Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 13
 FIMM riJDAGllH 2 2 . J AN Ú A R 19 9 8 - 13 ÍÞRÓTTIR L Einvalalið í þraut og stangarstokki Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á tilraunum ÍR-inga til að koma á fót alþjóðlegu innan- hússmóti í frjálsum íþróttum fyr- ir ári síðan, enda hafa áhuga- menn frjálsra íþrótta ekki verið þekktir fyrir að fjölmenna á stærstu mót sumarsins hér inn- anlands. Svo fór þó að eitt þús- und áhorfendur mættu til að fylgjast með mótinu í fyrra og IR- ingar eru bjartsýnir að Stórmót félagsins, sem haldið verður öðru sinni á Iaugardaginn, verði vel sótt. Stjömuxnar áhugasamax „Kostnaðurinn við þetta mót er um tvær milljónir króna saman- lagt og þá er allt tekið með, flug- farseðlar og verðlaunafé og greiðslur f)TÍr að taka þátt í mót- inu. Flestir erlendu keppendurn- ir sýndu málinu mikinn áhuga og við áttum til að mynda ekki von á því að það yrði samkeppni um að komast í mótið, en sú hefur orð- ið raunin. Til að mynda þurfti Steve Fritz, sem var með fjórða besta árangurinn í tugþraut á síðasta ári, frá að hverfa," sagði Vésteinn Hafsteinsson, skipu- leggjandi mótsins. IR-ingar hafa notið styrkja hjá íyTÍrtækjum og að sögn Vésteins gengur dæmið upp ef að eitt þúsund áhorfend- ur greiða sig inn í Laugardals- höllina. „Eg hef fundið fyrir tölu- verðum spenningi hjá almenn- ingi fyrir þessu móti og geri mér góðar vonir um að dæmið gangi upp fjárhagslega,“ segir Vésteinn Stexkix þxautarmenn Sjö erlendir keppendur voru með í fyrra, en þeir verða tíu á mótinu um helgina. Þungamiðja mótsins verður án efa keppni í þríþraut karla og í stangarstökki kvenna. Jón Arnar Magnússon og Ólafur Guðmundsson etja kappi við Thomas Dvorak heimsmethafa í tugþraut, Robert Zmelik heims- meistara í sjöþraut og Banda- ríkjamanninn Chris Huffins, sem hefur sýnt miklar framfarir á undanförnum misserum og er á meðal bestu tugþrautarmanna heims. Vala Flosadóttir setti heims- met unglinga í stangarstökki inn- anhúss á Stórmóti IR í fyrra og hún er nú að komast í sitt besta form eftir meiðsl. Daniela Bar- tova, sem sigraði á mótinu í fyrra, verður með og einnig Andrea Muller, fyrrum heims- meistari, og Þórey Edda Elías- dóttir úr FH sem hefur verið í stórsókn að undanförnu. Erlendu keppendumir Alls verða 38 lxjálsíþróttameim með á Stór- móti ÍR í frjálsum íþróttum á laugardaginn. Tíu þeirra koma erlendis frá, en það eru eftir- taldir: Þríþraut karla: Thomas Dvorak (Tékklandi), Chris Huffins (Bandar.), Robert Zmelik (Tékklandi). Hástökk karla: Thomas Hansson (Svíþjóð), Vegard Hansen (Nor- egO- Stangarstökk kvenna: Daniela Bartova (Tékklandi), Andrea Muller (Þýskalandi). 50 m grindahlaup kvenna: Ingeborg Leschnik (Þýskalandi), Latisha Rivers (Bandar.). Hiiffiiis spáð sigri Þorsteinn Þórsson, fyrrum tug- þrautarkappi úr IR, lagði mat á tugþrautarmennina fjóra miðað við árangur þeirra að undan- förnu- og keppnisform. Sam- kvæmt spá Þorsteins stendur Bandaríkjamaðurinn Chris Huffins uppi sem sigurvegari eft- ir jafna keppni. Útkoman úr þessari spá Þor- steins birtist hér á eftir og í sviga er stigagjöfin fyrir hverja grein. Jón Arnar Magnússon 50 m grind