Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1998, Blaðsíða 6
6 - FIMMTUDAGU R 2 2 . J A N Ú A 11 19 9 8 ÞJÓÐMÁL Tkmar Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: stefán jón hafstein eli'as snæland jónsson Aóstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 bioo og soo 7obo Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblad Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: creykjavik)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRi) 551 6270 (REYKJAVIK) Stdrfelld hækkun á verði iuatvnm í fyrsta lagi Lækkun matvöruverðs á Islandi er bara þjóðsaga. Dagur hefur sýnt fram á það í fréttum síðustu daga að undanfarin ár hefur verð á matvöru þvert á móti hækkað miklu meira en sem nem- ur almennri verðbólgu í landinu. Og þar munar engum smá- munum. Hækkunin á verði matvörunnar hefur verið meira en tvöföld sú verðhækkun sem orðið hefur á öðrum vörum og þjón- ustu í landinu. Ef síðustu þrjú ár eru tekin saman nemur hækk- unin á verði matar um 12 prósentum. Aðrar vörur hækkuðu að- eins um 5 prósent á þessu sama tímabili. Munurinn er sláandi. f öðru lagi Hvað þýðir þetta fyrir fólkið í landinu? Fyrst og fremst að sá þáttur í framfærslu sérhverrar fjölskyldu sem er mikilvægastur hefur hækkað Iangmest. Það á við um mörg algeng matvæli. Mest er þó sláandi að skoða hækkunina á kartöflum, grænmeti, ávöxtum og brauði - vörum sem eru hollar og nauðsynlegar á hverju matborði. Kartöflur kosta nú 100 prósent meira en fyrir þremur árum. Grænmeti og ávextir eru um 30 prósent dýrari. Feitmeti hefur hækkað um 13 prósent. Brauð og kornvörur um 12 prósent. Mjólkurvörur og egg urn 11 prósent. í þriðja lagi Þegar Dagur leitaði skýringa á þessari óheillaþróun varð fátt um svör hjá þeim sem eiga að fylgjast með því sem er að gerast á þessu sviði. Ljóst er þó að þær vonir sem ýmsir bundu við lækk- un matarverðs vegna GATT-samningsins hafa brugðist, enda segir talsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Degi í gær að GA7T-samningurinn hafi þýtt hækkun en ekki lækkun vöru- verðs. Sumir kaupmenn gagnrýna vinnubrögð fárra stórfyrir- tækja sem eru ráðandi á smásölumarkaðinum og geti þess vegna sett framleiðendum og heildsölum stól fyrir dyr. Verslun- arrisarnir hafa líka byggt stórt hin sfðari ár. Ekki eru framtíðar- áform sumra þeirra smærri í sniðum. Peningana fá þeir auðvit- að með álagningu á vöruverð. Neytendur borga. Elias Snæland Jónsson Poliíísk vettlingatök Vettlingaræða Friðriks í afmæl- isboði Davíðs hefur flogið eins og besta fiskisaga um landið. í vinahópi Garra telja menn að í henni felist stórpólitísk tíðindi, enda ekki á hverjum degi sem ráðherrar segja svona brandara um viðskipti sín við sjálfan Davíð Oddsson. Sumir full- yrða meira að segja að Friðrik hafi verið að segja þessa sömu skrítlu í þinginu fyrir jól þegar hann var sagður hafa spurt menn hvers vegna ráðherrar í ríkisstjórninni yrðu að nota belgvettlinga? „Það er búið að slá svo oft á puttana á þeim að þeir komast ekki í fingra- vettlinga," á Friðrik að hafa sagt. En hvort sem þetta er nú satt eða ekki þá virðast belgvettling- arnir fjármálaráðherr- anum hugstæðir, fyrst hann lætur verða af því að senda samráðherr- um sínum slíkt þarfaþing í pósti. Gamanið er augljóst í þessu, en öllu gamni fylgir