn næstu áramót - eins og stað- an er í dag ætlar eng- inn af starfsmönnun- um að halda áfram störfum eftir það - ráðherra boðar nýtt tilhoð til starfsfólks. „Það er búið að selja húsnæðið sem Landmælingar íslands hafa leigt að Laugavegi 178 og fyrir utan það hefur ekkert nýtt gerst í þessu máli nema hvað að við munum eiga von á tilboði frá umhverfisráðherra innan skamms. Einhverskonar gulrót ef fólk \nll flytja upp á Akranes. Hvað okkur starfsfólkinu við- kemur situr allt við það sama því eins og staðan er í dag ætlar ekk- ert okkar að fylgja stofnuninni upp á Akranes um næstu ára- mót,“ sagði María Hafsteins- dóttir, trúnaðarmaður starfsfólks hjá Landmælingum Islands, í samtali við Dag í gær. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði í samtali \áð Dag að \áðræður við starfs- fólk væru enn í gangi en að öðru leyti væri allt óbreytt með flutn- ing Landmælinga til Akraness um næstu áramót. Þar hefur húsnæði fyrir stofnunina verið tekið á leigu og mun nú þegar vera tilbúið. Greinilegt er að reiði starfs- fólks Landmælinga vegna fyrir- hugaðs flutnings hefur ekkert minnkað frá því að mest gekk á. María Hafsteinsdóttir segist aldrei muni flytja með stofnun- inni upp á Akranes. „Frekar færi ég í að sópa gólf á hamborgarastað en að flytja með stofnuninni upp á Akranes, jafn- vel þótt ég fengi tvö hundruð þúsund krónur á mánuði,“ sagði hún í samtalinu við Dag. Starfsfólkið heldur því fram að með því að flytja stofnunina sé verið að eyðileggja hana. Hjá henni starfa um 30 manns, allt sérmenntað fólk. María segir að ef ekkert af starfsfólkinu flytji upp á Akranes um næstu áramót sé ekki til menntað fólk í landinu til að ráða í staðinn. Því muni það taka mörg ár og verða afar dýrt að koma starfsemi Land- mælinga í rétt horf að nýju. - S.DÓR Wafhnesystur krafð- Walhne Cosmetics, fyrirtæki hinna þjóðkunnu Wathnesystra á nú I málaferlum vegna viðskiptasamnings hér á landi. Heildsalan Ambrósía krefur Wathne Cosmetics um 27 miUjónir króna vegna vanefnda við dreif- ingu og sölu á snyrti- vörum. Páll Örn Líndal í snyrtivöru- heildsölunni Ambrósía hefur höfðað mál gegn Wathne Cosmetics Inc., sem Wathnesystur reka í Bandaríkj- unum. Þórunn Wathne er sér- stakiega nefnd í málshöfðun- inni, en Ambrósía krefur Wathne Cosmetics um samtals 27 milljónir króna. Þórunn Wathne gerði á sínum tíma samning við Ambrósíu um dreifingu og sölu á snyrtivörum fyrirtækisins á Islandi og einnig um að dreifa og selja vörur frá Calvin Klein, sem Wathnesystur töldu sig hafa umboð fyrir. Páll Örn heldur því fram að samn- ingarnir hafi verið gróflega van- efndir, sem Ieitt hafi til þess að rekstur Ambrósíu lagðist af. Páll krefur Wathne urn 52 þúsund dollara vegna vinnu og útlagðs kostnaðar. Einnig hafi komið í ljós að Wathnesystur höfðu ekki umboðið fyrir Calvin Klein og Ambrósía gat því ekki selt merk- ið hér á landi. Krefur Páll Örn Wathnesystur um samtals 317 þúsund doilara í skaðabætur vegna þessa þáttar málsins. Skulda- og skaðabótamálin eru því upp á samtals 27 milljónir króna. Wathne Cosmetics er með gagnkröfu í málinu, telur sig ekki skulda neitt og þvert á móti skuldi Ambrósía um eina milljón króna. Hefur f>'rirtæki þessara íslensku systra gert kröfu um að máli Ambrósíu verði visað frá dómi. Málinu var frestað um tvær vikur í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. - FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.