Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 1998 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Frá stríðinu í Téténíu: Mikil óánægja rikti meðal rússnesku hermannanna. I mál gegn hemum Foreldrar fjölmargra rússneskra hermanna segja syni sína hafa verið þvingaða til að fara á vígstöðvamar í Téténín. „Ég er ekkert skrifaði And- rei Sazykin í síðasta bréfi sínu til foreldra sinna. Ef yfirmenn hans reyndu að senda hann aftur til Téténíu, sagði hermaðurinn ungi, þá myndi hann finna Ieið til að losna. Fara kannski í frí. Og bráðum væri herþjónustan búin. Ekki hafa áhyggjur, skrif- aði hann til foreldra sinna. En nokkrum mánuðum síðar var hann sendur aftur til Tétén- íu. Hann var ökumaður f)TÍr hóp af hermönnum frá innanríkis- ráðuneytinu, sem sendir voru til þorps skammt frá Grosní, höfuð- borg Téténíu. Þann 6. ágúst 1996 var ráðist á hann og félaga hans nærri höf- uðstöðvunum. Flugskeytum rigndi allt í kringum þá. Sazykin lét þarna Iífið ásamt sex öðrum hermönnum. Eitt vitni sagði að árásarmennirnir hefðu síðan tekið höfuðleðrin af líkunum. Beittir þvrnguniun Fjölmargir ættingjar beggja vegna víglínunnar geta sagt svip- aðar hryllingssögur úr stríðinu milli téténskra aðskilnaðarsinna og rússneskra hermanna, sem lauk fyrir rúmu ári þegar Rússar drógu herlið sitt frá héraðinu. Það sem er sérstakt við sögu Sazykins er að foreldrar hans hafa höfðað mál á þeim forsend- um að sonur þeirra hafi verið þvingaður til að skrá sig aftur á vígstöðvarnar, og að yfirmenn hans hafi falsað yfirlýsingu þar sem Sazykin segist ætla að vera áfram í hernum. Foreldrar um 300 hermanna í Rússlandi hafa reynt að höfða sams konar mál á hendur hern- um, en einungis tvö þeirra hafa komist svo langt að vera komin fyrir dómstóla. Yfirheyrslur í öðru þeirra hafa tafist vegna þess að verjendur hersins hafa hvað eftir annað látið hjá líða að mæta fyrir dómstólinn. Andrei hafði þegar verið á víg- stöðvunum þann tíma sem áskil- inn er meðan herþjónustan stendur ^fir, og hefði jm' sam- kvæmt gildandi reglum aldrei átt að fara þangað aftur. Mikil óá- nægja ríkti meðal rússneskra hermanna með stríðið í Téténíu, og halda foreldrarnir því fram að í fjölmörgum tihikum hafi þeir verið beittir þvingunum til þess að koma þeim aftur á vígstöðv- arnar. Fmun ára gálgafrestur „Við viljum bara að allur heimur- inn fái að heyra sögu okkar. Við \iljum að Rússar skilji hvernig farið var með börnin þeirra, hvað þau voru neydd til að gera og hvernig," sagði Valentina Aleksandrovna, móðir Sazykins. Bardögum lauk með eins kon- ar vopnahléssamningum þar sem Téténar féllust á að fresta kröf- um sínum um sjálfstæði í fimm ár. Agreiningurinn um stöðu Téténíu stendur þó eftir sem áður, og túlkanir á samningnum stangast algjörlega á. Téténar standa fast á því að í honum séu fólgin loforð um sjálfstæði Téténíu, en Rússar líta svo á að Téténía sé enn og verði áfram hluti af Rússneska sambandsrík- inu. „Ekki einn einasti hermaður myndi vilja snúa aftur til Tétén- íu,“ segir Viktor, faðir Andreis. „Það er óhugsandi að allir Rúss- ar myndu vilja það.