jú nokkur alvara. Alvaran í gamninu Og það er einmitt „alvaran í gamninu", sem vekur athygli Garra og raunar fleiri. Friðrik tekur þetta vettlingagrín nefni- lega engum vettlingatökurr. Þetta hljómar miklu líkara því að þarna sé á ferðinni kald- hæðnishúmor þess sem er að hætta í pólitík. Og ólíkt hinum kaldhæðna „biskupshúmor" er eiginlega ekki hægt að mis- skilja kaldhæðnina hjá fjár- málaráðherra. Hann virðist greinilega búinn að fá nóg af V__________________________ puttaslætti og bregður á það ráð að gera grín að málinu á þennan hátt, frekar en að sitja og þegja þunnu hljóði áfram. Ekki er ólíklegt að það hafi fyllt mælinn að Davíð lét sér vel líka að vera heiðursgestur á skattaráðstefnu endurskoð- enda í síðustu viku en hvorki Friðriki né neinum fulltrúa hans var hleypt þar inn. Boxhanska fyrir Halldór? Garri heyrir að fram- sóknarmenn og stuðn- ingsmenn þeirra telji ómaklegt hjá Friðriki að stilla framsóknar- ráðherrum upp rétt eins og búið væri að brjóta þá undir húsaga Davíðs á sama hátt og sjálfstæðisráðherrana. Þeir kannast ekki við að Davíð hafi lamið á putta sinna manna og því séu fingravettlingar fullboðlegur handabúnaður fyrir alla fram- sóknarmenn. (Raunar megi hafa fingur margra vettling- anna í styttra lagi vegna þess hve algengt sé að menn hafi sagað eða sneytt framan af fingri í Framsóknarflokknum) . Garri heyrði það á skotspónum í gær að einhverjir framsóknar- menn hefðu í hyggju að fá ráð- herrana til að skila belgvett- Iingum Friðriks og fá í staðinn hoxhanska. Það væri í það minnsta hentugri búnaður fyr- ir Halldór Ásgrímsson ef ástandið á stjórnarheimilinu er eins og „alvaran sem fylgir gamninu" gefur til kynna. GARRI. JÓHANNES SIGUKJÓNS -• / SON /1 skrifar y Er Lada falsaður Ferrari? „List er ekki fölsun,“ segir í fyrir- sögn í Degi í gær. Og er reyndar ekki verið að fjalla um falsaða myndlist, sem mjög er til um- ræðu þessa dagana, heldur til- \dtnun í Guðrúnu Helgadóttir um harnabækur. Hinsvegar ætti þessi setning að hafa töluvert vægi í umræð- unni um stórfelldar falsanir á fs- lenskri myndlist, en allir eigend- ur listaverka eru nú með böggum hildar og þora varla að líta á Kjarvalana og Svavarana sína á veggjum uppi, af ótta við' mynd- irnar séu falsaðar og hugsanlega ntálaðar af einhverjum Olafi eða Inga úti í bæ, en ekki af Kjarval eða Svavari Guðnasyni. Ólafur úti í bæ En skiptir það einhverju máli hver málaði myndirnar? List er ekki fölsun og annað hvort eru „listaverkin“ list eður ei. Ef gest- ir og gangandi hafa notið þess að List er ekki fölsun, sagði Guðrún Helgadóttir um barnabækur. Góð barnabók eftir Guðrúnu Helgadóttur er jafn góð þó í Ijós komi að hún er eft- ir Gunnu á Grundarfirði en ekki Guðrúnu nöfnu hennar, rithöf- Falsaður Ferrari Nú hafa menn mismunandi þekk- ingu á hlutum. Þannig gætu bílasalar selt mér Lödu og sagt vera Ferrari eða Benz. Þeir gætu sem sé falsað Ferrari-bílinn án þess ég hefði hugmynd um það, af því að ég geri engan greinarmun á því sem Felix eða Guð- bergur? Guðrún Helgadótt/r. horfa á stórkostlegt listaverk eft- ir Svavar Guðnason í 30 ár og vart getað vratni haldið yfir botn- lausri snilldinni í verkinu, hvern- ig má þá vera að það sé allt í einu orðið klessuverk ef í Ijós kemur að ein- hver Olafur úti í bæ málaði það? List