Kúluvarp Langstökk Samtals stig: Chris Huffins 50 m grind Kúluvarp Langstökk Samtals stig: 6,80 sek (987) 15,50 m (820) 7,55 (947) 2754 6,70 sek (1018) 15,50 m (820) 7,65 m (972) 2810 Robert Zmelik 50 m grind Kúluvarp Langstökk Samtals stig: Thomas Dvorak 50 m grind Kúluvarp Langstökk Samtals stig: 6,75 sek (1003) 14,50 m (759) 7,45 m(922) 2684 6,75 sek (1003) 15,70 m (833) 7,60 m (950) 2796 Forstöðumaður óskast að leikskólanum Bergheimum, Þorlákshöfn. Ölfushreppur auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns leikskólans Bergheima, Þorlákshöfn, frá og með 1. mars 1998. Leikskólinn Bergheimar er í dag tveggja deilda leikskóli með um 75 hálfsdagspláss en í byggingu eru 2 deildir, um 210 fm sem teknar verða í notkun á vori komandi. Starf leikskólastjóra felur m.a. í sér faglega og rekstrarlega stjórnun leikskólans, koma að framtíðarstefnumótun í dagvistunarmálum og móta stefnu í endur- bótum á eldri byggingum skólans og fleira. Upplýsingar um starfið veitir sveitarstjóri Ölfushrepps í síma 483 3800. Umsóknum skal skilað fyrir 27. janúar nk. á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogshbraut 2, 815 Þorlákshöfn. SKÓGRÆKT RÍKISINS Forstöðumaður Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins óskar að ráða forstöðumann. Forstöðumaður fer með stjórn og ber ábyrgð á framkvæmdum rannsóknasviðs Skógræktar ríkisins, faglega og fjárhagslega. Samhæfir störf sérfræðinga og annarra rannsóknamanna. Ber ábyrgð á samskiptum út á við varðandi rannsóknir. Menntun, doktorspróf í náttúruvísindum. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar. Upplýsingar veita Árni Bragason, forstöðumaður, í síma 566 6014 og Jón Loftsson, skógræktarstjóri, í síma 471 2100. Hitaveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Stöðu deildarstjóra á rekstrarsviði og stöðu umsjónarmanns rafbúnaðar. Helstu verkefni deildarstjóra á rekstrarsviði eru: • Umsjón með rekstri dælustöðva. • Val á búnaði í dælustöðvar. • Umsjón með kerfislýsingum. Leitað er að vélaverkfræðingi eða véltæknifræðingi með starfsreynslu. Helstu verkefni umsjónarmanns rafbúnaðar eru: • Skipulagning og umsjón með raforkunotkun Hitaveitunnar. • Umsjón með rekstri háspennubúnaðar á Nesjavöllum. Umsjón alls rafbúnaðar Hitaveitunnar. • Umsjón iðntölva. Leitað er að rafmagnsverkfræðingi eða raftæknifræðingi með starfsreynslu. Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur annast öll þrep jarðhitavinnslu frá rann- sókn til dreifingar og sölu á heitu vatni. Hitaveitan er stærsta jarðvarmaveita í heimi og er leiðandi fyrirtæki á sviði jarðhita- vinnslu og dreifingar heits vatns til húshitunar. Hitaveita Reykjavíkur er stærsti kaupandi raforku frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og á Nesjavöllum er í byggingu 60 MW raforku- ver. Boðið er upp á góða starfsaðstöðu og skapandi vinnu. Athygli er vakin á því að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri Hitaveitunnar í síma 560 0126. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir fyrir 1. febrúar nk. til starfsmannastjóra Hitaveitu Reykjavíkur, Grensásvegi 1.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.