“ Foreldrarnir fara fram á skaðabætur sem nema sem svarar nærri sex millj- ónum íslenskra króna. Fyrstu lotunni í réttarkerfinu lauk með ósigri, dómarinn vísaði kærunum á bug. Fjölskyldan hefur nú áfrýjað, en tafir hafa orðið vegna þess að ruglingur komst á skjalasendingar milli dómstóla. — Washington Post HEIMURINN Árangurslítill liindur BANDARIKIN - Fundur Bill Clintons Bandaríkjaforseta og Benja- mins Netanjahu, forseta Israels, í Washington bar lítinn sem engan árangur. Þeir hittust tvisvar, og sagði talsmaður Bandaríkjaforseta að þeir hefðu að vísu átt gagnlegar viðræður um brottflutning herliðs frá Vesturbakkanum, en áþreifanlegur árangur hefði ekki orðið. Clinton ráðlagði Netanjahu að flytja herliðið brott í smærri áföngum gegn því að Palestínumenn gripu jafnhliða því til aðgerða gegn hryðjuverkum. Þýsk herflugvél hrapar ÞÝSKALAND - Þýsk Tornado hcrfmgvél hrapaði í fyrrinótt nálægt eyjunni Borkum í Norðursjó. Akaft var leitað að flugvélinni í gær, og hafði fundist brot úr henni en ekkert spurst til flugmannanna, sem voru tveir. Ekkert var vitað um ástæður hrapsins. Baimað að tala ifla uin laudhiíuaðar- vörur BANDARIKIN - Kærumál á hendur sjónvarpskonunni Oprah Win- frey er fyrsta alvarlega prófmálið á bandarísk lög sem banna það bein- Iínis að talað sé illa um landbúnaðarvörur á opinberum vettvangi. Samkvæmt lögunum er hægt að krefjast skaðabóta ef sannað er að framleiðendur hafi orðið fyrir skaða vegna ummæla af því tagi. Lög- in voru fyrst sett í kjölfar þess að fréttaflutningur olli lækkun á epla- verði árið 1989, og hafa síðan þá verið samþykkt í 13 af ríkjum Bandarfkjanna. Starfskraftur óskast í tískuverslun á Akureyri Æskilegur aldur frá 25 ára. Umsóknir ásamt upplýsingum um starfsreynslu og menntun sendist á afgreiðslu Dags fyrir 27. janúar 1998 merkt „verslun11. Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á 150 - 200 fm. húsnæði fyrir lögreglustöð á Hólmavík. Tilboð er greini staðsetningu, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 5. febrúar 1998. Fjármálaráðuneytið, 20. janúar 1998. 3Ít Aðalfundur Guðspekifélagsins á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 25. janúar kl. 16 að Glerár- götu 32, 4. hæð. Kosið verður í nýja stjórn. Á fundinum flytur Geir Vilhjálmsson, sálfræðingur, erindi um tónlist- arlækningar og hvernig hægt er að nota tónlist til að auka andlega reynslu. Efnið skýrir hann með tóndæmum. Umræður, bækur um andleg efni, te og kaffiveitingar. Félagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Ath. Félagið verður með fræðslu- og hugræktarfundi um andleg efni annan hvern mánudag kl. 20. Fyrsti fundurinn verður mánu- daginn 2. febrúar. Fjallað verður um andleg efni þar sem ýmist er lesið upp eða efni flutt af hljóðböndum. Hugleiðsla og umræður. Fundirnir verða í húsnæði félagsins að Glerárgötu 32, 4. hæð. Stjórnin. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Endurmenntunarnámskeið fyrir sjúkraliða. Námskeið í líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103) verður hald- ið á þessari önn og hefst 27. janúar kl. 18.10. Námskeiðið verður yfir 30 klst. og getur lokið með prófi. Kennari: Margrét Pétursdóttir. Innritun á skrifstofu skólans. Upplýsingar hjá Hauki Ágústssyni kennslustjóra öldungadeildar í síma 461 1710. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 26. janúar 1998 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Þórarinn E. Sveinsson og Valgerður Hrólfsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 462 1000.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.