er jú ekki fölsun, og frábært verk er frá- bært hvort sem það er málað af Picasso, Svavari Guðna eða undinn fræga, þó lakari bók eftir þá síðarnefndu myndi væntan- lega seljast meira. Eg var að Iesa nýjustu bók Guðbergs Bergs- sonar á dögunum. Og tel hana tví- mælalaust lista- verk og ógleyman- lega. En bókin væri nákvæmlega jafn góð þó hún væri eftir Felix Bergsson en ekki Guðberg. rúllar á fjórum hjólum, átta mig í hæsta lagi á stærðarmun á rútu og Trabant. Þessvegna læt ég sérfróða menn á þessu sviði ráð- leggja mér þegar ég kaupi bíla. Eg á sem sé ekki skilið að eiga bíla sem eru listaverk á borð við Ferrari. En ég þykist heldur ekki hafa vit á bílum. Og geng ekki um með stórkostlegar yfirlýsingar um hvað bíllinn minn sé mikið meistaraverk - ekta Ferrari. Eigendur myndlistar sem skynja ekki mun á verkum eftir Svavar Guðnason og eftirmynd- um eftir Olaf úti í bæ, eru í sömu sporum og ég á bílaplaninu, þeir eiga ekki skilið að eiga Svavar. Nema því aðeins að hugsanlegt sé að myndirnar eftir Olaf úti í bæ séu jafngóðar og myndirnar hans Svavars. Að verkið skipti öllu máli, en ekki hver málaði það. Að verðgildi þess sé aukaat- riði, listgildið allt. -Thyur Er rétt að hækka leik- skólagjöld á Akureyri um 10%? Sigfríðui Þorsteinsdóttir bæjarfnlltrín Framsóhiarfloldts. „Já, ég tel það rétt. Spurning er þó hvort við eigum að skoða betur hvernig einstakir hópar koma út í sam- anburði við önnur sveitarfé- lög í þessum efnum og skoða málið betur ef Akureyrarbær kemur illa út. Við eigum að ganga hreint til verks og standa eldd öðruvísi að málum í ár en í annan tíma, þó kosningar séu í vor. Forsendur í þessu máli mið- ast við að Akureyrarbær er einna fyrstur sveitarfélaga að ganga frá fjárhagsáætlun - og minni ég á að annarsstaðar geta leikskóla- gjöld einnig hækkað við gerð fjárhagsáætlana þar eða þá síðar á árinu. En við ættum að skoða almennt hvernig Akureyri stend- ur í ýmsum öðrum málaflokkum borið saman við önnur byggðar- lög landsins.“ Elín Hanna Jónsdóttir formaðurHólmasólar - foreldrafélags leikskðlaits Klappa við Brekkugötu. „Nei, það er ekki rétt. Þetta er Ijórða árið í röð sem leik- skólagjöld hækka og launa- vísitalan og ann- ar rekstrar- kostnaður leika- skólanna gefa ekki tilefni til þessarar hækkunar, að mínu mati." Valgeröur Hrólfsdóttir bæjaifulltriíi Sjáflstæðisflokks. „Við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir áramót koraum við sjálfstæðismenn með tillögu þar sem við vildum hækka dagvist- unargjöld um 6% og síðan um 4% á ntiðju þessu ári. En í ljósi upplýsinga, sem komu fram á bæjarstjórnar- fundi í gær, þriðjudag, um að Ieikskólagjöld í öðrum sveitarfé- lögum væru lægri en hér í bæ, studdum við tillögu Sigríðar Stefánsdóttur um að fresta hækkunum að svo komnu máli - eða á meðan málin yrðu könnuð nánar. Þessi tillögu felldi meiri- hluti bæjarstjórnar.“ Gísli Bragi Hjartarson bæjaifulltníi Alþýðufloldts. „Þetta mál er í skoðun og reyn- ist það rétt að forsendur og upplýsingar, sem voru lagðar til grundvallar við þessa hækk- un, hafi verið rangar verður hækkun leikskóla- gjalda endurskoðuð. Samþykkt hækkun tekur gildi I. febrúar, en reynist forsendur hennar rangar verður hún leiðrétt og fólk fær endurgreitt."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.